Vísir - 17.04.1959, Qupperneq 10
VÍSIR
Föstudaginn 17. apríl 1959;
10
CECIL AT. .
ST.
LAURENT: / 7 eniLI AR
-K oll 11/111 DON JÚANS
*
9
skæruliða, de Villa-Campo markgreifa, sem þekkti Ijölskyldu
hans, og vafalaust mundi geta komið því til leiðar, að honum
væri bjargað frá að dveljast þarna, þar sem hann var svívirtur
á hverja lund af skæruliðum og fólkinu á bænum.
Kerlingin kom nú inn með gríðarstóra skál fulla af súpu og
varð nú Juan að bera hana milli skæruliða, sem jusu úr henni á
diska sína. Eitt sæti við borðið var autt. Skæruliðum hafði greini-
lega heppnast árás á póstvagninn sem var í förum rnilli Burgos
og Salamanca, og lagt hald á skrín, sem í voru skjöl og bréf til
stjómar Josefs konungs. Skæruliðinn, sem fjarverandi var, mundi
hafa verið sendur á fund leiðtoga, til þess að segja þeim frá
árásinni, en enginn í flokki skæruliða var læs á spönsku og enn
síður á frönsku. Juan gætti þess að fleipra ekki með, að hann
væri jafnfær í frönsku sem spönsku. Enginn mundi hafa lagt
trúnað á orð hans og hann hefði ekkert haft upp úr aö segja,
frá þessu, nema barsmíðar. Hann kæföi því niður löngun þá, sem
vaknað hafði rétt sem snöggvast, að segja frá þessu, svolgraði
í sig súpuna eins og hinir, og bar svo fram ost og ávexti. Aö
skipan Fregosar fór hann svo út á hlöðuloftið að hrista upp
hálminn, svo að skæruliðar gætu lagst til hvildar eftir unnar
hetjudáðir.
Er þeir höfðu lagt sig lést hann sofa, en hann hafði fengið
dálitla flugu í kollinn og gat ekki um annað hugsað. Hví skyldi
hann ekki freista að laumast niður í stórstofuna, þegar hinir
væru sofnaðir, og ná bréfunum upp úr skríninu, taka síðan þau
mikilvægustu, söðla hest og ríða i skjóli myrkurs til Lograno, en
hann hafði heyrt, að þar væri höfuðstöð herstjórnar skæruliða?
Ef hann rækist á franskan varðflokk mundi hann reyna að
bjarga sér með því aö segja, að hann væri franskur sendiboði,
og mundi þá frönskukunnáttan koma að góðu haldi. Raunar var
ekki svo mjög hætt við því, að hann rækist á Franzara, því að
þeir áræddu vart að yfirgefa þjóövegina.
Svo virtist sem allir skæruliðar væru í fastasvefni. Hann reis
á fætur og tók stígvélina og læddist í áttina að stigagatinu.
Hann óttaðist mest, að varðhundurinn vaknaði og tæki til aö
gelta, eða að hænsnin ókyrrðust og færu að gagga. Að minnsta
kosti tíu sinnum nam hann staðar, dauðskelkaður. Loks stóð
hann við tréhliðið fyrir framan húsið og óttaðist, að ískrið og
marrið í því myndi koma upp um hann, en loks komst liann alla
leið inn í stórstofuna. Hann var enn berfættur og læddist nú aö
borðinu, en á því stóð ljósastjaki. Hann var smeykur um, að eitt-
hvað yrði til þess að koma upp um hann, — hann þyrfti ekki
nema að velta um stóli, eða reka sig á eitthvað, er af leiddi
hávaöa svo aö fólkið á bænum vaknaði, en það svaf á efri hæð-
inni. Hann sló eld og kveikti á kertinu og hraðaði sér svo að skrín-
inu. Gekk honum greiðlega að opna það og komst hanu fljótlega
að því að bréfin voru ekki til stjórnar Jósefs konungs, heldur til
Thiébaults hershöföingja, skrifuð í aðalherstöðinni af Bessiéres
hershöfðingja sjálfum, en Bessiéres hafði sigrað Spánverja mán-
uði áður við Medina-del-Rio-Seco. í bréfinu var tekiö fram, að
Thiébaults herhöfðingi skyldi ekki framar stjórna hersveitum
á vígvelli, heldur taka við framkvæmdastjórn, en að öðru leyti
var fátt mikiívægt í bréfinu. Juan var að glata allri von um, að
finna neitt mikilvægt, en svo fann hann bréf svo vendilega inn-
siglað, aö hann þóttist vita, að í því væri mkilvægt piagg. Það
hafði verið innsiglað með sigli Bessiéres og var undirritað af
honum sjálfum eigin hendi:
Kœri hershöföingi,
Til viðbótar hinum gilda pósti, sem sendiboði vor hefur
meðferðis, leyfið mér að óska yður til hamingju með land-
stjóraembcettð í Kataloniu, þótt erfitt sé það hlutverk,
sem bíður yðar. í París virðast menn ekki skilja hve horf-
urnar eru alvarlegar. Það er engan veginn eins erfitt að
kúga Spánverja sem Þjóðverja — Jósef konungur getur ann-
ars leikið Spánvcrja af hjartans lyst fyrir mér. — Nú, þetta
hafið þér sjálfsagt allt fregnað frá öðrum heimildum. Það,
sem eg í dag vildi segja er, að einn af njósnurum okkar,
hefur grafið dálítið upp, sem þér munuð hafa ánœgju af.
Það varðar markgreifa nokkurn, Villo-Campo, sem stjórnar
flokkum skœruliða milli Burgos og Salamanca, eða á yðar
svceði. Njósnari okkar hefur kömist áð því, að Villa-Campo
hefur ákveðið fund með öðrum skæruliðaleiðtoga, sem halda
skal í Rioja 28. ágúst. Þar munu koma saman um 500 menn
og legg eg til, að þér komið að þeim óvörum. Eg sendi sam-
tímis njósnarann á yðar fund, en hann er Spánverji, og er
hans gœtt af varömönnum. Hann œtti að koma á yðar jund
1—2 dögum á eftir póstinum.
Leyfið mér að fullvissa yður um velvild mína og virðingu.
Bessiéres.
— Nú hló Juan hugur í brjósti, því að með slíkt plagg í hönd-
unum mundi honum veitast auðvelt að fá áheyrn hjá Villo-
Campo. Hann flýtti sér að fara í stígvélin, sveipaöi um sig gömlu,
slitnu regnkápunni, sem hann hefði fengið í staðinn fyrir skinn-
fóðraða jakkann sinn, stakk bréfinu í vasann, sem hann geymdi
demantinn í, slökkti ljósiö og gekk yfir húsagarðinn í áttina til
hesthússins.
Hestarnir stóðu kyrrir, eins og þeir væru steyptir í bronze. En
allt i einu ókyrrðist einn þeirra og fór að sparka í gólfið og' tveir
fóru að naga jötuna. Juan nálgaðist Louisu, stæðilega hryssu.
sem hann hafði vingast viö með því að klóra henni, gera gælur
við hana og gefa henni aukatuggu. Hann fór að söðla hana, en
hún kunni því illa á þessum tíma sólarhrings, og reyndi að slá.
Brátt tókst honum þó að sööla hana og beizla og loks var aðeins
eitt eftir, að teyma hana eins hljóðlega og unnt var .út — og
svo á bak.
Rétt í þeim svifum, sem hann ætlaði aö opna básgrindina,
heyrði hann marra í hjörunum á hesthúshurðinni. Hann sá
óglöggt einhverja mannveru nálgast. Hann gat ekki hindrað, að
hryssan ókyrrðist, hneggjaði og sparkaði.
Mannveran stóð allt í einu við hlið honum og lagði hönd á
aðra lend hryssunnar. Svo heyrði hann og sá, að sá, er þarna var
kominn, sió eld og þá sá hann hver þetta var. Það var Teresa,
dóttir kerlingar, og voru ekki yfir þrjú skref milli þeirra. Henni
brá mjög en jafnaði sig furðu fljótt.
— Jæja, svo að það ert þú, Juan litli, sagði hún háðslega. Eg
vaknaði við, að hestarnir voru orðnir ókyrrir, og héit, að hér
væri þjófur á ferð. Og svo varst það bara þú — já, kannske þú
sért þjófurinn. Eg ætti annars að kalla á vin þinn Fregos, svo
aö hann geti komið og vermt þér um vanga í morgunkælunni.
— Nei, gerðu það ekki, bað Juan. Þeir halda þá, að eg hafi
ætlað að stela hesti og þá drepa þeir mig.
— Og mér finnst nú, að það væri þér mátulegt.
— Hvers vegna segir þú það? Hefi eg nokkurn tíma gert þér
nokkuð illt?
— Nei„ en eg hefi verið lamin líka og án þess að kvarta. Og
nú er röðin komin að mér að horfa á — skilurðu!
— Þið mæðgurnar eruð hrædd"r við Fregos og kumpána hans
og svo bitnar það á mér. Þess vegna vil eg burt. Lofaðu mér að
E. R. Rurroughs - TARZA fe' ^ 2Ö69
Lever málið var því úr hjálpa til að koma Charles
sögunni hvað Tarzan snerti. og konu hans til yfirvald-
Hann bað innfædda menn að
*
anna. Svo þaut hann af stað Á leið hans var risastór
til þess að ná í vopnin sín. górilla, sem lá í leyni.
•>
Þann stuttan tíma seni
Mendes France var forsætis-
ráðherra sýndi það sig að hann
er snjall í að búa til orðtæki.
Þegar hann átti í þjóðarsam-
kundunni að gera grein fyrir
sambandi Frakklands við
Bandaríkin, notaði hann meðal
annars þessi orð:
— Hjálp Bandaríkjanna
frelsaði Frakkland frá því ací
drukkna. En það var ekki ætl-
unin að það ætti jafnframt a3l
kenna Frakklandi að synda.
* I
Mesti eldsvoði, sem nokkrit
sinni hefur geisað í borg vaí
uppi í Chicago árið 1871. Aðl
minnsta kosti fói'ust þar mesti
verðmæti. Eignir voru eyði-
lagðar fyrir 760 millj. króna.
★
— Nei, þakka yður fyrir, þéi*
þurfið ekki að koma með nán-
ari skýringar. Það vill svo
heppilega til að eg er nógu
greind. Ef eg misskil eitthvað;
geri eg það viljandi.
*
Hún: — Þú hefur giftingar-
hringinn þinn á skökkum,
fingri.
Önnur hún: — Eg veit það.
Eg giftist skökkum manni.
*¥•
Sumum mönnum finnast liatt-
ar kvenna vera skrítnir. Aðrir
menn verða að borga fyrir þá.
*¥■
Mennirnir, sem höfðu unnið
í paðreim höfðu tvístrast
í allar áttir heims. Einn dagi
rakst fimleikamaður á kunn-
ingja sinn á götunni.
— Nei, Charlie, en hvað ei*
langt síðan við sáumst. Hvern-
ig gengur þér? Eg hefi ekki
scð þig síðan þú kvæntist. Eg
gleymi því aldrei að sjá þig
halda brúðkaup í búri fullu af
tígrisdýrum. Það er nú reglu-
lega æsandi.
— Það var það þá, sagði sá
kvænti. — En það væri það
ekki núna.
★
Það var ekki hægt að koma
bínum konunnar af stað og
umferðarstöðvun varð langar
leiðir.
Ljósið varð grænt — þá gult
— þá rautt.
„Hvað er að yður frú?“
spurði lögregluþjónninn.
„Geðjast yður ekki að neinum
af litunum okkar?“
Mona Lísa —
Framh. af 3. síðu.
condo giftist 16 ára og eignað-
ist eitt barn, sem dó skömmu
áður en hún byrjaði á því að
vera fyrirsæta hjá Da Vinci.
Og það eru engar greinilegar
frásagnir af því að hún hafi
orðið þunguð þau 4 eða 5 ár,
sem Da Vinci vann við og við
að myndinni af henni. Auk þess
er samskonar einkennilegt bros
á öðrum af meistaraverkum Da
Vincis, sem ekki er hægt að út-
skýra á sömu lund. Það er á
mynd af Jóhannesi skírara.
(Endursögn).