Vísir - 17.04.1959, Side 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
iestrarefni heim — 6n fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
IVlunið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta
Sími 1-16-60
Föstudaginn 17. apríl 1959
Myndin er tekin í hinum glæsilega matsal á Ilrafnistu meðan
öldungarnir sitja að málsverði. Margur sem þarna situr til borðs
man þá tíð þegar hann sat og maulaði skrínukost í þröngum og
fúlum lúkar, eða á skútuöldinni þegar þessi orð urðu til: „Sunnu-
dagur í landi, sætsúpa til sjós.“
Byggingaþjðnusta arkitektanna
opnuð á laugardag.
Ailir sýningarbásar þegar leigðir út.
Byggingaþjónusta Arldtekta-
félags Islands, sem áðiu’ Iiefur
verið sagt frá hér í blaðinu,
verður opnuð almenningi á
laugardag. Sýningarbásum lief-
ur öllum verið úthlutað, og var
ekld liægt að sinna öllum beiðn-
um.
Hefur opnun dregizt nokkuð
Gcngið á Ejja-
ijallaíöknl.
Ferðaskrifstofa Páls Arason-
ar efnir til 2ja daga ferðar á
Eyjafjallajökul um helgina.
Lagt verður af stað kl. 2 e.
h. á morgun og þá ekið fyrst að
Skógafossi en síðan að Selja-
völlum og gist þar. Á sunnudag
verður gengið á Eyjafjallajök-
ul, en um kvöldið komið aftur
til Reykjavíkur.
---•-----
Sir David Eccles verzlunar-
málaráðlierra Bretlands flutti
ræðu í fyrradag á þingi.
Hann kvað bifreiðaútflutn-
ing Breta vera 11 sinnum
meiri nú en hann var 1948. —
Þá kvað hann mjög hafa verið
greitt fjárhagslega og við-
skiptalega fyrir Indlandi á
seinustu 7 árum og hefði brezk-
indverzk viðskipti aukist úr
100 í 160 millj. std.
lengur en til stóð, en undirbún-
ingur hefur reynzt það tímafrek-
ur, að ekki var unnt að halda á-
ætlun, sagði Guðmundur Krist-
insson arkitekt, sem haft hefur
á hendi framkvæmdastjórn við
að koma sýningunni upp.
Vísir átti stutt viðtal við Guð-
mund, og sagði hann, að allir
sýningarbásarnir 51, hefðu þeg-
ar verið leigðir, og væru ein-
hverjir á biðlista. Allir sýnendur
hafa aðeins einn bás hver, nema
þrjú fyrirtæki, Rafa . í Hafnar-
firði, Samband ísl. samvinnufé-
laga og Mars Trading Company,
en þau hafa tekið á leigu 2—3
bása hvert, enda sýna þau fyrir-
ferðarmiklar byggingavörur. Að-
spurður sagði Guðmundur, að
strax eftir að frásagnir blaðanna
af þessari fyrirhuguðu þjónustu
birtust hefði almenningur þeg-
ar farið að hringja til þeirra
arkttektanna og forvitnast um
ýmislegt varðandi húsbyggingar.
Hefðu þeir orðið varir við mik-
inn áhuga fólks og mætti þvl bú-
ast við mikilli aðsókn að þjón-
ustu þessari, sem verður ókeyp-
is. Þegar hefur verið ráðinn
fastur starfsmaður við þessa
þjónustu, Ólafur Jensson, og
sennilega bætt við starfsstúlku
á næstunni.
Eins og áður er sagt, er bygg-
ingaþjónustan til húsa að Lauga-
vegi 18, (Liverpool), uppi.
Dtifles hafffi fotavist í gær.
Eisenliowcr ráðgast við Iiann
um cMrmann laans.
Dulles hafði fótavist í nokkr-
ar klukkustundir í gær.
Meðal þeirra, sem heimsóttu
hann var Nixon varaforseti, en
Eisenhow talaði við hann í
síma tvívegis, að því er talið
um væntanlegan eftirmann
hans. Tilkynning um skipan
manns í embætti utanríkisráð-
herra er væntanleg eftir fáa
daga.
Eisenhower hefur sem kunn-
ugt er lýst yfir, að Dulles verði
áfram ráðunautur hans, eftir
því, sem heilsa hans leyfir,
einkum á sviði utanríkismála-
mála, og er almennt talið,
að Eisenhower muni fara að
bendingum Dullesar um val
eftirmann hans, og verði hin-
um nýja manni og styrkur að
því.
ián fann Henry Denny
100 mllur frá Reykjanesi.
Skipið var á þeim slóðurn sem
flugvélarnar höfðu áður leitað
en ekkert séð.
Síðdegis í gær bárust þær
fregnir að heyrzt hefði í hol-
lenzka flutningaskipinu Ilenry
Denny, sem leitað hafði verið
að í fyrrakvöld og fyrrinótt og í
gærmoi'gun af flugvélum og
skipum á tiltölulega litlu svæði
suður og súðvestur af íslandi.
Klukkan þrjár mínútur fyrir
klukkan þrjú' síðdegis í gær
fann svo gæzluflugvélin Rán
skipið um 100 sjómílur í suður
frá Reykjanesi.
Mörg skip tóku þátt í leit-
inni auk flugvéla frá varnar-
liðinu á Keflavíkurflugvelli.
Rán var á gæzluflugi er flug-
stjórinn heyrði „ -±il skipanna
Bráðkvaddur á
vinnustaB.
Akureyri í morgun.
Sigurbjörn' Árnason, 47 ára
gamall trésmíðameistari hér í
bæ, varð brákvaddur við vinnu
sína í gærmorgun, Fannst liann
iátrnn við bekkinn á verkstæði
sínu er vinnufélagar hans komu
til vinnu um morguninn.
Sigurbjörn var árrisull mað-
ur og var vanur að koma fyrst-
ur til vinnu sinnar. Hann var
einn af eigendum trésmiðjunn-
ar Einis. Hann var ættaður
frá Knarrareyri á Flateyjardal,
en hafði verið búsettur á Ak-
ureyri í 3 áratugi. Sigurbjörn
lætur eftir sig konu og 3 börn.
sem voru að reyna að miða
Henry Dennjr. Töldu loft-
skeytamenn á skipunum sig'
hafa heyrt óljós merki frá
skipinu um klukkan 9 þennan
sama morgun. Ivvöldið áður
hafði skipstjórinn á Henry
Denny talið skip sitt vera um
140 sjómílur frá eykjanesi og
var stefnan reiknuð út frá
þeim upplýsingum.
Skipstjórinn kvað neyðar-
ástand vera um borð. Sjór hefði
brotið brúna og gert loftskeyta
og siglingatæki óstarfhæf. Einn
af áhöfninni var meiddur.
Sextán manns eru um borð, þar
af fjögur börn og tvær konur.
Bandarísk flugvél tók við af
Rán til að fylgjast með skip-
inu þar til skipin væru komin
á vettvang. Þá var'enn stormur
og haugasjór.
Sex feröir
slökkviliðs.
Slökkviliðið í Reykjavík var
kvatt út fjórum sinnum í fyrra-
dag.
Aðaleldurinn var í v.b. Helgu
sem lá við Verbúðabryggjurnav
hjá Grandagarði. Kviknað hafði
í lúkarnum og var slökkviliðiG
kvatt á vettvang um þrjúleytið
í fyrradag. Hafði tekizt að
mestu að slökkva eldinn áður
en það kom á staðinn, en
skemmdir urðu töluverðar í
bátnum.
Auk þessa var slökkviliðið
svo kvatt út þrívegis vegna
sinuelds, fyrst að Víðivöllum
við Sundlaugaveg, síðan að Ás-
enda í smáíbúðahverfinu og
síðast að Suðurtjörninni í
Hlj ómskálagarðinum.
Á þriðjudag var slökkviliðið
kvatt tvívegis á vettvang, en í
báðum tilfellum af litlu tilefni.
í annað skiptið að Tripolicamp
26 vegna elds sem krakkar
höfðu kveikt í rusli og í seinna
skiptið á Landssíptalalóðinni,
en þag logaði í grassverði.
Nixon fer til Moskvu i
júlí næstkomandi.
Opifar þar mennmgar- og tæknisýningu.
Tilkynnt var í Washingíoú í
gærkvöldi, að Nixon varafor-
seti færi í lieimsókn til Sovét-
ríkjanna í júlímánuði næst-
komandi.
Hann fer þangað opinberlega
til þess að opna bandaríska
sýningu, en tilgangurinn með
henni er að kynna bandaríska
menningu og tækni í Sovét-
Dalai Lama hefir sent Nehru
greinargerð um uppreistina.'
Honum verður fengin höll til
umráða í Mussoorie.
Það mun nú nokkiirn veginn
ákveðið, að Nehru komi í heim-
sókn til Dalai Lama í Mussoo-
rie eftir viku, 23. apríl.
Dalai Lama notaði meðal
annars tímann, meðan hann
stóð við í Dawang, til að byrja
á langi’i greinargerð um að-
draganda uppreistarinnar í
Tibet, gang bardaganna í upp-
hafi og slcemmdir á klaustrun.
um í Dribung og Sera, en grein
argerð þessa hefir hann nú
sent áleiðis til Nehrus, svo að
hann geti kynnt sér sem bezt
ástandið í Tibet. Dalai Lama
skrifaði greinargerðina að sögn
á ensku, þar sem hann kann
ekki hindustani nógu vel, og
Nehru er ekki beinlínis fær í
tíbezku.
Þegar Dalai Lama hitti Men-
on, fulltrúa Indlandsstjórnar í
Lhasa, skammt frá bænum
Bomdila, afhenti hann grein-
argerðina, sem Menon kom síð-
an áleiðis til Nehrus.
Virðilegasti „húseigandinn“ í
Mussoorie, sem er neðst í hlíð-
um Himalajafjalla, er furstinn
af Kapurthala, og hefir hann
að sögn boðið Dalai Lama að
búa í höll sinni, meðan hann
dveljist þarna.
ríkjunum. I júní verður opnuð
í New York sovézk sýning i
hliðstæðum tilgangi, en sam-
komulag varð um þessi menn-
ingarlegu skipti og samstarf í
desember s.l.
Bolshoi-
ballettinn.
Bolshoiballettinn er nú að
byrja sýningar í New York og
er það einn þáttur þess sam-
starfs á sviði menningar og.
lista, sem hafinn er í sambúð
Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna. Svo mikill var áhuginn
að ná í miða, að þess eru eng-
in dæmi í Bandaríkjunum, og
stóðu menn yfir 2 sólarhringa í
röðum til þess, þeir er lengst
þraukuðu, og allt var uppselt
löngu fyrirfram.
Ballettinn sýnir síðar víðar
og fer allt vestur til strandar
og sýnir í Los Angeles og San
Francisco og fer þaðan til
Kanada.
Stórflóð í S.-Ameríku -
heil héruð einangruð.
Er þar vandræ5aástand, en víðtæk
HjáEparstarfsemi hafin.
I Brazilíu, Argentinu og
Uruguay eru heil héruð sam-
bandslaus við aðra landshluta
vegna flóða. Fólk í hundrað
þúsunda tali hefur orðið að
flýja hennili sín,
Þyrilvængjur eru notaðar
við björgunarstarfsemi og
einnig fjöldi herskipa. — Sein-
ustu fregnir herma, að farið sé
að birta í lofti og þess sjáist
vottur að vatnið sé að byrja a3
sjatna í Plate-fljóti og víðar.
Um manntjón af völdum
flóðanna er ekki kunnugt enn
en þegar er kunnugt, að eigna-
tjón verður stórkostlegt. Þetta
eru mestu flóð síðari tíma i of-
annefndum ríkjum.