Vísir - 21.04.1959, Blaðsíða 8

Vísir - 21.04.1959, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Litið hann fœra yður fréttir og annað lectrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. WXSIK. Munið. að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta Sími 1-16-60. Þriðjudaginn 21. apríl 1959 Frá Hafnarfirði: Anægjulegur, fjölmennur Framfundur í gær. Sóknarhugur mikill í Sjálfstæðis- mönnum í Hafnarfirði. Landsmálafélagið Fram í Ilafnarfirði hélt í gær fjölmenn- an fund. Framsögumenn á fundinum Voru frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði Matthí- as A. Mathiesen er ræddi um stjórnmálaviðhorfið og Páll N. Daníelsson, bæjarfulltr., er .ræddi nýafgreidda fjárhagsá- ætlun. Var gerður mjög góður róm- ur að máli þeirra. Síðan tóku margir til máls og snerust ræð- ur manna mjög um væntanleg- ar alþingiskosningar og _við- horfið til þeirra, þar sem menn lýstu ánægju sinni yfir vali á llmurinn fór forgörðum. Konan fékk bætur fyrir. Ensk kona á fimmtugsaldri, Ada Craig, garðyrkjukona, félck 300 stpd. í bætur vegna þess, að hún missti þef- og bragðnæmi í bifreiðarslysi. Hún hefði fengið 1200 stpd., ef það hefði ekki verið talin henn- ar sök að %, að hún varð fyrir slysinu. Dómarinn úrskurðaði einnig, eftir að tilkynnt hafði verið, að lagt hefði verið fram sáttatilboð um 650 stpd. bætur, að hún skyldi greiða mestan hluta málskostnaðar. Taldi kon- an sig hafa orðið hart úti. ,,Eg iief verið garðyrkjukona í 15 ár og sakna mjög blómailmsins", sagði hún. frambcóðanda flokksins í al- þingiskosningunum. Fundarstjóri var Stefán Jóns- son bæjarfulltr. form. fulltrúa- ráðs fél. í Hafnarfifði og flutti hann á fundinum skelegga ræðu þar sem hann hvatti sjálfstæð- ismenn til þess að duga vel í kosningunum, enda hefði Sjálf stæðisflokkurinn boðið fram ungan, dugmikinn frambjóð- anda, sem mikils mætti af vænta á Alþingi. Mundu Hafnfirðing- ar og telja það metnað sinn að fella forsætisráðherrann í þeim kosningum, sem fram færu í sumar. Fundur þessi var í alla staði mjög ánægjulegur og er sókn- arhugur Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði mjög mikill og flokksmenn staðráðnir í að tryggja sem glæsilegastan sig- ur frambjóðanda síns í Alþing- iskosningunum í sumar. Sýning opnuð í Moskvifi. íslenzka myndlistarsýningin í Moskvu var opnuð með hátíð- legri athöfn föstudaginn 17. þessa mánaðar. Ávörp fluttu Pakhomov, að- stoðarmenntamálaráðherra Sovétríkjanna, Gerasimov, for- maður Listamannasambands Sovétríkjanna, Birgir Thorla- cius, ráðuneytisstjóri og Valtýr Pétursson, listmálari. Að kvöldi sama dags var haldinn stofnfundur íslands- vinafélagsins í Moskvu. Menntamálaráðuneytið, 19. apríl 1959. Willy Brandt ræðir við brezka ráðherra. Honum «r tjáð, að Bretar afsali sér ekki neinum ráttindum vegna bráðabirgöasamkomulags. Brezk blöð ræða í morgun komu Willy Brandts yfirborg- arstjóra Vestur-Berlínar til Lundúna. Telja þau, að hann muni sannfærast um, að brezka stjórnin muni ekki slaka til, til þess að komast að hagstæðum bráðabirgðasamningum um Berlín og Þýzkaland, og ekki sleppa tilkalli til ninna rétt- inda, en hún vilji stuðla að því, að friðsamleffar samkomulags- umleitanir um deilumálin geti farið fram. Bent er á, að Sel- wyn Lloyd hafi nú lýst yfir, að afstaða Breta sé hin sama og afstaða Bandaríkjamanna til réttinda til flugferða milli Ber- línar og Vestur-Þýzkalands, í nauðsynlegri hæð, enda sé flug- umferðarstjórninni í Berlín jafntn tilkynnt um slíkar flug- ferðir. — Brezk blöð halda þó áfram gagni'ýni sinni á þess- um flugferðum Bandai’íkjanna nú, þar sem tíminn sé óheppi- legur. — Willy Brandt kvaðst persónulega þeirrar skoðunar, að flugferðir Bandaríkjanna tefldu ekki samkomulegi um Berlín í hættu. Willy Brandt ræðir við brezka ráðherra um Berlín og Þýzkalandsmálið og eru þær einn þáttur undirbúningsvið- ræðnanna undir utanríkisráð- herra fundinn 11. maí. Hann sagði í gær, að það væri mjög vanhugsað, ef Rúss- ar settu nýtt flutningabann á Berlín. Vlikiar sugur ganga um það á Italiu og víðar, að Raimundo Orsini, afkomandi gamallar, frægrar ættar, muni ætla að ganga að eiga Soraju, uppgjafadrottningu í Iran. Eru þau a. m. k. mjög oft saman, en það mælir gegn ráðahagnum, að piltur er itaurblankur, svo að Soraja yrði að taka upp lífsvenjubreytingu, sem á víst ekki við hana. Fjárlögin til 2. umræöu: Stefnan er að stöðva dýrtíðarskriðuna. Aherzla lögð á, að ekki verði dregið úr nauðsynlegustu framkvæmdum. Frumvarp til fjárlaga fyrir ár- ið 1959 var loks til annarrar tun- ræðu í gær, og var Magnús Jóns son einn framsögum. af hálfu fj árveitingarnef ndar. Nefndin er klofin í þi'já minnihluta, og talaði Magnús af hálfu fyrsta minnihluta, Sjálfstæðismanna og Alþýðu- flokksmanna, en í minnihlutan um eru auk Magnúsar Jón Kjart ansson og Pétur Ottesen og Áki Jakobsson. í ræðu sinni vék Magnús Jónsson fyrst nokkuð að við- skilnaði síðustu stjórnar og á- Friðrik nteð 5 vinitinga, varö 7.-9. f fyrradag lauk skákmótinu í Moskvu, og urðu efstir Bron- stein, Smysloff og Spaskí, en Friðrik, sem í síðustu umferð gerði jafntefli við Smisloff, lenti í 7.—8. sæti. í síðustu umferð vann Lar- sen Lútikoff, en jafntefli gerðu dr. Filip og Melíf, Spasskí og Simagin, Bi-onstein og Aronin, Vasjúkoff og Portisch. Úrslit mótsins urðu annars sem hér segir: Fyrsta, 2. og 3. sæti skipa Bronstein, Smisloff og Spaskí, með 7 vinninga hver, 4.—6. Fil- ip, Portisch og Vasjúkoff 6 v., 7.—9. Aronin, Friðrik og Mileff 5 v., 10. Simagin 4% v., 11. Lai’sen 4 v. og 12. Lútíkoff 2Vz vinning. stæðunni fyrir drættinum á af- greiðslu fjái’laganna, en það hefði verið úrræðaleysi stjórn- ar Hermanns Jónassonar að kenna, og einnig gaf Magnús nokki'a lýsingu á því, hvernig hún hefði bætt nýjum sköttum á skatta ofan. Þá ræddi Magnús mjög ýtai'- lega um ýmsa liði fjárlagafrum- vai’psins í sambandi við þær til lögur, sem fullti'úar Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðuflokksins gera, og kemur þar fram, að höfuðáhei’zla er lögð á að di'aga ekki úr nauðsynlegustu fram- kvæmdum, eix hinsvegar leit- azt við að draga úr ýmsum öðr- Framh. á 5. síðu. Oiíufélagið líka athugað. Að undanförnu liefur farið fram opinber rannsókn á starf- semi Hins íslenzka steinolíu- lilutafélags á Keflavíkurflug- i velli. Rannsóknin hefur reynsí . nxjög umfangsmikil og mun því dragast nokkuð að hennl verði að fullu lokið. I sambandi við rannsóknina' hefur það nú komið fram, að Olíufélagið h.f. hefur einnig átt hlutdeild að viðskiptum á Keflavíkui'flugvelli. Ráðuneýt- ið hefur því í dag gefið út við- bótarskipunarbréf til umboðs- dómarans, sem rannsókn máls- ins hefur með höndum, . þag sem lagt er fyrir hann að rann. saka einnig starfsemi Olíufé- lagsins h.f. á Keflavíkui’flug- velli. (Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu). Gönguferð á Esju. Ferðafélag íslands efnir til gönguferðar á Esju á fiimntu- daginn kfemur (sumardagina fyrsta). Af Esju er hin fegursta út- sýn, austur og norður til jökla, en sérstaklega þó yfir „sundin blá“, Reykjavík og nágrenni og Reykjanesskagann allan. Ganga á Esju er öllum auðveld, sem. á annað borð treysta sér að> ganga, og þeir sem notið hafa útsýnis af Esju eru fi'óðai'i eftin en áður. Lagt verður af stað frá Aust- ui'velli kl. 9 árdegis á fimmtu- daginn. Ekið verður í bílum að Mógilsá, en þaðan hefst gangan. Sendiherra íslands í Tyrklandi. Hinn 18. apríl s.l. afhenti Stef án J óhann Stef ánsson Tyrklandsforseta trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Tyi'klandi með aðseti'i í Kaup- mannahöfn. (Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu). Varðarfundur um tíma- mót í stjómmálum. lóhann Hafstein fíefur framsögu í kvöld. í kvöld heldur Landsmála- félagið Vörður fund í Sjálf- stæðishúsinu, og verður um- ræðuefnið': Tímamót í íslenzk- um stjórnmálum. Fruinmæl- andi Jóhann Hafstein banka- stjóri. Með umræðuefni þessu er að sjálfsögðu átt við skipbrot vinstri stjói'narinnar í desem- ber sl. og þá ekki síður um það, sem um þessar mundiir er efst á baugi, bi'eytingar á kjöi'- dæmaskipuninni, eða frumvarp það til stjói'narskrárbreytingar, sem allir flokkar nema Fram- sóknarflokkurinn hafa flutt sameiginlega á Alþingi. Er ekki ofsagt, að með því vexða tíma- mót í íslenzkum stjóx'nmálum, og skammt er til kosninga, þar sem breytingar þessar verða lagðar undir dóm kjósenda. Fundurinn í Sjálfstæðishús- inu hefst kl. 20.30 í kvöld. • ■fc Bandarísk herflugvél var neydd til að lenda nálægt Zurich í s.l. mánu'ði. Flug- ma'ðurinn liafði villst inn yfir Sviss. — Hann fékk að að fljúga burt í flugvéi sinni daginn eftir að hann var neyddur til að lenda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.