Vísir - 17.12.1959, Qupperneq 4
«1
VÍSIft
Frmmtudaginn 17. desember 1959
A.ð vesúan:
Kóvember var ntikill
ógæf tamðnuðor.
Menn spyrja: Hvað er framnndan
í þjóðmálunum?
ísafirði 1. des. —
Nóvembermánuður hefur
sennilega verið einn mesti ó-
gæftamánuður um langt skeið,
og bó stórgjöfull, sérstaklega í
síldveiðum við Suðurland.
Einnig í þorskveiðum við
Vestfirði þegar gæftir hafa |
komið. Þá má og minnast, að
innanlands var slegið og hirt
skrúðgrænt hey í nóvember.'
Er mér næst að halda, að slíkt
sé alger nýlunda. Þegar að öllu
er gætt hefur nóvember verið
fremur hagstæður. Að vísu,
urcju fjárskaðar og slys, einkum
norðanlands, en það bætist upp
með því góða er gerst hefur.
Mikið er starfið
framundan
í öllu því samningastarfi sem
fyrir liggur í desember. Fyrst
og fremst hjá Alþingi og ríkis-
stjórn og síðan taka aðrir við,
ótal samninganefndir til að
semja um kaup og kjör, og
sitja yfir þessu marga daga og
nætur. Svo er allt þetta ónýtt
eftir nokkra mánuði. Nýtt
hverfihjól hefur farið af stað
og aftur verður að setjast við
sapiningaborð ekki eingöngu
um ákveðin atriði, sem valdið
hafa ágreiningi, heldur bæt-
ast að jafnaði ný við. Þurfa
þessi vinnubrögð að vera
svóna? Er ekki hægt að breyta
þessu. Gera öll samningastörfin
einfaldari, líflegri og mann-
legri, og sleppa þó engu er máli
skiptir fyrir báða aðila, sem
venjulega koma sér fyrst fyrir,
er þeir hafa setið í einskonar
stofufangelsi.
Svo kemur stóra spurningin:
Hvað er framundan? Almenn-
ingur er óttasleginn við öll þessi
nývirki. Millifærslur frá þér til
þín. Frá þér til náungans, og
frá náunganum til þín. Allt
„kunstigt". Ekkert eðlilegt. Allt
í kerfi. Engin frjáls eða eðlileg
þróun. Næsta spurning hjá
mörgum verður því þessi: Er-
um við íslendingar allt öðru
visi en aðrar þjóðir? Við höf-
um um mörg undanfarin ár
lifað við velgengni og góðæri.
Samt komumst við ekki þangað
sem við nauðsynlega þurfum
að á, heldur riðum til falls í
hverju spori, svo taka verður
til nýrra aðgerða, nýrra lækn-
isaðgerða á helsjúku efnahags-
kerfi í von um bata, en batinn
bregst. Læknisaðgerðirnar hafa
brugðist. Veikindi efnahags- j
málanna eru jafn fjarri lækn-
ingú og áður var. Er ekki löngu
orðið nauðsynlegt að reyna að
ganga hreinlega til verks.
Allar þessar miklu sveiflur
efnahagsmálanna leiða af sér
mikla beina bölvun. En hin
óbeina bölvun er sízt minni,
þær opna net og smugur fvrir
allskonar spákaupmennsku,
sem hefur blómgast vel og ver-
ið mikið stundað. Hvergi er1
fastur grundvöllur. Menn fáima
cg fálma, því allir vilja hafa
fast undir og þykir í sannleika
helvíti hart að hafa ekki jörð
til að ganga á. En það gengur
ærið misjafnlega, og má oft
telja það naumast tilviljun
hvort menn lenda í einhverju
díkinu, botnlausum pytti, eða
fá fast undir fætur.
Mikið er rætt um aukin lífs-
gæði. Sá boðskapur lætur vel
í eyrum og er auðlærður, eink-
um á kostnað annara. — Að
sjálfsögðu eiga þessi auknu lífs-
gæði að verða hlutskipti æsk-
unnar, sem á að fá þau úr hönd-
um foreldra og annara vanda-
manna og svo frá þjóðfélaginu.
Auðgert er að bregða upp Ijót-
um og leiðilegum myndum af
þessum svonefndu ,,lífsgæðum“.
Því skal þó hér sleppt. Aðeins
á þá staðreynd bent að til lengd-
ar njótum við ekki meiri „lífs-
gæða“, en við getum sjálfir
borgað. Þessa staðreynd verð-
ur æskan að gera sér ljósa og
vekja ábyrgðartilfinningu á
því, að hún sjálf á að mestu
að borga þau lífsgæði sem hún
fær í hendur. Til þess hefur
hún bæði menntun og dugnað.
Áður fyrri þótti það sjálfsögð
farsældarleið, að hjálpa for-
eldrum sínum og yngri syst-
kynum. Nú þykir sjálfsagt að
taka með sjálfskyldu öllu sem
úti er látið og að ekkert komi
í staðinn. Það er víst að boð-
skapurinn um að fá kröfur sín-
ar á annara kostnað er böl-1
stefna, sem hefnir sín þegai’i
verst gegnir.
Arn.
Þrjú loftflutt herfylki
til taks vestra -
jr
©§ flutt fií Islands, beri hættu a5 höndum.
Tveir menn að tengja síma.
Sjálfvirkur iandssími.
Nýtízku tafsimakerfi sett upp
í Kefiavík.
Samkvæmt fregnum í
brezkum blöðum, verður banda
rískt lið, með fullum herútbún-
aði, þjálfað til flutninga í lofti,
jafnan haft til taks, þegar búið
er að flytja burt 1200 manna
herlið frá Islandi á næsta ári,
og flutt loftleiðis til íslands, ef
hættu ber að höndum.
Talsmaður landvarnaráðu-
neytisins í Washington segir, að
hér sé ekki um það að ræða, að
draga úr þátttöku í vörnum
Nato, heldur breytingu sem
lengi hafi verið til athugunar.
4000 hermenn úr flugher og
flota verði áfram á íslandi, að-
allega með tilliti til flutninga,
veðurþjónustu og stefnu þeirr-
ar, sem fylgt er, með tilliti til
kafbáta.
Ábyrgð á vörnum íslands á
landi verður í höndum 82. loft-
flutta herfylkisins, sem er stað-
sett í Fort Bragg, Norður-
Karólínu, 101. loftflutta her-
fylkisins, sem er staðsett í Fort
Campbell, Kentucky, og 4. fót-
gönguliðsherfylkinu, sem er
staðsett í Fort Lewis, Washing-
ton-ríki.
Brottflutningurinn á næsta
ári, segir ennfremur í þessum
fréttum, er ekki tengdur fjár-
hagsáætlun Bandarikjanna til
landvarna, heldur sé hér frek-
ara að ræða um tilraun til
breytingar tilhögunar og til-
færslu bandarísks herliðs. Vik-
ið er að ei’fiðleikum, sem kom-
ið hafi til í seinni tíð, milli ís-
lendinga og Bandaríkjanna. Þá
er sagt, að málið hafi verið rætt
við íslenzku stjórnina og þar
næst senda formleg tilkynning
til Nato.
Það er nú alveg að því kom-
ið, að Keflavík fái algerlega
sjálfvirkt talsímakerfi innan-
bæjar, og nokkru síðar beint
sjálfvúrkt samband við Reykja-
vík, Hafnarfjörð og flest
Hvenær verða verzlanir
opnar fyrir jólin?
Sölubúðir i Reykjavík, Akra- J Annan jóladag kl. 10—12.
nesi, Hafnarfirði og Keflavík Gamlársdag kl. 8—14.
og nágrenni verða onnar um; Nýjársdag lokað allan daginn.
Reykjaneskauptúnin.
Búið er að setja upp nýju
' símana hjá flestum eða öllum
símanotendum í Keflavík, og
verið er að ljúka við að tengja
kerfið í sjálfvirku stöðinni.
Fyrst um sinn mun þetta nýja
kerfi aðeins gilda fyrir bæinn
sjálfan, en Landssíminn annast
öll utanbæjarsamtöl þar til í
1 vor, að kerfin verða tengd
saman. Þessi sjálfvirki útbún-
j aður mun vera sá fyrsíi sinnar
tegundar hér á landi, og sá
fullkomnasti. Er öll nýjasta
tækni á þessu sviði nýtt í þessu
kerfi. Símakerfin í Reykjavík
og Hafnarfirði eru nú um 30
ára gömul og því orðin nokkuð
á eftir tímanum, en ef til vill
má vonast til þess að úr því
verði bætt á næstu árum.
hátíðarnar eins og hér segir:
Laugardaginn 19. desember til
kl. 22. Þorláksmessu, miðviku-
dag 23. des. til kl. 24. Aðfanga-
dag, fimmtudag 24. des. til kl.
13. Gamlársdag, fimmtudag 31.
desember til kl. 12.
Aðra daga er opið eins og
venjulega, en laugardaginn 2.
janúar er iokað vegna vöru-
talningar.
Föstudaginn 8. janúar eru
sölubúðir opnar til kl. 19 en
laugardaginn 9. janúar er lokað
kl. 13 og verður svo það sem
efti” cr vetrar.
Sö’ut'j-nar loka á aðfanga-
rln/? '-i ]3 0g eru lokaðir allan
jóladag.
Afgreiðslutími mjóikurbúða
er um hátíðirnar svo:
Aðfangadag kl. 8—14
Jóladag lokað allan daginn.
Aðra daga opið eins og venjul.
35249 35259 35310 35334 35360
Unnið er að því í áföngum,.
að tengja allt símakerfi landsins
saman, þamrig að hægt sé að
hringja hvert á land sem er,
beint úr heimasíma án milli-
þjónustu simastúlkna. Er sjálf-
sagt laúgt í land til þess að
þessum áfanga verði náð, en að
því mun samt koma.
Hið nýja símakerfi Kefla-
víkur mun síðar verða tengt
við aðrar sjálfvirkar síma-
stöðvar á skaganum: Gerðar,
Sandgerði, Grindaví^ og Innri-
Njarðvík og væntanlega síðar
Hafnir og Voga.
Nokkuð hefir staðið á verk—
inu vegna vöntunar á jarð-
streng, en nú mun hann kom-
inn, og er unnið að því að
leggja í húsin, jafnframt því að
sjálfvirka stöðin er að komast
í- lag. ____
Tveir menn biðu bana í
Bandaríkjunum fyrir
nokkru er þeir voru að
skreyta jólatré. Mennirnir
voru í málmstiga, sem.
snerti rafmagnsleiðslu.
Moncton-nefndin
sniðgengin.
Ekki horfir vel um árangur
af starfi Moncton-nefndarinn-
ar sem brezka stjórnin hefur
| skipað og fara á til Mið-Afríku.
Leiðtogar þriggfa flokka í
Nyasalandi og Rhodesiu hafa
skorað á flokksmenn sína, að
hafa ekkert samstarf við nefnd-
ina. Eru þjóðernissinnar í Ny-
asalandi sérstaklega gramir og
raunar allir þeir, sem sjálf-
^stæði Mið-Afríkulandnna, sem
Bretar fara méð völd í, og segja
þeir, að hendur nefndarinnar
séu bundnar, og gagnslaust við
hana að ræða.
í V.-Þýzkalandi verður að
hagnýta vinnuaflið.
Fangar dúsa iiini laugar- og smudaga,
en púla aðra daga vikunnar.
Nýtt fyrirkoviulag hefur ver-
ið tekið upp x Vestur-Þýzka-
landi til þess aö hagnýta vinnu-
kraft afbrotamanna.
Verkafólksekla er mikil í
Vestur-Þýzkalandi, og margt
reynt til að fá vinnukraft, m. a.
á sér stað mikill innflutningur
erlendis vinnufólks, sem fyrr
hefur verið getið hér í blaðinu,
og nú er farið að láta menn
taka út hegningu fyrir minni
háttar afbrot með því að sitja
inni um helgar, en geta svo
unnið hina daga vikunnar, þ. e.
alla virku dagana frá mánudegi
til hádegis á laugardögum.
Fyrirkomulagið er ákaflega
vinsælt hjá öllum, nema fanga-
vörðum, sem finnst erilsamara
en forðum um helgar, þegar
fangarnir eru að koma og fara.
Meðal þeirra, sem tilheyra þess-
um flokki fanga eru þeir, sem
dæmdir hafa verið fyrir ölvun
við akstur, en þeir eru valdir
að 5 af hverjum 100 banaslys-
um á þjóðvegum og borgargöt-
um landsins. Meðal fanganna
eru forstjórar, sem ekið er af
einkabílstjórum, og verkamenn,
sem aka á skellinöðrum sínum.
Menn dúsa jafnaðarlega inni
frá 8 á laugardagsmorgni til 7
á mánudagsmorgun, en þeir,
sem sanna að þeir vinni til kl.
12 á laugardögum, fá undan-
þágu og þurfa ekki að koma
fyrr en kl. 13.