Vísir - 08.01.1960, Blaðsíða 6

Vísir - 08.01.1960, Blaðsíða 6
6 Ví SIR Föstudaginn 8. janúar 1960 irasiR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kernur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifatofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði, kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Ingólfur Möller, skipstjóri: „Kötturinn og músin“. Ábyrgðarlaus stjórnarandstaða. Það kemur almenningi ekki á óvart, þótt kommúnistar sé ábyrgðarlausir í velflestum , athöfnum sínum. Það er löngu vitað, að þeir miða öll sín verk við allt annað mark en flestir venjulegir menn. Þeir miða ekki við íslenzkar þarfir eða nauðsyn íslenzku þjóðarinnar, enda þótt þeir sé sífellt með föðurlandsást og umhyggju fyrir smæl- ingjunum á vörunum. Það er líka venja þeirra, sem flátt hyggja, að tala fagur- lega til að leyna fyrirætlun- um sínum, ef það skyldi verða til þess, að auðveldara væri að blekkja andstæðing- ana og komast aftan að þeim, þegar að þeim á að vega. Það er nú helzta kenning þeirra í efnahagsmálunum, að hér þurfi ekkert að gera, allt sé í eins góðu lagi og hugsast geti. Ríkisstjórnin ætli hins- vegar að gera af sér bölvun, , hún ætli sér nefnilega að vega að verkalýðnum, og til þess að það megi takast, sé hún hiú að reyna að sefja múginn með því að segja honum, að allt sé að fara í strand og framleiðslan að sligast og stöðvast. Allar fullyrðingar af hálfu stjórn- arinnar og fylgismanna hennar um, að hér sé eitt- hvað að, séu hreinn upp- spuni, sem enginn maður megi glepjast til að trúa, því þá sé voðinn vís. Það vill hinsVegar svo vel til, að það er hægt að benda á sitt af hverju, sem stangast óþyrmilega við það, sem kommúnistar halda fram. Það má til dæmis minna á orð og athafnir ráðherra kommúnista — og fleiri úr þeirra fylkingu — þegar vinstri stjórnin hafði verið mynduð 1956. Það \rarð þá fyrsta verk stjórnarinnar að stöðva kauphækkanir með bráðabirgðalögum. Síðar komu svo ráðstafanir til að lækka kaup alþýðunnar. Og á hvaða forsendum var þetta gert? Kommúnistar sögðu við verkamenn: Við erum að vernda hag atvinnuveganna — við erum að tryggja at- vinnu fyrir ykkur, við erum að korna í veg fyrir að hærra kaup stöðvi öll atvinnutækin og kalli yfir ykkur hrun. Þetta var það, sem kommúnist- ar sögðu við verkamenn í þá dag'a. Nú stendur svo til ná- kvæmlega eins á, því að eng- inn veit til þess að vinstri stjórnin hafi bætt hag at- vinnuveganna á endemisferli sínum — síður en svo — og þá eru kommúnistar svo ó- skammfeilnir, að halda því fram, að nú sé ríkisstjórnin að brugga þeim launráð. Er þó víst, að sú ríkisstjórn, sem nú situr, mun reyna að taka tillit til fleiri stétta en vinstri stjórnin reyndi nokkru sinni. Þegar á það er litið, sem gerzt hefir hér á landi á síðustu fimm árum, ber mest á þessu: Verkföllin miklu 1955 gera að engu jafnvægi í efnahagsmálunum, koma af stað óviðráðanlegri kaup- skrúfu og eru um leið notuð til að fleyta kommúnistum í valdastóla. Um leið og kommúnistar áttu menn í stjórninni, tóku þeir að lækka laun alþýðunnar. Stjórnin lauk svo feidi sínum með því að koma öllum mál- um þjóðarinnar í enn meiri ólestur en áður hafði þekkzt. Þrátt fyrir það dirfast kommúnistar að segja, að allt sé í svo góðu lagi, að alls ekkert þurfi að gera til úr- bóta. Verður slíkum áróðri ekki lýst nema með einu orði: Ábyrgðarleysi. Þriðjungur er nú liðinn á annað ár frá útfærslu fiskveiði- takmarkanna í 12 sjómílur. Gengin er í garð önnur vetr- arvertíð frá útfærslu fiskveiði- takmarkanna. Vetrarvertíð á suðurlandi er sá tími ársins, sem segja má um, að úrslitum geti ráðið um afkomu þjóðarinnar á nýbyrj- uðu ári. Ástæða er til að ætla, að sá mikli munur, sem orðinn er á ásókninni á grunnmið okkar, verði til þess, að fiskmergð aukizt og meiri afli komi á skip I miðað við sömu veiðafæralengd og áður. Við upphaf vetrarvertíðar hefst sá tími ársins, er hörðust gerast veðrin. Allir, sem sjóferðum eru Fyrsti skatturiu. Þótt vertíð sé varla hafin, hefir Ægir samt heimtað fyrsta skattinn á þessu ári og' greitt stórum hópi mikið högg og þungbært. Sex menn á bezta aldri, sem létu úr höfn á nær nýju og traustu skipi, áttu ekki afturkvæmt, þótt veður væri ekki verra en það gerist oft, þegar íslenzkir sjómenn láta úr landvari til að sækja björg í bú. Snögg umskipti hafa orðið úti á hafinu, og snögg umskipti verða einnig í landi, þar sem mörg börn standa eftir föður- og fyrir- vinnulaus, og er þó ekki minnzt á harm annarra að- standenda, er eiga á bak ást- vinum að sjá. íslenzka þjóðin er því vön, að menn hverfi í hafið í barátt- unni fyrir þjóð sína og fjöl- skyldur, en harmurinn er alltaf jafnsár. Hann verður aldrei bættur fyrir mannlegt tilstilli, þótt menn, vanda- menn sem vandalausir, reyni að gera þeim, sem eftir lifa, baráttuna léttari mtð þvi að rétta þeim nokkra hjálpar- hönd með ýmiskonar gjöf- um. í því sambandi vill Vísir enn Sandgerðiskátar öffaiu dáve! É gær I dag mun ekki hafa verið róið úr verstöðvunu)n sunnan- lands. Hvassviðri var skollið á í gærkveldi og veðurspáin auk þess vond. í gær var ekki nema lítill hluti bátaflotans á sjó, enda þungur sjór og allhvasst. Frá Akranesi réru 4 línubátar í fyrrakvöld og öfluðu illa, eða um 3—4 lestir á bát. Rokhvasst var á miðunum og erfitt að at- hafna sig. Keflavíkur- og Sandgerðis- bátar réru í fyrrakvöld, en Grindavíkurbátar héldu kyrru fyrir sökum brims. Frá Keflavík réru 14 bátar og var veiði þeirra almennt betri í gær heldur en í fyrra- dag. Þeir lægstu fengu 4 lestir en þeir hæstu röskar 8 lestir, flestir voru með 5—6 lestir á bát. Mestan afla fékk Júlíus Björnsson 8.2 lestir. Hjá Sandgerðisbátum var dágóður afli í gær. Tíu bátar þaðan lönduðu 90 lestum. Mun- inn og Smári voru hæstir með 10.8 lestir hvor og Mummi þriðji í röðinni með 9.9 lestir. Aflinn er í heild nokkuð löngu- borinn en annars stór og góður fiskur miðað við janúarfisk. kunnugir við strendur íslands, þekkja þá þægilegu tilfinningu, sem um mann fer, þegar kom- ið er úr ólgandi hafróti í lygn- una hinum megin útnessins. Margar þekkjum við sögurnar um sægarpana gömlu, sem gripu þá til þess ráðs, að byrgja allt sem vendilegast og hleypa fyrir nesið, þegar allt virtist í óefni komið. Nú hafa borizt um það fregn- ir, að yfirmenn á brezkum tog- urum hafi óskað eftir að fá að ræða við sendiherra íslands í Bretlandi um möguleika á, að fá leyfi til þess að hleypa í landvar við Island, án þess að eiga á hættu að vera dregmr fyrir lög og dóm vegna fyrri landhelgisbrota. Hér er hreyft máli, sem á verður að finnast lausn. Þó lið- in sé vetrarvertíð með ríkjandi hernaðarástandi á milli ,,katt- arins og músarinnar“ án slysa, þá væri ekki rétt að slá föstu, að sú auðnan fylgi um aldir. í raun og veru er tólf mílnan orðin virk. Þessi fáu skip Breta, sem rekin eru til þess, dag og dag, að halda uppi ólöglegum veiðum innan tólf mílna mark- anna, skipta sjálfsagt litlu eða engu máli miðað við friðunina sem heild. Það er gamall siður, að semja frið að orrustu lokinni. Þegar nú fulltrúar ,,kattarins“ ganga á fund „músarinnar“ og biðja leyfis að mega taka upp fyrri góða sambúð, þá vil ég segja: Verið velkomnir, jafnskjótt og þið látið af hinum Ijóta leikn- um. Svartir heimta þjóðnýtingu. Nýr stjórnmálaflokkur hefir verið stofnaður í Norður-Rho- desíu í Afríku. • Flokkur þessi hefir að ein- kunnarorðum „Afrika handa 'svertingjum“ og er.mjög rót- :tækur. Hann hefir m. a. gert | kröfu til þess, að koparnámurn- !ar miklu í landinu verði þjóð- nýttar, svo og flutningatæki öll. MacmiEEan fábga teklð í Accra, höfviborg Gkana. i^frLeotl IioAai' frjálslvndai'i síefnii varðandi Uift-Afa'íívii. Macmillan og Nkrumah for- sætisráðherra Ghana halda á- fram viðræðum í dag. einu sinni minna á þá hug- mynd, sem hér var sett fram fyrst fyrir mörgum árum í sambandi við mannskaða, að reynt væri að koma á lagg- irnar sjóði, sem safnað væri í allan ársins hring, svo að hann væri alltaf reiðubúinn til að hjálpa þeim, sem illa eru staddir, þegar fyrirvinn- an fellur frá. Þessu hefir ekki verið sinnt enn, en hversu lengi skal bíða? í bandarískum fregnum seg- ir, að Macmillan hafi verið fremur kuldalega tekið við komuna til Accra. í ræðu, sem hann flutti við komuna kvaðst hann vera kominn til þess að að „hlusta á menn gera grein fyrir skoðunum sinum og fræð- ast.“ Breytt um stefnu? McLeod nýlendumálaráð- herra sagði í ræðu í gær, að hann vonaði að brátt yrði slakað á öryggisráðstöfunum i Nyassalandi og menn, sem Moncton nefndin kveddi á sinn Óhæfuverk imiræðuefni Utan úr heimi berast nú dag- lega fregnir um það, að menn láti andúð sína i Ijós gegn Gyð- ingum, viða um lönd, og fremji menn alls konar óhæfuverk til þess að svala lágum hvötum sín- um, máli minnismerki svörtum lit, og hakakrossa og nið á bæna- hús Gyðinga, og þar fram eftir götunum. Er slíkt athæfi for- dæmt af þjóðaleiðtogum og al- menningi og mikið um það rætt hvað unnt sé að gera, til þess að sporna við þessum ófögnuði og uppræta hann. Fréttirnar urn þetta hafa ekki að eins komið ónotalega við menn, því að menn voru yfirleitt, að þvi er virðist, sannfærðir um, um að ekkert þvílíkt gæti gerst, en þær hafa einnig vakið beyg i brjósti leið- toga og alls almennings um hvers megi vænta, ef áframhald verði á og faraldurinn færist í aukana. Eru menn enn minnugir þess hvað aðhafst var undir merki þvi sem nú er hampað af myrkra- verkamönnum. Níðings verk þeirra hafa fengið harða dóma hér sem annarsstaðar, og líklega hefur margur huggað sig við, að ekkert þessu líkt gæti gerzt hér, á voru landi, eylandi sögu- þjóðarinnar, þar sem bókmennt- ir og listir eru enn í hávegum hafðar. Einnig hér — En einnig hér var framið ó- hæfuverk, —■ á nýársnótt var listaverk íslenzkrar konu, sem hefur verið landi sínu og þjóð til sæmdar, spréngt í loft upp, og hnykkti mönnum enn meira við þessar fréttir er þetta gerð- ist mitt á meðal vor, flestum ó- vænt, því að fáir hefðu trúað að slikt myrkraverk yrðu framin hér. Ekki er línum þessum ætlað að leiða lí'kur að því, að óhæfu- verkið, sem hér var unnið, sé angi þess myrkraverka-faraldui's, sem nú fer um mörg lönd, en bæði þar og hér eru myrkraverk framin, af því hugarfari sprottin, sem hver þjóð verður að kapp- kosta að uppræta, og þar verður öflugt almenningsálit, er fordæm ir slíkt, sennilega þyngst á met- unum. Og þegar er það komið í ljós, er menn hafa hugleitt það er gerðist í ró, að þagnaðar eru raddir þeirra, sem fyrst eftir að óhæfuverkið var framið létu á- nægju sína í ljós yfir verknaðin- um, en þess munu allmörg dæmi, og ummæli ónafngreindra „merkra manna" hér um jafnvel eftir höfð í blöðum. Til umhugstmai. Hér skal á það bent til um- hugsunar mönnum, hvort eigi sé sjálfsagt, að þjóðin láti Nínu Sæmundsson finna það, með ein- hverjum hætti, að hún á samúð hennar og virðingu. Er það ekki þjóðinni skylt gagnvart henni sem íslenzkri konu, og listakonu, sem hefur verið þjóð sinni til mikils sóma? — 1. fund, mættu treysta því, að þeir myndu njóta fullrar verndar. Þessi ummæli eru skilin svo í blöðum, að frjálslyndari stefna varðandi Nasaland verði tekin af brezku stjórninni og er því fagnað. Halifax lávarður andaðist í Bretlandi á Þorláksdag 78 ára gamall. Hairn var einn af höf- undum Miinchen-sáttmálans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.