Vísir - 08.01.1960, Blaðsíða 11

Vísir - 08.01.1960, Blaðsíða 11
Föstudaginn 8. janúar 1960 yísig is t BRIDGEÞÁTTIJR V* ♦ ♦ $ VISES & Bridgkeppnin er nú í fullum gangi og hefir verið dregið fyr- ir 3. umferð. í henni spila sam- an eftirfarandi sveitir: Sveit Einars Þorfinnssonar, Rvk. og sveit Róberts Sig- mundssonar Rvk. Sveit Mikaels Jóssonar, Ak- ureyri og sveit Stefáns Guð- johnsen Rvk. Sveit Þórðar Pálmasonar, Borgarnesi og Einars Árnason- ar, Rvk. Sveit Halls Símonarsonar, Rvk. og sveit Óla Kristinsson- ar, Húsavík. Þessum leikjum skal lokið fyrir apríl næstkomandi. Eftirfarandi spil kom fyrir í keppni nýlega og fékk sagnhafi í því þann ódýrasta slag, sem eg hefi heyrt getið um. Spilið var eftirfarandi: N Á G-9-7 V Á-K-8-6-5 ♦ 10-9-3-2 * 4 Safnaðarstjórnin. — Sitjandi (talið frá vins.tri) Magnús J. Brynjólfsson, ritari, frú Ingibjörg Steingrímsdóttir, Kristján Siggeirsson, formaður, frú Pálína Þorfinnsdóttir, Valdemar Þórðar- son, vara-formaður. — Standandi (talið frá vinstri) ViZhjálmur Árnason, Magnús BI. Jóhannes- son, Óskar Bj. Erlendsson, Þorsteinn J. Sigurðsson. V Á K-3-2 V D-G ♦ K-D-6 * D-10-8-7-2 N. V. A S. A Á A-10-8-6 V 9-7-4-3 ♦ G-8-7-5 * 9 S Á D-5-4 V 10-2 ♦ A-4 * Á-K-G-6-5-3 . Vestur opnaði á einu laufi, norður sagði hjarta, austur pass og suður tvö grönd, sem urðu lokasögn. Vestur spilaði út laufasjöi og austur tók sér nokkurn umhugsunarfrest áður en hann lét níuna. Sagnhafi drap með gosa og taldi síðan bezta möguleikann til að vinna spilið að 'gefa einn laufaslag upp á það, að þau lægju fjögur og tvö. Hann spilaði því út laufaþristi og vestur, sem hafði tekið eftir hiki meðspilara síns var ekki lengi að láta tvistinn og fékk þristurinn því slaginn. Sagnhafi fékk því átta slagi og vann sitt spil. Það er góð regla að taka sér umhugsunarfrest er blindur kemur upp, en ekki get eg mælt með því að gera það með einspil í útspilslitnum. SLITBOLTAR í eftirtaldar bifreiðir frá 1941—1956: Chevrolet — Chryslei — De Soto — Dodge — Plymouth — Pontiac — Oldsmobile SMYRILL, húsi Sameinaða, sími 1-22-60. Sjóvinnunámskeið fyrir drengi 13—17 ára, hefjast í þessum mánuði. Kennd verða undirstöðuatriði almennrar sjóvinnu, björgun og fleira, sem sjómennsku við kemur. Þátttaka tilkynnist að Lindargötu 50 eða í síma 15937 fyrir 12. þ.m. Æskulýðsráð Reykjavíkur. TILKYNNiNG frá póst- og símamála- stjóminni Fyrirtæki og einstaklingar, sem eiga reikninga viðkomandi árinu 1959 á póst og síma, eru hér með beðnir að fram- vísa þeim eigi síðar en 14. janúar 1960. Reykjavík, 7. janúar 1960. Sejt at autflifAa í VUi Fríkirkjusöfnuðurinn minnist sextíu ára starfs. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykja vík átti 60 ára starfsafmæli þ. 19. nóvember s.I. í tilefni afmælisins var há- tíðamessa haldin sunnudaginn 22. nóvember fyrir þéttskipaðri kirkju. Organisti kirkjunnar, Sigurð- ur ísólfsson, ásamt söngkór og presti safnaðarins, séra Þor- steini Björnssyni, hafði æft sér- stakan kórsöng og organleik, sem fluttur var við hátíðamess- una, en henni var útvarpað. Var athöfnin öll hin hátiðleg- asta og mönnum minnisstæð. Miðvikudaginn 25. nóvember var veizlufagnaður haldinn í Sjálfstæðishúsinu og sóttu hann á þriðja hundrað manns. Meðal boðsgesta voru herra biskupinn Sigurbjörn Einarsson og frú, vígslubiskup séra Bjarni Jónsson, en frú hans var for- fölluð, séra Kristinn Stefáns- son, prestur Fríkirkjusafnaðar- ins í Hafnarfirði, og frú, organ- isti og prestur safnaðins ásamt frúm þeirra. Frú Guðrún J. Brynjólfsson, ekkja fyrsta f3r- manns safnaðins, frú Bryndís Þórarinsdóttir og frú Ingibjörg Steingrímsdóttir. Hófst mótið með snjöllu á- varpi formanns safnaðarins, en hann stjórnaði veizlunni. Herra biskupinn Sigurbjörn Einarsson fluííti ágæta ræðu, þar sem hann minntist bróðurlegs sam- starfs milli presta Þjóðkirkj- unnar og Frikirkjunnar, og end- aði ræðu sína með kveðju frá Þjóðkirkjunni og árnaði frí- kirkjusöfnuðinum blessunar á ókomnum árum. Vigslubiskup, séra Bjarni Jónsson, óskaði söfnuðinum heilla og blessunar í snjallri ræðu. Séra Kristinn Stefánsson flutti kveðju og heillaóskir frá Fríkirkjusöfnuð- inum í Hafnarfirði, í ágætri ræðu. Prestur safnaðarins flutti að- alræðuna fyrir minni Fríkirkj- unnar og safnaðarins, sem hann óskaði gengis og blessunar í framtíðinni.. Þá flutti frú Bryn- dís Þórarinsdóttir, formaður Kvenfélags Fríkirkjunnar, og heillaóskir frá Kvenfélag- inu ásamt með gjöf frá því að upphæð kr. 25.000.00. Samkvæmt ósk Kvenfélags- ins verður gjöfinni ráðstafað, sem stofnfjárhæð að Félags- heimilissjóði fyrir félagssam- tökin innan Fríkirkjusafnaðar- ins. Formaður fóstbræðrafélags- ins, Friðsteinn Jónsson, afhenti að gjöf frá félaginu tvær for- kunnar fagrar rafmagnsljósa- stikur, með sjö ljósum hvora. Flutti hann og kveðju og heilla- óskir um blessunarríkt starf á komandi árum. Formaður unglingadeildar safnaðarins, Kolbeinn Þorleifs- son, sagði frá starfi Unglinga- deildarinnar og flutti kveðju og blessunaróskir. Kjartan Ólafsson bruna-varð- stjóri flutti ræðu og hugnæmt kvæði til kirkjunnar. Þorsteinn J. Sigurðsson flutti ræðu fyrir minni organista og söngkór kirkjunnar. Ritari safnaðarins mælti nokkur orð fyrir minni Kvenfélagsins og þakkaði því, fyrir hönd safnaðarins, bless- unar og heillarikt starf í þágu safnaðarins í meira en 50 ár, sem söfnuðurinn fengi seint fullþakkað. Þá afhenti hann að gjöf, frá Safnaðarstjórninni, kr. 10,000.00, sem ráðstafað yrði síðar. Einnig þakkaði hann fóst- bræðrafélaginu hina ágætu gjöf og allt það mikla og óeigin- gjarna starf, sem það innti af höndum fyrir söfnuðinn af á- huga og dugnaði. Söngkór kirkjunnar, undip stjórn organista, skemmti meði ágætum samsöng, og einsöng Eyglóar Gísladóttir og Hjálm- ars Kjartanssonar, sem vakti hrifningu, ,i Gjöf barst frá Ragnheiði Bjarnadóttur, fagurt)' altaris- klæði, sem frú Ingibjörg Stein- grímsdóttir afhenti, þar eð Ragii heiður sá sér ekki fært að sitja hófið. Að síðustu var dansað af l miklu fjöri og skemmt séri á annan hátt. Hófið fór hið bezta- fram og var öllum til ánægju og þeim, er fyrir því stóðu, til sóma. Mikil fannkoma hefur verið nú í vikunni í miðfylkjúm Bandar,kjanna, frá Vötnún- um miklu, allt suður í Texas Frosthökur eru miklar i Dakota og sléttufylkjunum í Kanada. LAGERMADUR Ábyggilegur maður óskast á vöruafgreiðslu hjá heildverzlun í Reykjavík. Þarf að vera vanur bílkeyrslu. Góð meðmæli nauðsynleg. Uppl. hjá: !( Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar, Hafnarstræti 20. Frá Skrifstofu ríkis- spttalanna Þeir aðilar, kaupmenn, kaupfélög, iðnaðarmenn o. fl., sem eiga eftir að senda reiknigna á ríkisspítalana vegna ársins 1959, eru hér með góðfúslega minntir á að hraða afgreiðslu þeirra, svo að Ijúka megi uppgjöri þessara viðskipta sem fyrst. ; Reykjavík, 6. janúar 1960. __, Skrifstofa ríkisspítalanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.