Vísir - 12.01.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 12.01.1960, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagrnn-12. janúar 1960 VÍSIR insiR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði, kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Gunnar Salómonsson, « ílr« it n « m a r) u r. F. 15. G. I»07 - D. 3. 1. 1960: Verkefnin eru mörg. Ýmsir munu hafa gert ráð fyrir, að unnt mundi verða að ráða allmarga Færeyinga. , á íslenzk fiskiskip í vetur, ; bæði togara og vélbáta. Þeir hafa komið hingað, svo hundruðum skiptir á und- anförnum árum, og með stækkandi fiskiskipaflota fer þörfin sízt minnkandi. Einn- ig má gera ráð fyrir, að Fær- eyingar hafi verið ánægðir með að starfa hér og með þau kjör, sem þeim hafa verið boðin, því að ella mundi vart vera eins auðvelt að fá þá til starfa hér. Þó verður engan veginn sagt, að það hafi gengið eða gangi átakalaust að fá þá til að koma hingað. Það er nú nýjasta krafan af þeirra hálfu, að þeir fái önn- ur kjör en íslendingar, sem ráða sig á vélbáta og togara. Þeir vilja fá tryggingu fyrir því, að hverjar, sem þær ráðstafanir kunna að verða, sem ríkisstjórnin hyggst grípa til á næstunni, þá hafi það ekki áhrif á kjör þeirra. Þeir virðast gera ráð fyrir, að framkvæmd verði gengis- breyting hér á landi og vilja girða fyrir, að hún komi fram gagnvart sér. Krafa þeirra er sú, að sama gengi verði látið gilda fyrir þá framvegis, sem hingað til, svo að þeir geti fengið jafn- margar krónur færðar til Færeyja eftir sem áður. Útgerðarmenn hafa vitanlega svarað á þann eina hátt, sem unnt var — þeir bjóða öllum sömu kjör, jafnt Færeying- um sem íslendingum. Vilji Færeyingar ekki sætta sig við sama hlut og íslenzkir sjómenn fá og hafa sam- þykkt, verða þeir að sitja heima. Þó má gera ráð fyrir, að margir geri það nauðugir, þeir hafi fúsir viljað halda til íslands upp á þau býti, sem hér standa til boða, en ekki verið leyft það af stjórn félags síns, sem er harðdræg, svo að oft er gengið skrefi lengra en sanngjarnt er. Eins og nú standa sakir eru því ekki horfur á, að Færeying- ar komi á íslenzka flotann á vertíðinni, og verðum við að reyna að komast af með ein- hverju móti. Annars verðum við að fara að venja okkur við þá hugsun, að við getum varla fengið Færeyinga um alla framtíð til að fylla skörðin í sjó- mannastétt okkar. Til þess að allt sé á heilbrigðum grundvelli verða íslenzkar hendur að vinna að íslenzkri framleiðslu, og ef ekki eru hendur til að manna alla ís- lenzka báta, þótt sjómönnum sé boðin góð kjör og ýmis konar fríðindi, eins og tekin hafa verið upp á síðustu ár- um, verða bátarnir að liggja eða vera bundnir. Mannlaus- ir fara þeir vart út á miðin. Útgerðarmenn verða þá að fara sér hægar við að afla nýrra og stærri báta, sem krefjast aukins mannfjölda. Þetta vandamál kemur vit- anlega til athugunar, þegar frá því er skýrt, að menn vilja fá hvorki meira rié minna en 60—70 báta frá út- löndum á næstunni. Gunnar Salómonsson. Löðrar brim á lífsins strönd. Linnir ei heiftum Ránar. Leikur á þræði líf og önd. Leiftra sjónir fránar. Hann var unga íslands von, afls er raunir þreytti. Fjallkonunnar frægðarson fangs og bragða neytti. Ljósrautt hár og hörund var, hjálmaklettur fagur. Brúnalogar brunnu þar sem bjartur júlídagur. íþróttanna víðan völl t— víst með drengskap sönnum Útgarða í hárri höll — haslaði afreksmönnum. Magni og Þjálfi lögðu lið, líka Röskva hendur, enda var hann íþrótt við öllum mönnum kenndur. Þó að aldrei yrði mát afls í raunum stríðum, hann að lokum braut sinn bát, en bjargaði orðstír fríðum. Erlingur Pálsson. Glæsilegir tónleikar Ameríska mezzo-söngkonan Betty Allen söng í Austurbæj- arbíói í gærkvöldi fyrir styrkt- arfélaga Tónlistarfélagsins, er fylltu húsið og urðu það, sem á máli söngkonunnar mundi vera kallað „spellbound11 eða heill- Kröfur Færeyinga. íslendingum er nauðsynlegt að eiga sem flest og bezt skip til að sækja afla á miðin, og að sjálfsögðu verður að end- urnýja og auka skipastólinn eftir þörfum, svo að ekki verði um afturför og hrörn- un að ræða. En það verður að hugsa um fleira en það eitt að fá fleiri báta. Við verðum að nýta og ' vinna aflann í landi, og til þess þarf ekki aðeins vélar heldur og menn til að stjórna þeim. Menn eru sarnmála um að nauðsynlegt sé að vinna sem mest af aflanum 1 í landi, til að fá sem mestan gjaldeyri fyrir hann. En hendur verða að vera til að vinna öll þau störf, sem • nauðynleg eru, og þótt sjálf- ■ sagt sé að gfla véla oj^ tækja, ; t veröur að geræ það með gát, svo að þau standi ekki ónot- uð, af því að vinnuaflið skorti. Þetta er eitt af því, sem athuga þarf. Við verðum að sam- ræma hlutina, svo að ekki sé allt kapp lagt á eina hlið málsins, en ekki sinnt um aðrar, svo sem það, hvort við höfum nógan fjölda sjó- manna til að manna skipin, stór og smá. Við megum heldur ekki efna til sam- keppni um vinnuaflið milli einstakra greina framleiðsl- unnar. Þá stendur ekki á því, að allur tilkostnaður fari upp úr öllu valdi, svo að við verðum ekki samkeppnis- færir við erlenda keppi- nauta. Það er kostur að vera stórhuga og framkyæmdasamur, en kapp er ævinlega bezt ,með Betty Allen. aðir, eins og það mun helzt heita á voru máli. Söngkonan hefur feikilegt raddsvið, kemst upp og niður úr öllu valdi, ef svo mætti segja, og beitir röddinni af mik- illi næmi og þjálfun, er eld- snögg að skipta hömum í mis- munandi túlkun. Það var nógu yndislegt út af fyrir sig að heyra hana syngja Haydn, Hándel og þá ekki sízt Mozart, Voi che sapate úr „Bi'úðkaupi Figaros“. En það sem enn meira hreif áheyrendur voru Haban- era úr „Carmen“ eftir Bizet, forsjá. Það skulum við hafa í hugav • Ain”t ncessarily so úr „Porgy and Bess“ eftir Gershwin, og loks reis list hennar hæst og varð mest ekta, er hún söng 8 negrasálma „Úr lífi Jesús“ í útsetningu tenórsöngvarans Roland Hayes, sem er landi söngkonunnar og einnig blökku maður. Meðal þessarra sálma var „He never said a mumb’Iin word“, er við heyrðum Göggu Lund syngja á sama stað, ekki alls fyrir löngu, og var all- skemmtilegt að bera saman þessar tvær túlkanir eða öllu heldur útsetningar, en báðar eru undurfallegar. Betty Allen söng sálminn án undirleiks, og voru áheyrendur svo „spelibo- und“, að því var líkast, sem allir héldu niðri í sér andanum. Það eru dýrlegir söngvarar, sem Bandaríkin hafa eignazt úr hópi biökkufólks, Marian And- erson, Dorothy Maynor, Roland Hayes, Paul Robeson og Betty Allen. Það má furðulegt heita, að Metropolitan óperan skuli neita sér um annan eins söng- kraft og t. d. Betty Allen, af hleypidómum einum. Söngur Betty Allen mun seint fyrnast þeim, er hlýddu, og ósk- andi væri, að þessi ágæta lista- kona heimsæki ísland aftur áð- ur en langt liður. Undirleik annaðist Kelly Eugene Wyatt af stakri prýði. — B. Valdi sér unga í þetta sinn. Zoltan Kodaly, þekktasta tón- skáld Ungverja, 77 ára, gekk í hjónaband í sl. viku. Hann gekk að eiga 21. árs gamla stúlku, sem lærir á píanó hjá honum. Hann hafði þekkt stúlkuna, síðan hún var 5 ára, því á stríðsárunum leyndu for- eldrar hennar honum. Fyrri kona hans andaðist á sl. ári, 95 ára gömul. Fregnir frá Jórdaníu herma, að menn óttist einhverja mestu engisprettuplágu, er sögur fara af. Eins og skýrt var frá á laugar- daginn og nánar er frá skýrt á öðrum stað í blaðinu í dag, ætl- ar Vísir nú að efrta tií getraunar fyrir lesendur sína, og verður hún vonandi bæði til skemmtun- ar og fróðleiks. Ertu fróður? Allir koma vitanlega til greina sem þátttakendur — nema þeir, sem nánastir eru blaðinu — og spurningarnar, eða öllu heldur svörin við þeim, velta á því hve fróðir þeir eru, sem ætla að taka þátt í keppninni. Það verður sem sagt reynt að ganga úr skugga um, hversu kunnugir menn eru landinu sínu, Fróni, og þá eink- um nokkrum hlutum þess, sem menn hafa yfirleitt ekki fyrir augunum daglega. Hvaða eyjar? Blaðið mun nefnilega birta 15 myndir af eyjum hingað og þangað með ströndum fram, og eiga þátttakendur í getrauninni að segja til um riöfn eýjanna, og stundum.er nauðsynlegt að segja til um einnig, hvar þsér eru við landið. Menn geyma síðan eyðu- blöðin, sem ætluð eru fyrir svör, unz allar myndirnar hafa verið birtar, og þá verður birt heildar- eyðublað fyrir öll svörin, sem menn eiga sjðan að senda'blað- inu með nafni sinu og heitnilis- fangi. Margir fá verðlaun. Þegar er búið að ákveða, að margir geta hlotið verðlaun í getraun þessari, en ekki veit höf- undur Bergmáls enn, hvernig þeim verður hagað, eða hversu margir munu geta hlotið. En allt mun það verða ákveðið, áður en fyrsta myndin birtist, en það verður á miðvikudaginn. Hvers vegna? Þegar ritstjórnarstofur Visis voru opnaðar kl. 8 á föstudag, beið þar utan dyra öskuvondur borgari, sem bað fyrir eftirfar- andi fyrirspurn: „Síðan hvenær gildir sú regla, að vagninn Sogamýri—Rafstöð taki ekki farþega við Rauðai'ár- stíg, þegar vagninn ér á leið íxið- ur Laugaveg? Til frekari skýr- ingar skal þess getið, að kl. 7,45 í morgun var ég þar á viðkomu- stað ásamt 5—10 manns að auki. Kom þá R-9378 (Sogamýri—rRaf- stöði akandi út á miðri akbraut, eins og ekki væri ætlunin að nema staðar. Það var þó gert, þegar komið var framhjá, eins og þarþegar hefðu aðvarað öku- mann. Þegar við, sem biðum, flykktumst að vagninum, kom- um við þar að luktum dyrxxm, og þótt ég klappaði á hurðina, var ekki lokið upp. Eg sá, að ekill var ekki í einkennisbúningi SVR, en er ekki rétt að kenna mönn- um, sem teknir eru til bráða- birgða, hvar þeir eigi að aka og líka, hvar þeir eigi að taka far- þega? — Reiður borgari.“ Magða litla í Erembodegen. 1 Belgíu hefur orðið fyrir sár- um vonbrigðum út af þvi, að hafa ekki fengið neitt bréf frá Islandi, eins og hún hafði gert sér vonir um. Til nánari skýr- inga er að móðir hennar hafði skrifað Vísi xxm Mögdu og ósk- ir hennar s.l. haust, en það bréf kom ekki fram. Og nú skrifar móðir hennar aftur um.vonbrigði telpunnar, sem er aðeins 10 ára, og hefur átt við hjartasjúkdóm að striða friu fæðingu og má því ekki leika sér með' bömum á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.