Vísir - 12.01.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 12.01.1960, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 12. janúar-1960 VÍSIR 1 1. KAP. Regnið hafði þvegið messinggulan hitabeltishiminin hreinan og hresst kókóspálmana, sem voru eins og kögur fyrir ofan sendna fjöruna. Hafið hvíldi sig eftir storminn, litir blómanna voru orðnir skærir, fjör og gleði var í tágakofunum og gullbrúnt fókið horfði forvitið á skipið, sem öllum á óvænt hafði lagst fyrir akkerum við þetta ómerkilega þorp.. En Sherlie var hvorki heit né hugglöð, henni var kalt og hún var hrædd og vonaði að kraftaverk mundi ske, svo að hún kæmist til Panleng, hinumegin á Bali. Síðast i morgun hafði farið hrollur um hana við tilhugsunina um eldraunina, sem biði hennar í Panleng, en núna er sólin var að ganga til viðar og hún sá að hún varð að vera nætur- sakir á þessum ómerkilega stað, var tilhugsunin um að eiga að hitta föður sinn og nýju konuna hans ekki eins hræðileg og áður. Þau voru nákomin henni, fjölskylda hennar, og það var ekki hægt að bera samfundina við þau saman við allar leyndu hætturnar, sem nóttin hafði i skauti sínu í þessu ókunna þorpi á hjara þessarar undursamlegu Bali-eyjar. Hæruskotni maðurinn, sem gekk við hliðina á henni, ýtti húfunni niður í hnakkann og tók íastar í nettu ferðatöskuna hennar gráu. „Þetta er ekki langt, ungfrú Wingate,“ sagði hann, „og það fer vel um yður þar i nótt — það mun Paul Stewart sjá um. Þér voruð heppin að hann skyldi vera hérna í Muuabea, annars munduð þér líklega hafa orðið að gista í tágakofa.“ Og það hefði ekki verið sem skemmtilegast fyrir seytján ára stúlku, sem var uppgefin eftir ferðalagið. Sherlie fannst að það gætu eins vel verið sex ár eins og sex vikur síðan hún fór frá Liverpool, rokdag í marz. Ferðin til þessa dularfulla staðar, Panleng, þar sem faðir hennar hafði kosið að setjast að, hafði gengið bæði fljótt og óendanlega seint. Stundum hafði hana langað til að komast til baka til Englands eins fljótt og hægt væri, en hitt veifið hafði hún verið gagntekin af eftirvæntingu í að eiga heima á þessum rómantíská stað, Bali, og eiga foreldra. Hún tók eftir að fylgdarmaður hennar hafði hægt á sér og starði á hana. „Þetta gengur allt vel — en eg vona að eg geti komist áfram á morgun,“ sagði hún og reyndi að brosa. „Herra Stewart sér um það — yður er vonandi ekki illt?“ spurði hann svo og leit alvarlega á hana. „Nei, öðru nær,“ flýtti hún sér að svara. „Þér vöruð einstak- lega vænn að gera yður allt þetta ómak mín vegna, Greig kapteinn." „Þér eruð fyrsta hvita manneskjan sem kallar mig kaptein, síðan eg hætti farþegasiglingum fyrir mörgum árum,“ kumrað'i hann ánægjulega. Hún reyndi að brosa til hans, en varð deigari með hverju skrefinu sem hún steig. Þau voru á forugum stíg milli blómstrandi hibiscusrunna, og við og við heyrðu þau ósýnilega Bali-menn pískra saman í kjarrinu. Á einum stað heyrði hún til ungrar stúlka, sem talaði gegnum nefið og söng og lék undir á strengja- hljóðfæri. Þarna var ilmur af rísvíni og heitu, dökku sírópi. Allt í einu birtist laglegur piltur með möndlulaga augu skyndi- lega, og rétti henni stórt gúmmíblað með fjórum rauðgulum mangó-ávöxtum, og nú fann Shei'lie að þetta var Bali — drottn- ing indónesisku eyjanna. Greig kapteinn talaði við piltinn og sneri sér að Sherlie. „Hamx er sonur höfuðsmannsins hérna, og þetta er rnerki frá honum, um að þér séuð velkomin. Þetta fólk er afar gestrisið." Hún muldaði einhver þakkarorð og tók feimin við mangó- ávöxtunum, og pilturinn hvarf brosandi. „Þeir eru feimnir meðan þeir þekkja yður ekki, en þetta er ágætisfólk — hér hendir yður ekkert illt.“ Þau héldu áfram göngunni og í einn beygjunni komu þau auga i lítið hvítt hús í grænum garði, en kringum hans var limgirðing úr ponsetta (stór rauð blöð með gulum blómum). Sherlie varð máttlaus í hnjánum, því að þetta hvíta, ópersónu- lega hús var ekki nærri eins heimilislegt og litla flutningaskipið, sem hún hafði verið að yfirgefa. Sherlie Wingate var engin bleyða, en lengst af æfinni hafði hún haft á tilfinningunni að sér væri ofaukið, og slík tilvera ki’efst meira en aðeins líkamlegs þreks. Hún hafði verið hjá bróður sínum og mágkonu og hafði tamið sér að fara dult með sínar eigin tilfinningar. Ekki svo að skilja að Roland hefði verið ónotalegur við hana, en það var ekki hægt að búast við að maður tæki svari systur sinnar gegn konu sinni, sem honum þótti vænt um, og Roland hafði gert sitt bezta til þess að vera hlutlaus. Og Sylvia — Sylvia hafði verið gröm yfir að vei'ða að hafa mágkonu sína — sem ekki var nema skólastelpa — á heimilinu, og enginrx gat láð henni það. Það var Sylvia sem hafði skrifað Juliusi Windgate og sagt honum, að Sherlie gæti verið góður félagi fyrir konu hans og stjúpdóttur. Sherlie hafði ekki fengiö að lesa svar föður síns við bréfi Sylvíu. Hún vissi að hann hafði fallist á að taka á rnóti dóttur sinni í Panleng, og hafðl sent peninga fyrir fai’miðanum og nýjum fötum, og hafði beðið Roland um að sjá um, að hún fengi góða samfylgd. Hún hafði ekki andmælt þessari ráðstöfun, því að stúlka sem nýsloppin er úr skólanum, er enn háð þeim sem eldri eru. Og það var meira en lítið spennandi að eiga að flytjast í hitabeltisparadís og eiga heima hjá föður, sem hún mundi vaila eftir. En því meir sem hún hugsaði um þetta því deigari varð hún. Hún var andvaka á nóttinni og braut heilann um hvernig þessi stjúpa og stjúpsystir eiginlega væru, þær voru báðar með suð- rænt blóð í æðum og féll kannske ekki vel við hið óframfærna engilsaxneska kvenfólk. Eina nóttina fór hún á fætur til að skoða sig í speglinum — fölt, veimiltítulegt andlit og ljóst, silki- mjúkt hár, stór fjólublá augu sem voru kvíðandi og minntu hana á að hún yrði að manria sig betur. Þá hafði hún ekki vitað annað en að faðir hennar mundi koma til Singapore og taka á móti henni. Sherlie andvarpaði, það hefði verið skemmtilegt að alúðlegur faðir hefði tekið á móti henni á hafnarbakkanum í Singapore. Þau gengu upp á svalirnar og áður en kapteinninn fékk ráð- rúm til að drepa á dyr kom ungur maður með afturstrokið gljá- andi svart hár, brosti til þeirra og sagði á nær lýtalausri ensku: „Húsbóndinn er ekki heima, en hann langar vafalaust til að bjóða kapteininn og ungfrúna velkomin. Má ég ekki koma með eitthvað að drekka?“ „Manstu eftir mér ennþá, Musi? Jú, þökk fyrir — viskí og sódavatn handa mér, og eitthvað ekki eins sterkt handa ungfrú Wingate." Kapteinninn gekk inn í stofuna og dró andann djúpt. „Stewart kann að hreiðra um sig, finnst yður það ekki?“ Þetta er eitt allra notalegasta húsið hér á staðnum." Sherlie þótti gott að geta lagt manaávextina af sér á lítið borð Svo svipaðist hún um kringum sig, þetta var björt, nýleg tízku- stofa, með grænum, þægilegum hægindastólum og breiðum bóka- skápum. Á einu þilinu hengu tvær hollenzkar myndir, og í horn- inu var skápur, fullur af allskonar óslípuðum steinum, ófrýni- R. Burroughs — TARZAIM — 3168 TAKZAN'S WiNSE? ABtZUCTOE FLEtV TOWAIcÞ A A\OUNTAIN FEA< ANF* THEN 6EGAN A SLOtVv SPIKAL PESCENT. . .. PETEKMINEPLX NOW* THE APE-MAN UNSHEATHE17 HS K.EEN HUNTINS KNIFE— FOK HE SAW THAT HE WAS BEING CAK.KIEP TOWAPP A NEST, WHERE WAITEP SOfAE PAVENOUS VOUNS PTEKO- PACTyLS’. 9-27-6036 Vængjaða eðlan flaug með Tarzan í áttina að háurn i íírflstind og þar tók hún að lækka flugið. Tarzan var við öllu búinn og færði aðra hendina að hrrifttomftuxu því hann uppgötvaði að eðlan var á leiðinni með hann í hreiður sitt þar sem biðu han§ hungi'aðir ungar. 7 4^ „ KVOLDVOKUNNI ^ iHMjia-aiigagaaa',! „Þú hefir orðið fyrir sárri soi’g, Margrét,“ sagði prestur- inn við konu sem hafði misst mánninn sinn. „En eg vona þó að þú finnir eitthvað þér til huggunar." I „Eg er ekki alveg laus við það,“ sagði Margrét. „Því að þó að Guð hafi tekið burtu sál hans, þá er mér mikil huggun að því að hann hefir tekið á burt magann í honum líka.“ ★ Skotar eru ákaflega sjálf- stæðir. Þeir berjast fyrir sín« um rétti. — Allister hinn ungi hafði verið á gangi um stræti Lundúnaborgar allan daginn. Hann leitaði að vinnu en fann enga. Að lokum settist hann niður og ætlaði að hvílast urrl nóttina. Þá réðust tveir öflugip ræningjar á hann. Alister barði* ist harðlega við þá, en var að lokum sigraður. Ræningjarnir héldu á brotti með ránsfeng sinn og annar; hélt honum á loft — það var vitanlega sex pence — og ræn* inginn sagði við félaga sinn: „Svei mér þá, ef dóninrt hefði átt shilling er eg viss um að hann hefði drepið okkur. báða.“ Hakakrossar á Akureyri. Frá fréttaritara Vísis. Akiu’eyri í morgun. Allmikil brögð hafa verið að því undanfarið á Akureyri, að hakakrossar hafa verið málaðir á hús og bifreiðar á Akureyri. Krossarnir hafa víðast hvar verið málaðir með rauðri krít,. sums staðar inni í húsum, ann- ars staðar utan á þau, þ. á m. á hús ýmissa fyrirtækja, opinber- ar byggingar svo sem barna- skólann og menntaskólann, og loks á hús einstaklinga. Gizkað er á að hér sé ein- göngu um strákapör og; hrekki af óvitaskap að ræða en ekki um skipulagðan félagsskap. í viðtali við ræðismann Þjóð- vei’ja á Akureyri kvaðst hann ekki hafa orðið fyrir þessari á- reitni og hann taldi ekki líkur benda til að þarna væri um naz- istafélag að ræða. Bezt að auglýsa í Vísi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.