Vísir - 06.04.1960, Síða 1

Vísir - 06.04.1960, Síða 1
12 síður 12 síður *0. árg. Miðvikudagiim 6. apríl 1960 81. tbl. Ljóstæknivika stendur yfir hér í Reykjavík um þessar mundir, eins og Vísir hefur sagt frá að undanförnu. Tilgangurinn með henni er að vekja allan almenning til umhugsunar um, hversu nauðsynleg góð og rétt lýsing er. Myndin sýnir smekklega og athyglisverða sýningu í glugga Málarans við Bankastræti. :— (Ljósm. P. Ó. Þ.) Strontium jókst um 40 % í mjólk í Bretlandi. Eftirtektarverð rannsókn brezkra vísindaananna. Á síðasta ári jókst strontium-magn í mjólk í Bret- landi til muna vegna tilrauna þeirra, sem gerðar voru með vetnissprengjur árið 1958. Það eru vísindamenn brezku stjórnarinnar, sem komizt hafa að þessari niðurstöðu eftir langar og nákvæmar rannsókn- ir. Voru tekin sýnishorn á hálfs mánaðar fresti úr tveim af hverjum fimm mjólkurflösk- um, sem sendar voru frá mjólk- ursamlögum landsins á margra mánaða tímabili. Fyrst og fremst var leitað að strontium, og kom í Ijós, að í september—október 1958 — eftir vetnissprengju- tilraunir Sovétríkjanna — jókst strontiummagn í mjólk um 40 af hundraði. Sérfræðingarnir segja, að ef ekki verði um frekari tilraunir að ræða, muni strontiummagn- ið fara ört minnkandi, svo að það verði brátt komið niður fyr ir hættumarkið, sem sett var af læk'narannsóknaráði Bret- lands 1956. Þótt sérfræðingarnir viður- kenni, að hér sé um alvörumál að ræða, og ástandið geti versn að til muna, ef tilraunir verða hafnar á ný, segja þeir, að lík- aminn losi sig við þrjáfjórðu hluta alls strontiums, sem í hann er komið, og sé því hætt- an ekki eins mikil og magnið í loftinu virðist gefa til kynna. Færabátar í Eyjum hafa lítið aflað. Vestm.eyjum í morgun. Færabátar hafa farið illa út úr vertíðinni það sem af er. Hæsti færabáturinn hefur ekki áflað meira en 50 Iestir, en flest- ir aðrir hafa langtum minna. Fiskur hefur tekið sæmilega á færi þá sjaldan að bátarnir hafa getað verið úti vegna veð- úrfarsins. Og austanáttin Málamiðlunartaliö í Genf vekur Islandsnefndarinnar. i ií>r()/i hávœrari. srtn hvrijfts téi sstáiíssssiáistsassr. Sennilega engin atkvæðagreiðsla fyrr en í næstu viku. Einkaskeyti til Vísis. — Genf í morgun. Það kom íslenzku sendinefndinni á óvart, þegar fulltrúi fyrir Ghana í Afríku stakk skyndilega upp á því að farin skyldi málamiðlunarleið, og komst einn nefndarmanna svo að orði við mig, að „það hefði verið'nefndinni mikil vonbrigði." hefur verið óvenju stöðug, svo segja má, að ekki hafi gefið á sjó fyrir færabáta dag eftir dag. f dag er leiðindaveður, sunn- an suðaustan, ‘en flestir eru á sjó. Þeir hafa verið að fá reit- ings afla í netin, en ekki er hægt að tala um uppgripaafla hjá neinum þessa dagana. Annars er því ekki að leyna, að þeir verða sífellt háværari, sem hvetja til málamiðunar um tiíiögur, og þrír af fjórum íæðumönnum í gær fóru fram á, að sett yrðu einhver tak- mörk fyrir sögulegum réttind- um. Til dæmis sagði fulltrúi Ceylons, Sir Claude Corea, í ræðu sinni: „Það er ekki ógerningur að samræma réttindi strandríkja og fiskveiðiþjóða með tvíhliða samningum." — Síðan hvatti Corea Kanada til að breyta til- lögu sinni til að viðurkenna tvíhliða samninga. Robert Quentin-Baxter, full- trúi Nýja Sjálands, komst svo að orði, að „málamiðlun væri nauðsynleg.“ Hann sagði enn- fremur, að „ef við getum orðið ásáttir um að ákveða árafjöld- anna, getum við leyft okkur að íhaldsmenn óánægðir. Amory, brezki fjármálaráð- herrann, lagði fjárlgafrumvarp- ið fýrir þingið í gær Það vakti mikla athygli, að undir ræðunni gætti helzt á- nægju hjá stjórnarandstöðunni, en óánægju í röðum íhalds- manna og .12 sátu hjá við at- kvæðagreiðslu. Svipað kemur fram í blöðum í morgun . Amory lagði á það áherzlu, að hættulegt gæti verið að leggja út í mikla skattalækkun, rétt væri og' nauðsynleg't að trevsta það sem áunnist hefði Á svörtum lista hjá Aröbum. Nú liefir verið bannað að sýna i írak myndir, sem Danny Kaye, Elizabeth Taylor og Jerry Lewis leika í. Ástæðan er sú, að Danny hef- ir veitt aðstoð við fjáröflun handa Israel, Elisabeth gefið 100,000 dollara til hennar og Jerry tekið þátt í áróðursmynd fyrir Israel. vera .örlátir við ákvörðun þessa tímabils.“ Fulltrúi Israels, Gideon Raf- eal, sagði: „Ef við samþykkjum stækkun fiskveiðilögsögunnar, er það sanngjarnt að gert sé ráð fyrir breytingatímabil til aðlögunar nýjum aðstæðum.“ Nú eru allar horfur á því, að atkvæðagreiðslur hefjist ekki fyrri en í næstu viku, þar sem Josea Correa frá Ecuador, sem er í forsæti, vill gefa mönnum nægt tóm til viðræðna bak við tjöldin. Er búizt við að fulltrúar haldi enn ræður í fjóra daga og eru nær engar líkur fyrir því, að ráðstefnunni ‘ Ijúki fyrir páska. Bandaríkjamenn gera ráð fyrir, að hún standi jafnvel til 28. apríl. Þegar atkvæðagreiðslur hefj- ast, verður byrjað á breyting- artillögu Filippseyinga um að ,-,söguleg hafsvæði“ skulu und- anþegin öllum fjórum tillögum. Síðan verða tillögur bornar upp í þessari röð:. Tillaga Sovét- ríkjanna, Mexíkó, Kanada og Bandaríkjanna, og síðan aðrar, sem fram kunna að korna. 15024 I. til Keflavíkur. Frá fréttaritara Vísis. Keflavík I morgun. Afli Keflavíkurbáta frá ára- mótum til loka marzmánaðar var 15.024 Iestir í 2135 róðrmn. Er það 3074 lestum meira en komið hafði á land á sama tíma í fyrra. Þess ber að geta, að róðrar voru 1700 í fyrra. Aflahæstu bátarnir eru: Ask- ur 645,8 lestir, Ólafur Magn- ússon 573,8, Bjarmi 531,5, Jón Finnsson 521,8, Guðmundur Þórðarson 518,5, Bára 504,7, Svanur 470, og Kópur 450,8. Það skeði í Mexikó þann 5. marz s.I. að strætisvagn ók á benzíntank með þeim af- leiðingum að tankurinn sprakk og kveikti í vagnin- um. Tveir fullorðnir og 8 börn fórust. 3 T U N 0 I N ■ Á L G X 3 T Skammbyssa í um og skot í bílsium. Þær upplýsingar, sem Vísir gat í gær gefið um liótunarbréf til lögreglustjóra frá einum lög- regluþjóni í Rvík, hafa nú ver- ið staðfestar opinberlega af rannsóknardomaranum í mal- inu, Guðm. Ingva Sigurðssyni. Kærurnar hófust með því að Magnús Guðmundsson lögreglu- þjónn nr. 64 kærði Magnús Sig- urðsson varðstjóra fyrir dóms- málaráðuneytinu vegna of- sókna, er hann taldi sig hafa orðið fyrir af hans hendi. Dóms- málaráðuneytið sendi lögreglu- stjóra kæruna til umsagnar, eins og venja mun vera, en hann svaraði m. a. með því .að kæra Magnús Guðmundsson fyrir tvennt: í fyrsta lagi fyrir ýmsar ærumeiðandi og villandi blaðagreinar, sem hann ihefði ritað og fengið birtar undir dul- nefni, og í öðru lagi fyrir að senda sér hótunarbréf um líflát. Dómsmálaráðuneytið fyrir- skipaði þegar rannsókn í mál- inu, og var Magnús þá þegar tekinn til geymslu í fangahús- inu. Við leit á honum fannst lít- il skammbyssa í vasa hans og Framh. á 7. síðu. 10,000 rnissa hús í eldsvoða. Eldsvoði mikill varð í Burma um helgina, er smáborg brann að hálfu leyti til grunna. Var þetta borgin Yandoon, 'sem er um 100 km. fyrir norðan ÍRangoon, en þar búa um 20,000 (manns. Ekkert manntjón varð í eldinum, sem gerði um 2,5 ímillj. punda tjón. ;

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.