Vísir - 06.04.1960, Page 6

Vísir - 06.04.1960, Page 6
vlglB Miðvikudaginn 6. apríl V18IS D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Víslr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Frá Alþingi: Verða síldarbræðslur á Ströndum starfræktar? Málið rætt á þíngí í gær. Þá tck Framsókn ví&bragð. Að undanförnu hefir Alþingi verið að ræða um útsvörin, meðal annars veltuútsvör, sem lögð eru á veltu fyrir- tækja. Hafa Framsóknar- menn tekið þátt í umræðum þessum, og er það ekki óeðli- legt, en nú bregður svo við, að þeir eru með öllu andvígir veltuútsvörum. Vita það þó allir á mörgum þeim stöðum, sem Framsóknarmenn stjórna úti um land, að þar eru veltuútsvör jafnvel hærri en á öðrum stöðum, sem eru ekki svo lánsamir að hafa veitt fulltrúum kaupfélagsvaldsins aðstöðu til að segja fyrir verkum. En skýringin er auðfundin. Framsóknarmenn eru allt í einu orðnir andvígir veltu- útsvörunum, af því að þau eiga nú að leggjast á kaup- félögin eins og önnur fyrir- tæki. Þá er vitanlega kom inn tími til þess, að Franr sóknarfokkurinn endurskoði ‘ afstöðu sína, því að vitan lega mega kaupfélögin ekki við því að fá slíkan bagga ofan á alla skattafúlguna, sem þeim er gert að bera!! Hér kemur Framsóknareðlið og innræið fram eins og venju- lega. Það er allt í lagi með allskonar skatta og skyldur, meðan takast má að koma í veg fyrir, að fyrirtæki Framsóknarbroddanna þurfi að bera byrðar. Þeim hefir lika tekizt svo vel, að skatt- ar á samvinnufélögum eru í rauninni engir, og þess er - skammt að minnast, að þeim var með lagabreytingum í sjálfsvald sett, hvort þau greiddu einn einasta eyri í sameiginlega sjóði borgar- anna eða ekki. Samvinnufélögin segjast hafa um það bil þriðjung allrar verzlunar í landinu, en skatt- ar af þeirra veltu eru svo litlir, að engum kemur að neinu gagni, sem þá inn- heimtir. Það er hinsvegar kominn tími til þess, að það fjármagn, sem þarna liggur, sé látið gera sama gagn og fjármunir annarra þjóðfé- lagsþegna. Þegar menn töldu hér forðum, að réttmætt væri að láta samvinnufélögin njóta skattfríðinda, voru að- stæður í þjóðféiaginu allt aðrar nú. Síðan hafa svo miklar breytingar orðið, að það er eins sjálfsagt að gera breytingu á þessu og að fella úr gildi eða breyta á- kvæðum annai'ra laga, sem verið hafa óbreytt jafnvel frá síðusu öld. Allt er breytingum háð í þjóð- félaginu, og um skatta sam- vinnufélaga gildir sama lög- mál og um annað. Það, sem átti við í gær, á ekki lengur við í dag, og það er ekki ó- sennilegt, að enn þurfi að gera breytingar á morgun. Það á við um alla hluti. Framsóknarforingjarnir eru hins vegar svo steinrunnir, að þeir sjá ekkert né skilja af þeim breytingum, sem orðið hafa í þjóðfélaginu. Þeir vilja bara halda í það gamla, en vel getur svo far- ið, að þeir farist einnig með hinu gamla, þegar þjóðin áttar sig á því, að það á hvergi heima nema úti á haug. Mörg mál voru á dagskrá Sameinaðs Alþingis í gær. Þó ! urðu fæst afgreidd og hin tekin út af dagskrá. Rannsakað var kjörbréf varamanns. Fundur var settur í Samein- uðu þingi í gær á venjulegum tíma. Fyrsta mál á dagskrá var rannsókn kjörbréfs Ingvars Gíslasonar iögfræðings 1. vara- þingm. Framsóknarfl. í Norð- urlandskjörd. eystra, sem tekur sæti í veikindaforföllum Garð- iars Halldórssonar bónda frá Rifkelsstöðum. Kjörstjórn hafði ekki útbúið formlegt kjörbréf til handa Ingvari, en formaður kjör- 'stjórnar sent símskeyti þar sem jkjör varaþingmannsins er stað- (fest. Taldi kjörbréfanefnd Al- þingis fordæmi fyrir slíku og því réttmætt að Ingvar Gísla- son tæki sæti á Alþingi. Sigurður Bjarnason gerði grein fyrir þingsályktunartill. sinni og fleiri þingmanna um að ríkisstjórn athugi hvernig (koma megi síldarverksmiðjum á Djúpavík og Ingólfsfirði í ! rekstrarhæft ástand. Kvað ræðumaður mikil verðmæti fara í súginn ef ekki yrði hirt um verksmiðjur þessar. Einnig |Væru atvinnuskilyrði svo slæm á þessum stöðum og nærliggj- andi sveitum að nauðsyn bæri i til að bæta þar úr. | Benti hann á tvær leiðir til úrlausnar. Að rikið léti Síldar- verksmiðjur ríkisins kaupa eða leigja, þessar verksmiðjur og jkoma þeim í reksturinn fyrir sumarið eða að ríkið styðji ein- staklinga til að gera þetta. I Út af þessum ábendingum Sigurðar spruttu nokkrar um- ræður að ræðu hans lokinni. j Einar Olgeirsson spratt á fætur: Það er hin fráleita stefna ríkisstj. að engin annar atvinnu- rekstur eigi að lifa, en sá sem Igetur borið sig án styrkja eða verðuppbóta. En þegar stjórnai'- þingm. eiga að benda á leiðir til að halda atvinnulífinu í kjördæmum sínum gangandi þá dettur þeim alls ekki í hug stefna og leiðir í'íkisstj. Heldur já ríkið að hlaupa undir bagg- ann. Emil Jónsson benti Einari á, að það væri alls ekki ætlun rikisstjórnarinnar að hætta af- skiptum ríkisins, sýndu fjárlög það bezt. Ólafur Thors kvað einstak- linginn vera undirstöðuna í þjóðfélagsbyggingunni og hon- um skyldi gei't kleift að starfa þar, sem hann treysti sér til. Úr því hlyti ríki og bær að taka við framkvæmdum ef ástæður krefðu. Þetta er engin ný stefna eða bi'ot á yfii'lýsingum. Leit hafin að gröf Alexanders mikla. Verndun fornminja við Níl ofarlega á baugi. - Til þess þarf 90 millj. d. Frá því var skýrt í fréttum hrökkva, því að gizkað er á, að í morgun að Ieit með grefti í björgun minjanna geti kostað Alexandríu að gröf Alexanders 90 millj. dollara. MáEamiÍlun í Genf? Þær fregnir hafa borizt frá Genf, að í dag muni senni- j lega byi'jað á að greiða at- kvæði um tillögur þær, sem bornar hafa verið fram á sjóréttarráðstefnunni þar í borg. Og það hefir einnig spui'zt að utan, að svo kunni að fara, að allar þær tillögur, sem fram eru komnar, verði felldar í nefndinni, enda sést af ræðum manna, að skoðan- ir eru mjög skiptar með að- ildarríkjunum. Ef allar tillögur verða felldar, getur vei'ið um tvennt að í'æða. Annað hvort gefast menn hreinlega upp og hætta ráðstefnunni -— hún verður látin fara út um þúfur án frekari umsvifa, eins og svo margar fyrri ráðstefnur um- ýmis mál — eða gerðar verða tilraunir til að samræma sjónarmið þjóðanna og finna málamiðlunarlausn. Allar horfur ei'u á því, að þetta síðara vei'ði ofan á, því að ella mundi allt loga í deilum um landhelgismálin og óvíst, hvaða dilk úlfúð milli sumra þjóða drægi á eftir sér. Þess vegna má ætla, að bæði stór- ar og smáar þjóðir reyni að finna málamiðlunarleið. ís- lendingar munu að sjálfsögðu fylgjast með því af miklum áhuga, því að svo mikið eig- um við í húfi. Við höfum sett markið hátt og við vilj- um halda þeiri’i landhelgi, sem við höfum markað okk- ur, þar sern hún er það minnsta, sem við komust af af með. mikla og' væri opinbert leyfi fengið. Sérfi'æðinganefnd fornfræð- inga hefir komið á staðinn í at- hugana skyni. — Það, sem hef- ir hrundið þessu af stað er, að komið hefir í ljós, að gamall uppdráttur, sem hefir vei'ið í í ætt grísks þjóns mann fram af manni, að á gömlum upp- di'ætti má sjá hvar gröf hans hefir vei'ið, að því er séi’fræð- ingar ætla. Verndun minja við Níl. Mikil lxi’eyfing er nú uppi um, að hafizt verði handa að (bjarga fornminjum þeim á bökkum Nílar, sem fara munu í kaf, er gert vei'ður uppistöðu- ,lónið mikla ofar Ashwanstífl- |unnar. Er hafið samstarf foi'n- jfræðinga og leitað samskota, og öldungadeild Þjóðþings Bandaríkjanna fær málið til Imeðferðar, því að skorað hefir vei’ið á Bandaríkin að leggja fram efnahagsaðstoðarfé til rannsóknanna og bjöi-gunai'- innar, en Bandai-ikin eiga um 50 millj. döllara í arabiskum Igjadleyri. Mun þetta þó ekki Þingnefnd hefir vei’ið falið málið til athugunar. „Söngelsk" skrifar: „Það var sannarlega ánægju- legt, að fá að heyra aftur í „Þjóð kórnum“, heyra aftur ýms gömlu og góðu lögin, og gömlu, góðu ljóðin, vildi ég líka segja, — ljóð sem eru smekkleg og ort af hreinum huga, og skilja ekk- ert eftir nema það sem gott er. Eg vil taka undir það, að það heyrist of sjaldan í Þjóðkórnum, mér finnst, að söngur hans mætti heyrast a. m. k. í viku hverri, — það yrði til almennrar ánægju á heimilunum. Eg þai’f væntanlega ekki að taka fram, að ég vil ekki þessi gömlu lög og ljóð aðeins af því, að þau hafa fengið á sig hefðarblæ og eru enn vinsæl, — ég óska þeirra líka, af því að í meðfei'ðum Þjóð- kórsins eru þau vel sungin. Góður söngur — Eg vil leggja á það áherzlu, að hversu góð sem lög eru og ljóð, þarf söngurinn að vera góður ekki síður. Vissulega er mikið undir túlkuninni komið, sam- stillingu, fegurð, þrótti radd- anna. Og yfirleitt er ekki um neitt að kvarta, þegar kórsöng er útvarpað hér. Það er yfirleitt vel frambæi’ilegur söngur, stund- um ágætur, eins og þegar viður- kenndir kórar koma fram. einn- ig eru skólakórar oft góðir, en misjafnir eins ■ og gengur. Einsöngvarar. Eg vildi líka mega minnast ör- fáum orðum á einsöngvarana okkar. Þeir mættu heyrast oftar. Stefán, Einar, Magnús, Þórunn, Guðrún og margir aðrir, — enn- ig við og við fagrar í’addir söngv ara, sem gengnir ei’u. Skiljan- legt er þó, að það útvai'p tíl- heyrir bezt sérstökum tækifær- um. Við þui’fum einmitt meira af góðum söng í útvarpinu — ís- lenzkum söng fyrst og fremst. — En það þarf alltaf að vanda vel til útvai'ps á söng — ef til vill enn frekara en á sumum öðr- um öðru. — Og vist verð ég að játa, að það hefur komið fyi’ir, að ég hef hlustað á ,,söng“ hér í útvarpinu svo bágborinn, að ég get aðeins sagt eins og Gröndal forðum: Jesús minn! — En ég þakka allt, sem gott er, og — flest er það þakkarvert. — Söiig- elsk.“ Feneyjasýningin mikla „Biennale“ opnuð í júní. Samtals nema verðlaunin 15 milijón- um iíra. Feneyjasýuingin mikla mynd listasýningin ,,Biennale“ í Ven- etia) vei'ður að þessu sinni opn uð 18_ júní og stendur til 28. október, en hún er haldin ann- að hvert ár, eins og nafnið bendir til. Dómnefndina skipa gagnrýn- endur og listfi’æðingar frá ýms um þjóðum, 2 ítalir og 5 útlend ingar. Vei'ðlaunin, sem veitt verða, nema alls 15 milljónum líra. Fern I. varðlaun verða veitt, 2 milljónir líra hver tvenn handa útlendingum, mál- ai’a og myndhöggvara, tvenn handa ítölskum málara og myndhöggvara, þau verðlaun veitir ríkisstjórnin. Feneyja- borg veitir 2 milljónir króna verðlaun ítölskum listamanni, helzt myndhöggvara. Þá eru þrenn vei’ðlaun kennd við stofn unina „David E. Bright Foun- dation í Los Angeles“, tvenn handa málara og myndhöggv- ara ekki eldri en 45 ára að aldri sem hafi ekki áður hlotið verð- laun á Feneyjasýningunni, og fær hvor 500 þús. líra, en 3. verðlaunin frá þeirri stofnun, 100 þús. líra, hljóti svartlistai’- maðux', undir 45 ára aldri, sem ekki hafi verið verðlaunaður á sýningunnj áður. Japanska Ixeilbrigðismála- ráðuneytið bannaði nýlegá sölu á mjólkurdufti frá Kanada, vegna þess að um 600 skólaböm veiktust eftiir að hafa drukkið mjólk, sen* búin var til úr duftinu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.