Vísir - 02.08.1960, Side 12
Kkkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Munið, að þeir sem gerast áskrifendur
LátiS hann færa yður fréttir og annað tBbt ($££3* iHT Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
leatrarefni heim — án fyrirhafnar af mm jM iWm iM JJML ókeypis til mánaðamóta
yðar hálfu. xSm mm Sími 1-16-60.
Sími 1-16-60. «• . _
Þriðjudaginn 2. ágúst 1960
Hestur
drukknar.
Það slys vildi til nú um helg-
ina er verið var að flytja hest
milli Viðeyjar o" lands, að
hann drukknaði.
Atvik voru þau, að menn fóru
á bát út í Viðey til þess að
sækja einn af hestum sem þar
var geymdur. Var hafður taum-
ur frá hestinum í bátinn, og
var ætlunin að flytja hestinn
þannig yfir á sundi. Er nokkuð
var komið áleiðis, hneigði hest-
urinn höfuðið í vatnið og
drukknaði hann á sundinu.
Blaðinu er ekki kunnugt
um eiganda hestsins, en ætlun-
in mun hafa verið að fara með
hann í land á Gúfunesi'.
affur
í S.-Kóreu.
Alvarlegar óeirðir urðu við
kosningarnar í Suður-Kóreu og
|»ar urðu enn alvarleg uppbot í
þær og dreifði lögreglan mann-
ffjölda á nokkrum stöðum.
Kosningadaginn voru gerðar
árásir á nokkra kjörstaði og
kjörseðlakassar teknir og
forenndir. Þar sem slíkt hefur
átt sér stað verður kosið á ný.
Ráðíst var á lögreglustöð og
hún skilin eftir í rústum.
Lyðræðissinnar hlutu 176
þingsæti, en önnur þingsæti
skiptust milli annarra
flokka og óháðra. Frjáls-
lyndi flokkurinn, seni Syng-
man Rhee veitti forstöðu,
fékk aðeins 1 atkvæði af
samtals 233.
ÍA" Brezka stjórnin ætlar að
hækka framlag til vegakerf-
isins úr 65 í 76 millj. stpd.
’ á næsta fjárhagsári og upp
!. í 88 milljónir 1962. — Gagn-
rýnitillaga á Marples sam-
göngumálaráðherra var felld
1 í neðri málstofunni með 88
atkvæða mun.
Þetta er Dynjandifoss í Brúará, en það var á snös í honum, sem
Stewart Mclntoch stöðvaðist á eftir að hestur hans hafði hnotið
með hann, þegar hann kannaði vað á ánni skömmu ofar.
Kunnnr erlendur hesta-
mahurdrukknarí Brúará
Hestur hans hnaut á glufubarmi í árbotninum
og bar mann og hest niður foss í ánni.
Síðdegis á laugardag um
um klukkan 6 varð það svip-
lega slys, að hestamaðurinn
víðkunni og Islandsvinurinn,
Stuart Mclntosh, frá Edinborg,
drukknaði í Brúará.
Hann var fyrirliði skáta-
flokksins frá Epsom College,
sem kom hingað í fyrri viku, til
þess að ferðast á hestum þvert
yfir hálendið. Flokkurinn var
að fara áfangann til Geysis og
Gullfoss, er slysið vildi til." —
Stuart Mclntosh fór fremstur
og var sagt í fréttum, sem
hingað bárust á laugardag, að
hann hefði beðið flokkinn að
bíða, meðan hann kannaði ána,
um 100 metrum fyrir ofan foss
í ánni, en þarna er og gamalt
vað, sem hann mun hafa vitað
um og áður farið. Úti í ánni
Castro undir hnífinn.
Lungnakrabbi nefndur meðal sjúk-
dóma, sem taldir eru þjá hann.
Fréttir frá Havana í gær
Irermdu, að Fidel Castro væri
hættulega veikur og mundi
Verða fluttur í sjúkrahús nú í
Vikunni og gerður á honum
tippskurður.
Fréttamenn segja, að mikið
hafi verið um heilsufar hans
rætt að undanförnu, hver orð-
(Tómúrinn gosið upp á fætur
iiðrum, síðán er hann veiktist
ffyrir 2—3 vikum af- lungna-
foólgú, en síðar var sagt lungna-
Jirafoba, og ýmsir,- aðrir sjúk-
idórttár nefndir, en sennilega allt
byggt á tilgátum. Þótt allar
þessar fréttir sé vafasamar,
segja fréttamenn, er ekki að
efa að Castro er alvarlega veik-
ur, og benda^, að Raoul Castro
bróðir hanns, hafi komið heim
í skyndi frá löndum Arabiska
sambandslýðveldisins, þar sem
hann var í heimsókn, og fór
hann þaðan allmiklu fyrr en
hann hafði ætlað. Raoul Castro
er landvarnaráðherra og mun
taka við embætti forsætisráð-
heira í forföllum bróður síns.
i iÉÉ2^á...
hnaut hesturinn og straumur-
inn tók bæði mann og hest og
.•eif með sér. Hefði Mclntosh
fundist meðvitundarlaus á
nibbu í neðanverðum fossinum
en skátunum tekist að mynda
keðju og ná honum. Brezkur
læknir sem er með flokknum
gerði árangurslaust á honum
lífgunartilraunir. Síðar var
sagt, að Mclntosh hefði borið
á eyju fyrir neðan fossinn.
Þrír íslenzkir fylgdarmenn
eru með hópnum og munu þeir
hafa verið aftarlega í honum,
er þetta vildi til. Þar sem slysið
varð mun vera gjá eða glúf í
ánni, en grynningar beggja
vegna. Sennilegt er, að Mc-
Intosh hafi farið of neðarlega
og hesturinn hnotið á gljúfur-
barminum. Getgátur ei’u um,
að Mclntosh hafi rotast þegar
í fallinu.
Þar efra, sem slysið varð, er
gömul trébrú, slitin- og léleg,
og ætluð gangandi mönnum, en
til skamms tíma mun hafa ver-
ið algengt, að hestar væru
teymdir yfir hana. Vísir hefur
frétt, að þegar Mc.intoch hafi
komið að brúnni, hafi hann
veitt athygli auglýsingu um, að
brúin væri lokuð. Bað hann svo
piltana að bíða meðan hann
kannaði vaðið.
Hesturinn fannst ekki þegar.
Fannst hann ekki fyrr en um
kvöldið undir brúnni og hafði
annað ístaðið fests á steinnibbu
og það verið orsök þess, að
straumurinn bar. hestinn ekki
lengra.
Stuart Mclntoch var 31 árs.
Framh. á.2, síðu
Stúlku misþyrmt í „rútu##.
Ökumaðurinn hafði neyðaróp
að engu og hélt akstrinum áfram.
Stúlka kærði árás á sig í
langferðabíl sem var á leiðinni
milli Hellu og Reykjavíkur um
helgina. Þrátt fyrir hróp á hjálp
sinnti bifreiðarstjórinn því
engu, en hélt akstrinum áfram
eins og ekkert hefði ískorizt.
Stúlka sú, sem hér um ræðir
var að koma ásamt vinkonum
sínum austan frá Hellu og tóku
sér far í áætlunarbíl til Reykja-
rikur. Vinkonur hennar sátu
saman, en hún settist ein sér. A
Hellu kom líka inn í bílinn
drukkinn piltur og settist sá
við hlið stúlkunnar.
Ekki hafði verið lengi ekið
þegar pilturinn tók að þukla og
áreita stúlkuna, en hún kunni
því illa og hrinti honum frá sér.
Bað hún piltinn jafnframt um
að mega hafa frið fyrir honum.
En maðurinn brást hinn reiðasti
við, þreif í hár stúlkunnar,
snéri hana niður á hárinu og
þjarmaði að öðru leyti að henni.
Stöllur stúlkunnar liringdu
Framh. á 11. síðu.
Skip leigt til að flytja
sild að austan.
Frá fréttaritara Visis.
Akureyri í morgun.
Síldarverksmiðjurnar í Krossa-
nesi og á Hjalteyri hafa tekið
skip á leigu til flutnings á sild
af fjarliggjandi miðum. Skipið
kom til Akureyrar á laugardag,
en er nú farið til Austfjarða.
Skipið er norskt, heitir Aska
og getur borið 4000 mál. Áhöfn-
in er norsk en leigsögumaður
íslenzkur, Finnur Daníelsson að
nafni. Ríkið mun veita nokkurn
styrk til síldarflutninganna, þar
sem svo er litið á, að hér sé
um tilraun að ræða. Ofannefnd-
ar verksmiðjur höfðu strax í
sumari samið um leigu á skipi,
en vél þess bilaði, og varð því
að fá þetta skip í staðinn.
Vegadómstóll
tók 8 ölvaða.
Vegaeftirlit og vegadómstóll
var á ferðinni um verzlunar-
mannahelgina á vegum úti, og
í námunda við skemmtistaði,
bæði vestanlands og sunnan.
Voru nokkrir bifreiðastjórar
staðnir að ölvun við akstur, þ.
á m. fimm í Vesturlandsum-
bæmum og a. m. k. tveir austan
fjalls. Auk þess var einn bif-
reiðastjóri, ölvaður, tekinn við
akstur í Reykjavík um helgina.
Tveir týndir
Rannsóknarlögregl Banda-
ríkjanna F.B.Í. hefur liafið
þátttöku i leit að tveimur
opinberum starfsmönnum
bandarískum, sem saknað er,
Mitchell og Martin, en þeir
eru báðir stærðfræðingar.
Landvarnaráðuneytið seg-
ir, að þeir hafi ætlað til
Mexíkó í síðustu viku júní-
mánaðar, og annar verið
væntanlegur 16. . júlí, hinn
18. júlí, en hvorugur hefur
skilað sér. Grennslast hefur
verið um þá að undanförnu,
en það var fyrst í gærkvöldi,
að kunnugt varð, að F.B.I.
hefði hafið leit að þeim.
Þykir hvarf stærðfræðing-
anna að vonum grunsamlegt.
Ghana-flugfélagið hefur
tekið við fyrstu Bristol-Brit-
annia flugvél sinni. — Fé-
lagið átti fyrir m. a. tvær
Viscount-flugvélar.
Vörúskiptajöfnuður óhagstæður
um 442.7 milíj. kr. á fyrra misseri.
A sama tíma í fyrra var hann óhagstæður
um 264.7 millj. kr.
Útflutningur í júní nam 177
millj. 657 þús. kr., en í fyrra á
sama tíma 259 millj. 273 kr.
Innflutningurinn í sama mán-
uði nam í ár 384.3 millj. kr., en
326.3 millj. í fyrra. Af inn-
flutningum nú voru skip sam-
tals að verðmæti 154.5 millj.,
en í fyrra 6 millj. kr.
Vöruskiptajöfnuðurinn í júní
varð því óhagstæður um 206.7
millj., en í fyrra um 67 millj. kr.
Þegar litið er á útflutninginn
og innflutninginn í heild til
júní í ár og ,í fyrra, þ. e. fyrir
fyrra misseri ársins, kemur
þetta í ljós, tölur frá í fyrra í
svigum: Útflutt alls: Kr.
1.210.789.000 (1.257.457.000).—
Innflutt alls: 1.653.538 (1.522,-
200). Skip 255 millj. 928 þús.
(54 millj. 657 þúsund).
Ath. Verðmæti útflutnings
og innflutnings 1959 og í jan.
—febrúar 1960 hefur hér verið
umreiknað til samræmis við nú-
! gildandi gengi til þess að tölur
um utanríkisverzlunina séu
sambærilegar við tölur fyrri
ára.