Vísir - 10.08.1960, Page 12
Miðvikudaginn 10. ágúst 1B60
SíBdarflutningaskipin
norsku eiga annríkt.
Dæla séld úr bátum fyrir Austuriandi og
flytja tíl EyjafjarBar.
Akureyri í gær.
Síldarl'lutningaskipin tvö
sem síldarverksmiðjurnar á
Hjalteyri og Krossanesi tóku á
leigu í Noregi í sumar eru nú í
síldarflutningum frá Austur-
landi til Eyjafjarðar og taka
3200 mál hvort í ferð.
Verksmiðjurnar höfðu áður
samið um leigu skips í Noregi
til slíkra flutninga og átti það
samkvæmt samningum að vera
tilbúið í júnímánaðarlok. En
þegar ekkert bólaði á skipinu
•um miðjan júlí og engin svör
bárust um það hvenær vænta
mætti skipsins, sendu verk-
smiðjurnar menn utan til nýrra
.samninga með þeim árangri að
þeir sömdu um leigu á tveim
■ekipum Aska og Basto og það
fyrra kom til landsins 30. júlí
s.l. Fór það strax austur á
Seyðisfjörð og tók síld úr
nokkurum bátum er biðu þar
löndunar og fór með fullermi
til Eyjafjarðarhafna. Þau eru
nú aftur bæði tvö á leiðinni að
austan með fullfermi síldar.
Dæla þau síldinni beint úr bát-
unum og fylla sig á einum sól-
arhring.
Aðferð sem þessi hefur ekki
verið reynd hérlendis áður, en
með þessarri tilraun sem nú er
gerð fæst reynsla á því hve
happadrjúg hún er.
Ey j af j arðarverksmiðj urnar
hafa þegar tekið við röskum
34 þúsund málum síldar til
bræðslu. Hjalteyrarverksmiðj-
an hefur brætt 16200 mál og
Krossanessverksmiðjan um 18
þúsund mál.
Drukkinn ma&ur
skarst a EiofSi.
I gærdag, um klukkan hálf-
sex síðdegis, datt ölvaður mað-
ur á gólf verzlunar í húsi Tré-
smiðiunnar Viðis við Laugaveg
og meiddist á höfði.
Hlaut maður þessi skurð á
höfuðið og var fengin sjúkra-
bifreið til að flytja hann í slysa-
varðstofuna, en að aðgerð þar
lckinni var hann fluttur í fánga
geymslu lögreglunnar.
íkviknun.
í gær var slökkviliðið kvatt
að Mjóstræti 3 vegna elds, sem
kviknað hafði í blöndungi mót-
orhjóls. Eldurinn var strax
kæfður og skemmdir á hjólinu
úrðu óverulegar.
Benzínþjófar náðust.
Um síðustu helgi gerðu tveir
menn tilraun til að stela benzíni
í porti Vegagerðar ríkisins við
Borgartún. Það sást til mann
Ferð um FjaiSabaksveg syðri.
lönur öræfaleiA sem nær aldrei
liefui* verið i'ariu á biíreið.
Ferðafélag íslands efnir til
liýstárlegrar sumarleyfisferðar
vun næstu helgi, sem aldrei
Kiefur verið farin á vegum fé-
ðagsins áður í þeirri mynd sem
»iú verður gert.
Farið verður um Landmanna-
leið aðra leiðina en Fjallabaks-
Neg syðri hina leiðina. Síðar-
nefnda leiðin hefur nær aldrei
íverið farin á bifreiðum til
:|>essa nema þá í könnunar-
skyni. En nú munu helztu tor-
færur á leiðinni hafa verið lag-
færðar svo að tiltölulega auð-
yelt ætti að vera að komast
Jiessa leið á bílum. Fjallabaks-
vegur syðri var áður fjölfarin
ieið að sumri milli Skaftár-
íungna og Rangárvalla og er þá
farið milli Torfajökuls og Mýr-
idalsjökuls.
Þessi ferð verður þó ekki ein-
göngu hringakstur um Törfa-
jökul, heldur verður haldið á-
fram austur í Skaftártungur og
þaðan um Síðu, Fljótshverfi
austur fyrir Lómagnúp og
lengst komizt í 'Núpsstaða-
skóga, en þeir liggja vestan
undir Súlnatindum skammt frá
Skeiðarárjökli. Landslag er þar
mjög hrikalegt, en öll er leiðin
frá upphafi til enda stórbrotin
og fögur. Þetta verður 9 daga
ferð og hefst á laugardaginn
kemur.
Á laugardaginn hefjast enn-
fremur fjórar helgarferðir á
vegum Ferðafélags íslands. Þær
eru í Þórsmörk, Landmanna-
laugar, á Kjöl, þ. e. á Hvera-
velli og Kerlingarfjöll og loks
austur undir Eyjafjöll og til
Dyrhólaeyjar.
Hér er æskan að sóla sig ;— og auðvitað eru stúlkurnar að lesa
Vísi. Myndin var tekin ú Arnarhólstúni í s.1. viku.
(Ljósm. G. T.)
anna og var lögreglunni gert
aðvart. Hún handsamaði báða
mennina og flutti þá í fanga-
gemslu lögreglunnar. Bíða þeir
nú dóms. .
Niíursuðuverk-
smiðja stækkuð.
Frá fréttaritara Vísis. —
Akureyri í gær.
I gærmorgun tók til starfa ný
niðursuðuverksmiðja a Akur-
eyri, eða öllu heldur víðbót við
gamla verksmiðju.
Þetta er verksmiðja, sem
Kristján Jónsson & Co. á.
Gamla verksmiðjan hefur verið
starfrækt öðru hverjú undan-
farin ár, eða þegar smásíld hef-
ur veiðst nyrðra.
Á sl. vori fengu eigendur
verksmiðjunnar l°vfj fyrir
stækkun og hófu að því búnu
strax byggingaframkvaamdir.
Hófst niðursuða í gærmorg-
un og er gert ráð fyrir því að
verksmiðjan starfi úr þessu
samfellt að ýmiskonar niður-
suðu.
t Ljósmyndari Vísis var á gangi suður í Nauthólsvík um daginn
og „skaut“ þá á þessa gyðju, sem var í óðaönn að dýrka sólina.
Norræn fegurðarkeppni
verður hér 3. september.
Frestað vegna mikilla anna
fegurðardísa.
Tíminn birtir í morgun þá
glœsil^gu fregn, að fegurðar-
drottning Norðurlanda verði
kjörin hér í Tivolí um nœstu
helgi, og kemur með þ'á stór-
merku tillögu, að norrœnu lög-
frœðingarnir, sem sitja hér á
þingi nœstu daga, Ijúki móti
sínu með því. að sitja í dóm-
nefnd til að kjósa fegurðar-
drottningu Norðurlanda!
Sannleikurin er sá, — sem
Tíminn hefði eflaust getað kom-
izt að ef reynt hefði verið —
að keppni þessari hefur verið
fi’estað til 3. september. For-
stjóri keppninnar, Einar A.
Jónsson, skýrði Vísi frá því í
morgun, að því miður hefði Sví-
þjóð ekki getað sent hingað
þátttakanda, vegna ýmissa anna
og annara samkeppna víða um
heim.
Að sjálfsögðu er ekki hægt
að halda norræna samkeppni
hér á íslandi nema að fá hing-
að fulltrúa frá öllum Norður-
landaþjóðunum, og þess vegna
er það, að keppninni verður
frestað til 3. sept. — „því mið-
ur“, sagði Einar.
Fimm eða sex menn sækja
fiskimálafund í Svíþjóð.
Þar vsr5a rædd sameiginleg hagsmunamál
Norðurlanda á svi5i fsskvelða.
Um næstu helyi verður hald-
inn iiorrænn fulltrúafundur um
fiskveiðimál ■ Karlskroma í
Svíþjóð.
Fundir af þescsu tagi eru
haldnir annað hvert ár og er
þar rætt um al-lt,-senv snertir
fiskimál,’ veiðar, rannsóknir á
fiskimiðum og fiskstofnum, og
þar fra meftir götunum. — Að
loknum fulltrúafundinum, sem
sóttur er bæði af opinberum að-
ilum og fulltrúum hagsmuna-
samtaka í öllurn löndunum, er
efnt til ráðherrafundar.
Vísir hefur frétt, að fimm eða
sex fulltrúar fari héðan til
Karlskrona, þar á meðal Emil
Jónsson, sjávarútvegsmálaráð-
herra, og'Davíð Glafssan, fiskiT-
málastjóri. Fer Emil utan á
morgun, en aðrir fundarmenn
munu fara sðar eða um helgina.-
Guðmundur í.
til Ísraeís.
Guðmundur í. Guðmundsson
utanríkisráðherra leggur af stað
í fyrramálið áleiðis til ísraels.
Þess hefur áður verið getið
í fréttum, að Guðmundi í. barst
j boð um það frá utanríkisráð-
herra ísraels, frú Goldá Meir,
um það að koma í heimsókn til
ísraels. S.l. ár fór Gylfi Þ.
Gíslason menntamálaráðherra
þangað í samskonar boði.
Á heimleið frá ísrael kemur
Guðmundur í. við í Osló og sit-
ur þar fund utanríkisráðherra
Norðurlanda um næstu mán-
aðamót.
Frímerkjamállð.
Munnlegur málflutningur í
„Frímerkjamálinu“ svokallaða
hóst í morgun.
Þórður Björnsson. fulltrúi
sakadómara, sem hefir liaf-t
rannsókn málsins með höndum,
setti dómþingið kl. 10. Lögð
voru fram ýms gögn í málinu
og bókúð eins og venja er til.
Síðan var ákæruskjalið' le§ið
upp. -Höfðað' var mál á-heffdpr
Einari Pálssyni, Pétri Eggerz
Pétursyni,’ Guðbjarti Heiðdal
Eiríkssyni- og Kund -Alfred
Hansen. . 'j
Muni'J, 'ió þeir sem gerast úskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaSar, fá blaSið
ókevDÍs til-inánaSamóta
Sími 1-16-60.
EkJkert blaS er ódýrara í áskrift en Vísir.
LátiS hann færa ySur fréttir og annað
faatrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.