Vísir - 14.12.1960, Side 3

Vísir - 14.12.1960, Side 3
A MEMKUM TIMAMOTUM Bjartsýni og stórhugur hefur vissulega ráöiö, þegar stofnaö var fyrsta dagblað Reyhjavíkur og landsins alls fyrir hálfri öld. Ibúar bcejarins voru aöeins liálft tólfta þúsund og frumbýl- ingsbragur á flestu í bæjarlifinu. Vísir á reyndar tvo jafnaldra meðal stofnana bæjarfélagsins. Vatnsveitan var tekin í notkun ári áður en Visir kom fyrst út og á sama ári og Vísir hóf göngu sina tók Gasstöðin til starfa. Athafnaþrá var á fyrsta tug aldarinnar leyst úr læðingi og draumar gerðir að veruleika, vafalaust árangur þess áfanga, sem þá liafði náðst í sjálfstæðis- baráttu landsmanna. Yngri menn en miðaldra geta nú varla imyndað sér bæjar- brag án vatnsveitu, enda er hún eins og vera ber í stöðugri endur- nýjun og útþennslu. En Gasstöðin, stórvirki fyrir hálfri öld, er liðin undir lok, og hefur vikið fyrir nýrri og hagkvæmari orku- lindurn. Þessir jafnaldrar Visis bera vitni um sífellda framþróun, sem blaðið hefur frá byrjun stuðlað að. Og sú staðreynd, að hér er um að ræða í raun og veru fyrstu stóru tækniframkvæmdirnar í landinu, sýnir að ferill blaðsins tekur raunar yfir allt mesta framfaratímábil þjóðarinnar. Dagblöðin hafa mikilvægu lilutverki að gegna og fyrir bæjar- stjórn og bæjarbúa eru þau ómissandi til að gagnrýna það, sem miður fer, og vísa* á verkefni framtíðarinnar. Andstæðingar Visis hafa stundum viljað í niðrandi merkingu kálla Visi, blað Reykvíkinga. Það er von min og ósk dagblað- inu Vísi til handa á þessu merku timamótum, að blaðið megi bera slíka nafngift þannig, að báðir hafi sóma af, Vísir og Reyk- víkingar. Geir Hallgrímsson. Á íslandi hlýtur það að teljast merkur áfangi fyrir dagblað að eiga fimmtugsafmæli, og verða fyrst dagblaða hér á landi að ná þeim áldri. Þetta aldursskeið er að visu ekki langur tími í sögu þjóðarinnar. En það markaði tímamót í blaðaúgáfu hér á landi, þegar fyrsta dagblaðið hóf göngu sína. Þjóðin hafði náð þeim þroska í byrjun annars áratugs áLdminnar, að vikublöð- in fullnægðu ekki lengur frétta- þörf hennar. Þau fimmtiu ár, sem Vísir hefur starfað, má hiklaust telja viðburðaríkasta tímábil í sögu þessa lands, og Visir hefur tekið drjúgan þátt í því, sem gerst hefur. Blaðið hefur frá öndverðu lmft mikil áhrif á gang ýmissa mála og átt mikinn þátt í að móta skoðanir og afstöðu álmenn- ings í þjóðmálum. Á þessu timábili hafa ývisir mætir menn, gáfaðir, þjóðhoTlir og frjálslyndir, átt þátt i ritstjórn blaðsins og mótað stefnu þess af hollustu við þjóð sina og ættjörð. AUa tið hefur blaðið haft orð fyrir það að rígbinda ekki efni þess'við einhliða póli- tiska stefnu, héldur leyfa mönnum að birta skoðanir sínar í dálkum blaðsins, ef þær voru hóflega fluttar og skynsamlega fram settar, þótt blaðið væri ekki sammála. Slíkt frjálsræði í blaðamennsku er nauðsynlegur þáttur lýðrœðislegri uppbygg- ingu þjóðfélagsins. Ég hef haft á hendi formennsku i stjórn blaðsins í 25 ár. Þeir menn, sem ég hef aðállega haft samstarf við þetta tímabil voru Páll Steingrimsson, Jakob Möller, Kristján Guðlaugsson og Her- steinn Pálsson. Ég hef ástæðu til að líta til baka með ánægju til samstarfsins við þessa menn og þákka þeim vináttu, dreng- skap og hollustu í því starfi, sem oft liefur reynst erfitt hér á landi, að gefa út dagblað án þess að hafa annan bákhjarl en tryggð og vináttu lesendanna. En sú tryggð brást aldrei og hjá mörgum hefur hún enzt í hálfa öld. Þeim á Vísir mikið að þákka. Eg vil óska Visi allra heilla á komandi timum og ég efast ekki um, að honum muni vel vegna undir forustu þeirra manna sem nú fara með stjórn hans. Djörf ákvörðun var það, er efnt var til útgáfu dagblaðs hér í Reykjavik fyrir fimmtíu árum. Menn höfðu reynt þetta fyrr, en ekki tékist. Vísir er elzta dag- blað Islands og hefur séð tím- ana tvenna og þrenna. Hlutverk blaðsins er mikið, ef menn leggja sér það á hjarta, minnast djörfungar stofnandans og tála tungu þjóðarinnar, svo sem hagsmunum hentar hverju sinni. Þótt liðinn sé tæpur tugur ára frá þvi er ég lét af ritstjórn blaðsins, — og ég hafi þar ekki beinna hagsmuna að gæta, — er mér það civállt kært og metn- aður minn fyrir þess hönd mikill. Eg árna stjórnendum þess og eigendum heilla í stcirf i og megi vegur blaðsins vaxa með hverju ári, enda verði blaðinu langra Ufdaga auðið. Þcið voru bjartsýnir menn á Islandi árið 1910. Þótt gullfé- lagið svonefnda yrði gjáldþrota á því ári, og nauðungaruppboð færi fram suður í „gullmýri“, og þcir með væri gullgreftri á Is- landi lokið, voru til menn, sem áttu djörfung til þess að ráðast í það stórvirki að gefa út „visi t.il dagblaðs i Reykjavík“. Ef ráða má af forsíðu fyrsta blaðsins virðist þó hafa verið litlu meira af fréttum að finna í Reykjavík þann daginn en af gulli í mýrinni við Öskjuhlíðina, því dagsfrétt- irncir hljóða svo: „Enginn gift- ur, dáinn eða jarðsunginn í bœn- um. — Skipaferðir engarö Hitt kom þó á daginn, cið á þessu élzta islenzka dagblaði sannaðist vél máltækið, að „mjór Kristján Guðlaugsson. Björn Ólafsson. Afmælisblað VÍSIS VÍSIR 5 0 ÁRA 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.