Vísir - 14.12.1960, Síða 5

Vísir - 14.12.1960, Síða 5
HERSTEINN PÁLSSON, ritstjóri: VÍSIR í HÁLFA ÖLD i. Undir síðustu aldamót eygðu menn dagsbrún i islenzkm þjóðlífi. Þegar 20. öldin gekk i garð, var kominn nýr tími í flestum efnum. Þjóðin hafði léngi barizt fyrir frelsi og réttarbótum, og henni hafði orðið talsvert ágengt, þótt ekki sæi enn fyrir enda þessarar baráttu. Sókninni var haldið áfram af kappi, og jafnframt var unnið að bættum kjörum í atvinnu- og efnahagslifi, því að menn sáu, að þau urðu að haldast í hendur við aukin réttindi á sviði stjórnmála. Hvort um sig tryggði hitt, og annað gat varla staðizt án hins. Þeir sigrar, sem unnizt höfðu, gæddu menn bjartsýni, svo að margt var nú talið óhætt, sem enginn hafði látið sér til hugar koma áður. íslendingar sáu og sýndu, að þeir gátu fiest, sem öðrum hafði einum verið talið fært, og þetta gaf framtakssömum mönnum byr undir vængi. Þó hafa þeir liklega verið einna bjartsýn- astir, sem töldu fyrir aldamótin, að hér í Reykja- vík væru fyrir hendi skilyrði til að gefa út dag- blað. í fyrstu tilraun af þvi tagi réðust tveir ungir menn, sem síðar urðu þjóðfrægir. Þetta voru þeir Einar Benediktsson og Sigurður Júl. Jóhannesson, sem dvaldist mestan hluta ævinnar vestan hafs. Þegar þeir hófust handa um að gefa út „Dagskrá“, sem ættað var að verða dagblað, en hún kom fyrst út 1. júlí 1896, voru íbúar Reykjavíkur aðeins um 5000. Sá hópur nægði ekki til þess, að tilraunin mætti lánast. Þar við bættist, að samgöngur voru harla lélegar, svo að ekki sé dýpra tekið í árinni, samband erfitt út um land, enn erfiðara við útlönd, prentsmiðj- ur frumstæðar, eins og gefur að skilja, og fleira kom þar til greina — allt andstætt. Svo leið fram yfir aldamót, en þá gerði Jón Ólafsson ritstjóri næstu tilraun — árið 1903 — til að hleypa af stokkunum dagblaði. Það var Reykjavík. Þessi tilraun fór líka fljótlega út um þúfur. En á þessum áratug eftir 1896 og næstu árum gerðust margvíslegar breytingar hér á landi. Fólkinu fjölgaði lítið eitt, en út af fyrir sig réð það ekki úrslitum. Meira virði var ])að, sem þjóðin hafði hrundið í framkvæmd, og það endurmat á sjálfri sér, sem hún var því fær um. íslendingar fengu ráðherra með aðsetri í land- inu sjálfu, einangrun þeirra við útlönd var rofin því að sæsími var lagður til landsins, út- gerðinni óx fiskur um hrygg og atvinnutækjum fjölgaði. Tímarnir breyttust ört, og menn urðu dugmeiri og bjartsýnni en áður. Þegar svo var komið, að tugur var liðinn af 20. öldinni, var genginn i garð sá tími, þegar unnt var að stofna dagblað hér i bæ og halda þvi úti, og var þó vitanlega engin vissa fyrir því, er í það var ráðizt. II. Einar Gunnarsson lét þó ekki óvissuna aftra sér. Hann var að nálgast fertugt (fæddur 28. maí 1874), þegar hann hleypti Vísi af stokk- unum. Það blað var þó engan veginn fyrsta viðfangsefni hans á sviði ritstarfa eða útgáfu- starfsemi. Hann gaf meðal annars út „Handbók fyrir alla“ árum saman, og þótti hún hið mesta fróðleiksþing. Þá má og geta þess, að þegar menn héldu, að blásýra halastjörnunnar 1909 mundi eyða heimsbyggðina, gaf Einar út póst- kort, sem var jafnframt farmiði með stjörnunnil Sitthvað fleira fékkst hann við, og í ársbyrjun 1905 hafði hann hafið útgáfu Unga íslands. Þótt Einar Gunnarsson yrði til að hrinda Visi af stað, starfaði hann ekki lengi við blaðið, þvi að hann var löngu hættur útgáfu þess og ritstjórn, þegar hann andaðist 22. nóvember 1922. Vísir birti þá dánarminningu hans og skrifaði hana Benedikt Sveinsson. Hann komst meðal annars svo að orði í eftirmælum sínum: ■' „V* „4SS unnar — og það virðist augljóst, að blaðið hefir verið undirbúið nokkuð lengi. Lesflöturinn var 17 sm. á annan veg og 30 á hinn, siðurnar voru fjórar og dálkarnir þrir — hver 12 „sísero“, eins og það kallast á prentaramáli. Einar Gunnarsson sýnir strax á fyrstu siðu hins fyrsta tölublaðs, að hann hefir smekk fyrir því, sem almenningur mun hafa áhuga fyrir — eða er vænlegt til að vekja athygli almennings, því að hann birtir þar mynd, sem er tiltölulega jafnstór og ýmsar stærstu myndir blaðanna eru nú. Daginn eftir að blaðið kom út, voru liðin 60 ár frá fæðingu frægasta vísindamanns, sem ísland hafði alið, Niels Finsens. Hann fæddist 15. desember 1860, og hefði orðið 50 ára daginn eftir fæðingu Vísis, ef honum hefði enzt aldur (hann andaðist 24. sept. 1904.) Myndin var af honum. En Visir birti ýmislegt fleira. Hann hóf til dæmis þegar í stað birtingu framhaldssögu, og þar var ekki verið að velja höfund af verra taginu, því að sagan var eftir engan annan en Emile Zola. Þar að auki var heil siða af ýmsum erlendum fréttum. Þær voru ekki alveg nýjar af nálinni, enda þótt sæsíminn væri kominn. Þær voru teknar úr siðustu blöðum, sem borizt höfðu, áður en blaðinu var hleypt af stokkunum. En þótt ritsíminn væri ekki enn notaður til að bera fregnir milli landa, kom liann Vísi að gagni frá upphafi vega, því að á fremstu síðu fyrsta blaðsins var fregn, sem siminn einn gerði blaðinu kleift að flytja. Ilún fjallaði um veðrið þenna dag á ýmsum stöðum úti um land — t. d. á Akureyri, Seyðisfirði og Grímsstöðum. Já, menn höfðu ekki siður áhuga fyrir veðurfregn- um þá en nú. Ekki má heldur gleyma auglýsingunum, sem ekkert blað getur án verið, því að þær fylltu meira en síðu. í einni þeirra minnir Einar með- al annars á Unga ísland, en ein fárra verzlana, sem þá auglýsti og er enn starfandi, var „EDIN- BORG“, sem skýrði almenningi svo frá, að jóla- salan mikla hæfist þar þenna dag — 14. desember. „Ekki var annar maður fundinn rneðal ungra manna, er Einari væri greiðviknari og dreng- lyndari. Mætti þess ýmsir minnast. Þjóðrækni var kynfylgja hans föst og eðli hans svo sam- gróin, að aldrei mátti bregðast. Aldrei spurði hann um fjölda eða mátt andstæðinga sinna, heldur var hann jafnan ótrauður að ganga fram með þeim fremstu í fylkingu til allra dáða. Þó gekk hann ekki þann veg fram fyrir skjöldu, að hann talaði á mannfundum. Var hann einn þeirra, er annað tveggja eru of geðríkir eða skortir framfærni til að beita sér þann veg. En víst má segja, að á honum hafi rætzt hið fornkveðna: Þagalt ok hugalt skyli þjóðans barn ok vigdjarft vera. Brá ekki skugga á það, að hann hafði stað- fastan vilja til þess að fylgja fram eindregnustu þjóðarkröfum. Var eigi spurt um fylgi eða metorð ...“ III. Fyi ita tölublað Vísis kom út miðvikudaginn 14. desember — það er einkennileg tilviljun, að 50. afmælisdaginn ber upp á sama dag vik- IV. Fyrsta tölublað Vísis kom út á miðvikudegi, eins og þegar er sagt, og á einum stað á fyrstu síðu segir: Næsta blað á föstudag. Þar fyrir neðan stendur þessi klausa: Vf SIR er að þreifa fyrir sjer, hvort tiltök sjeu að stofna hjer dagblað. Dagblaðið ætti aðallega að vera sann- ort frjettablað, en laust við að taka þátt í deilumálum. Vísir óskar stuðnings sem flestra og leiðbeiningar um það, sem vanta þykir. Lesari góður, viljið þjer hugsa um blaðið og láta það vita uni tillögur yðar. Loks er þess að geta, að nafnið var meira en eitt orð, því að það var á þessa leið:„Vísir til dagblaðs í Reykjavík.“ Þessi þrjú atriði sýna, að Einar Gunnarsson hefir engan veginn verið viss um, að þessi til- raun mundi bera meiri árangnr en hinar fyrri. Iíann vildi því ekki virðast of sigurviss í upp- hafi. Afmælisblað VÍSIS VÍSIR 50 ÁRA 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.