Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 6

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 6
Pyrstu vikurnar var Visir nefnilega ekki dag- blaS, aðeins „Vísir að dagblaði“. Annað tölu- blað kom út föstudaginn 16. desember og það þriðja mánudaginn 19. desember, fjórða mið- vikudaginn, er vika var liðin frá stofnun blaðs- ins, og þá tvö tölublöð næstu tvo daga. Visir var þess vegna raunverulega dagblað aðeins þessa þrjá daga — 21.—23. desember. Þar hefir jólaskapið hlaupið í Einar eins og aðra, svo sem m. a. má sjá af auglýsingu frá söluturninum. Þar nægja hvorki meira né minna en sex fingur til að henda á kosta- vöru fyrirtækisins! Síðan lá útgáfan niðri til 14. febrúar 1911, en þá segir í tilkynningu frá ritstjóranum: „Vísir kemur dræmt út þennan mánuð, sökum pappírs- vöntunar. Verður fyrst í fullu fjöri marsmánuð. Til marsmánaðarloka koma út að minsta kosti 25 blöð og kosta þau fyrir áskrifendur 50 aura í Reykjavík, 60 aura send út um land og 70 aura (eða 20 cents) til annarra landa. Einstök blöð kosta 3 aura.“ Um leið og Visir fór að koma út aftur, hafði nafni hans verið breytt lítilsháttar — framvegis hót blaðið einungis Vísir. Einar Gunnarsson virðist þá sannfærður um af undirtektum al- mennings, að framtíðin sé svo trygg. að úr verði dagblað. Eftir þetta kom blaðið svo út fimm sinnum i viku hverri — sunnudag, þriðjudag, miðviku- dag, fimmtudag og föstudag, og verður ekki ann- að sagt, þegar litið er á tækni þeirra daga, að furðanlegt var, að þetta skyldi auðnast. Þannig kemur Visir svo út allt árið 1911 og fram til 19. júni 1912, en þá er tilkynnt, að blaðið komi út alla virka daga klukkan 12 á hádegi. ( Þegar Vísi er flett, er greinilegt — eins og þegar segir — að Einar Gunnarsson hefir fylgzt vel með því, sem almenningur vildi helzt lesa, og hann hefir fljótlega orðið þess visari, að framhaldssögur eru ótrúlega vinsælt efni i blöðum. Sést það bezt á þvi, að Visir var fljót- lega farinn að birta tvær sögur að staðaldri. En vitanlega var það engan veginn nóg, og það sér á frá upphafi, að stofnandinn hefir gert sér grein fyrir, að fólk hafði mikinn áhuga fyrir fregnum utan af landi. Einari tókst að skipu- leggja ótrúlega gott fréttakerfi, þegar tillit er tekið til allra aðstæðna. Næsta stórbreyting á blaðinu verður með 333. tölublaði, sem út kom mánudaginn 1. júli 1912. Þá er brotið orðið mun stærra en áður, þvi að nþ verður lesmálsflöturinn 23 sm. á ánnan veginn en 38 á hinn. Þó verður Einar að tilkynna, að 4ra siðu blað af þessari stærð geti ekki komið út nema annan hvern dag — hinn daginn verði lesendur að láta sér nægja tveggja síðu blað. Það er prentsmiðjan og af- kastagetn hennar, sem þarna ræður. Þegar gerður er samanburður á þvi efni, sem blöð flytja yfirleitt nú, og Vísir bauð þá les- endum sínum, verður ekki annað sagt en að fjöl- breytnin hafi verið litlu minni. Einar og að- stoðarmenn hans voru ötulir menn i alla staði. V. Hér hefir nokkuð verið greint frá upphafi stofnunar Visis og fyrstu gerð hans eftir þvi, sem unnt cr í orðum einum. Saga blaðs verður aldrei skráð í stuttri grein, þvi að blaðið er sjálft að skrá hana alla daga, sem það kemur út. Hér verður þvi að fara fljótt yfir sögu. Þegar Vísir var kominn vel af stað og byrj- unarörðugleikar margir að baki, að ætla mætti, vildi Einar selja blaðið og gerði. Var það sum- arið 1914. Tók nýi eigandinn við blaðinu 1. september. Þetta var Gunnar Sigurðsson frá Selalæk, sem enn lifir, og segir hann m. a. svo um þetta í grein, annarsstaðar i þessu blaði: „ — Næsta haust (1913) lét ég innrita mig í Háskóla fslands, gaf upp lög, en las lítið. Áhug- inn beindist þá meira að pólitík, því þá var allmikill hiti í ýmsum pólitískum málum, eins og þeir vita, sem þann tíma muna. Sumarið 1914 bauð góðkunningi minn, Einar Gunnarsson, að selja mér Vísi, og varð það úr, að ég keypti blaðið og tók við ritstjórn þess 1. september. Ég var sá einfeldningur að halda, að ég gæti stundað laganám samhliða, en sá vitanlega brátt, að það var ómögulegt. Það var því aðalástæðan fyrir því, að ég seldi blaðið árið eftir. Nú hafði ég ákveðið að taka próf í lögum, enda gerði ég það þrem árum síðar. Blaðið seldi ég hlutafélagi, en ritstjóri varð Hjörtur Hjartarson lögfræðingur, er naut skammt við, því að hann dó á sama ári.“ í stjórnmálum og öðru beitti Gunnar háði og skopi, svo sem fram kemur við lestur blaðs- ins frá þessum tima. En hann ætlaði sér ekki af, þar sem hann hugðist jöfnum höndum vera ritstjóri, berjast fyrir áhugamálum sinum á sviði stjórnmála og stunda laganám við Háskólann. Hann varð þvi fljótlega að selja blaðið, en kaup- andi var hlutafélag, Vísir. Um líkt leyti var ráðinn nýr ritstjóri að blaðinu, Hjörtur Hjart- arson iögfræðingur, er tók við því starfi 1. apríl 1915. Hjörtur Hjartarson Ekki naut Hjartar Hjartarsonar þó lengi við, því að hann veiktist að kalla um leið og hann hóf hið nýja starf sitt. Hafði hann aðeins haft umsjá með einu tölublaði, það er að segja blað- inu laugardaginn fyrir páska þetta ár, þegar hann veiktist, þvi að hann lagðist banaleguna á páskadaginn. Hjörtur andaðist 15. april tæpra 27 ára gamall (fæddur 11. júlí 1888). Þá var starfandi við blaðið Andrés Björnsson, skáld og leikari, og er hann skráður ritstjóri blaðsins frá 20. apríi, en fjóra daga kom blaðið út, án þess að ritstjóra væri getið. Siðan fóru eigendur að svipast eftir nýjum ritstjóra og bar ritstjóraleitin þann árangur, að Jakob Möller bankaritari var ráðinn að biaðinu i jiili 1915 og starfaði siðan sem ritstjóri þess til 6. júní 1924. Með hinum nýja ritstjóra fékk Vísir hinn vopnfimasta mann, þvi að fáir stóðu Jakobi Möiler á sporði i rökræðum og deilum, hvort sem var á prenti eða mannfundum. Hér verður ekki rakinn stjórnmálaferill Jakobs Möller, þótt hann væri að sjálfsögðu nátengdur Vísi. Þegar Jakob hafði gerzt rit- stjóri blaðsins, veitti almenningur báðum meiri athygli og menn sáu, að þar var bardagamaður á ferð, enda var Jakob kjörinn á þing 1919 og sat til 1927. Hann var kjörinn aftur 1931 og sat á þingi til 1945, er hann varð sendiherra i Kaupmannahöfn, hinn fyrsti eftir skilnaðinn við Dani. Snemma árs 1918 gerðist svo enn breyting á högum Visis, þvi að þá varð Jakob einn eig- andi hans. Á þessum árum tók Jakob sivaxandi þátt i opinberum málum, en árið 1924 var hann skipaður eftirlitsmaður banka og sparisjóða. Gátu ferðalög i sambandi við það starf ekki samrimzt ritstjórninni, þvi að slik störf verða ekki höfð i igripum, ef vel á að vera. Hann leitaði því eftir öðrum ritstjóra, og tók nýr maður við 7. júní 1924. Þá varð ritstjóri Páll Steingrímsson, sem hafði þá starfað í pósthúsinu frá því um aldamót, og um leið varð hann meðeigandi Jakobs i Vísi. Jakob hélt þó áfram að skrifa í blaðið eftir því sem hann hafði tíma til, enda studdi blaðið hann og Frjálslynda flokkinn. Fylgi flokksins byggðist lika að mestu ieyti á foringj- anum og blaði hans, og þess minnast þeir, sem nú eru komnir nokkuð til ára sinna, að oft var vegið ótt og títt en ætíð drengilega. S'ama máli gegndi eftir að Frjálslyndi flokk- urinn og íhaldsflokkurinn höfðu gengið í eina fylkingu, Sjálfstæðisflokkinn, og Visir gerðist stuðningsblað hins nýja flokks. Eftir að Fram-- sóknarfiokkurinn efldist — eða frá 1927 — harðnaði baráttan á stjórnmálasviðinu til mik— illa muna. Er ekki kostur á að rekja hér alla> þá sögu, en þótt Vísir væri jafnan i lausari- tengslum við Sjálfstæðisflokkinn en ýmis önn- ur blöð, sem stutt hafa flokksstefnuna, hefir- hann ekki verið lélegri eða óvopnfimari liðs- maður, þegar hann hefir beitt sér. Hinu er þó ekki að leyna, að hann hefir stundum tekið: sjálfstæða afstöðu til sumra mála og jafnan verið frjálslyndari en blöð almennt hér á landi,. VI. Þegar harðna tók í ári eftir að heimskreppan mikla skall á, varð starfræksla blaða á margan hátt erfiðari. Þau blöð komust þá bezt af, sem> höfðu að bakhjarli félög eða flokka, og vegna þess var hafizt handa nm stofnun hlutafélags, er tæki að sér rekstur Vísis. Blaðaútgáfan Vísir hf. var stofnuð árið 1936, og fengu eigendur Björn Ólafsson, stórkaup- mann, i lið með sér við stofnun félagsins. Var Björn kjörinn fyrsti formaður stjórnarinnar- og gegndi formennskunni þar til á siðasta ári, er við tók Gunnar Thoroddsen. núverandi fjár- málaráðherra, en þá hætti Björn þessu starfi að eigin ósk. Árið 1938 urðu enn ritstjóraskipti við blaðið. Páll Steingrimsson hafði frá unga aldri átt við vanheilsu að stríða, sem ágerðist er á leið, svo að hann gekk ekki heill til skógar árum saman og báru tilraunir hans til að leita sér lækningar ekki árangur. Hann lét þess vegna af ritstjóra- starfi i marzlok 1938, en við tók Kristján Guð- laugsson, hrl., frá 1. april. Hafði hann staðið framarlega i röðum ungra Sjálfstæðismanna. Jafnframt þessu voru gerðar ýmsar breyting- ar á útliti og fyrirkomulagi blaðsins, sem eigi voru færar áður, og við tilkomu hlutafélagsins var t. d. fengið fast fréttasamband við United' Press, sem síðan hélzt árum saman og var Visi til mikils gagns og álitsauka. Vegna aukinna anna var því sú breyting ge-rð á ritstjórninni, að á miðju ári 1942 var ráðinn aðstoðarritstjóri Kristjáns Guðlaugssonar, .og var það Hersteinn Pálsson, sem verið hafði fastur starfsmaður frá miðju ári 1936. Voru þeir síðan saman ritstjór- ar til ársins 1953, er Kristján Guðlaugsson lét af störfum, og liefur Hersteinn siðan verið ritstjóri einn. Nú hefur Gunnar G. Schram og verið ráðinn ritstjóri við blaðið. Hefir ekki verið um ne-inar stórbreytingar á blaðinu að ræða, þegar frá er talin sú, er varð haustið 1944. Þá var fengin prentvél af annarri gerð en áður hafði verið notuð, og blaðið stækkað, svo að það hefir ýmist verið átta eða tólf siður siðan. Óhætt er að segja, að reynt hefir verið að halda i horfinu, að því er snertir fréttir og aðra þjónustu við les- endur, og er það von blaðsins, að fremur hafi þar þokað fram en aftur. Þó er það einna mesta breytingin, að blaðið er nú nánar tengt Sjálfstæðisflokknum, en áður, þar sem hann á fulltrúa i stjórn þess, en auk þess hefir Vísir tengzt böndum við iðnrekendur, þar sem framtakssamir menn í þeirri stétt eru nú meðal hluthafa. Mun það sannmæli, að hver um sig væntir mikils styrks frá hvorum hinna á komandi timum--------------til að gera Visi stærra blað, betra og víðlesnara, svo að 6 VÍSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.