Vísir - 14.12.1960, Síða 7

Vísir - 14.12.1960, Síða 7
Andrés Björnsson. hann megi í alla staði verða færari að vinna landi og lýð nokkurt gagn. VII. Hér að framan hefir verið gerð nokkur til- raun til að greina frá þeim mönnum, sem helzt hafa borið uppi starf blaðsins, að því er rit- st.jórnina snertir. Fleiri hafa vitanlega lagt hönd á plóginn en þeir, er hér hafa verið taldir, og skal gerð nokkur tilraun til að minnast nokkurra, svo að þeir liggi ekki óbættir hjá garði, en annars stað ar í þessu blaði eru birt viðtöl við nokkra hinna fyrstu, er stóðu með ritstjóra og stofnanda. Getið hefir verið Andrésar Björnssonar, sem var stárfsmaður ritstjórnarinnar, en naut ekki lengi við. .Baldur Sveinsson var einnig starfsmaður ritstjórnarinnar um árabil. Nokkru eftir heimsstyrjöldina fyrri eða 1922 fluttist Axel Thorsteinson heim frá Vestur- heimi. Hafði hann liafizt handa um blaðaút- gáfu þar vestra, og gerðist hann starfsmaður Vísis þegar eftir heimkomuna. Vann hann í fyrstu aðeins sem aukamaður, en smám saman hlóðust á hann meiri störf í sambandi við blaðið, svo að hann vann þar brátt fullan vinnutíma. Hefir hann unnið við Vísi nær óslitið allan þenna tíma eða meira en þriðjung aldar — og nú síðustu tvo áratugina hefir hann haft umsjá með erlendum fréttum. Margir fleiri unnu að sjálfsögðu við blaðið á þessum árum, sumir við ritstjórn, aðrir við aug- lýsingar og dreifingu. Má segja, að þeir hafi verið hinir óþekktu hermenn, sem minna bar á út á við, þótt starf þeirra væri engu siður mik- ilvægt en annarra, Rétt er að geta þess, að margir námsmenn fengu jafnan vinnu hjá Vísi i sumarleyfum eða jafnvel á öðrum timum árs, þegar þörf var fyrir aukinn mannafla. Eru margir þeirra nú orðnir þjóðkunnir menn, eins og þeir vita, sem starfað hafa við blaðið um langan aldur. Lengst þeirra, sem unnu við þá hlið, er inn á við sneri, ]iað er að segja við bókhald blaðsins og fjármál, var Kjartan Jónsson, sem hafði starfað við Vfsi f röskan aldarfjórðung, er hann féll frá á öndverðu ári 1957. En hinar hjálpandi hendur hafa verið fleiri, þvi að e-kki má gleyma þeim óteljandi ungling- um. sem unnið hafa sin fyrstu störf í þágu Vísis og fengið fyrstu launin fyrir að selja blaðið á götunum eða bera það til áskrifenda. Er víst að ekkert samkomuhús á landinu mundi rúma allan þann sæg, sem eitthvað hefir starfað fyrir Vísi um ævina, því að þar er um óvigan lier að ræða. Öllum þessum liðsmönnum sendir Vísir að sjálfsögðu beztu kveðjur á þessum tímamótum og alúðarþakkir fyrir vel unnin störf um ára- tugi. Margir hinna gömlu starfsmanna í þess- um hópi hafa haldið tryggð við blaðið og starfs- menn þess alla tíð, síðan störfum lauk, og hefir það verið blaðinu til gagns og ánægju. Og loks eru svo tugþúsundirnar, sem lesa Vísi á degi hverjum og hafa gert um árin. Þeim ber ekki sfzt að þakka tryggð við blaðið, en Vísir væntir einnig, að hann hafi oftast verið þeim aufúsugestur, sem veitti þeim í senn eitt- hvað til fræðslu og skemmtunar, gagns og gam- ans. Öllum þessum hóp þakkar Vísir mikið og gott samstarf um hálfrar aldar skeið. VIII. Vísir er brautryðjandinn á sviði dag- blaðaútgáfu á íslandi. Honum var ýtt úr vör fyrstum, og á það hefir þegar verið bent hér að framan, að Einar Gunnarsson var maður hugmyndaríkur og gerði sér grein fyrir þvi, að fjölbreytnin var fyrir miklu við útgáfu blaðs. Þeir, sem síðan hafa starfað við Vísi, livort sem þeir liafa aðeins starfað þar skamma lirfð eða ilenzt þar um áratugi, hafa einnig leitazt við að gera eins og Einar forðum, liafa blaðið fjölbreytt og fróðlegt. Þetta hefir vitanlega tek- izt misjafnlega, eins og gengur, þar sem þetta veltur og nokkuð á þeim aðbúnaði, sem blaðið og starfsmenn þess hafa notið. Margt hefir mátt að blaðinu finna, því að ekki hefir það verið Jakob Möller. fullkomið frekar en önnur mannanna verk, en starfsmenn þess hafa ekki siður séð en aðrir, hvar vankantarnir voru. En Visir heldur því einnig fram, að þótt að honum hafi mátt finna, hafi hann einnig verið fyrstur með ýmsar nýjungar, og einkum hefir liann leitazt við að færa lesendum sínum hag- nýtan fróðleik á ýmsum sviðum. Má nefna ýmsa sérstaka þætti sem hann hefir hleypt af stokk- unum fyrst og síðan orðið fyrirmynd annarra að meira eða minna leyti. Vísir hefir til dæmis orðið fyrstur blaða til að taka upp sérstakar síður um ýmis tæknileg efni — framfarir og tækni — og blaðið hefir orðið Jiess áskynja oftar en einu sinni, að fregnir, sem þar hafa birzt um tækninýjungar úti í heimi, hafa orðið til þess að vísa mönnum leið til að leysa ýmiskonar vanda á tæknisviðinu hér á landi. Visir varð einnig fyrstur blaða til að taka upp þætti um hollustu og heilbrigði, fróðleiksgreinar úr rlki náttúrunnar, þættina „Bærinn okkar“, „Margt er skrítið“, „Víðsjá“, „Utan úr heimi“, og margt fleira, sem hér verður ekki upp talið. Allir hafa þessir þættir orðið vinsælir, og það er ætlun Vísis, að i framtíðinni verði þess vegna kostað kapps um að auka fjölbreytnina, að þvi er þá snertir. IX. Að sjálfsögðu verður ekki skilizt svo við sögu Vísis — þótt aðeins sé stiklað á hinu stærsta — að ekki sé getið þess aðbúnaðar og vinnuskil- yrða, sem hann hefir jafnan orðið að sæta. Er jiar skemmst frá að segja, að Vísir hefir aldrei átt þak yfir höfuðið, og er það raunar svo um flest blöð hér á landi, eða svo hefir verið fram Páll Steingrimsson, á síðustu ár, því að þau hafa oftast orðið að njóta gestrisni vina, stuðningsmanna eða flokka þeirra, er hafa staðið fyrir útgerð þeirra. Á þessari hálfu öld hefir Visir verið starfandi á ýmsum stöðum í bænum, en þó jafnan í grennd við miðbæinn, enda eitt af skilyrðum blaðaútgáfu, að hún sé ekki of fjarri þeim hverfum, þar sem hjartsláttar þjóðfélagsins gætir mest. Því hefir þó ekki alltaf verið að heilsa, að öll starfsemi blaðsins hafi verið á sama stað, og hefir slíkt verið til mikils óhagræðis. Bezt er að sjálfsögðu, og víðast hefir annað ekki verið talið koma til greina, að blað hafi að- setur sitt í sama húsi og prentsmiðjan, sem sér um prentun þess. Var og svo um tíma, að því er VIsi snerti, en þó fór svo að slíkt var ekki framkvæmanlegt, og siðan hefir ritstjórnin verið í nokkurskonar útlegð frá prentstaðnum, ef svo má að orði kveða. Hafa þessu fylgt marg- víslegir erfiðleikar, en þó hefir úr öllu rætzt furðanlega, og má það fyrst og fremst þakka starfsliði blaðsins, sem hefir í alla staði unnið starf sitt af alúð og skyldurækni, þótt skilyrði væru oft fjarri þvi að vera æskileg. Eins og fyrri segir hefir nú verið gerð breyt- ing á stjórn Vísis, og þar að auki hafa nýir að- ilar gerzt hhithafar. Það er því von allra, er bera liag blaðsins fyrir brjósti, að nú — þegar hálfrar aldar afmæli blaðsins rennur upp — gangi i garð nýtt tímabil, þegar eins vel verð- ur búið að blaðinu og það verðskuldar, svo að það vaxi og dafni enn betur á komandi árum en að undanförnu. X. Vegna þessa afmælis síns hefir Visir ráðizt i að gefa út blað þetta, sem er hið stærsta, er út hefir verið gefið hér á landi. Það er ekki gert fyrst og fremst til að minnast afmælis blaðsins, heldur jafnvel fremur til þess að gera lesendum kleift að gera sér nokkra grein fyrir þróuninni á þessari hálfu öld, sem gengið hefir yfir ís- land og fslendinga, síðan Vísir kom fyrst út. Visir hefir þess vegna leitað til margra þjóð- kunnra manna og beðið þá að rita greinar um ýmsa þætti þjóðllfsins og þær breytingar, sem orðið hafa á því á síðast liðinni hálfri öld. Allir hafa brugðizt vel við og væntir Vlsir þess, að lesendum þyki, ekki siður en honum, mikill fengur, að þessi fróðleikur liefir verið færður i letur. Visir heldur því ekki fram, að hér sé skráð saga fslendinga á þessum 50 árum, svo að tæmandi sé og engu frekar við að bæta. Hins væntir blaðið, að hér sé saman safnað svo miklum fróðleik, að þetta blað verði á kom- andi tímum sú heimild, sem menn geta örugglega leitað til og treyst á því sviði, sem það fjallar um. Ef svo fer, er tilganginum náð með útgáfu þess, og þá telur Vísir líka, að hann hafi fært íslendingum afmælisgjöf, sem menn meti að verðleikum, er stundir líða. Afmælisblað VÍSIS VÍSIR 50 ÁRA 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.