Vísir - 14.12.1960, Side 12

Vísir - 14.12.1960, Side 12
Stjórnmálaþróim á Islandi 1910-1960. STUTT ÁGRIP. EFTIR SJÁLFSTÆÐISHEIMASTJÓRNARMANN. Hinn nýji tími. Allt fram yfir heimsstyrjöldina fyrri má segja, að viðhorfið til Dana hafi mótað meginþættina i stjórnmálaþróun íslendinga. Um flokkaskipt- ingu verður þó varla að ræða, livað það við- horf snertir, fyrr en um aldamótin síðustu. Einn merkasti áfangi í þeirri þróun var stjórn- arskrárbreytingin 1903, er íslendingar hlutu heimastjórn, og skipun Hannesar Hafstein í ráð- herraembætti I framhaldi af því. Þar með má segja, að hinn nýji tími hefji innreið sína á ís- landi. Hér hófust framkvæmdir i áður óþekkt- um mæli, útgerð og verzlun. Verklegar fram- kvæmdir ríkisins urðu meiri en nokkurn hafði órað fyrir. Unnið var að endurskipun fræðslu- mála. Stefnt var í þá átt, sem ráðherrann hafði boðað í aldamótaljóðum sinum. Eftir að Friðrik 8. tók við völdum árið 1900 var sýnt, að búast mætti við því, að betur yrði tekið óskum fslendinga um aukið sjálfsforræði en verið hafði í tíð fyrirrennara lians. Og í sam- bandi við heitnsókn konungs til íslands var skipuð nefnd íslendinga og Dana til að fjalla um samband landanna. Það er alkunnugt, hvernig það mál fór. Þvf samkomulagi, sem unnt var að ná, var hafnað með miklum meiriltluta atkvæða við alþingis- kosningarnar 1908. Andstöðuflokkur Hannesar Hafstein hlaut algeran meirihluta á Alþingi, en Björn Jónsson ritstjóri varð ráðherra. Það kom í Ijós eftir þessi viðbrögð íslendinga, að litlu varð um Jtokað i viðskiptum við Dani. Segja má, að þau mál kæmust i algera sjálf- heldu, og hélzt svo að mestu levti fram á árið 1918. Fljótlega kom í ljós, að Björn .Tónsson átti við mikla örðugleika að etja, enda samstaða flokksmanna ekki svo mikil sem skyldi, þegar sleppti afstöðunni til Dana, og jafnvel um það mál riðlaðist flokkurinn skömmu siðar. Fyrir réttum 50 árum var því stjórnmálaað- staðan þessi: Að völdum sat Björn Jónsson við mjög harða stjórnarandstöðu og með ósamstæð- an flokk að baki sér, enda fór svo að hann varð að víkja snemma árs 1911, þegar veru- legur hópur flokksmanna hans hafði snúizt gegn honum. Flokkaskipting. Upp úr þessu komst flokkaskipting á þvílíka ringulreið, að mjög erfitt er að skýra hana, enda skiptir hún ekki öllu máli. Eftir Björn Jónsson urðu þeir ráðherrar, hver á eftir öðrum, Krist- ján Jónsson, Hannes Hafstein öðru sinni, Sig- urður Eggerz og Einar Arnórsson. Þrátt fyrir miklar tilraunir af hálfu þings og ráðherra fékkst litln um þokað við Dani að undanteknu því, að íslenzkur sérfáni fékkst viðurkenndur. Þegar hér var komið sögu, var heimsstyrjöldin fyrri skollin á og olli hér miklum erfiðleikum. Þeir erfiðleikar urðu aðalviðfangsefni þings og ráðherra. Reyndist nauðsynlegt að koma hér á ýmiss konar eftirliti og takmörkunum, sem áð- ur höfðu lítt þekkzt, svo sem skömmtun, lands- verzlun o. fl. I róti styrjaldarinnar fór núver- andi flokkaskipting að mótast. Þá voru stofn- aðir tveir þeirra flokka, sem síðan hefur rnikið að kveðið í islenzkum stjórnmálum, þ. e. Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn. Þeir erfiðleikar, sem styrjöldin skapaði, gerðu það að verkum, að árið 1917 var myndað í fyrsta skipti þriggja manna ráðuneyti með sin- um fulltrúum frá hverjum, Heimastjórnar- flokknum, Sjálfstæðisflokknum og hinum ný- stofnaða Framsóknarflokki. Forsætisráðherra varð .Tón Magnússon, er þá var leiðtogi Heima- stjórnarflokksins, einn hinn farsælasti stjórn- málamaður, sem íslendingar hafa átt. Sambandslögin 1. Des. 1918. Jón gegndi störfum forsætisráðherra allt til 1922, en nokkur breyting varð á meðráðherr- um hans. Hinn mikilsverðasti atburður, er varð i ráðherratíð .Tóns Magnússonar, er að sjálf- sögðu fullveldisviðurkenningin árið 1918. Eins og áður segir komust viðræðurnar um aukið sjálfsforræði í strand eftir að samkomulaginu, „uppkastinu“, var hafnað árið 1908. Eftir að hilla tók undir ósigur Þjóðverja, fór áhugi Dan'a á því að endurheimta landssvæði þau, er Þjóð- verjar höfðu hertekið 1864, mjög að aukast. Þá var og mjög á oddi kenning bandamanna um „sjálfsákvörðunarrétt" þjóðanna. Sáu Danir, að erfiður mundi róðurinn í Slésvíkurmálinu, ef engu yrði skeytt kröfum íslendinga um full- veldi. Varð og sú raunin á, að snemma árs 1918 buðu Danir að senda samninganefnd til Reykja víkur til viðræðna um samband íslands og Danmerkur. Varð þetta að ráði og eftir allmikl- ar viðræður í Reykjavík sumarið 1918 samþykktu þing beggja landa sambandslögin. Oðluðust þau gildi 1. des 1918, og sama dag var fullveldi fs- lands viðurkennt. Þar með var að verulegu leyti til lykta leidd sú barátta, er Baldvin Einarsson og Fjölnis- menn hófu snemma á öldinni, sem leið, og .Tón Sigurðsson háði alla ævi. í sambandslögunum var gagnkvæm heimild veitt til að segja þeim upp að 25 árum liðnum. Vegna verðhækkana af styrjaldarorsökum komust islenzkar vörur í hátt verð erlendis. En er styrjöldinni lauk, varð á þeim mikið verðfall, er olli stórfelldum erfiðleikum og hélzt svo þar til 1924. Eftir að Jón Magnússon lét af forsætis- ráðherradómi 1922 tók Sigurður Eggerz við og gegndi því starfi um tveggja ára skeið. Um þessar mundir tók flokkaskiptingin að færast meira í það horf, sem síðan hefur hald- izt. Árið 1924 var stofnaður íhaldsflokkurinn undir forustu Jóns Þorlákssonar og Jóns Magn- ússonar og Frjálslyndi flokkurinn undir for- ustu Sigurðar Eggerz. Arið 1929 sameinuðust þessir flokkar í nýjan flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Arið 1924 varð .Tón Magnússon enn forsætis- ráðherra i stjórn íhaldsflokksins. Jón Þorláks- son varð fjármálaráðherra og Magnús Guð- mundsson atvinnumálaráðherra. í tíð ríkis- stjórnar þessarar má segja, að tekizt liafi að sigrast á hinum miklu erfiðleikum, er styrjöldin hafði valdið. Efnahagur landsins varð nú all- traustur og frelsi aukið í atvinnumálum. Árið 1926 andaðist Jón Magnússon snögglega og tók þá Jón Þorláksson við forsætisráðherradómi. Leið nú að kosningum 1927. Óhugnanlegar baráttuaðferðir, Eins og áður segir hófust Framsóknarflokk- inn og Alþýðuflokkurinn upp á styrjaldarárun- um. Fylgi hins fyrra var svo að segja eingöngu í sveitum landsins, en fylgi Alþýðuflokksins við sjávarsíðuna. 1930 klofnaði Alþýðuflokkurinn og Kommúnistaflokkur íslands var stofnaður. Framsóknarflokkurinn jók fylgi sitt á þessum árum og hélt uppi mjög harðri andstöðu gegn stjórn Jóns Magnússonar. Helzti forvigismaður flokksins í þessari baráttu og um langt skeið síðar var Jónas Jónsson, sem innleiddi óhugn- anlegar baráttuaðferðir og stjórnarhætti I fs- lenzk stjórnmál. Kosningarnar 1927 urðu mjög harðar og fór svo, að stjórnarandstöðuflokkarnir náðu meiri- hluta. Tryggvi Þórhallsson myndaði stjórn og naut til þess atbeina Alþýðuflokksins, sem þó átti ekki mann i stjórninni. Jónas .Tónsson varð dóms- og kirkjumálaráðherra og raunar var það liann, sem mótaði stjórnarstefnuna og mestu réð næstu árin. Vaxandi andstaða i ATþýðuflokknum gegn yfirgangi Jónasar og svo hin stórgallaða kjör- dæmaskipun urðu til þess að samstarf hófst milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins um að koma i kring lagfæringu á kjördæmaskip- uninni í lýðræðisátt. Stjórn Framsóknarflokks- ins, er nú var sýnilega komin í minnihluta, rauf þing til að hindra kjördæmabreytinguna. í kosningunum 1931 vann Framsóknarflokkur- inn mikinn sigur að því leyti, að hann lilaut í skjóli hinnar úreltu kjördæmaskipunar ?3 þingmenn af 42 með rúmlega þriðjung kjósenda að baki sér. Þetta dugði þó ekki, þvi að meiri- hluta hlaut hún ekki i efri deild, sem þá var skipuð eftir sérstökum reglum. Þessi sigur varð hinn mesti Pyrrhusarsigur. Af honum leiddi að visu það, að stjórn Framsóknar sat við völd 12 VlSIR 50 ÁRA Afmælisblað VlSIS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.