Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 14

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 14
Varnarbandalag V-Evrópuríkja. Uti í heimi dró til tíðinda um þessar mund- ir. Útþenslustefna Sovétríkjanna hélt stöðugt áfram, hvert ríkið á fætur öðru i A-Evrópu féll í hendur kommúnista með ofbeldi og í skjóli Rauða hersins. Valdaránið í Tékkó- slóvakíu í febrúar 1948 sýndi svo glöggt sem hugsast getur, hverra örlaga nágrannaríkin í vestri mættu vænta, ef svo héldi áfram. Undir foruslu Bandaríkjanna var hafinn undirbúning- ur að stofnun varnarbandalags V-Evrópuríkja, eftir að jíað sýndi sig, að S. Þ. voru þess van- máttugar að veita nauðsynlega vernd. Meðal ])eirra þjóða, sem boð fengu um þátttöku voru íslendingar. Eins og nærri má geta risu komm- únistar öndverðir gegn jjessari bandalagsstofn- un og fengu til liðs við sig ýmsa óraunsæis- menn, sem virtust ekki koma auga á, hvílíkur háski búinn var frjálsum þjóðum, ef svo héldi fram, sem horfði. í flestum iöndum, sem gerð- ust aðilar að varnarbandalaginu héldu komm- únistar uppi óspektum og áróðri til að reyna að hindra aðild að bandalaginu. Sama varð hér upp á teningum, en þar stóðu kommúnistar ekki einir. Ríkisstjórnin stóð óskipt að aðild að bandalaginu og sömuleiðis stuðningsflokk- ar hennar, Sjálfstæðisflokkur og Alj)ýðuflokk- ur, en Framsóknarflokkurinn var klofinn. Aðild íslendinga að bandalaginu var sam- þykkt á Alþingi, og íslendingar liafa síðan verið aðilar að því. Áður en þetta gerðist, höfðu Bandaríkin lagt þungt lóð á metaskálarnar til eflingar efnahag og framleiðslu ýmissa V-Evrópuríkja. Er þar átt við Marshall-hjálpina svonefndu, er í því var fólgin, að Bandarikin veittu mikla fjárhagslega aðstoð til uppbyggingar atvinnu- lífi í ýmsum löndum. Hefur þeirri hjálp verið haldið áfram i ýmsu formi allt fram á þennan dag og orðið framar öðru til þess að skapa hinn trausta efnahag ýmissa V-Evrópuríkja. Islendingar liafa ekki síður en ýmsir aðrir notið góðs af þessu. Má sérstaklega nefna hina geyimiklu aðstoð, er veitt hefur verið i sam- bandi við fyrirtæki eins og Áburðarverksmiðj- una, Sementsverksmiðjuna og virkjun Sogsins. Þrátt fyrir þessa aðstoð kreppti mjög að gjaldeyrismálum þjóðarinnar og þær ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar, er áður getur, dugðu ekki til að bæta úr ástandinu. Kosningar fóru fram 1949, en ekki varð um verulega röskun á valdahlutföllum flokkanna við þær. Hins vegar varð stjórnarsamstarfinu ekki haldið áfram, og hófst nú stjórnarkreppa, sem lyktaði með þvi, að Ólafur Thors myndaði minni- hlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Þessi ríkis- stjórn bar fram frumvarp um róttækar aðgerð- ir í efnahagsmálum, m. a. bæði um gengislækk- un og stóreignaskatt. Naumast var frumvarpið fram komið, er Framsóknarflokkurinn flutti vantraust á ríkis- stjórnina, en gekk síðan til stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðisflokkinn um þær sömu ráðstaf- anir í meginatriðum og vantrauststillagan var byggð á. Varð Steingrímur Steinþórsson nú forsætisráðherra. Eftir að gengislækkunin var farin að hafa álirif og aðrar þær ráðstafanir, er samtimis voru gerðar, skapaðist um skeið allmikið jafn- vægi, en úti í heimi höfðu hins vegar gerzt atþurðir, er ollu miklum verðhækkunum á heimsmarkaðinum, sem eigi var unnt að sjá fyrir, þegar lögin um gengislækkun voru sam- þykkt. Hér er átt við árás kommúnista á Suður- Kóreu sumarið 1950. Kom þá greinilega fram, að kommúnistar gerðu sér ljóst, að með til- komu Atlantshafsbandalagsins varð ekki lengur haldið áfram á ofbeldisbrautinni í Evrópu. En nú var tekið á málunum af einbeitni. Sam- einuðu ])jóðirnar snerust til varnar og eftir alllangan ófrið voru árásarmennirnir endan- lega hraktir á brott. Við þessa ofbeldisárás kommúnista opnuðust augu ýmissa, sem áður höfðu talið sér hæsta hugsjón að hafa ísland varnarlaust. Á árinu 1951 var samið við Banda- rikin um hervernd íslands á grundvelli Norður- Atlantsliafs-sáttmálans og sætti þessi sjálfsagða ráðstöfun ekki verulegu andófi nema hjá kommúnistum. Verðbólga og dýrtíð. Eins og áður segir var hér komið sæmilegt jafnvægi á árið 1952. Undu kommúnistar þvi stórilla, sem vonlegt var og liugðust nú enn koma af stað verkföllum eins og jafnan, þegar reynt hefur verið i alvöru að sporna við verð- bólgu. Og þetta tókst. í árslok 1952 var háð mikið og harðsótt verkfall, er lyktaði með því, að kauphækkanir urðu og dýrtíðarhjólið fór enn að snúast. Nú var sýnt, að Framsóknar- menn fóru að ókyrrast og á næsta ári rufu þeir stjórnarsamstarfið. Eftir kosningarnar 1953 myndaði Ólafur Thors samstjórn söniu flokka. Þessari rikisstjórn tókst að sporna við því, fyrstu tvö árin, að verðbólgan héldi áfram og meira að segja tókst að stíga verulegt skref til að losna við höftin. Skömnm fyrir kosningarnar 1953 hafði verið stofnaður flokkur utan um þá hugmynd að íslendingum væri sú þörf brýnust að koma varnarliðinu úr landi. Náði þessi flokkur litl- um þroska, en tókst þó að koma tveim mönnum á þing og að fella liinn eina þingmann, sem Framsóknarflokknum liafði þá tekizt að fá kosinn í Reykjavík. Þessi atburður varð til þess að vekja tals- verðan ugg í Framsókn. í þeim átökum, sem orðið höfðu um flugvallarsamninginn 1946 og inngönguna í Atlantshafsbandalagið 1948 hafði það sýnt sig, að nokkur hluti Framsólcnar var ekki liollur í samstarfi lýðræðisflokkanna. Ótti nn við vaxandi fylgistap til Þjóðvarnar- flokksins fór vaxandi, og liafði veruleg áhrif á þróun stjórnmálanna næstu árin. Hræðslubandalagið. Þegar kom fram á árið 195C, var sýnt að stjórnarsamstarfið var raunverulega úr sög- unni, enda var nú skammt tíðinda á milli. í aprílmánuði það ár birtu Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn yfirlýsingu um meiriháttar samvinnu í væntanlegum kosning- um og stefnuskrá, sem átti að komast í fram- kvæmd ef flokkarnir næðu meirihluta. Bandalag þetta miðaði að þvi, að hagnýta sér út í yztu æsar galla kosningalaganna og ná sem allra mestum fjölda þingmanna út á sem fæst atkvæði. Meirihluti landskjörstjórn- ar taldi sér þó ekki heimilt að sinna kæru Sjálfstæðisflokksins' út af þessu broti gegn anda kosningalaga og stjórnarskrár. En svo fór þó, að tilræðið lieppnaðist ekki. „Hræðslubandalagið“ eins og þetta bandalag- var kallað í daglegu tali, náði ekki meirililuta á Alþingi, þótt mjóu munaði. En hugmyndin um „vinstri stjórn“ var enn i fullu fjöri. Sósialistaflokkurinn var nú búinn að fá slíkt óorð á sig af Rússadekri _ sínu, að ekki þótti lengur liættandi á að bjóða fram í nafni hans. Um þessar mundir barst líka óvæntur hval- reki, ef svo má að orði komast, á fjörur kommúnista. Hannibal Valdimarsson liafði þá nokkru áður með óvenjulegum hætti verið kosinn formaður Alþýðuflokksins. Undu liinir betri menn flokksins stórilla sliku ófremdar- ástandi og var karli velt úr því sæti við fyrsta tækifæri, sem gafst. Af þessari ástæðu og fleirum gerðist liann nú baldinn i flokknum og lyktaði þessu svo, að hann fór úr Alþýðu- flokknum með nokkra menn með sér og gekk til liðs við sósialistaflokkinn. Gerðu Hannibal og sósíalistar félag með sér og kölluðu Alþýðu- bandalag. Eins og áður segir fékk Hræðslubandalagið ekki vilja sinn og var nú leitað á náðir Al- þýðubandalagsins og „vinstri stjórn“ fæddist. Eitt helzta kosningaloforð þeirra flokka, sem að v-stjórninni stóðu, var að segja upp varnarsamningnum við Bandarikin og koma hernum úr landi. Varð þetta höfuðatriði kosningabaráttunnar til þess, að að Þjóðvarn- arflokkurinn náði engu þingsæti, og var það nokkur vinningur fyrir Framsóknarflokkinn. Efndir þessa höfuðkosningaloforðs stjórnar- flokkanna allra urðu engar. Til málamynda voru hafnar viðræður, sem þegar lognuðust út af. Siðan sat stjórnin sem fastast, meðan kostur var, án þess að nokkuð væri frekar minnzt á brottför hej'sins. Með önnur kosningaloforð stjórnarinnar fór á svipaðan hátt. Saga vinstri stjórnarinnar er svo alkunn, að ekki þykir ástæða til að rifja hana upp. Þegai' Hermann Jónasson baðst lausnar fyrir sig og v-stjórrnina, var ástandið í landinu þannig, að ekki var samstaða um nein úrræði í stjórninni og þjóðin var bókstaflega að ganga fram af brúninni. Dýrtíðarholskefla var að ríða yfir og ekki virtist annað sýnilegt en þjóðarfleyið mundi liðast sundur. Sigur í kjördæmamálinu. Erfiðleikar virtust á þvi að fá skipaða þing- ræðisstjórn, en það tókst þó, þvi að rétt fyrir áramótin myndaði Emil Jónsson minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins og naut stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Þessum flokkum tókst í sameiningu að vinda ofan af dýrtíðarkeflinu, færa visitöluna niður og halda verðlagi jafn- framt í skorðum. Þessi ríkisstjórn lýsti aðal- verkefni sín' tviþætt, annars vegar að halda dýrtíðinni í skefjum og hins vegar að koma kjördæmaskipun landsins í lýðræðislegt horf. í samvinnu Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins tókst að bera kjördæmamálið fram til sigurs. Stoðaði það lítt þó að Framsóknar- menn færu hamförum um landið til að spilla fyrir þessu réttindamáli. Og' sumarið 1959 var svo umrædd stjórnarskrárbreyting sam- þykkt, og var þá lokið meira en aldarfjórðungs baráttu í þá átt að tryggja í aðalatriðum jafn- an rétt landsmanna til áhrifa um skipun Al- þingis, og er þó réttur Reykvíkinga og íbúa Reykjaneskjördæmis enn ekki að öllu leyti jafn rétti annarra. í dýrtíðarmálum tókst að halda i horfinu, þannig að ekki urðu teljandi verðhækkanir á þessu ári. Útþenzla landhelginnar. Þá er að geta landlielgismálsins. í tið v-stjórnarinnar var þróunin orðin þannig í því máli, að tímabært virtist að tekin yrði ákveðin afstaða í málinu og l)á á grundvelli laganna, sem sett höfðu verið 1948, um visinda- lega vernd fiskimiða landgrunnsins, enda höfðu þær ráðstefnur, sem haldnar höfðu ver- ið af hálfu Sameinuðu þjóðanna til lausnar þessu máli, reynzt árangurslausar. í þvi máli var léleg samstaða í v-stjórninni. Þetta mál er hins vegar svo í fersku minni, að ekki þykir ástæða til að rekja það ýtarlega að svo stöddu. Hinn 1. sept. 1958 var landhelgin færð út og þá þegar kom til árekstra við Breta og liélzt svo allt fram á þetta ár, þegar teknar voru að nýju upp viðræður við Breta um mál- ið. í þessu rnáli liafa bandalagsþjóðir íslend- inga, sem margar hverjar hafa haft ríkra hags- muna að gæta, sýnt íslendingum skilning og viðurkennt i verki útfærslu landhelginnar. Hér er þó ein undantekning, þar sem eru Bretar. Heilbrigt jafnvægi í efnahagsmálum. Eftir að kosið var háustið 1959 eftir hinni nýju stjórnarskrá breyttust valdahlutföllin í þinginu í lýðræðisátt eins og að var stefnt. í framhaldi af þeirri samvinnu er hafizt hafði milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins í árslok 1958 var eðlilegt, að þessir flokkar, er nú höfðu sameiginlega meirihluta á Alþingi, mynduðu stjórn. Svo tókst líka og í nóvembermánuði 1959 tók við völdum samstjórn flokkanna undir forsæti Ólafs Thors. Hér er ekki staður og stund til að gera grein fyrir störfum þessarar stjórnar, en hún hefur á margan hátt tekið málin nýjum tökum, stefnt að þvi að skapa hér heilbrigt jafnvægi í efnahagsmálum. 14 VlSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.