Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 17

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 17
SJiLVARUTVEGURINN •• I HALFA OLD Eftir Davíð Olafsson fiskimálastjóra Þegar litið er hálfa öld aftur i timann á þróun sjávarútvegsins á íslandi mun flestum fara svo sem höfundi þessarar greinar, aS undrast þá stórkostlegu breytingu, sem á hefur orðið. ViS upphaf þessa tímabils voru framsýnir menn að eygja þá miklu möguleika, sem sjórinn umhverfis landið hafði uppá að bjóða, ef beitt væri þeirri tækni, sem þá var þekkt. Fram á miðja 19. öld höfðu framfarir á sviði fiskveiða íslendinga verið svo litlar að heita mátti alger kyrrstaða. Þilskipaútgerð var þá enn á frumstigi og það var fyrst undir lok aldarinnar, þegar Englendingar tóku gufuaflið í þjónustu fiskveiðanna, að íslendingar tóku að eignast sæmileg skip á þeirra tíma mæli- kvarða, þegar þeir tóku að kaupa þilskipin, sem Englendingar losuðu sig við er þeir sjálfir skiptu yfir til gufuskipanna. En þilskipin voru aðeins stig í þróuninni, sem stóð raunar skamma hrið. En engu að siSur var þaS tima- bil þýðingarmikiS. Stóraukin afkastageta þess skipakosts, miðað við hin ófullkomnu araskip, sem áður tíðkuSust eingöngu, hafSi mikla þýS- ingu í tvennu.tilliti. í fyrsta lagi kynntust menn nú betur en áSur fiskimiðunum umhverfis land- ið og gátu betur gert sér grein fyrir þeim afla- möguleikum, sem fyrir hendi voru, og i öðru lagi myndaðist aukið fjármagn í landinu, sem leitaði stærri verkefna, sem nú voru á næsta leiti. Á fyrsta áratug aldarinnar mátti segja að margt gerðist i senn, sem úrslitaþýðingu hafði fyrir þróun fiskveíðanna hér á landi. Á þessu tímabili var fyrst sett vél í bát, sem verSur upp- haf vélbátaútgerðarinnar, fyrstu togararnir eru keyptir til landsins, sem verður upphaf togara- útgerðarinnar, síldveiðar með herpinót hefjast, sem verður fyrirboði stóraukinna síldveiða og þannig mætti telja fleira. I yfirliti því, sem hér fer á eftir mun verða leitast við að sýna þróun þá, sem orðið hefir frá árinu 1910. VerSur það bezt gert með þvi að rekja þróun fiskiskipastólsins, aflamagnsins og loks hversu aflinn hefur veriS hagnýttur. Fiskiskipastóllinn. Mynd á bls. 18, gefur yfirlit yfir breytingar þær, sem orSið hafa á fiskiskipastólnum, að skipategundum og stærð. Auk þeirra fiskiskipa, sem hér eru talin hefir svo verið allmikill fjöldi þilfarsbáta undir 12 rúmlestum og opnir vélbátar og loks framanaf tíniabilinu róSrarbátar. Þannig voru taldir 1364 róSrarbátar árið 1910 en um tölu opnu vélbátanna og þilfarsbáta undir 12 rúml. var ekki vitað. Róðrarbátunum fór svo mjög fækkandi og voru árið 1920 komnir niður í 1000 en um tölu hinna var þá enn ekki getið i skýrslum. Það var fyrst árið 1930, að skýrslur telja þessa tvo flokka báta og voru þá 423 opnir vélbátar og 364 þilfarsbátar undir 12 rúml. Tala róðrar- báta var aðeins 171 og hurfu þeir smámsaman úr sögunni. Þilfarsbátum undir 12 rúml. og opnum vélbátum fór einnig fækkandi, þar sem nýbyggingar voru yfirleitt stærri þilfarsbátar. Þannig voru árið 1950 aðeins taldir gerðir út 223 opnir vélbátar og á skrá voru aðeins 110 þilfarsbátar undir 12 rúml. Síðasta áratuginn og einkum síSustu árin hefur bátum í þessum stærðarflokkum aftur farið heldur fjölgandi. Ástæðunnar til þess er vafalaust fyrst og fremst aS leita í útfærslu landhelginnar, sem hefir leitt til aukinnar aflasældar á grunnmiSum. Þegar tímabiliS hófst var tími seglskipanna að líða og fór þeim ört fækkandi eftir 1910. Þegar kom fram á þriðja tug aldarinnar hverfa þau með öllu úr fiskiskipaflotanum, þvi þau sex seglskip, sem enn eru talin á skrá sem fiski- skip árið 1930, munu þá ekki hafa verið notuS til fiskveiSa lengur. Vélvæðing fiskiskipaflotans hófst fyrir al- vöru um það leyti, sem þetta tímabil, sem hér Ktitter frá byrjun aldarinnar. Úr gömlum Vísisblöðum Nýr kvenbúningur. Síðustu árin hafa konur, einkum á Englandi, haft sérstakan utreiðabúning, nokkurs konar buxur meS mjög viðum sljfclmum. En nú er svo komiS aS fariS er að taka þennan búning upp sem hversdagsföt. í Lundúnum tók all- margt kvenfólk upp á þvi í fyrra og nú um áramótin eru þær byrjaðar á því í Paris og má telja víst að hann ryðji sér smám samar til rúms í öllum siðuðum löndum. Fyrst var búningurinn sýndur í höfuðleikhúsunum í París og vakti hann sem geta má nærri afar- mikla athygli. Nú hafa konur tekið hann upp í ýmsum löndum. Mætir hann víða hinni mestu mótspyrnu einkuni i litt upplýstum löndum. Hafa stúlkur i Madrid verið ofsóttar af skríln- um, er þær hafa sést í buxum. í Kaupmannahöfn er eitthvað lítilsháttar farið að bera við að nota þennan búning og þykir mikið til koma — af þvi hann kemur frá París. En ef hann hefði komið frá Græn- landi væri það varla taliS eftirbreytnivert. (Miðvd. 29. marz 1911) Davið Ólafsson. um ræðir, hófst. Togararnir sýndu hrátt mikla yfirburði í veiðum, enda var fiskur mikill á þessum fyrstu árum togaraútgerðarinnar. Fjölgaði þeim ört fyrstu árin og allt fram undir 1930, en þaS ár voru þeir taldir 42. Uppúr því varð þó breyting á. Miklir og vaxandi efnahagsörðugleikar steSjuðu að tog- araútgerðinni á árunum eftir 1930. Erfiðleikar þessir áttu upptök sin í þeirri viðskiptakreppu, sem gekk yfir heiminn um og cftir 1930 en lítill skilningur manna á áhrifum þeirra erfið- leika á rekstur togaranna jók þá fremur en að draga úr. Togaraflotinn gekk því mjög úr sér á áratugnum fyrir styrjöldina þvi um ný- byggingar var ekki aS ræSa og áriS 1940 vai tala togaranna komin niSur í 34. Það var fyrst eftir styrjöldina að hægt var að hefjast handa um endurbyggingu togara- flotans og á árunum 1947 til 1952 voru byggðir 44 nýir togarar. Voru þeir að stærð og öllum búnaði í fáu sambærilegir hinum eldri togurum, enda hurfu hinir siSarnefndu smátt og smátt og voru ýmist seldir úr landi eða höggnir upp sem brotajárn. Mátti heita að togaraútgerðin byggðist eingöngu á hinum nýja flota eftir 1950. Gat það ekki talist óeðlilegt þó nokkurt hlé yrði á togarabyggingum eftir hið mikla átak, sem gert var í því efni á fyrrgreindu tímabili, en óstöðugt efnahagsástand innan- lands og ört vaxandi verðbólga, sem leiddi til vaxandi rekstrarkostnaðar, sem bitnaði harS- ast á sjávarútveginum, átti einnig sinn þátt í því hléi, sem varS á togarabyggingum um nokk- jirra ára skeiS. Fyrst var hafist handa aftur um byggingu togara til aS bæta i skörð, sem orSið höfðu við skiptapa en síðar er um ný- byggingar að ræða, sem eru viðbót við þann flota, sem fyrir hendi er. Má gera ráð fyrir, að á þessu ári verði togaraflotinn orðinn 49 skip og rúmlestatalan 33.900. Er þá meðalstærð skip- anna orðin 692 rúmlestir. Er það rétt tvöfalt á við það, sem var áriS 1940. SvipuS þróun og aS þvi er togarana snertir, átti sér stað með vélbátaflotann. Ör fjölgun átti sér stað þegar eftir 1910 og var það hvort- tveggja, aS ný skip voru byggS og vélar voru settar í opna báta og þilskip. Árið 1930 var tala vélskipa, annarra cn togara, orSin 264, en þar meS eru talin allmörg cimskip (línuveið- arar), sem voru um 30 aS tölu en fór fækkandi næsta áratuginn. Vélbátaflotinn óx jafnt og þétt að tölu til en eftir styrjöldina varS einnig mikil breyting á stærS bátanna og fór meSal- stærSin ört vaxandi. Þannig var meðalstærðin áriS 1940 26 rúml. en var orSin 1950 um 48 rúml. og á þessu ári mun láta nærri, aS hún verSi 53 rúml. Rúmlestatala 737 skipa vélbáta- flotans á þessu ári mun vera nærri 40 þús. Aflamagnið. AflabrögS geta sem kunnugt veriS afar mis- jöfn frá ári til árs og eru þó sveiflur í afla- brögSum misjafnar hvað hinar ýmsu fiskteg- undir snertir. Alkunnugt er, að engin þeirra fisktegunda, sem veið^st hér við land hafa sýnt Afmælisblað VlSIS VÍSIR 50 ÁRA 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.