Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 20

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 20
Aflamaqnifr (meðalársaf)Q i þús. 5mi nm Annar fiskur 553. z 138.0 4375 48 9.6 Í910-19 1920-29 1930-39 1940-49 1950-59 aS auka íjölbreytni i framleiðslunni og jafn- framt að auka nýtingu aflans. Árið 1929 hafði fyrsta hraðfrystihúsið verið byggt en það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, að framleiðsla á hraðfrystum fiski heilum og flökuðum, tók að hafa nokkra verulega þýðingu. Var það á síðustu árum fyrir styrj- Öldina. Á styrjaldarárunum varð. mikil aukning á framleiðslu freðfisks og hefir sú framleiðsla síðan verið hin þýðingarmesta við hagnýtingu þorsk og karfaaflans. Má sjá það af eftirfar- andi yfirliti, sem sýnir það fiskmagn, sem farið hefir til vinnslu í frystihúsum frá árinu 1940. Fiskur til vinnslu í frystihúsum of/ hluti af heildarafla (Sild ekki meðtalin) Þús. smál. Hundraffshluti 1940 16 10 1945 61 27 1950 57 22 1955 170 48 1959 236 62 Á þeim rúmlega 20 árum, sein liðin eru síðan frystiiðnaður hófst að ráði liér á landi er búið að byggja nær 90 frystihús með saman- tagða afkastagetu, sem nálgast 1300 smál. af flökum, miðað við 10 klst. Á seinni árum hefir átt sér stað mikil breyt- ing í þessum iðnaði, með því að teknar hafa verið í notkun afkastamiklar flökunarvélar og mun nú svo komið, að megin hluti fram- leiðslunnar er flakað í vélum. Enda þótt skreiðarverkun sé eldri en aðrar iiagnýtingaraðferðir fisks hér á landi, var svo komið við upphaf þessa tímabils, að hún mátti heita úr sögunni. Það var ekki fyrr en mönn- um varð ijós nauðsyn aukinnar fjölbreytni i framleiðslunni, á árunum fyrir seinni heims- styrjöldina, að skreiðarverkun var tekin upp á nýjan leik. Framleiðslan var þó lengi vel smávægileg og það var fyrst 1952, að hún tók að aukast. Árið 1950 fóru aðeins um 500 smál. til skreiðarverkunar en tveimur árum síðar hafði það aukist í 15 þús. smál. Mest var það árið 1953, um 79 þús. smál. en á árinu 1959 fóru 45 þús. smál. til skreiðarverkunar. Var það nær 12% af heildaraflanum. Er skreiðarverkunin þannig orðin þýðing- armikill þáttur í fiskframleiðslunni. Þær breytingar, sem orðið hafa siðustu ára- tugina á liagnýtingu aflans, og getið var hér að framan, hafa að sjálfsögðu leitt til þess að sá hluti aflans, sem farið hefir til söltunar, hefir farið lilutfallslega minnkandi. Fram á fjórða tug aldarinnar mátti heita, að megin hluti aflans á þorskveiðunum væri verkaður i salt og síðasta árið fyrir heims- styrjöldina siðari mun láta nærri að rúml. 150 þús. smál. liafi farið til söltunar Á styrjaldarárunum hvarf saltfiskverkun nær alveg, enda var þá fiskurinn ýmist fluttur út isvarinn eða frystur. Fyrstu árin eftir styrjöld- ina voru miklar og tiðar breytingar á hagnýt- ingu aflans vegna breytilegra markaða og kom þá fyrir, að allmikið magn færi til söltunar. Árið 1950 fóru til söltunar nær 100 þús. smál. eða nær 38% of heildaraflanum. Undanfarin ár liefir magnið farið heldur minnkandi og var árið 1959 komið niður i 68 þús. smál. eða aðeins um 18% af heildaraflanum. Útflutningur ísvarins fisks hefir lengi verið þýðingarmikill fyrir togarana en verið háður allmiklum sveiflum. Á styrjaldarárunum sið- ari var allur togarafiskur og mikið af báta- fiski flutt þannig út en á seinni árum eftir að frystiiðnaðurinn jókst hér hefir hann minnkað stórum. Enn er þó jafnan nokkuð um slikan útflutning á vetrum og mun svo væntanlega verða enn um lirið. Hér hefir verið getið hinna helztu verkunar- aðferða síldar svo og annarra fisktegunda. \ið vinnslu fisksins fellur til mikill úrgangur og þá mest við flökun en þá getur það orðið allt að 80% af fiskinum, slægðum með haus. Lengi vel var sá úrgangur, sem féll til, lítt eða ekki hagnýttur. Á þessu hefir orðið mikil breyting, einkum síðustu tvo áratugina. Reist- ar hafa verið fjölmargar fiskimjölsverksmiðjur og má lieita að allur sá úrgangur, sem kemur frá vinnslunni, sé unnin i þessum verksmiðjum til framleiðslu fiskimjöls og lýsis. Einnig hafa orðið miklar breytingar i fram- leiðslu þorskúlýsis og er nýting hráefnisins með hinum nýju aðferðum orðin mjög full- komin. Bættar vinnsluaðferðir og fullkomnari nýt- ing þess hráefnis, sem til fellur, hefir einnig haft mikla þýðingu fyrir framleiðslu sjávar- afui'ðanna í heild og alla afkomu sjávarút- vegsins, en ekki eru tök á að rekja það nánar í þessu stutta yfirliti. Hvalveiðar. Hvalveiðar voru stundaðar hér við upphaf tímabilsins en lögðust síðan niður um alllangt skeið. Voru þær teknar upp aftur, en þó ekki í stórum stíl, á áratugnum fyrir seinni heims- styrjöldina en lögðust svo aftur niður meðan styrjöldin stóð. Það var svo ekki fyrr en árið 1948, að hvalveiðistöð var byggð við Hvalfjörð og hafa veiðar verið stundaðar þaðan siðan og oft með góðum árangri, enda þótt áraskifti liafi verið að þvi. Mest mun hafa veiðst árið 1958 en þá komu 517 hvalir af ýmsum teg- undum á land. Auk lýsisins, sem upphaflega var það, sem mest var sótzt eftir af afurðum af hvalnum, er nú kjötið hagnýtt og úrgangur allur not- aður til framleiðslu mjöls. Má því segja að hvalurinn sé gjörnýttur. Þau 50 ár i sögu sjávarútvegsins, sem hér hafa verið stuttlega rakin hafa fært þessum atvinnuvegi stórkostlegar tæknilegar framfarir, umfangsmiklar breytingar hafa átt sér stað í nýtingu aflans og fjölbreytni framleiðslunnar aukist mikið. Allt hefir þetta orðið til þess að gera sjávarútveginn tryggari atvinnuveg en áður var og er það vcl. En vandamálin bla§a þó hvarvetna við. Eitt alvarlegasta vanda- málið, sem við er að glíma í framleiðslu sjávar- afurðanna liér á landi er vöruvöndunin og er þá átt við alla vinnsluna, allt frá þvi fiskur- inn kemur á veiðiskipið og þar til framleiðslan er tilbúin til útflutnings. Samkeppnin á mörk- uðunum fer sífellt liarðnandi og þar getur enginn borið hærri lilut nema sá, sem getur boðið bestu vöruna. Aðeins með þvi að hafa þetta sífellt i huga við framleiðsluna geta menn vænzt þess að góður árangur náist. Nýtízku togari, FREYR, sem kom í sumar. 20 VÍSIR 50 ÁRA AfmælisblaS VÍSIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.