Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 21

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 21
Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri: 30 ára starf Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið hefur nú starfað i 30 ár. Það byrjaði um jólin 1930. Þá var margt rætt og ritað um þetta nýja furðutæki og um framtíð þess og möguleika hér á landi. í „Vísis“-grein skömmu eftir áramótin stendur þetta t. d.: „Svo virðist sem eitt hið markverðasta menn- ingartæki sé nú að dreifa sér meðal landsmanna, þar sem útvarpið er að ná sambandi við allmörg heimili landsins og vonandi leggur það með tím- anum flest heimili undir áhrif sín“. Nokkrum dögum seinna segir „Vísir“ enn: „Það hafa víst fáar framkvæmdir hér á landi vakið jafnmiklar vonir í brjóstum manna sem útvarpið, enda eru möguleikar þess bæði til fræðslu og skemmtunar nær ótakmarlcaðir, sé því vel stjórnað. Þess var því beðið með óþreyju um allar sveitir lands vors“. Útvarpið var ekki gamalt í nágrannalöndum okkar þegar það hófst hér. Brezka útvarpið, B.B.C., tók til starfa í ársbyrjun 1927 en einlca- stöð hafði verið til frá 1922. Tilraunir til útvarpsstarfsemi einkastöðvar höfðu einnig verið gerðar hér áður en rikis- valdið lióf sín afskipti. Á vegum Rikisútvarpsins höfðu einnig farið fram tilraunasendingar all- löngu áður en reglulegt útvarp hófst og stýrði þeim Gunnlaugur Briem, verkfræðingur, en Jónas Þorbergsson var útvarpsstjóri. Talið er að fyrsta feglubundna dagskrár- sendingin hafi farið fram 21. desember 1930, og frá þeim degi mun vera elzta prentaða dagskrá- in sem til er, þó að áþekkt útvarp hafi reyndar farið fram daginn áður. í þessari dagskrá voru messur, barnasögur, upplestur, erindi og tón- list. Dagskráin var á þessum árum stutt móts við það sem liún er nú orðin, en var þó þegar árið 1932 orðin rúmar 4 stundar á dag. Illustendurnir voru líka fáir i upphafi, 450 í árslok 1930, en voru orðnir 3880 í lok fyrsta heila starfsársins. Þeim hefur farið sifjölgandi síðan. Nú eru skráðir lilustendur orðnir rúm- 'lega 49 þúsund, er munu liafa um eða yfir 70 þúsund tæki. Eftir því sem útvarpið efldist og dagskráin jókst og náði til fleiri og fleiri manna og mál- efna, kom lika fram gagnrýnin. f upphafi var nýungin svo mikil og forvitnileg að fólk naut hennar og fór iðulega á næstu bæi til þess að hlusta meðan það hafði ekki útvarp sjálft. Smám saman varð útvarpið hlekkur í festi daglegs lífs og daglegra starfa og margt efni þess var ekki lengur einungis hátíð og skemmt un heldur fræðsla og hjálp við margskonar efni daglegs lifs og það flutti upplýsingar um fleiri og fleiri mál. Menn vöndust því að í útvarpinu ætti fólk að fá sifellda vitneskju um margháttuð efni — veðrið, klukkuna, skipaferðir, jarðar- farir, mannfundi, aflabrögð, heyskap og margt fleira, auk venjulegra erlendra og innlendra frétta og upplestra, tónlistar og bókmennta. Þá fór eðlilega að vandast málið, kröfurnar að aukast og dreifast. Það sem einum þótti óhjá- kvæmilegt virtist öðrum óþarft — það sem ein- um sýndist um of þótti öðrum of lítið. „Efnisval stöðvarinnar er engan veginn óaðfinnanlegt“ var sagt í bréfi úr Breiðafirði undir eins 1931. Einn hað um „meiri fjölbreytni i raddsöng“, annar um messur, sá þriðji um útvarp frá Hótel Borg og Hótel ísland. Svo var ekki að þvi að spyrja, menn fundu fljótlega upp á því að „út- varpið ætti við og við að veita notöndum hress- andi hláturstund, það mundi vel þegið“. Þá var fljótt farið að tala um „hlutdrægni útvarpsins“ í sambandi við stjórnmálaræður og alþingis- umræður. Það merkilega skeði lika undir eins á fyrsta ái*i útvarpsins, meðan dagskráin var ekki nema 3 til 4 stundir á dag, að sumum þótti útvarpið óþarflega langt, einlcum á sumrin, nema helzt um helgar, þá mátti það gjarnan vera fjöl- breyttara. Svo var mjög snemma farið að deila um tón- listina. Einn vildi ekki grammófónmúsík heldur lifandi söng, annar vildi meiri grammófón, einn vildi sígild og fögur kvæði, annar vildi losna við Beethoven og Brahms og alla þessa hina leiðinlegu. Svona hefur þetta gengið si og æ, að sitt sýnist hverjum og verður ekki að gert og er eðlilegt. Meðan litlu var útvarpað gat þetta verið enn skiljanlegra, því að úr litlu var að velja og öllum var skammtað eins, — og þá vandskammtað. Eftir þvi sem útvarpstiminn hefur lengst og dagskrárliðir orðið fleiri og fjölbreyttari, hefði átt að koma efni fyrir fleiri og fleiri, enda hefur svo orðið, þótt kröfurnar yrðu harðari og sundurleitari. Vandi hvers og eins er þá sá, að velja og hafna og svo sá, að hafa sæmilegt umburðarlyndi til þess að þola það að einlivers staðar á dagslcránni sé eitthvað fyrir hina líka. Enginn hlustar á útvarp í 10—12 stundir á dag og ekki til þess ætlazt. Það má vel segja að þessi tími sé óþarflega langur eða of langur og er það sumra mál, ef alltaf er allt látið dynja í eyrum allra. Margir eru reyndar orðnir vanir því að vilja hafa eitthvað hressandi og hvetjandi hljóð við dagsins önn og eril. En hin langa dagskrá er fyrst og fremst til þess að geta komið við svo mikilli fjölbreytni að eittlivað gott og liressandi sé fyrir sem flesta, auk þess að ýmiskonar almenn þjónusta við dag- legt líf borgaranna tekur meiri og meiri tíma. Ég held það geti ekki farið milli mála, að útvarpsdagskráin hafi ekki einungis lengst held- ur einnig batnað, að því leyti að hún er nú eðlilega miklu víðtækari og fjölbreyttari og fjölmennari en hún var og að flestu leyti flutt af fullkomnari tækni en áður, þar sem útvarpið hefur nú hin ágætustu og nýjustu tæki. Hitt er svo annað mál, að fjölbreytni og full- komin tækni segir ekki allt um dagskrána og gæði hennar. Þrátt fyrir nauðsyn nákvæmnar tækni og margskonar efnis eru kostir dagskrár- innar eftir sem áður ekki sízt persónulegir. Gæði dagskrárinnar og áhrif hennar velta fyrst og fremst á mönnunum í dagskránni, á því efni sem þeir geta borið fram úr fjársjóði hjarta sins og fræða sinna og skemmtunar og á því hvcrnig þeir flytja það. Útvarpsflutningur er sérstakt og sjálfstætt form eða listgrein, sérstakur háttur tjáningar- L Afmælisblað VÍSIS VÍSIR 50 ÁRA 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.