Vísir - 14.12.1960, Síða 22

Vísir - 14.12.1960, Síða 22
innar, eins og menn segja oft nú. ÞaS er í töluSu orði' t. d. á ýmsan hátt annað form en tók- menntir eða blaðamennska, þótt skyit sé. Útvarpið var oft í upphafi fyrst og fremst talið túlkur, litið á það sem millilið milli hlust- enda og höfunda eða flytjenda eða atburða i ýmsum greinum, án þess að það ætti sjálft að skapa neitt verulegt. Að vísu er útvarpið að miklu leyti túlkur og fiytjandi frétta og atburða sem annars staðar gerast. Það er eitt meginhlut- verk þess að halda hlustendum sínum í sífelldu, lifandi sambandi við umheiminn og við ailt það, sem innanlands lætur lífið fossa og flæða um æðar þjóðar og lands. Þessvegna eru alls konar fréttir eitt fyrirferðarmesta efni þess. En útvarpið er lika sjálft skapandi á ýmsum sviðum, á að vera það og hefur verið það meira og meira á seinustu árum. Það finnur sjálft ný viðfangsefni og lætur vinna úr ýmsum verk- efnum á sinn sérstaka hátt. Þannig hafa á vegum útvarpsins verið unnin mörg merk dagskrárverk, fróðleg og skemmti- leg. Sum hafa verið útvarpsefni eingöngu, önnur hafa einnig seinna komið út i bókum eða verið unnin upp aftur til útgáfu. Má þar nefna ýmsar ágætar útvarpssögur og nokkur fræðirit og frá- sagnir frá t. d. náttúrufræðiþáttum dr. Árna Friðrikssonar og stjórnmálaþáttum Þorsteins Gíslasonar til þáttanna um Vísindi nútimans. Nýir dagskrárliðir hafa bætzt við smám sam- an, stundum hægt, stundum ört, og á ýmsum sviðum, eftir því sem forráðamenn útvarpsins hafa talið réttast og nauðsynlegast hverju sinni. Stundum hefur i töluðu orði verið lögð megin- áherzla á skáldskap eða sögu, stundum á nátt- úrufræði og atvinnumál og í tónlist meira eða minna á klassiska eða létta músik, á söng eða hijóðfæraslátt og fréttir hafa verið ýmislega auknar, með sérstökum fréttaaukum, þingfrétt- um, veðurfregnum o. s. frv. Fréttaaukar voru t. d. fluttir 968 á árunum 1955—59, af þeim voru 734 teknir upp innan- iands á 38 stöðum, en 234 teknir upp erlendis á 24 stöðum i 18 löndum. Fréttamenn innanlands eru um 60. Upptökur á öðru dagskrárefni en fréttum hafa farið fram á um 50 stöðum innan- lands á árunum 1955—59 og það sem af er árs- ins 1960 hefur t. d. verið spjallað við nær hundr- að menn á Austurlandi á mörgum stöðum. Útvarpið hefur einnig haft ýmisskonar sam- band við hlustendur sina með tónleikaferðum o. sl. á rúmlega 40 staði viðsvegar um land. Útvarpið hefur haft ýmisleg bein skipti á tón- list við 23 lönd og i útvarpið hafa komið, t. d. á þeim fjögurra ára tíma sem nefndur var: 10 erlendir hijómsveitarstjórar, 90 hljóðfæraleik- arar, 86 einsöngvarar og 103 aðrir erlendir flytjendur ávarpa, viðtala o. sl. Það hefur verið áberandi, einkum á seinustu árum, að útvarpið hefur lagt áherzlu á það, að safna efni sem viðast að af landinu, með beinum upptökum á mörgum stöðum og einnig hefur það reynt að efla sambönd sin við útlönd og erlendar stöðvar. Efnismagn og efnisskipting dagskrárinnar 50.000 48 46 44 41 4o 38 36 34 32 30 28 26 24 11 20 18 16 14 U 10 ? 6 • A 1 • o- 1930 1935 1940 1945 1950 1955 1959 hefur verið með ýmsu móti, eins og eðlilegt er, og óhjákvæmilegt og nauðsynlegt til fjölbreytni. Sem dæmi má nefna erindi (og ávörp) t. d. frá árunum 1941—1959. Þau hafa orðið mest 15208 mínútur árið 1948, en erindafjöldinn var þá 787. Flest hafa erindi hinsvegar orðið að tölu tii árið 1958, eða 1026, en styttri en áður. Sam- töl hafa aukizt talsvert, en nokkur áraskipti verið að þeim, orðið flest 165 á ári, en voru fyrst á árum upp úr 1940 aðeins 2 til 10 árlega. Annáll ársins hefur verið fluttur frá 1935. Lestur útvarpssagna hefur einnig aukizt mik- ið og sömuleiðis fornsagnalestur. Hann hófst 1935, með Eyrbyggjulestri Helga Hjörvar og 1936—37 las Vilhjálmur Þ. Gislason Vatnsdælu og Völsungasögu og Örvar-Oddssögu og þá Einar Ólafur Sveinsson Sverris sögu og síðan margar aðrar, m. a. Njálu. Passíusálmar hafa lengi ver- ið lesnir árlega. lslenzkir höfundar, Gunnar Gunnarsson, Halldór Kiljan Laxness, Guðmund- ur G. Hagalin, Davíð Stefánsson, Kristmann Guðmundsson og margir aðrir hafa sjálfir lesið verk sín og útvarpið hefur gert mjög mikið til kynningar á íslenzkum nútímabók- menntum, einnig á islenzkri tónlist og á seinni árum einnig myndlist, einkum i þáttum Björns Th. Björnssonar. Flutningur útvarpssagna hjá Helga Hjörvar, Andrési Björnssyni, Sveini Viking og mörgum fleiri er mikill kapítuli í sögu útvarpsefnisins og i vinsældum þess og einnig útvarpsleikritin. Tónlist er annað meginefni útvarpsins. Eng- inn aðili hefur haft eins mikil áhrif og útvarpið til þess að kynna bæði klassiska og nýja tónlist umheimsins og íslenzka tónlist, þó oft sé um- deilt val og skipting þessa efnis. Útvarpið hefur valdið tímamótum í áhuga og skilningi fólks á tónlist, frá þvi er þeir höfðu einkum með þetta að gera á fyrstu árum útvarpsins Páll ísólfsson, Emil Thoroddsen og Þórarinn Guð- mundsson og til þessa dags. Það er ekki hægt að gera sér fulla grein fyrir dagskránni með því að lesa eina dagskrá eða hlusta á einn dag eða eina viku. Með stuttu yfirliti um eitt ár má fá glögga yfirsýn, þó að tölurnar einar segi ekki til um gæði eða vin- sældir efnisins eða áhrif þess. Daglega er nú útvarpað í 11—12 klukkustundir eða lengur. Það eru 50 til 60 tónlistarþættir með um eða yfir 800 lögum í viku hverri. Útvarps- hljómsveitin hefur 30—40 tónleika á ári og Sinfóníuhljómsveitin, sem útvarpið er aðili að, 10—12, en alls léku síðastliðið ár 26 íslenzkar hljómsveitir, mest danshljómsveitir, í útvarpið í c. 140 skipti. Einsöngur og kórsöngur var um 120 sinnum og er þá miðað við beinan flutning einan — tónleikar af plötum eru miklu fleiri. Árlega eru flutt 800—900 erindi, en hálft þriðja hundrað barnatima, um 100 guðsþjónustur og um 100 leikrit og fréttir eru sagðar 6—7 sinnum á dag. Efnisskipting erindanna er nú orðið oft- ast sú, að mest fer fyrir atvinnu- og efnahags- málum, þá er íslenzk tunga, félagsmál, listir,. saga, bókmenntir, ferðasögur og svo fjöldi alls- konar þátta. Lesnar eru um eða yfir 30 sögur á ári, en upplestrar alls yfir jDÚsund. Svona má lengi telja. Lítið smáþjóðarútvarp verður i öllum megin- málum að reyna að halda uppi dagskrá, sem er byggð upp mjög áþekkt því sem er í miklu stærri útvörpum — og það er gert hér. Fá- mennið veldur mestum erfiðleikum. Samt sem áður koma hér fram árlega í útvarpi um 3000 manns, þar af á annað þúsund einstakir flytj- endur. Fjárskorturinn, er af fámenninu leiðir, er annar þröskuldurinn. Hjá milljónaþjóðum hafa útvörpin morð fjár af mergð hlustenda einni saman. Hér þarf fámenni hlustenda að standa undir fjölbreytni og fjölmenni dagskrár- innar og myndi ekki fært að vísu, ef útvarpið aflaði sér ekki sjálft mikilla tekna af auglýs- ingum umfram afnotagjöld. En þau eru reyndar lág, hvort sem miðað er við útvarpsefnið sjálft eða það, sem aðrir sambærilegir hlutir kosta, blöð, bækur, leikhús, sími o. s. frv. Útvarpið stendur nú alveg undir sér sjálft og nýtur engra opinberra framlaga eða annarra styrkja, og hefur það þó verið nú á seinustu árum svipt einum þeim tekjustofni, sem því var í upphafi helzt ætlaður til öryggis, meðan menn óttuðust um afkomu ])ess. Útvarpið hefur einnig af eigin rammleik komið sér fyrir í nýju húsnæði nú nýlega og endurnýjað vélakost sinn til upptöku og dag- skrárgerðar. Því hafði hvað sftir annað að á- stæðulausu verið synjað um. beimild til þess að reisa sitt eigið hiis, en hefur fengið ágætt og snyrtilegt leiguhúsnæði, þar sem miklu rýmrá og frjálsara og þægilegra er um alla starf- semina en áður var. Næst er fyrir hendi endurnýjun á sendistöð- inni á Vatnsenda, er lokið verður í haust upp- setningu endurvarpsstöðva á Austurlandi og loks fylgist útvarpið vel með öllum möguleikum til sjónvarps. Þegar tala skróðra hlustenda er farin að nálg- ast 50 þúsund, í þjóðfélagi þar sem talin eru um 40 þúsund heimili, skyldi maður ætla að úlvarpsnot væru komin að hámarki. Samt brá svo við á siðastliðnu ári, að útvarpsnotendum fjölgaði um nær hálft þriðja þúsund. Hlustendur eru nú auðvitað flestir í Reykjavík, 22360, en á sjö stöðum öðrum eru yfir 1000 hlustendur: Keflavik — 1700, Selfoss — 1451, Vestmanna- eyjar — 1256, Kópavogur — 1246, og Akranes — 1233. Stöð okkar er lítil útvarpsstöð í litlu þjóð- félagi og ber þess auðvitað mörg merki. ^n hinn mikli vöxtur stöðvarinnar og fjölbreytni dagskrárinnar, fjölgun hlustendanna og margs- konar aukning viðskiptanna við landsfólkið og við aðrar stöðvar úti um heim — allt ætti þetta að hafa staðfest það, sem Vísir sagði fyrir 30 árum, að möguleikar útvarpsins til fræðslu og skemmtunar væru nær ótakmarkaðir og að út- varpið væri eitt hið rdarkverðasta menningar- tæki. Ég get endað þetta stutta yfirlit með fáeinum setningum úr niðurlagi ræðu, sem ég flutti, þeg- ar hin nýja útvarpsstöð í Skúlagötu var opnuð s í nóvember sl.: Útvarpið er nú allsstaðar. Það er fyrir alla, með boð til allra og það er fyrir þá fóu og vandlátu. Þáð er þjóðfélagsstofnun og þjóðskóli, heimilistæki og athvarf í einrúmi einstaldings- ins. Það er hvíld og dægradvöl sjúkra og elli- rnóðra og boðberi hins unga og ærslafulla lífs, þjónn hins hagnýta starfs. Það er túlkur for- tíðarinnar, spegill samtíðarinnar og sjónauki til framtíðarinnar. 22 VÍSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.