Vísir - 14.12.1960, Page 26

Vísir - 14.12.1960, Page 26
genfödt Samfund med Mod paa Livet er den muntre Baggrund, paa livilken Islands Kunst udfolder sig“. Þeir liafa fundið hin hröðu æðaslög hinnar fullvalda íslenzku þjóðar í verkum listamannanna. Árið eftir fór sýningin til Þýzkalands. Yfirleitt virðast íslenzku dagblöð'in liafa verið ánægð með þróun myndlistarinnar hér á þessum árum og dálítið stolt af að eiga svo marga góða myndlistarmenn. Fastur list- gagnrýnandi er róðinn að Morgunblaðinu 1926. Árið 1928 verður gjörbreyting á afskiptum hins opinbera af listmálum ó íslandi, en það ár samþykkir Alþingi lög um Menningarsjóð og Menntamálaráð. Aðalhöfundur þeirrar laga- setningar var Jónas Jónsson frá Hriflu. Með Iögunum um Mcnningarsjóð var álitleg fjár- upphæð tryggð árlega til listaverkakaupa. Var fjár þessa aflað og því ráðstafað utan fjárlaga, en sameinað Alþingi kaus nefnd manna, Menntamálaráð, til að fara með þessi mál. Um leið féll liin sérstaka fjárveiting Alþingis til listaverkakaupa niður. Þetta fyrirkomu- lag liefur haldizt síðan. Breytingar þessar á fjárveitingum til list- mála leiddu til þcss, að meiru fé en áður var nú varið til kaupa á listaverkum. Var það að sjálfsögðu ómetanlegur styrkur fyrir listamenn og hlýtur að hafa haft örvandi áhrif á þróun myndlistar í landinu. Að þessu leyti var vel af stað farið. En kosning Menntamálaráðs i sameinuðu Alþingi, þ. e. pólitísk kosning, var miður lieppileg ráðstöfun. Hefur það líka kom- ið í Ijós, að i Menntamálaráði hefur listamaður aldrei átt sæti. Eins og gefur að skilja á mat á listaverkum og listaverkakaup ekkert skilt við stjórnmál, og er fyrirkomulag sem þetta óþekkt i öðrum vestrænum löndum. Hugmynd- in um pólitíska drottnun yfir listum og list- málum er fáránleg og getur aldrei orðið nema til ills. í frumvarpi því um Listasafn íslands, sem nú liggur fyrir Alþingi, er meðal Úr Listasafni ríkisins: Málverk eftir Gunnlaug Scheving. annars stefnt að því að leiðrétta þessi 30 ára gömlu mistök. Á árunum 1930—1940 koma nokkrir lista- menn heim frá námi og færa nýtt líf og nýjar stcfnur inn i íslenzka list: Gunnlaugur Schev- ing, Jón Engilberts, Nína Tryggvadóttir, Snorri Arinbjarnar, Þorvaldur Skúlason, Ásmundur Sveinsson og Sigurjón Ólafsson. Þessir lista- menn koma allir með eitthvað frumlegt, hver á sinn hátt. Nú er landslagið ekki lengur aðal- atriðið i málaralistinni. Við tökum eftir, að maðurinn er orðinn listamönnunum lmgleikið yrkisefni. Það er maðurinn i sínu daglega um- hverfi, við vinnu eða i hvíld, maðurinn að glíma við sín viðfangsefni. Tjáning listamanns- ins er frjálsari. Listin er að verða abstrakt. Frá þessum árum eru hinar risavöxnu manns- myndir Ásmundar, Þvottakonan, Járnsmiður- inn og Vatnsberinn; Verkamaður Sigurjóns og Fiskvinnan. Frá þessum tíma eru einnig Konur við þvott og Sjómenn Gunnlaugs Schev- ing, Fólk að koma frá vinnu eftir Jón Engil- berts og Bergsstaðastræti eftir Snorra Arin- bjarnar. Þorvaldur kemur heim frá París 1938 1 Ríkisútvarpið Skúlagötu 4, Reykjavík Skrifstofur útvarpsstjóra og útvarpsráðs, auglýsingaskrifstofa, innheimtustofa, tónlistardeild og fréttastofa. Afgreiðslutími útvarpsauglýsinga er: Virkir dagar, nema laugardagar .... 9.00 — 11.00 og 13.30 — 18.00 Laugardagar ....................... 9.00 — 11.00 og 16.00 — 18.00 Sunnudagar ....................... 10.00 — 11.00 og 17.00 — 18.00 Utvarpsauglýsingar ná til allra landsmanna, og berast út á svipstundu. Athugið, að símstöðvar utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar veita útvarpsauglýsingum móttöku gegn staðgreiðslu. I | x I Afmælisblað VÍSIS 26 VÍSIR 50 ÁRA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.