Vísir - 14.12.1960, Qupperneq 32

Vísir - 14.12.1960, Qupperneq 32
á miööldum, en var horfin þar víðast hvar um siðustu aldamót, nema á íslandi, þar sem fá- tækt og óþrifnaður liéldu henni við. Þó höfðu farsóttir á henni nokkurn hemil, einkum bólu- sótt, því að þær stráfelldu þá krönku. Eftir að dr. Elilers hafði ferðast hér um 1894—95, beitti hann sér fyrir því, að danskir Oddfell- owar gæfu íslandi holdsveikraspítala, og var hann reistur í Laugarnesi og þá mesta hús hér á landi. Þar fór fram einangrun og meðferð ailra sjúklinga, sem smithætta stafaði af. Spítalinn tók til starfa 1898 og var Sæmundur Bjarnhéðinsson yfirlæknir hans frá byrjun til 1934 og gegndi því starfi af mikilli prýði, enda hið mesta göfugmenni. 1898 voru holds- veikir á öUu landinu taldir 237 eða þrir af hverjum þúsund íbúum, 1910 var vitað um 90 eða 1,13%» og 1934, þegar Sæmundur lét af störfum, 31 sjúlding. Spítalahúsið var hernum- ið af Englendingum 1940 og brann til kaldra kola árið eftir, en sjúkiingarnir voru fluttir i Kópavogshæli. Þar eru nú aðeins eftir fjórir sjúkiingar, sá elsti yfir áttrætt og hefur verið á spítalanum nær 50 ár. Ef holdsveiki væri nú jafn útbreidd og fyrir aldamótin, væru hér um 500 manns með þann sjúkdóm. Um útbreiðslu sullaveikinnar er miklu erfið- ara að segja, þvi að fjöldi manna hefur gengið með sulli í sér, án þess að þeir gæfu einkenni, þeir dáið áður af öðrum ástæðum eða sullur- inn sjálfur dáið, þ.e.a.s. dýrið eða afætan, sem orsakar hann. Hér verður þvi aðallega að fara eftir manndauða af völdum veikinnar. Guðmundur Magnússon innleiddi hér skurð- lækningar við sullaveiki og gerði sjálfur nokk- uð á 3. hundrað sullskurði — fleiri en nokkur annar læknir á norðurhveli jarðar —, en alls voru gerðir hér á árunum 1893—1911 504 sullskurðir. Hitt er enn merkilegra, að þessir skurðir voru gerðir af 36 læknum, þegar þess er gætt, að um aldamótin voru liér á landi ekki starfandi nema 40 læknar og um 1910 ekki nema um 60. Þetta sýnir ljóslega, að þeir Guðm. Magnússon og Guðm. Björnsson kenndu lærisveinum sínum að gefast ekki upp fyrir erfiðleikunum. Annars hefði eklci allmikill meiri hluti þeirra lagt lit i slíkar skurðaðgerð- ir við þær ástæður og útbúnað sem héraðs- læknar bjuggu þá við. Á árunum 1911—15 dóu 89 manns úr sulla- veiki hér á landi, en 1951—55 ekki nema 9. Nú er aðeins vitað um örfáa sjúklinga, innan við tug, allt roskið fólk og sumt fjörgamalt. íslendingar voru fyrir 50 árum mesta sulla- veikiþóð í heimi, en sökum bættra heilsuhátta og aukins þrifnaðar er þessi veiki að deyja út eins og holdsveikin —- og þær koma ekki aftur. Geitur eru óþrifnaðarkvilli í hársverði, mjög þrálátur áður en farið var að beita rönt- genlækningu. Árið 1922 var gizkað á, að um 100 geitnasjúklingar væru á öllu landinu. Dr. Gunnlaugur Claessen beitti sér fyrir lækningu þeirra og 1925 höfðu um 70 þeirra komið til röntgenmeðferðar. Á síðari árum hafa ekki verið nema 1—3 á öllu landinu og ætti þvi að vera vandalaust að losna við þennan óþverra með öllu. Lúsin er ekki séreign íslendinga, lieldur heimsborgari, en var afarútbreidd hér um aldamót. Skýrslur um lús i skólabörnum eru til frá 1934. Árin 1934—40 voru 14% skóla- harna með lús eða nit, en þessi tala hefur farið silækkandi óg er í síðast útkomnum Kennarar Lœknaskólans siðasta ár hans. Sitjandi (frá v.) Sœm. Bjarnhéðinsson, Guðmund- ur Björnsson og Guðmundur Magnússon. Standandi: Þórður Sveinsson, Andrés Fjelsted, Guð- mundur Ilannesson, Vilh. Bernhöft og Ásgeir Torfason. skýrslum (1956) ekki nema 0,8%». sennilega er sú tala of lág. Kláði er sá óþrifakvilli, sem erfiðast reyn- ist að útrýma, þvi að öðru liverju gýs upp faraldur af honum, sá siðasti 1940—41, en þá var óvenjumikill flækingur á fólki vegna Bretavinnunnar. Áratuginn 1911—20 voru tald- ir um 600 sjúklingar að meðaltali á ári, 1941 —50 um 520, en 1956 ekki nema 177. Berklaveiki. Um 1910 var berklaveikin orðin útbreidd um allt land, en þó misjafnlega illkynjuð eftir ættum og stöðum, yfirleitt verri austanlands og norðan en sunnan og vestan. Lög um skrá- setningu dánarmeina voru sett 1911 og siðan er því liægt að hafa glöggt yfirlit yfir mann- dauða. 1911 dóu hér 114 manns úr berklaveiki eða 13 af hverjum tíu þúsund ibúum og var herkladauðinn þá orðinn tíundi hluti allra dauðdaga. íbúar landsins voru þá helmingi færri en nú er. íbúatalan hefur síðan hækkað jafnt og þétt, náði 100 þúsundum 1925, en berkladauðinn hækkaði örar og náði hámarki sínu þjóðhátíðarárið 1930. Þá dóu hér um 230 manns úr berklum eða 21 af hverjum tiu þús- undum landslýðsins og voru þeir þá orðnir fimmti hluti allra dánarmeina, því að heildar- dánartalan hafði lækkað. Siðan fór að draga úr þessari plágu, 1932 var síðasta árið sem berklar voru hæstir í tölu dánarmeina og frá þvi að vera 20% allra dánarorsaka eru þeir nú innan við 1%. Þessi glæsilegi árangur hefur náðst með mikilli fyrirhöfn, forgöngu ágætra manna, góð- um samtökum almennings og miklum fjárút- látum, sem enginn mun telja eftir. Auðvitað á líka aukinn þrifnaður, bætt húsakynni og vax- andi velmegun sinn þátt í honum eins og i lækkandi manndauða yfirleitt. Guðinundur Björnsson landlæknir var ef til vill ekki höfundur íslenzka heitisins á sjúkdómnum tuberculosis, en hann var ötulasti frumherjinn í baráttunni við hann. Sem ungur héraðslæknir þýddi hann tvö alþýðufræðslurit um berklaveiki, hið síðara með myndum og kom það út i tveimur útgáfum 1903—-1904. Með þvi var vakin athygli almennings á smitunar- hættunni og leiðum til að forðast hana. Sama árið og hann varð landlæknir, 1906, gengust Oddfellowar að tilstuðlan hans fyrir stofnun Heilsuhælisfélagsins, sem varð fljótlega svo öflugt, að það hóf byggingu Yifilsstaðahælis, er tók til starfa 1910, og réði Guðmundur stað- arvali þess. Berklaveikin var þá svo voðaleg í augum almennings, að það var talinn allt að þvi dauðadómur að úrskurða sjúkling til hælisvistar, enda dæmi til að menn fyrirfæru sér, þegar svo stóð á, en undir ágætri stjórn yfirlæknanna Sigurðar Magnússonar prófessors og Helga Ingvarssonar hefur hælið orðið mörg- um kærkomið athvarf. Það tók fyrst i stað 80 sjúklinga, en var smástækkað eftir að rikið tók við þvi 1916, þangað til að það rúmaði 200 sjúklinga. Nú eru þar ekki nema um 100, tiltölulega fáir með smit, en áður voru slíkir á annað hundrað. Fyrstu lögin til varnar gegn berklaveiki voru sett 1903 og var þar fyrirskipuð sérstök skráning berklasjúkra. 1916 voru sett lög um skólaskoðanir, aðallega til þess að hindra smitunarhættu í skólum, en hún var einkum mikil í heimavistarskólum, eins og Lærða skólanum fyrir og um aldamót, en hann var þá talinn berklabæli. 1919 var skipuð nefnd sérfróðra manna til þess að undirbúa alls- herjarlöggjöf um berklavarnir og voru þau lög samþykkt 1921. í nefndinni voru þeir Guð- mundur Magnússon prófessor, sem manna mest hafði fengizt við útvortisberkla, Sigurður Magnússon yfirlæknir og Magnús Pétursson héraðslæknir. Með lögum þessum var stigið eitt stærsta skrefið í baráttunni við veikina, því að samkvæmt þeim er bannað að láta smitandi berldasjúklinga hafa umgengni við börn, en jafnframt tók hið opinhera á sig allan kostnað við spítala- og hælisvist þeirra. Mörg- um óx í augum kostnaðurinn af þeirri ráð- stöfun, enda liafa fáir gert sér grein fyrir þeim árangri, sem lögin áttu eftir að hafa. Á þessum árum var mikill skortur sjúkra- rúma i spítölum, eins og oft endra nær, og því beitti prófessorsfrú Christophine Bjarn- liéðinsson sér fyrir því, að hjúkrunarfélagið' Líkn var stofnað 1915, en það tók í þjónustu sína lijúkrunarkonu, sem annaðist lijúkrun í lieimahúsum, einkum berklaveikra, sem biðu eftir liælisvist. Félag þetta setti á stofn Berkla- varnarstöð Líknar árið 1919 og var það fyrsta heilsuverndarstöð landsins. í Eyjafirði var berklaveiki útbreidd og riðu konurnar þar á vaðið, eins og viða annars- staðar, og stofnuðu Heilsuhælissjóð Norður- lands 1918. Upp úr þvi var Heilsuhælisfélag Norðurlands stofnað 1925 og hófst það handa um byggingu Kristneshælis, sem var opnað 1927 með 60 rúmum, er síðar var hækkað upp i 72. Þar var Jónas Rafnar yfirlæknir við miklar vinsældir i 30 ár. Framan af urðu margir sjúklingar að vikja af hælum til þess að rýma fyrir öðrum meira veikum, þótt bati þeirra væri ekki orðinn 32 YlSIR 50 ÁRA Afmælisblað VlSlS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.