Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 33

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 33
svo öruggur, að þeir þyldu að taka upp sín fyrri störf, oft við óhollar ástæður. Þvi var það, að kvenfélagið Hringurinn keypti land 1 Kópavogi og reisti þar hressingarhæli fyrir -4 berklásjúkiinga árið 1926 og var það rekið til 1940, en þá var það tekið fyrir holdsvéikra- hæli eftir hernám Laugarnesspítala. Annað hressingarhæli fyrir 20 og síðar 38 vistmenn var rekið af ríkinu á Reykjum í Ölfusi á ár- unum 1931 til 1938, er það var lagt niður. Sama ár var stofnað Samband íslenzkra berkla- sjúklinga, sem byrjaði liyggingu vinnuhælis- ins að Reykjalundi 1944, opnaði það fyrir 40 vistmenn árið eftir og hefur stækkað það og fullkomnað ár frá ári, svo að það er fyrir- niyndarstofnun í sinni röð á heimsmælikvarða, undir stjórn Odds Ólafssonar yfirlæknis og Heiri góðra manna. Þar cr nú rúm fyrir 80 vistmenn, en ekki er nú orðið þörf fyrir nema helming þess lianda berklaveikum og minnkar hún stöðugt, en aðrir með takmarkaða vinnu- orku njóta góðs af. Berklalaganefndin frá 1919 hafði gert ráð fyi'ir sérstökum berklavarnastjóra, en af sparnaðarástæðum var það fellt úr lögunum 1921. Úr þessu var bætt með þvi að stofna embætti berklayfirlæknis 1935, sem dr. Sig- urður Sigurðsson, núverandi landlæknir, hef- ur gegnt í aldarfjórðung. Hann tók upp skipu- lagða og áriega röntgenskoðun í öllum fram- lialdsskólum og í heilum sveitum og héruðum 1 leit að bcrklasmitberum, með mjög merki- legum árangri. Á síðustu árum liefur einnig tíðkast að berklabólusetja þá, sem eru í smit- unarhættu, einkum bör.n, en auk þess hafa komið fram ný lyf gegn veikinni og nýjar skurðaðgerðir, sem reynst hafa vel. Nú er svo komið, hálfri öld eftir að fyrsta virkið gegn þessum vágesfi var reist hér, að landið er að verða friðað fyrir honum og hvern ein- asta dag allt árið sparast heilt mannslíf, miðað við þ(að hlutfall, er veikin var mögnuðust. Þá má áætla, að á þessum sigri græðist 100 þúsund vinnudagar árlega, en enginn reynir að reikna út það böl, sem bægt er frá hundruðum heim- ila, sízt af öllum við, læknar af eldri kynslóð, sem sáum árlega nokkur börn og unglinga deyja úr heilahimnubólgu eða bæklast af berklum í liðum og beinum, auk þeirra, sem voru að hefja lífsstarf sitt, en sáu framtíðar- vonirnar hrynja við þann úrskurð, að þeir væru með lungnaberkla. Kynsjúkdómar. Syfilis (fransós eða lostasýki) gekk í lok miðalda sem skæð sótt víða um Evrópu og deildi menn lengi á um það, hvort þar væri um nýja sýki að ræða, sem komið liefði frá Vestur- heimi með mönnum Kolumbusar, eða um gamla, sem blossað liefði upp og magnast við styrjaldir þær, sem þá voru háðar, einkum á Ítalíu. Víst er um það, að hún kom upp við >,innréttingarnar“ í Reykjavík á dögum Skúla fógeta og stakk sér niður annarsstaðar, en um siðustu aldamót var hún svo fátið, að sumir töldu íslendinga allt að þvi ónæma fyrir henni. Aldrei hefur lnin verið útbreidd hér ú landi, en siðan fslendingar tóku að stunda farmennsku upp úr aldamótunum, er hún fastur liður í sjúkraskrám. Frá 1911 til 1930 voru skráð árlega 23—26 lilfelli að meðaltali, 1931—35 35 tilfelli, lækkandi aftur 1936—40 niður í 22, en stórhækkandi á styrjaldarár- unum eða 86 á ári 1941—45. Hefur valdið þvi bæði dvöl hernámsliðsins og aukin sýkingar- hætta i enskum liafnarbæjum. Frá ófriðarlokum hefur talan aftur farið lækkandi, eða 55 á ári 1946—50 og aðeins 12,6 á árunum 1951—57. Úonir standa því til, að þessari sýki, sem eitt sinn var talin svipa Vesturlanda, verði útrýmt. Lekandi færðist jafnt og þétt i vöxt frá 1911 fram að siðari styrjöld, svo að á árunum 1936 -40 voru skráð 5—600 tilfelli árlega, en ef t'l vill hafa sumir sjúklingar leitað fleiri lækna nn eins og því verið tvítaldir. Á styrjaldar- arunum lækkaði þessi tala stórlega, enda komu bá til sögunnar ný og fljótvirk lyf, en frá 1945 hefur verið um litla sem enga framför að ræða, enda lekandasýklarnir farnir að verða ónæm- ari fyrir áhrifum lyfjanna, en svo fer, þegar um káklæltningar er að ræða. Sumir tclja það karlmennskuvott að hafa lekanda, en það ber alltaf vott um sóðaskap, að sinu leyti eins og að vera lúsugur. Linsæri bar dálítið á fram til 1930, jafnan skráð 7—8 tilfelli árlega, en siðan hefur sú tala farið lækkandi, svo að ekki eru nema 1—2 tilfelli síðustu árin. Lög um varnir gegn kynsjúkdómum voru sett 1923 og samkvæmt þeim ber öllum með þá sjúkdóma skylda til að vera undir læknis- hendi og er það hliðstætt ákvæðum um smit- andi berkla eða lioldsveiki, sem að góðu gagni Iiafa komið. Auk þess ber læknum að hafa samvinnu um að leita uppi smitandi sjúklinga og ná þeim til meðferðar. Því miður hefur þessum lögum ekki verið jafnvel framfylgt sem hinum, enda árangurinn orðið minni. Lækning kynsjúkdóma er veitt ókeypis, ef með þarf. Bráðar farsóttir. Bráðar sóttir ganga öðru hvoru i bylgjum yfir einstök héruð eða landið allt, en engin drepsótt hefur geisað hér á þessari öld. Jafn- vel spænska veikin 1918, sem var ákaflega næm, var eins og él eitt að því er dánartölu snertir í samanburði við farsóttir fyrri alda. Þá var manndauðinn, þar sem veikin gekk, að meðaltali 17 á tíu þúsund íbúa, en í in- flúenzunni 1894 24 og 1843 55, eða þrefalt hærri en 1918. Af kikliósta hafa komið 6 öldur siðastliðin 50 ár, þær mestu 1927 og 1935, og dóu nokkuð á annað hundrað börn í hvorri, en í faraldrinum 1890 er talið, að flest börn á 1. ári í Reykjavik hafi dáið. Mislingar ganga nú þéttar en á fyrri öldum, og verða því ekki eins skæðir, enda dóu ekki i faraldrinum 1936—37 nema um 5 af 10 þús. íbúum, 1907—8 um 13, en 1882 um 240 og 1846 um 350, þ.e.a.s. um þrítugasta hvert mannsbarn og þó er talið, að i stórubólu fyrir 250 árum síðan hafi tífalt fleiri dáið, eða þriðjungur allrar þjóðarinnar. Svo skæðar gátu drepsótt- ir orðið áður fyrr. Inflúensa gengur alltaf öðru hvoru og voru útbreiddustu faraldrarnir eftir 1918 árið 1943 með um 13000 skráð til- felli, 1953 með um 11000 tilfelli, 1956 með 12000 og Asiu-inflúensan 1957 með 18380 skráð tilfelli og 55 dauðsföll. Fyrir 50 árum talaði gamalt fólk um enga sótt með jafnmikilli skelfingu og barnaveiki, en þá var liðin hálf öld síðan gengið hafði afar illkynjaður faraldur og veiktust i hon- um nálega öll börn, en aðeins helmingurinn lifði veikina af. Sumir foreldrar urðu að horfa upp á öll börnin sín deyja hægum köfnunar- dauða, sjá líf þeirra smáfjara út með hverjum sogandi andardrætti, eftir því sem þessi voða- lega veiki herti að hálsi þeirra. Von Beliring, sem fann upp blóðvatnslækningu við barna- veiki 1891, mun því ávallt verða talinn meðal mestu velgerðarmanna mannkynsins og engin framför á sviði læknavísinda liefur vcrið þökk- uð jafninnilegum huga. Á áratugnum 1911—20 voru skráð hér að meðaltali um 100 tilfelli af barnaveiki á ári, en árið 1921 skráðust 400 tilfelli og var þessi síðasta alda, sem hér hefur komið, fjögur ár að fjara út. Síðan hefur hún aðeins stungið sér niður og síðan 1943 liefur hennar varla orðið vart. Taugaveiki smitar gegnum meltingarfærin, en berst ekki milli manna með andardrætti og er því ekki eins næm og margar aðrar sóttir. Faraldrar af henni voru þvi oft bundn- ir við einstaka staði, þar sem margir höfðu sameiginlegt vatnsból, eins og í Reykjavík og Vestmannaeyjum, enda breiddist hún oft út frá höfuðstaðnum, en var sjaldgæfari í afskekktum hyggðarlögum. Þó gekk mikil alda yfir mestallt landið fyrir 100 árum og dó þá í Vestmannaeyjum 15. hvert mannsbarn. Guðmundur Björnsson lét sér mjög annt um að fræoa almenning um heilbrigðismál á hér- aðslæknisárum sínum. Árið 1903 hélt hann fyriríestur um nauðsyn vatnsveitu fyrir höfuð- staðinn vegna sýkingarhættunnar frá vatns- bólunum inni í bænum og töhlu það flestir liina mestu fjarstæðu. Fyrir baráttu hans og Jóns Þorlákssonar komst vatnsveitan þó á 1909. Smitunarhættan stafaði eftir sem áður af smitberum, en þeir hafa fundist smám sam- an og verið einangraðir að nokkru eða dáið. Á árunum 1911—20 veiktust 1553 sjúklingar og dóu 117. Siðan hefur verið um staðbundna faraldra að ræða, eins og faraldurinn í Vest- mannaeyjum 1923, eða einstök tilfelli iit frá smitbera og síðustu 12 árin hefur aðeins einn sjúklingur verið skrásettur. Taugaveikin hef- ur því verið þurrkuð út á íslandi og flestir ungir læknar aldrei átt þess kost að sjá hana. Mænusótt gerði ekki vart við sig að ráði fyrr en 1924, en þá gekk mikill faraldur norð- anlands, einkum í Eyjafirði, og eru það ár taldir 463 sjúklingar. Siðan bar tiltölulega litið á henni til 1935, en þá kvað einkum að henni í Þingeyjarsýslum. Loks hófst fimm ára bylgja 1945—1949, þegar skráð voru yfir 2200 tilfelli, og er þar i innifalin Akureyrarveikin svonefnda, sem þó mun liafa verið sérstakur sjúkdómur. 1955—56 voru cinnig skráð all- mörg tilfelli, en væg. Ginktofi var áður landlægur i Vestmanna- eyjum og dó þá úr honum að jafnaði helming- ur allra nýfæddra barna eða meira. Sýklar voru þá ekki þekktir, en dr. Schleisner fann Framhald á bls. 36. Afmælisblað VlSIS VÍSIR 50 ÁRA 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.