Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 36

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 36
samt várúSarreglur, sem dugðu til að draga mjög úr honum og er nú viðburður, að liann komi fyrir. Barnsfararsótt og aðrar sóttir af völdum graftr- arsýkla, sem voru algeng banamein, komu sjaldnar fyrir eftir að smitgát kom til sögu og eru viðráðanlegri, eftir að sulfalyf og l'úka- lyf alls konar fundust. Svo er og með talcsótt, sem margir miðaldra menn og eldri dóu lir áður, en aðrar lungnabólgur eru enn tíðar, þótt ekki séu þær jafn hættulegar og áður. Ónœmisaðgerðir eru líklegar til að vinna fullan bug á ýmsum næmum sóttum. Jenner innleiddi kúabólusetningu 1798, hér fór lnin fyrst fram 1892, og var lögleidd 1901 sem skylda. Nú liafa flest börn og unglingar á landinu verið bólusett gegn mænusótt og mikill þorri sameiginlega gegn barnaveiki, kikhósta og ginklofa. Frámleitt er nú bóluefni sameiginlegt gegn öllum jjessum fjórum sótt- um og gerir það framkvæmdina stórum brota- minni. Heilbrigðisstofnanir. Árið 1911, þegar Háskóli íslands var stofn- aður, átti hvorki ríki né bær neitt almennt sjúkrahús, þar sem kennsla gat farið fram, en St. Jósefssystur höfðu byggt Landakots- spítala 1902 og var hann í nær ])rjá áratugi kennslustofnun læknanema eða þar til Lands- spítalinn komst upp 1930. Frakkar áttu spitala i Reykjavik, Vestmannaeyjum og á Fáskrúðs- firði, sein þeir ráku fyrir sjómenn sína hluta úr ári. Einstaka hérað átti spítala og voru stærstir þeir á Akureyri og Seyðisfirði og Jiegar héruðin fóru að koma sér upp læknis- bústöðum, voru i sambandi við þá vanalega sjúkrastofur fyrir 2—8 sjúklinga, en fæst af þeim sjúkraskýlum Iiafa verið rekin liin síð- ari ár vegna kostnaðar, sem vcrður hlutfalls- lega alltof hár á hvert rúm. Kaþólska trúboðið reisti myndarlega spítala i Hafnarfirði 1926 og Stykkishólmi 1936, en fyrsti spítali i eign þess opinbera, sem byggður var af framsýni og myndarskap, var ísafjarðarspítali 1925 með 50 rúmum og kostaði þá XA milljón lcróna. 1928 komu spítalarnir i Vestmannaeyjum (32 rúm) og Siglufirði (18 rúm), óhentugir frá byrjun og nú orðnir úreltir, 1937 á Húsavik og 1946 á Patreksfirði (15 og 20 rúm). Annars ríkti undarleg deyfð í þessum málum fram undir 1950, en síðan hafa verið reistir spítalar á Akranesi (25 rúm), Akureyri (127), Keflavik (25), Norðfirði (25), Blönduósi (30), Sauðár- króki (24) og Hvammstanga (10). í sambandi við þá fjóra siðastnefndu er einnig sérstök ellideild að auki, en sjúkradeildir hafa verið settar upp í Sólvangi í Hafnarfirði, sem var byggður sem elliheimili, elliheimilinu Grund, Dvalarheimili aldraðra sjómanna og Heilsu- verndarstöð Reykjavikur. Yfirleitt má segja, að ósamræmis nokkurs hafi gætt i spítalabyggingum eins og i fleiri framkvæmdum þess opinbera, sérþekkingu skort við fyrirkomulag þeirra og fengin reynsla verið verr hagnýtt en skyldi. Fjöldi sjúklinga á almennum spitölum á öllu landinu árið 1900 var 279, eða álika margir eins og nú koma á ári á héraðsspital- ann á Blönduósi. 1911 voru liér samtals 14 spitalar og sjúkraskýli með 201 rúmi, 1348 sjúklingum og 30909 legudögum. Nú eru starf- rækt tvöfalt fleiri sjúkrahús, en rúmafjöldi þeirra er sexfaldur, sjúkrafjöldinn um tólf- faldur- og legudagafjöldinn 12—15-faldur. Hvert 'sjúkrarúm nýtist því tvöfalt betur nú en þá. Af sérspítölum var aðeins einn til um alda- mót, holdsveikraspitalinn. Við það bættist geð- veikraspítalinn á Kleppi 1909, Nýi Kleppur 1929, berklaliælin, og Farsóttahúsið i Reykja- vík frá 1921. Þeir liafa um 556 rúm. Fyrstu rannsóknarstofu i þarfir læknavis- indanna setti Gísli Guðmundsson gerlafræðing- ur á stofn 1912 og kom hún þegar í góðar þarfir i leit að taugaveikismitberum. 1918 var stofnuð Rannsóknarstofa Háskólans í meina- fræði og Rannsóknarstofa lians í líffærafræði 1938, en tilraunastöðin á Keldum, stofnuð 1948, hefur einkum unnið að vcirurannsóknum og framleiðslu bóluefnis, sérstaklega í sam- bandi við húsdýrasjúkdóma. Þar er rafeinda- sjá, sem kostar um milljón krónur. Með henni má taka myndir af veirum í 140 þúsundfaldri stækkun. Fyrstu rönlgentækin komu til landsins 1914 og voru sett upp i kjallaranum á ibúðarhúsi Guðm. Hannessonar prófessors. Þar komu til skoðunar 29 sjúklingar fyrsta árið. Stofnun þessi óx hröðum skrefum undir ágætri stjórn dr. Gunnlaugs Claessens. Nú eru til röntgen- tæki i allflestum læknishéruðum landsins. Blóðbankinn var stofnaður 1953 og byggist starf hans á sjálfboðaliðum, ekki hvað sízt Blóð- gjafasveit skáta, sem tók til starfa 1935. Kennslu lækna og ljósmæðra hefur að ein- liverju leyti verið baldið uppi frá stofnun fíafeindasmásjá að Keldum. landlæknisembættisins 1760, en Læknaskólinn var stofnaður 1876 og breyttist i læknadeild við stofnun Háskóla íslands 1911. Ljósmæðra- skóli liefur starfað siðan 1912. Fyrsta fullnuma íslenzka hjúkrunarkonan var Þóra J. Einars- son, yfirhjúkrunarkona á Klepiii 1907—10, en Hjúkrunarfélagið kom á hjúkrunarkennslu við helztu spítalana upp úr 1914 og Hjúkrunar- skólinn var settur á stofn 1932. Það stendur nauðsynlegri fjölgun hjúkrunarliðs i vegi, að seinagangur er á þvi að fullgera hús skólans. Tannlæknaskóli var stofnaður 1934 og lyf- fræðingaskóli 1940. f árslok 1956, en útkomnar heilbrigðisskýrsl- ur na enn ekki lengra, voru i landinu 212 læknar, þar af 119 í Reykjavík, 23 lyfsalar (8), 39 tannlæknar (28), Ijósmæður 168 (15), lærðir dýralæknar 9 (4), lærðar hjúkrunar- konur 200 (136) og 85 hjúkrunarnemar. Frumkvæði einstaklinga. Heilsufræðislöggjöfin var öll endurskoðuð i landlæknistið Vilmundar Jónssonar (1931—59) og má fullyrða, að íslendingar standa þar i fremstu röð. Þó er augljóst, að einstaklingar og einstök félög, en ekki opinberir aðilar, hafa átt frumkvæðið að mörgu þvi, sem bezt hefur verið gert og mestri lukku stýrt. Odd- fellowar gáfu holdsveikraspítalann, áttu frum- kvæðið að byggingu Vífilsstaðahælis, stofnun Sjúkrasamlags Reykjavikur 1909 með Jón Páls- son bankagjaldkera í broddi fylkingar, stofn- un radiumsjóðsins 1919, kostuðu sumardvöl veiklaðra barna frá 1918, en þar hefur siðar Rauði kross íslands, stofnaður 1924, einkum látið til sín taka, K.F.U.M. og K. liafa áratugum saman liaft sumarbúðir fyrir eldri börn, en slik starfsemi fer nú einnig franj á vegum þjóðkirkjunnar. Þá hafa kvenna- samtökin víðs vegar um landið unnið að líkn- arstarfsemi meðal sjúkra og að fjársöfnun til stofnunar spítala, elliheimila og barnaheimila, með sameiginlegu átaki hrintu þau áleiðis byggingu Landsspítalans og lögðu fram til þess stórfé. Thorvaldssensfélagið, stofnað 1875, er elzt þessara félaga og hefur einkum beint fjár- söfnun sinni til dagheimila barna, Hringurinn, kom upp hressingarhælinu i Kópavogi, en það var undanfari Reykjalundar, sem S.f.B.S. hefur byggt, Hvítabandið reisti spitala þann, sem við það er kenndur og upprunalegur var ætlaður sem lijúkrunarheimili afturbatasjúk- linga, og kvenfélagið Likn stofnaði fyrstu heilsuverndarstöðina og mæðralijálp. Elli- heimilið Grund, sem byrjaði 1922 í smáum stíl, var byggt 1930 og síðan sístækkað og lief- ur haft sjúkradeild síðan 1936, var stofnað með frjálsum samtökum, og sama er að segja um Dvalarheimili aldraðra sjómanna, en báðar þessar stofnanir eru stórmerkilegar, og hafa þær að vísu notið styrks og fyrirgreiðslu þess opinbera. Fávitahæli var fyrst stofnað sem einkafyrirtæki á Sólheimum í Grímsnesi 1930, en síðan hefur rikið sett upp slík hæli á Kleppjárnsreykjum og í Ivópavogi. Dauf- dumbraskólinn hefur lengi verið á vegum rikisins, en Blindravinafélagið, (1932), Heyrn- arhjálp, (1937), Sjálfsbjörg, styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra, (1940), Bláa bandið, (1955), Styrktarfélag vangefinna, (1958), Geðverndar- félag íslands, (1949), Fangahjálpin, sem lief- ur starfað síðan 1949, og Barnavinafélagið Sumargjöf, sem var stofnað 1924 og rekur mörg barnalieimili með styrk frá bænum, eru allt fyrirtæki, sem einstaklingar hafa átt frum- kvæði að, sama er að segja um Slysavarnar- félagið, stofnað 1928, með deildir úti um allt land, og Krabbameinsfélagið, stofnað 1954. Þá má í þessu sambandi minnast á stéttar- félög heilbrigðisstarfsmanna, fyrst og fremst Læknafélag Reykjavikur, stofnað 1909, nú deild í Læknafélagi íslands, (1918), Hjúkrunar- félag íslands (1919), Ljósmæðrafélag íslands (1919), Lyfsalafélagið (1920), Lyffræðinga- félagið (1922), Tannlæknafélagið (1927) og Dýralæknafélagið (1934). Framtiðin. Af framanrituðu má sjá, að geysilegar fram- farir hafa átt sér stað á ýmsum sviðum heil- brigðismálanna undanfarna áratugi, en hinu ber ekki að neita, að enn stendur þar margt til bóta. Hrörnunarsjúkdómar hafa farið í vöxt, enda nær nú fleira fólk gamalsaldri en áður. Sama má segja um ýmsa sjúkdóma, sem raktir eru til sálrænna orsaka, svo sem hár blóðþrýstingur og kranzæðastífla. Nú eru það ekki lengur óhollir vessar, heldur ýmiskonar flækjur i sálarlífinu, sem eru efst á baugi. Fólkið elst upp við og lifir i andlegum sóða- skap, sem er engu betri en sá ytri sóðaskapur, sem var gróðrarstía fyrir holdsveiki, sullaveiki og taugaveiki. Mikið af skemmtanalifinu og talsvert af bókmenntum og listum er við það miðað að græða á æsingu kynhvatarinnar, ekki sízt lijá unglingum, sem alast upp í vændishúsadaun. Allskonar áróður er sérstak- lega miðaður við að láta tilfinningar, oft að meira eða minna leyti sjúklegar, ráða meiru en lieilbrigða skynsemi. Engum sóttvörnum er beitt við smitbera, sem sá hatri og rógi og sýkja með þvi þjóðfélagslíkamann. Nú er mest þörf á þvi að vernda andtega heilsu landslýðsins. Læknar framtíðarinnár munu liafa samvinnu við uppeldisfræðinga, presta og kennara um að vekja áhuga almennings og stjórnarvalda á nauðsyn geðverndar á miklu viðtækari grundvelli en nú. Þá má svo fara, að samskonar sigrar vinnist á andlegum meinsemdum og á berklaveikinni, en til slíkra sigra þarf að fara saman, svo að notuð séu orð Guðmundar Björnssonar fyrir hartnær 60 árum vitur stjórn, vel menntaðir læknar og skynsöm alþýða. P. Y. G. Kolka. 36 VÍSIR 50 ÁRA AfmælisblaS VÍSIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.