Vísir - 14.12.1960, Qupperneq 37

Vísir - 14.12.1960, Qupperneq 37
Dr. Hallgrímur Helgason tónskáld Skapandi tónlist nýja tímans. Þróun hinna síðustu hundrað ára hefir sýnt, að pólitískt ósjálfstæði hefir staðið öllu músík- lífi mjög fyrir þrifum. Þjóðin var neydd til að hjara, oft á vonarveli, sem yfirgefinn einyrki við ömurlegustu nýlenduskilyrði án verulegra tengsla við umheim Evrópu. Með endurheimt vaxandi frelsis síðan 1874, er Alþingi fékk aftur löggjafarvald, hófst smám saman viðreisn á öllum sviðum. Þessa varð ekki sízt vart í músík- inni. ísland eignaðist þjóðsöng, liátíðlega þakk- argjörð, tignarlegan og fagran, enda þ'ótt hann í rauninni sé miður fallinn til þess að vera almennur undirtektasöngur, sem þó verður að krefjast af góðum þjóðsöng (til þess er tónsvið hans of umtaksmikið). Höfundur þessa hátíða- söngs var Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847— 1927). Hann hafði hlotið tónmenntun sína m. a. hjá Cari Reimecke, ágætum píanista i Eeipzig, stjórnanda hinna heimsfrægu Gewandhaus- hljómleika þar í borg. Því miður eyddi Svein- björn, sem í niúsík var mestur kunnáttumaður allra íslenzkra samtiðarmanna sinna, mestum hluta ævi sinnar í Edinborg, Kanada og Kaup- mannahöfn. Var það þá eflaust stórmikið tjón fyrir islenzka menningu, að svo göfugur hæfi- leikamaður skyldi ekki starfa heima í sinu ættlandi. Með Sveinbirni Sveinbjörnssyni má segja, að ísland komist á músíksviðinu fyrst i tengsl við Evrópu. Þangað til höfðúm við í allri músík staðið meira og minna á stigi nátt- úruþjóðar, veiðiþjóðar. Ekki er hér rúm til að rekja áframhaldið í öllum smáatriðuin. En við skulum ekki loka augunum fyrir því, þótt tor- velt sé fyrir fámenna og alltof dreifbýla þjóð að standa undir margkvísluðu menningarlífi, að jjrátt fyrir margvíslegar framfarir i hljóð- færaleik, einsöngsflutningi, kórsöng, tónsmíði og músíkvísindum, þá hefir hin almenna, upp- eldislega hlið málsins orðið háskalega út undan og aftur úr. Afleiðingin er, þótt sárt sé að segja, sú, að enn er ekki lagður grundvöllur að því, að íslendingar kunni að syngja og spila og hlusta. Músikin er ekki enn innlimuð i fræðslu- og menntakerfi þjóðarinnar. Nú er heill manns- aldur síðan þessi Nestor islenzkra tónskálda leið, og fer þó fjarri því, að við þekkjum nema örlitið brot af verkum hans. Má þar nefna tvær fiðlusónötur, kantötur, ballötur, píanólög og orkesturverk. — Helgi Helgason (1848—1922) stofnaði fyrsta hornaflokk íslands, Lúðurþeyt- arafélag Reykjavíkur. Lög hans eru hrein fyrir- mynd, livað alþýðleik snertir (Nú er glatt í hverjum hól, Öxar við ána). Nákvæmlega jafn- gamall honum er Magnús Einarsson (1848— 1934), sem fyrstur íslenzkra söngstjóra fór með kór sinn yfir meginland Evrópu 1905. Var það karlakórinn Hekla, sem samband norðlenzkra karlakóra er heitið eftir, og upp úr þeim kór varð karlakórinn Geysir á Akureyri til. Mörg lög samdi Magnús, m. a. hið geðþekka ákall Mikli guð, þótt sjaldan heyrist þau. — Björn Kristjánsson (1858—1939) ber að nefna hér fyrst og fremst vegna „Stafrófs söngfræðinnar“, er hann gaf út, en það er ein hin skýrasta bók um byrjunaratriði tónkerfisins, sem íslending- ar hafa eignazt. Lög hans eins og Einn fagran morgun eru látlaus í bezta skilningi. — Bjarni Þorsteinsson (1861—-1938) er fyrsti þjóðlaga- frömuður landsins. Safn lians, sem út kom í Kaupmannaliöfn ú árunum 1906—09, er minnis- varði, sem standa mun óhaggaður svo lengi sem íslands bjrggð stendur. Skyldur þjóðarinnar gagnvart slíkum velgjörðarmönnum liennar eru meiri en nokkur gerir sér í liugarlund. Við hlið- ina á þessu ómetanlega stórvirki eru lög Bjarna léttari á metunum; en sem sjálfmenntaður mað- ur samdi hann mörg einsörigslög, kórlög og eina aljaingishátíðarkantötu. Sum lögin eru afar vin- sæl, eins og Systkinin, Ég vil elska mitt land og Nú vagga sér bárur. — Jón Laxdal (1865— 1928) sat á sínum tíma í stjórn Hljómsveitar Reykjavíkur. Upp úr henni óx smám saman Symfóníuhljómsveit íslands. Hann er aðallega þekktur fyrir sagnadúetta sína, og Sólskríkjan hans hefir löngum sungið við livers manns glugga á fslandi. — Árni Thorsteinsson (f. 1870) er núlifandi aldursforseti íslenzkra tónskálda. Einlæg ást á músíkinni, drengskapur og höfð- ingslund einkenna hann bezt og öll hans verk. Hver kannast ekki við Kirkjuhvol eða Þess bera menn sár? En slæmt er, að mörg af ágætum lögum hans heyrast of sjaldan. í bók sinni „Harpa minninganna“ hefir Árni lagt fram ýmsar merkar heimildir um músiklíf Reykja- víkur um og eftir aldamótin siðustu. — Kristján Kristjánsson (1870—1927), sem lengst af var læknir á Seyðisfirði, virðist máske ekki eiga heima i þessum hóp, en ótrúlegt listfengi þessa manns, sú formtilfinning, sem birtist i litlu lagi hans Yfir kaldan eyðisand, er svo óvenju- leg, að þess mun lengi minnzt. Þrá, óvissa, ein- 'manaleiki tala hér til okkar í tónum á ógleym- anlegan hátt. Sjaldan sést jafnskýr mynd af ís- landi í jafnlitlum ramma. — ísólfur Pálsson (1871—1941) var fjölhæfur völundarsmiður, svo sem verið höfðu bræðurnir Jónas og Ilelgi Helgasynir. Lög hans f birkilaut og Nú brosir vorsólin hafa lengi kveðið við á hverjum bæ. — í lögum Halldórs Jónssonar (1873—1952) söknum við persónulegrar nótu, nema þá lielzt í Verður létt úr ljóði. Verðmætari eru handrita- þættir hans um fslénzka tónlistarmenn. Fátítt er, að maður í prestsstöðu hafi fórnað jafn- miklu fé og tíma til eflingar söngs sem hann. — Sigfús Einarsson (1877—1939), dómorganisti í Rej7kjavík, var nemandi óperutónskáldsins August Enna i Kaupmannahöfn. Sem íslenzkur söngstjóri stendur hann að vandvirkni og smekkvísi í fremstu röð. Tónsmiðar hans bera vott um þýðlyndi og ljúfa lagkennd, livort sem um er að ræða sólólög, kórlög eða fiðlulög. Hann hefir jafnan verið vinsæll höfundur i bezta skilningi. — Samstarfsmaður Sigfúsar við músíktímaritið Heimi, 1923—25, var Friðrik Bjarnason (f. 1880). í barnalögum sínum hefir hann náð að slá á sanna og sannfærandi strengi. Honuin meiri að afköstum var Sigvaldi Kaldalóns (1881—1946). Sönglög lians hafa nú um aldarþriðjungs skeið verið óskalög mikils meginhluta þjóðarinnar, og sum þeirra hafa nálgast viðurkenningu þjóðlagsins, — skyld- leikann er vafalaust að finna i einföldum, Ijós- um línum og auðskildari liljómsetningu (harmónik). — Miklu minna liggur eftir Jónas Tómasson (f. 1881). Aðalverk hans mun vera lagaflokkurinn Strengleikar og ýmis geðþekk kórlög. Sem kórstjóri hefir hann getið sér ágæt- isorð, og á ísafjarðarkaupstaður horium mikið að þakka. — Svipaðar leiðir sem karlakórs- stjórnandi á Akureyri hefir farið Áskell Snorra- son (f. 1888). Frá hans hendi hafa komið snotur orgelstj'kki og kórlög. — Af allt öðru bergi brot- inn er Björgvin Guðmundsson (f. 1891). Hann losar um smáborgaraleg bönd síðrómantískrar afstöðu fyrirrennara sinna og skrifar kórstil, sem stundum snertir stórkostleik (óratórían Örlagagátan). En í viðfaðma flugi hugmjmda sinna sést honum stundum yfir nauðsynlega ná- kvæmni í meðferð smáatriða, sem dregur úr listrænni verkun. Átakanlegar, þjóðtrúarkennd- ar lýsingar takast honum oft snilldarlega, eins og t. d. Á Finnafjallsins auðn. Fyrir mörg ágæt lög eins og Heyrið vella á heiðum hveri mun nafn hans lengi lifa. — I kjölfar hinna eftir- rómantísku aldamóta siglir Ingi T. Lárusson (1892—1946) með innilegri syngjandi sinni, sem Framhald á bls. 40. AfmælisblaS VÍSIS VÍSIR 50 ÁRA 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.