Vísir - 14.12.1960, Síða 40

Vísir - 14.12.1960, Síða 40
Kristjún Kristjánsson. ísólfur Pálsson. þó eflaust táknar „fin de siécle“ á þeirri leið. Lag hans Ó, blessuð vertu, sumarsól mun samt lengi lifa sem einn hreinræktaðasti fagnaðar- söngur íslén'dinga. — MeSan Ingi meS mildum náttúruhæfileikum sínum ekki hlaut neina inöguleika til menntunar fékk Páll fsólfsson (f. 1893) sncmma tækifæri til þess aS njóta kennslu orgelmeistaranna Strauhe í Leipzig og Bonnet í París. Barok-heimur ,1. S. Bachs og nýróman- tískur lieimur Joh. Brahms virSast eiga jafn- mikil ítök í honum, og þessa strauma gat hann fært þurfandi þjóS sinni upp úr fyrstu heims- styrjöld. í tilefni af þúsund ára hátíS Alþingis 1930 voru lionum dæmd 1. verðlaun fyrir kantötu sína. Hann hcfir samiS vandaSa leik- húsmúsík, forleiki, orgelverk (Chaconne, Passa- caglia), kór- og einsöngslög. Sem dómorganisti hefir hann haldið liljómleika í mörgum borgum Evrópu og Ameriku. 1945 var Páll kjörinn doctor honoris causa við Oslóar-háskóla. Samstarfsmaður Páls við RíkisútvarpiS um aldarfjórðungs skeið hefir verið Sigurður Þórð- arson (f. 1895). Einnig hann stundaði nám í mús- íkborginni frægu, Leipzig. Söngleikur hans eða söngspil f álögum, með svifléttum og lifandi óperettu-söngvum, karlakórs-messa, klassískur forleikur og hátíðarkantata eru i óflokksbundn- um stíl sínum, ef svo mætti segja, ekki ómerkir áfangar á leið íslenzkrar músíkþrónnar. — Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari (f. 1896) stofnaði 1921 Hljómsveit Reykjavíkur og stjórn- aði henni í fjögur ár. Hljómsveitin efndi síðar til músíkkennslu, og varð það fvrsti vísir að Tónlistarskólanum. Lög Þórarins bera með sér létta, áhyggjulausa sönglund, sem oft styðst við lirotna þrihljóma með chanson-hlæ. — AS sama skapi er stíll Emils Thoroddsens (1898—1944) einnig miðaður við sem mestan mögulegan vel- liljóm, sem andstæðu mishljóms. Leipzig laðar hann líka til náms. Óvenjulegar myndlistar- gáfur koma fram þegar á unglingsárum. Þó helgar hann tónlistinni mesta krafta sina við hliðina á ritstörfum. Eftirtektarverð sönglög, leikhúsmúsík, strokkvartett og kantötur sýna oft mikla liugkvæmni í stefjamyndun en minni stefjavinnslu. Sem ágætur píanisti var hann lengi fastur starfsmaSur útvarpsins. Ágæt er karlakórsfúga hans við íslenzkt rimnalag, Sé ég eftir sauðunum. — Einu ári yngri en Emil er Jón Leifs (f. 1899). Sömuleiðis hann leggur leið sína til Leipzig, þar sem Paul Graener og Alfred Szendrei eru helztu kennarar hans 1 tónsmíði og orkesturmeðferð. Hann kemur fljótt auga á gildi hinna rómantísku þjóðlegu skóla 19. ald- arinnar í Noregi og Tékkóslóvakíu (Grieg, Smetana, Dvorák) og byrjar fyrstur íslendinga að nota þjóðlagið sem uppistöðu í smærri og stærri tónverk: aðallega rímnalagiö og tví- söngslagið. Fæst verka hans hafa enn heyrst á íslandi, en ]iau eru skrifuð án tillits til sætra samhljóma, — lýsa afdráttarlausri stefnufestu og norrænu þreki. Með natúralistíslcri hörku sinni eru þáu blessunarlega laus við alla væmni. Þessi miskunarlausi, stórhöggni strangleiki, sem skapað getur aldahvörf í íslenzkri músik, kem- ur fram i Eddu-óratóríum höfundar, sögu- symfóníu, orgel-konsert, íslands-kantötu, drama- inu Baldur, tveimur strokkvartettum o. fl. Sem rithöfundur hefir Jón víða um heim birt ótal greinar og ritgerðir, gefið út tvær bækur og stjórnað um 30 hljómsveitum á meginlandi Evrópu. — Jafnaldri Jóns er Helgi Pálsson (f. 1899). Eftir að hann lauk tónfræðilegu námi í Tónlistarskólanum hjá dr. Franz.Mixa og dr. Victor Urbancic hefir hann fyrst og fremst skrifað kammermúsík: tvo athyglisverða strok- kvartetta, píanó-fiðlu-tilbrigði, fiðludansa o. fl. Aðalhugðarefni lians er kontrapunktískur nú- tímarit-háttur sem grundvöllur að þjóðlegu tón- máli. — Þessi stefna er ekki jafn augljós lijá Þórarni Jónssyni (f. 1900), sem var sjómaður á Austfjörðum áður en hann hóf músiknám i Reykjavík hjá Ernst Schacht og í Berlín hjá Friedrich Ernst Koch. Smekkvísleg, óbrotin hljómsetning er á sönglögum hans (t. d. Heið- bláa fjólan mín fríða) og óáleitinn, nærri því þagmælskur kontrapunktur i orgelsónötu hans. Ennfremur má nefna kóra með hljómsveit og tvöfalda fúgu fyrir sólófiðlu yfir töfraformúl- una B-A-C-H. Þórarinn liélt hljómleika með eigin verkum 1936 og 1940 í Berlin, þar sem hann var búsettur í 25 ár. Karl Otto Runólfsson (f. 1900) var i tónsmíði nemandi F. Mixa. Hann dregur upp áhrifaríkar stcmmningar í karlakórsverkum sínum Föru- mannaflokkar þeysa og Nú sigla svörtu skipin. Með einföldum tónendurtekningum, eins og í Den farende Svend, tekst honum oft að ná vel hlæ þjóðlagsins. Önnur verk hans eru m. a. fiölusónata, trompetsónata, orkestursvítan Á krossgötum og þjóðlagaútsetningar. Hann raðar gjarna saman hugmyndum sínum að epískum hætti, oft með snöggri hljómskiptingu í frjáls- lega syngjandi formi. Markús Kristjánsson (1902—31) stundaði eins og margir aðrir íslenzkir tónlistarmenn nám í Sr. Iialldór Jónsson. Sigfús Einarsson. píanóleik i Leipzig. Mikill fengur er íslenzkri músík að sönglögum hans, sem vitna um sjald- gæfan þroska ungs manns, er dó aðeins 29 ára gamall. Flestir kannast við Bikarinn og Gott er sjúkum að sofa. — Jafngamall Markúsi er Siguringi Eiríkur Hjörleifsson (f. 1902). Við Tónlistarskólann í Reykjavik lagði hann stund á tónfræðileg fög hjá F. Mixa og V. Urbancic. Furðuhljótt hefir verið um þennan hlédræga höfund, sem samið hefir m. a. 16 konsertvalsa fyrir píanó, fjórradda kórfúgu Lofið guð, fiðlu- sónötu, strokkvartett og symfóníu í c-moll, sem her vott um leitandi ihygli gjörhuguls manns. — Á svipuðum leiðum er Árni Björnsson (f. 1905), sem naut sömu handleiðslu og Siguringi. 1 píanósónötu hans má greina dálæti höfundar- ins á Johannes Brahms, en annars aðhyllist hann þjóðleg sérkenni, enda hafði Guðlaug langamma hans leikið á langspil fyrir Jónas Hallgrímsson. Af tónverkum hans má nefna orkestur-svítu, svítu fyrir strokhljómsveit, lýð- veldiskantötu og 5 þjóðlög fyrir flautu og píanó. Árni nam flautuleik í Manchester í rúm tvö ár og var 1946—52 kennari í píanó- og flautuleik við Tónlistarskólann i Reykjavík. — Björn Franzson (f. 1906) stundaði tónfræðinám lijá F. Mixa og V. Urbancic í Reykjavik og próf. Melchers í Stokkhólmi. Eftir hann liggja aðal- lega sönglög, sem bera með sér vandvirkni í traustum hefðarstíl, Sigursveinn D. Kristinsson (f. 1911) liefir getið sér gott orð sem stjórnandi Tónskólans á SiglufirSi. Eftir hann liggja aðallega kórlög og antifóniskar mótettur með hógværu pólýfón- sniði, auk tóndrápunnar Draumur vetrarrjúp- unnar. — Skúli Halldórsson (f. 1914) er út- skrifaður frá Tónlistarskólanum i Reykjavik. Verk hans svo sem ballett- og orkestur-svítur, kórverk með hljómsveit og sönglög sýna létta hönd með sibreytilegum blæbrigðum. Með tíðum kvintfærslum leitast Iiann við að ná fram sam- Friðrik Bjarnason. Sigvaldi Kaldalóns. ræmi milli viðáttu hljóms og landslags. — Allt önnur er afstaða Jóns Þórarinssonar (f. 1917). Sem dyggur Hindemitli-nemandi lítur hann mjög upp til lærimeistara síns og ber réttilega mikla virðingu fyrir traustu, akademísku hand- verki hans. Kemur þetta, ásamt mikilli leikni i stefjavinnslu, einkar vel fram i fiðlu- og klarinettu-sónötum hans, píanósónatínu og orkesturlögum. Nokkur minni lög eru létt og eðlileg og velta engu vandamáli (Fuglinn í fjörunni). 1949 hlaut Jón Master-of-Arts-gráðu við Yale háskólann í New Haven í Bandarikj- unum. — Eina kventónskáldið í þessum hópi er Jórunn Viðar (1918). Sem útlærSur píanisti frá músíkháskólanum i Berlín hefir liún getið sér mikinn orðstir. Auk þess hefir hún m. a. skrifað tvo balletta, kvikmyndamúsík og fortónað Ólafs rímu Grænlendings eftir Einar Benediktsson fyrir kór og hljómsveit. — Lagsetningar hennar við þjóðvísur hafa á sér frískan blæ með líflegri framsögn. Magnús Blöndal Jóhannsson (f. 1.925) stund- aði músíknám í New York, m. a. hjá Bernhard Wagenaar. Frá hans hendi hafa komið sónata fyrir óbó og klarínettu, tvær pianósónötur, kammerkantata fyrir tvo sólósóprana, trompet og píanó o. fl. Hann beitir mishljómnum óspart, oft mjög nýstárlega, er hugmyndaríkur, en form- ið mætti stundum vera dálitlu fastara i sniSum. Eftir að Jón Nordal (f. 1926) hafði lokið próf- um sínum við Tónlistarskólann í Beykjavík stundaði hann framhaldstónsmiðanám hjá einu bezta tónskáldi Svisslendinga, Willy Burkhard í Ziirich. Orkestur-konsert hans, blásaratríó, þjóðlög fyrir hljómsveit og svíta fyrir fiSlu og píanó eru máske ekki sérstaklega einkennandi fyrir ísland, en þau eru ort af ærlegri glóð og kunnáttu listamanns, sem spáir góðu um fram- tíðina. Benjamín starfsbræðra sinna er liér Leifur Þórarinsson (f. 1934). Uppreisnarhugur gegn stirðnuðum venjum hefir löngum verið gott vegarnesti til að kanna ókunna stigu og stækka tjáningarsvið mannsins, án þess þó að forkasta með öllu gildu lögmáli arfs. Tónsmiðar þessa yngsta starfsbróður eru vafalaust spor í þessa átt. NIÐURLAG. Þessu yfirliti er þar með lokið. Framantaldir höfundar hafa allir, beint eða óbeint, lagt nokk- uð af mörkum til eflingar íslenzkri tónmennt. Skerfurinn frá hverjum einstökum er að vísii inisstór, en því fleiri stoðir, því styrkari bygg- ing. En framlag höfundanna eitt saman er ekki nóg. Hlutdeild fólksins er íslenzkri músík lífs- nauðsyn. En hún skapast gegnum uppeldi og lifandi tónkenningu. Æðsta hlutverk menningar er að efla gildi mannsins með ]>vi að þroska meðfædda hæfileika hans, vekja það sem sefur, rækta það, sem áður var eyðimörk. Músik er gildur þáttur menningar. Hér biða enn mikil verkefni óleyst. Enn vantar miklu meira af alls- kyns hljóðfærnm í landið, meiri og betri söng- og músíkkennslu i skólana, aukna heimilismúsík og síðast en ekki sizt fleiri blandaða kóra og hæfilegan hljómleikasal í höfuðborgina, sein enn er enginn til. Ilandverk er undanfari allrar listar. Allir geta í músík numið þetta handverk að vissu marki- Því fleiri sem öðlast tækifæri til að læra það. því betri jarðvegur skapast frjóu músíklífi, þvi betri og blómlegri list sprettur síðar upp úr þeim jarðvegi. 40 VÍSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.