Vísir - 14.12.1960, Qupperneq 41

Vísir - 14.12.1960, Qupperneq 41
HiestArétt jSitthvod um Forsaga og aðdragandi að stofnun Hæstaréttar. Á þjóSveldistímabili ís'lendinga 874—1262 var fullnaðarúrlausn allra dómsmála í hönd- um dómstólanna íslenzku á Alþingi við Öxará, fjórðungs dóma . og fimmtardóms, og það var ekki fyrr en eftir að ísland gekk Noregskon- ungi á hönd, að skjóta mátti íslenzkum dóms- raálum undir dóm erlendra dómstóla til síð- ustu úrlausnar. Mun heimild fyrir því að skjóta megi dómum lögmanna og lögréttunnar undir dóm konungs fyrst finnast eftir að Jóns- bók var lögtekin 1280, og skyldi hann skera úr málum manna með ráði „vitrustu manna“, en þar mun átt við íslendinga. í framkvæmd- inni varð þetta þó svo, að mál héðan, sem stefnt var til konungs, voru lögð undir ríkis- ráð hans, fyrst liið norska og síðar hið danska, og þannig farið með íslenzk dómsmál alla tíð þar til Hæstiréttur var stofnaður i Dan- mörku. Og þar sem konungur var forseti hans, varð það svo í framkvæmd, að Hæsti réttur Dana fór með æðsta dómsvald í íslenzk- um dómsmálum. Má um það deila, hvort þetta fyrirkomulag var að öllu leyti rétt að þá- gildandi lögum. Iin eftir að íslendingar fengu stjórnarskrána frá 1874 var það tvimælalaust Hæstiréttur Danmerkur, sem fór með æðsta dómsvaldið. í liuga almennings er það í dag svo sjálf- sagður hlutur, að íslenzkir dómarar dæmi í málum manna hér innanlands, að mörgum þeim, sem daglega eiga leið fram hjá dóms- lmsi Hæstaréttar við Lindargötu, kann að gleymast sú staðreynd, að í nærfellt 650 ár, eða liálfa sjöundu öld, var lokastig dómsvalds- ins þannig í höndum erlendra aðilja. Þeir sem við þetta ástand bjuggu fundu hinsvegar, bvar skórinn kreppti að fætinum, og þar sem það er jafnan snar þáttur í sjálfstæði hverrar þjóðar, að hún fari sjálf með dómsvald i málum þegna sinna, þá hlaut flutningur æðsta dómsvaldsins heim til íslands að verða einn ;>f þáttum íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu á 19. öld. Varð þar fremstur i flokki Benedikt Sveinsson liinn eldri, eitt sinn dómari í lands- yfirréttinum og þingskörungur mikill á sinni tíð. Flutti hann á Alþingi árið 1885 frumvarp þess efnis, að dómsvald Ilæstaréttar Dana í islenzkum málum skyldi úr lögum numið. Markaði liann stefnuna í framsöguræðu sinni, en Þar segir hann m. a.: „Það er ekki svo að skilja, að ég lýsi nokkru vantrausti til Hæstaréttar Danmerkur i sjálfu ser. En mitt traust nær ekki lengra en svo, að eigi sé ákjósanlegt eða liafandi af stjórnlagaástæðum að Hæstiréttur sé æðsti flómstóll landsins lengur en orðið er. Allar binar sömu ástæður, sem mæla með innlendri ■stjórn yfirhöfuð, mæla og með því, og það 1 ríkulegasta mæli sérstaklega, að hafa æðsta dómstól landsins i landinu sjálfu.“ Þetta frumvarp Benedikts náði þó ekki 1 am að ganga og ekki heldur frumvarp sama efnis, sem liann flutti á Alþingi 1891 ásamt Afmælisblað VlSIS Skúla Thoroddsen, en það frv. féll einnig, m. a. fyrir tilverknað hinna konungkjörnu þingmanna. Fundust þá menn, er eigi töldu íslendinga þess umkomna að fara með hið æðsta dómsvald, og mun þeirrar skoðunar reyndar líka hafa orðið vart siðar um það bil er Hæstiréttur íslands var stofnaður 1920. Á þingunum 1893 og 1895 voru hinsvegar samþykkt lög um heimflutning dómsvaldsins, en svo sem vænta niátti synjaði konungur þessum lögum staðfestingar. Enn var flutt frumvarp sama efnis á Alþingi 1897, sem eigi varð útrætt og lá málið nú niðri næstu 20 árin, enda andaðist aðalhvatamaður þessa máls á Alþingi, Benedikt Sveinsson, sumarið 1899. Vio sambandsslitin 1918 var mál þetta tek- ið upp að nýju og var svo kveðið á í 10. gr. sambandslaganna, að Hæstiréttur Danmerkur skyldi hafa á hendi æðsta dómsvald í íslenzk- um málum, þar til ísland kynni að ákveða að stofna æðsta dómstól í landinu sjálfu. Sumir munu þó bafa verið þeirrar skoðunar, að eigi hefði átt að taka þessa grein inn í sambands- lögin sjálf með þessum hætti, heldur hefði borið að skeyta henni við lögin sem viðbæti, en ýmsir Danir munu hinsvegar hafa gert sér vonir um að Hæstiréttur Danmerkur mundi fara áfram með dómsvald í ielenzkum málum, svo sem verið liafði. Var og það á- kvæði sett í nefnda 10. gr. sambandslaganna, að skipa skyldi íslending í eitt dóinarasæti þar, og átti það að koma til framkvæmda, þegar sæti losnaði næst i dóminum. Af hálfu íslendinga mun þetta ákvæði þó ekki hafa verið tekið svo hátíðlega, að það kæmi nokk- urntíma til umræðu, livaða íslending skyldi velja til dómstarfa hjá Dönum, enda voru þegar á næsta ári 1919 sett lög um stofnun Hæstaréttar íslands. Hlutu þau staðfestingu konungs hinn 6. okt. sama ár og gengu í gildi 1. janúar 1920. Hálfum öðrum mánuði síðar, eða liinn 16. janúar 1920 var Hæstiréttur sett- ur í fyrsta sinn með hátíðlegri athöfn. Hlýtur það ávallt að verða einn af merkisdögum þjóðarinnar er handhafar liins æðsta dóms- valds í máluin íslendinga settust aftur á rök- stóla í landinu sjálfu i umboði þjóðarinnar, eftir svo langa útlegð þessa valds i liöndum manna, sein hvorki skildu íslenzka tungu né þekktu íslenskan hugsunarhátt. Er það vel ráðið að Orator, félag laganema við Háskóla Islands, hefur gert þennan dag að liátíðisdegi sínum. Dómsvald Hæstaréttar Danmerkur var þó ekki strax endanlega úr sögunni, því sam- kvæmt hæstaréttarlögunum frá 1919 skyldu þau mál, sem skotið hafði verið til þess dóms, áður en lögin gengu í gildi, 1. jan. 1920, dæm- ast af Hæstarétti Danmerkur. Urðu þau mál þrjú talsins og voru aðiljar í einu þeirra, eigi ómerkari menn en Einar skáld Benediktsson og Gísli Sveinsson síðar alþingisforseti og sendiherra. Var síðasti dómur í íslenzku dóms- máli kveðinn upp í Hæstarétti Danmerkur liinn 1. des. 1921. Hæstiréttur arftaki Landsyfirréttarins. Með stofnun Hæstaréttar íslands árið 1920 varð sú breyting á dómaskipun landsins, að dómstigin, sem áður liöfðu verið þrjú, liér- aðsdómur —- landsyfirréttur — hæstiréttur — urðu nú aðeins tvö, þar sem Hæstiréttur ís- lands kom í staðinn fyrir efri dómsstigin tvö. í reynd varð breytingin þó ekki mikil, vegna þess að þcim dómum landsyfirréttarins, sem skotið var til Hæstaréttar Dana, hafði stöð- ugt farið fækkandi, enda naut landsyfirréttur- inn vaxandi trausts. Þannig hafði síðustu 30 árin, sem landsyfirrétturinn starfaði — 1890 til 1920, aðeins 4 af hverjum hundrað dómum hans verið áfrýjað til Hæstaréttar Danmerkur. Móti þessari hækkun dómstiganna kom liinsveg- ar það, að dómendur Hæstaréttar skyldu vera fimm, en landsyfirrétturinn var eigi skipaður nema þremur dómendum. Átti með þessu að teyggja þaS. að mál þau, er fyrir dóminn kæmu, fengju svo alhliða athugun sem kostur var á og dómar Hæstaréttar þannig því öruggari, sem fleiri gjörhyglir dómarar Iiefðu um hvert mál fjallað. Tólui samkvæmt þessu í upphafi sæti í Hæstarétti þeir þrir dómendur, sem þá sátu í landsyfirréttinum, Kristján Jónsson dóms- stjóri, Eggert Briem og Halldór Daníelsson, en auk þeirra komu í Hæstarétt þeir Lárus H. Bjarnason þáverandi prófessor og Páll Einars- son þá bæjarfógeti á Akureyri. Við þessi þáttaskil i réttarsögu íslands lauk langri og merkri starfssögu landsyfirréttarins. Hafði liann þá starfað i 119 ár, en liann var stofnaður árið 1800. Var liinn kunni laga- og framfaramaður Magnús Stepbensen fyrsti dóm- VÍSIR 50 ÁRA 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.