Vísir - 14.12.1960, Page 52

Vísir - 14.12.1960, Page 52
í verzluninni, að visu ekki á sama hátt og varð i fyrri heimsstyrjöldinni, er segja má að algjör bylting hafi orðið i verzlunarháttum landsmanna. En þáttaskil urðu að þvi leyti, að styrjöldin sleit þau verzlunarbönd, sem biiið var að knýta víða um lönd, sökum þess að aðgerðir ófriðaraðila bönnuðu eðlileg verzhmarviðskipti. Beindist nú verzlunin á ný til Norður-Ameríku og þeirra landa, sem ísland gat haft viðskipti við og ekki voru alveg lokuð vegna styrjaldarinnar í Evrópu. Miklir fjármunir streymdu inn í landið í sam- bandi við ófriðinn og ísland var eitt af þeim fáu löndum, sem segja má að öll ófriðarárin hafði haft nægilega vöruflutninga til landsins og skort fátt af því sem þjóðin þurfti til dag- legra þarfa. Vegna almennrar velmegunar jólcst mjög neyzlan í landinu á þessum árum, og þó allur innflutningur til landsins væri háður leyfum, vegna ófriðarins, var mikill vöxtur i verzluninni á öllum sviðum. Að visu var skömmtun á ýmsum vörum á styrjaldarár- unum, en óhætt mun þó að segja, að aldrei liafi skort hér neitt veruíéga, þó að af sumum væri talið að skömmtunin væri nokkuð naum. Reynslan með skömmtun til almennings á ýmsum vörum hefur reynst illa bæði hér og annarsstaðar og leitt af sér óæskilega verzlun- arhætti, og svartan markað, sem er jafnan sjúkleiki i efnahagskerfi hverrar þjóðar. Eftir heimsstyrjöldina 1939—45 og allt fram til ársins 1950 hélzt þenzlan i viðskiptunum, sem svo leiddi af sér mikla verðbólgu. Var svo kom- ið 1947—1948 að verðbólgan var farin að segja til sín á ýmsum sviðum, svo að við mikla erfiðleika var að stríða í öllu efnahagslífi landsins. Breytt um stefnu. Sýnilegt var að breyta þurfti um stefnu í efnahags- og viðskiptamálum, til þess að stöðva verðbólguna og auka frjálsræði í verzl- un og viðskiptum eins og flest lönd í Vestur- Evrópu unnu þá að. Á árunum 1950—52 var hér skömmtun að mestu leyti afnumin og frjálsræði í verzlun- inni aukið meira en þekkst hafði siðan 1930. En sökum þess að ekki tókst að stöðva verð- bólguna, var aftur þrengt að verzluninni smám saman og svo var haftastefna tekin upp á ný 1956. Aftur var svo breytt um stefnu í byrjun árs 1960 og öflug tilraun gerð til þess að létta höftunum af verzluninni með það fyrir augum, að landið gæti i nálægri framtið orðið hlutgengur aðili í frjálsu viðskiptakerfi Vestur- Evrópu. Er það von flestra, sem frjálsræði unna, að þessi tilraun megi takast. Af ])essu stutta yfirliti má sjá, að á ýmsu hefur gengið í verzlun landsmanna, siðan Is- lendingar sjálfir tóku verzlunarreksturinn algerlega í sínar hendur. Þetta er saga mikilla erfiðleika, breytinga og hraðfara þróunar, enda er tímabilið frá 1910—'1960 mesta bylt- inga- og framfaratímabii, sem yfir heiminn hefur gengið. Þótt íslenzka verzlunarstéttin væri ung að árum og hefði stutta reynslu samanborið við verzlunarstéttir annara menn- ingarþjóða, stóðst lnin eldraun þessa byltingar- tímabils og sýndi liæfni og manndóm í starfi sinu, sem seint verður metið að verðleikum. Þó að þetta yfirlit gefi í stórum dráttum nokkra hugmynd um hinn breytilega feril verzlunarrekstursins á árunum 1910—1960 er ekki hægt að gera sér grein fyrir hinum mikla vexti í öllum greinum, sem þróun verzlunar- innar liafði í för með sér, nema með því að bera saman tölur um innflutning á ýmsum timum. Þegar slíkur samanburður er gerður, verður að hafa í liuga að fólksfjöldinn á þessu tímabili hefur tvöfaldast. Að vísu er vöxtur- inn i utanríkisviðskiptunum lilutfallslega meiri en fólksfjölgunin, en sá mismunur sem þar er á, ætti að sýna nokkurn veginn í livaða lilut- falli kj'ör þjóðarinnar hafa batnað á tímabilinu. Innfhitningurinn og reynzlan. Eini áreiðanlegi samanburðurinn sem hægt er að gera, er i þyngd innflutningsins. Verð- mæti í krónutali hefur verið háð svo miklum u " 1 i -------- 11 .... 1910 1920 1930 1940 1950 1958 breytingum, að erfitt er að fá réttan saman- burð. Ég mun því halda mig við þunga inn- llutningsins en ekki verðmæti og bera saman 1910 og 1958. En þeir sem vilja sjá hvernig breytingarnar fara fram frá einum áratug til annars geta séð það á þeim töflum, sem hér eru birtar. Árið 1910 var innflutningsþunginn 140 þúsund tonn, en 1958 var hann 683 þús- und tonn og hafði því næstum fimmfaldast. Mest hefur aukningin orðið síðustu tvo ára- tugina. Hlutfallið i aukningu innflutningsins á ýmsum vörutegundum, sem þjóðin hefur notað til neyzlu, klæðnaðar, bygginga og menn- ingar liefur þó verið miklu meiri. Skal hér talin aukning í þunga innflutnings nokkurra vörutegunda, eins og innflutningurinn var 1958 samanborið við 1910. Aukning. Hveitimjöl, ........................ 370% Ávextir og grænmeti, .............. 1190% Pappír,............................ 8500% Álnavara,........................... 620% Trjáviður, ......................... 350% Sement, ............................7400% Þessi gífurlega aukning á ofangreindum vöru- tegundum gefur nokkra hugmynd um þá miklu breytingu sem hefur orðið á kjörum þjóðar- innar umrætt tímabil Aukningin á neyzlu hinna „klassisku“ mun- aðarvara á hvert mannsbarn í landinu, hefur orðið talsverð en ekki neitt svipað því sem liefur orðið á ýmsum öðrum vörum. Aukningin síðan 1910 virðist vera þessi: Kaffi 40%, sykur 95%, tóbak 60%, vínandi 90%. Verður varla annað sagt, en að þetta sé hófleg aukning borið saman við breytinguna á kjörum þjóð- arinnar. Frá einangrun til heimsviðskipta. Ég gat þess í upphafi þessarar greinar, að 1910 hafi viðskiptalönd íslendinga verið fimm að tölu. Þetta útaf fyrir sig sýnir, að verzlunin var þá á frumstigi og veitti ekki landsmönnum þau hlunnindi í vöruverði og vöruvali, sem þjóðin hafði hina mestu þörf fyrir. Hagkvæm og heilbrigð verzlun leiðir af sér almenna velmegun, ef aðrir atvinnuvegir eru einnig í réttu liorfi. Þó er verzlunin oft undirstaða blómlegs atvinnulífs. Á 50 árum hefur viðskiptalöndunum fjölgað úr fimm í 34 (1959). Fátt sýnir betur þróun verzlunarinnar þetta tímabil. í stað þess að hafa viðskiptasambönd i fáum nágrannalönd- um 1910 ná nú viðskipti fslendinga um allan heim, eins og uppdráttur sá ber með sér, sem hér er sýndur. Vörurnar eru keyptar beint frá framleiðslulöndunum, þar sem verðið er hagkvæmast eða þar sem innkaupin geta bezt greitt fyrir sölu framleiðsluvara landsins. Utanrikisverzlunin hefur á hálfrar aldar tímabili breyzt frá viðskiptaeinangrun í heims- viðskipti Innan iárntjalds og ntan. -Verzlun landsins við aðrar þjóðir hefur eðlilega tekið miklum breytingum á liálfri öld. Ýmsar ástæður hafa valdið því, að viðskiptin hafa fluzt frá einu landi til annars. Heims- styrjaldir hafa geisað nálega fimmta hluta þessa timabils og sundrað viðskiptakerfi heimsins meðan þær stóðu yfir. En ef litið er á þau tímabil, sem hægt hef- ur verið að halda uppi ótrufluðum viðskiptum vegna ófriðar, kemur í ljós að nokkuð stöðug viðskipti hafa haldist fram til 1939 við okkar elstu viðskipta lönd og ætið hafa haldist tals- verð viðskipti við Danmörku, þó hin fornu bönd hafi rofnað. Það er ekki ófróðlegt að athuga hvernig lilutdeild hinna elstu viðskiptalanda okkar hefur verið i utanríkisverzluninni undan- farin fimmtíu ár. Innflutningur. 1910 1920 1930 1940 1958 % % % % % Danmörk 43,0 31,9 28,1 21,8 9,6 Bretland 32,5 38,7 26,9 24,3 10,7 Noregur 9,2 2,7 10,8 9,2 2,6 Svíþjóð 1,6 4,0 4,8 7,6 2,3 Þýzkaland 9,2 2,3 15,9 16,2 13,9 Samtals 95,5% 79,6% 86,5% 79,1% 39,1' Eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hefur mikil breyting orðið á viðskiptunum. Árið 1958 er innflutningurinn mestur frá tveimur löndum: Rússlandi, með 17,4% og Bandaríkj- unum með 13,8% af heildar-innflutningnum. Innflutningurinn til landsins skiptist nú í þrjú gjaldeyrissvæði: Sterling greiðslusvæðið 44,1% 1958. Dollara-svæðið 14,8% — Vöruskiptasvæðið 41,1% — Af vöruskiptasvæðinu, sem hefur 41,1%, eru 31,8% frá Rússlandi og öðrum kommúnista- ríkjum í Austur-Evrópu. Eins og sakir standa má telja að um þriðjungur innflutningsins komi nú frá þessum löndum, sem eru stórir kaupendur á ýmsum útflutningsvörum lands- manna. Þátttakan í verzluninni. Þegar þess er gætt, að 1910 var mann- fjöldi i landinu talinn 85 þúsund, en mun nú vera nálægt 170, er eðlilegt að mikil aukning hafi orðið i verzluninni af þeim sökum. En að sjálfsögðu hafa viðskiptin aukizt með batn- andi kjörum þjóðarinnar. Talið er að 1910 hafi verið 422 verzlanir á öllu landinu. Árið 52 VÍSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.