Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 57

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 57
kartöflur 100 tunnur (100), rófur 100 tunnur, korn þroskaSist ekki en var í 1 ha. Dráttar- vélar 6 (6), þar af ein jarSýta, nýrækt 8 ha." Mikið er umbreytt, traktörarnir og nýræktin talar sínu málí, og þó segja þessar tölur fæst um það. Með traktorunum fylgir allur venjulegur vélbúnaður til jarðvinnslu og heyskapar, sem eigi þarf að telja, þar á meðal hið nýjasta á þeim sviðum s. s. traktorvögur, sláttutætir og saxblásari til þess að koma grasi í votheys-turnana tvo er byggðir voru 1950. Mjaltavélar i fjósi, súgþurrkunartæki i hlöðum, bílar, kælivélar i kjallara, allt er þetta sjálfsagt, svo og eigin rafstöð, byggð 1937, smá- stöð við lítið vatn, en síðar — 1951 — önnur stærri, 50 kw. Er ég segi að allt sé þetta sjálf- sagt styðst það þeim sannindum, að hin sama framför og breyting er svo víða á býlum bænda, engu minni. Þannig er einnig um húsa- kost aukinn og bættan eftir þörfum bús og skóla. Engu ákveðnu marki er náð, ennþá eru möguleikar til mikillar framvindu fyrir hendi á Hólum, og svo er á flestum bújörðum þessa lands, og það sem meira er, á bændaskólunum báðum er þörf mikilla byggingaframkvæmda, ef skólarnir eiga að eflast til áhrifa til jafns við framfarirnar hjá bændunum, og til þess að vera í fararbroddi. Þetta er' ekki undarlegt þegar þess er gætt að aðalskólahúsið á Hvann- sem vel mátti geymast hefir sópast á brott svo að skaði er að , t. d. prentsmiðjurústirnar gömlu. Þannig fer þegar mikið er gert, svo sem ég sagði í upphafi máls míns. En gamli bær- inn stendur- og minnir á það sem var, sannar getu þjóðarinnar að búa við frumstæða hætti, og getu hennar að nema landið og byggja svo að allt verði breytt — að mestu til góðs. Árin um 1910, eins og ég man þau i æskudal mínum Hjaltadalnum, tæknin og úrræðin þá, eða skorturinn á tækni og úrræðaleysið, ef vér viljum heldur segja það þannig, saman- borið við það sem nú er, og sjá má framundan, er mikið Guðspjall og Fjallræða hverjum þeim er eyru hefir til að heyra og augu til að sjá. Hvað er um að tala þótt eitthvað blási á móti, úr norðan átt? Hvað er um að tala þótt ein- hverjir örðugleikar steðji að? Er það ekki leikur einn og karlmennska að herða ólina og axla byrgðar þótt þyngist — í bili — ef svo ber undir, nú, þegar bændastéttin er búin aS reyna mátt sinn og megin og gjafmildi is- lenzkrar moldar, i það ríkum mæli, að feður vora og mæður gat aldrei dreymt um neitt því líkt. Árið 1910, undirristuspaðinn, tað- kvörnin, ljárin, hrífan, reipin og reiðingurinn. Vélaeign Búnaðarsambands Skagfirðinga hin síðustu ár og framkvæmdir. 6 beltatraktorar, 2 hjólatraktorar og skurðgrafa, og með þessu III. Tímabilið 1910—1960 fellur í huga mínum i þrjá kafla, þannig: Árin 1910—1920, árin 1920—1940 og loks árin 1940—1960. Á árunum 1910—1920 gerðist fljótt á litið ekki mikið á sviði búskapar. Nánar að gáð bólar þó á ýmsum nýgræðingi, sem hinsvegar er lágur i lofti og virðist skorta skilyrði til eðlilegs þroska. Vilji til framkvæmda er þar, en honum er þröngur stakkur skorinn. Áður nefndi ég steinhúsin á bændaskólun- um. Hin fyrstu lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri voru sett 1907, og Gunnlaugur Kristmundsson tekur til starfa. Árið 1910 eru komnar þrjár sandgræðslugirðingar: á Reykj- um á Skeiðum, í Þykkvabæ og í Kaldaðarnesi. C. E. Flensborg starfar að skógræktarmálum á sumrum 1900—1906 og friSar fyrstu svæðin á Hallormsstað og Vöglum. Þvi miður bar þjóðin ekki gæfu til að njóta starfa þessa mæta manns lengur. A. F. Kofoed-Hansen tekur svo við sem fastráðinn skógræktarstjóri 1907. Sláttuvélar eru farnar að ná nokkurri út- breiSslu, en nær eingöngu á engjajörSum. Tvö sumur, 1909 og 1910 ferðast Jón Jónatansson á sláttuvél um Árnessýslu, Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýshi og kennir bændum að slá. Það markar tímamót í búnaðartækninni sunn- anlands á þeim árum. Árið 1911 pantar kaup- ARIN MÍN OG ARIN ÞÍN eftir ÁRNA G. EYLANDS eyri og frá 1910 og tilsvarandi hús á Hólum frá 1910 og 1926. Vart mun finnast það góðbýli á landi voru er ekki hefir verið endurnýjað að húsum eftir 1910. Það þarf að byggja á bændaskólunum báðum, og það ekkert smá- ræSi, það þarf að byggja fyrir tugi milljóna, svo að þessar menntastofnanir bændanna séu við hæfi. Eldri tölur um ræktun og heyfeng á Hólum eru mjög til skýringar á þvi og til dæmis um hvað skeð hefir. Sumarið 1901 er taðan talin 1012 hestar en úthey 1105 hestar. Árin 1931— 35 er töðufengur talinn 1980 hestar að meðal- tali en úthey 870 hestar. Og svo er þeirra alvarlegu tíðinda að minnast að kalárið mikla 1918 fengust ekki nema 300 hestar af Hólatúni. Slíkt þurfa hinir ungu ræktunarmenn aS vita, fátt sýnir betur hversu vandasamt er og viðamikið um kröfur til kunnáttu, að vera ræktunarbóndi á íslandi. Hólamenn hafa 8 ha í ræktun 1959, þess eru dæmi að einstakir bændur eru jafn stór- taekir, svo stórra taka er sjaldnast þörf, og ef til vill eru þau ekki heppileg með öllu, en það getur staSið þannig á spori, og nú er þetta vandalítið, með þeirri tækni sem ráð eru á. Bestu áveituengjarnar sem voru á Hólum eru orðnar að túni, gömlu beðasléttararnir eru horfnir, orfin og ljáirnir eru úr sögunni, enginn ræðst í kaupavinnu til að nota slík tól. Sumt jarðvinnsluverkfæri margskonar, til og með Skerpiplógar, plógherfi og jarðtætar. Nýrækt- un 1953—55 700,7 ha, en 1956—59 um 1014 ha. Framræsla i svo miklum mæli að á 10 bernskuárum skurðgrafanna, 1942—51 eru gerðir í Firðinum skurðir sem eru 176,7 km aS lengd og 666 565 rúmmetrar. En á árunum 1952—59, þegar skurðgröfureksturinn var kom- inn til meiri þroska, er grafiS alls i. Skaga- firSi sem nemur 649,7 km og 2 347 572 rúm- metrum . Það er ekki út í bláinn að framræsla mýranna sé farin aS hafa áhrif á veðurfarið á vorin, minni svell á mýrlendi svo að auðnar fyrr er vorar. Ég stóS undrandi um stund er formaSur Búnaðarsambands SkagfirSinga Kristján Karlsson skólastjóri á Hólum benti mér á þetta sem kenningu og staSreynd. Nú hefi ég haldiS mig viS Hóla, Hjaltadal og SkagafjörS um sinn, ekki af því aS þar sé neitt framar öSrum meginsveitum landsins, er litið er yfir liðin 50 ár. Jafnvel má segja með nokkrum sanni, að Skagfirðingar hafi um sumt farið seinna og hægar af stað en bændur í öSrum sveitum, svo er t. d. um aS hýsa býli sín vel og vandlega. Af þessu „sein- læti" SkagfirSinga leiddi hinsvegar þaS gott, aS þeir eignuSust betri og meiri hús margir hverjir heldur en ella hefSi orSið. Nú er mál að skilja við Skagafjörð og líta nokkuð almennara yfir. félagið Ingólfur 30 sláttuvélar „og fengu færri en vildu." Þá eru taldar vera um 100 sláttuvél- ar alls á landinu, „flestar þeirra sunnanlands." Magnús Þorláksson byrjar búskap á Blika- stöðum i Mosfellssveit vorið 1909. Það er við- burður, sökum þess að Magnús velur sér jörð og ræSst til að starfa meS þaðákveðna mark i huga að búa ræktunarbúskap, og framkvæmir ætlun sína svo glæsilega að hann eykur töðu- fall á jörðinni úr 80 hestum 1909 í 2000 hesta 1942 er hann fellur frá. Magnús gerir ræktun- ina manna fyrstur að mikilli heimilisvinnu og ákveSinni búsönn. Hann vinnur allt meS hestum og af eigin rammleik, einnig eftir aS traktorarnir koma til sögunnar. Á VífilsstöSum tekur Þorleifur GuSmundsson viS bústjórn áriS 1916 og og stefnir aS miklum ræktunarbúskap. ASal ræktunarátök hans eru þó ekki unnin fyrr en 1920 og næstu ár, allt til þess er Þorleifur féll frá 1925. Þorleifur lætur ræsa fram Vetrarmýrina 25 ha svæSi, þar eru grafnir um 23 500 rúmmetrar, allt meS hand- afli. Verkinu er lokiS 1922. Svo tæti ég mýrina með þúfnabana vorið 1922 og það er sáð í hana alla. Slíkt var einstæð túnrækt á þeim árum. Töðufall á Vífilsstöðum var 63 hestar árið 1916, 250 hestar 1920 en 1360 hestar árið 1925. Vélræktunin, þúfnabaninn, leysti ræktun- armálið á Wilsstöðum, én grundvöllurinn va4 lagSur og stefnan mörkuS þegar á fyrsta bú- Afmælisblað VÍSIS VÍSIR 50 ÁRA 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.