Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 59

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 59
Hólar i Hjaltadal. skaparári Þorleifs Guðmundssonar. Hin síð- ustu ár sín teflir hann bókstaflega við dauðann um að rækta tún, að því marki er hann ætlaði sér og taldi viðunandi á Vífilsstöðum. Þannig skeður ýmislegt athyglisvert i rækt- unarmálum og búskap á öðrum tug aldarinnar. Mest allt er það í beinu samhengi við vakn- ingu þá í búnaði, sem óneitanlega átti sér stað á fyrsta áratug aldarinnar, og hefst með stofn- un Ræktunarfélags Norðurlands og bændanám- skeiðunum, sem farið er að efna til við Bænda- skólana og viðar. Árið 1905 kveður Guðmundur á Sandi til Ræklunarfélagsins: Gjörvöll landsins fen og flóa, fúakeldur, holt og móa á að láta grasi gróa, gera að túni alla jörð, jafnvel holt og blásin börð. Bændurnir tóku þessa ræktunarhvöt bóndans á Sandi norður við íshafið til söngs og fram- kvæmda. Nokkrir í miklum mæli, eftir því sem aðstæður leyfðu, hjá flestum var viljinn nieiri en getan og allur þorri bænda var þá enn bundinn við þúfurnar og vöntun afls og orku og gat litlu um þokað. Svo fór fram yfir- leitt tvo fyrstu tugi aldarinnar. Árið 1900 er stærð túna talin vera 16 933 ha, 1910 18 593 ha og 1920 22 031 ha. — Nýrækt 1911 er um 125 ha, árið 1920 er hún ekki nema • 73,7 ha og fór minnkandi frá 1913—1918. Enn ræður útheyskapurinn mestu um bú- stærð bænda. Ar 1900 1910 1920 En þess er að minnast að árið 1920 eimir enn eftir af kalárinu mikla 1918. Búfjáreignin er i samræmi viS þetta. Á árun- um 1910—1920 fækkar nautgripum heldur en hitt (25 978, og 23 497). Sauðféð stendur í stað (578 634, og 578 768) en hestum fjölgar, eru 44 815 árið 1910 en 50 645 árið 1920. Um mjólk- urframleiðsluna er þannig ástatt, aS þaS er mjólkurskortur í hinum vaxandi höfuSstaS á árunum kringum 1920. Þessi ár eru þó tiS smjörbúanna. Hið fyrsta er stofnaS áriS 1900, áriS 1906 eru þau orSin 34 og framleiSa 127, Töðufengur Úthey hestar hestar 538 000 1 036 000 553 000 1 145 000 512 000 1 129 000 500 kg. af smjöri, 1912 hefir búunum fækkaS niður í 31 en framleiðslan hefir aukist í 184, 500 kg. Úr því dregst þessi starfsemi saman svo að 1918 eru smjörbúin ekki nema 12 og framleiðslan ekki nema 30 smálestir. Þetta var samt merkileg viðleitni og framsókn i bú- skapnum. Nýjar þarfir og ný viðhorf báru fram bætt og stærri úrræði, mjólkurbúin koma í stað smjörbúanna. Mjólkurfélag Reykjavíkur er stofnað 1917 og kemur sér upp mjólkurstöð 1920. Mjólkurfélagið Mjöll í Borgarfirði byggir skála á Beigalda i Borgarhreppi árið 1919 og kemur þar fyrir vélum til rjómaniðursuðu. Það er hinn fyrsti mjólkuriðnaður. Sláturfélag Suðurlands er stofnað 1907 og hefst til áhrifa. Búnaðarsamböndin hefjast einn- ' ig til áhrifa um þessar mundir. Búnaðarsam- band Austurlands stofnað 1904, Bsb. VestfjarSa 1907, Bsb. SuSurlands 1908, Bsb. BorgarfjarSar 1910 og Bsb. Kjalarnesþings 1912. Fram til 1910 er ekki nema einn dýralæknir starfandi á landinu, með búsetu í Reykjavík, en það ár bætist annar við með búsetu á Akureyri. Það rofar til í búskapnum á þessum áratug, vakandi menn leita sér vega, en skortir margt til þess að skriður komist á framkvæmdirnar. Það sem mest skortir, til þess aS gera meira en að þoka ræktuninnni áfram hægum fetum, er áburður og tækni, en án stóraukinnar rækt- unar situr i raun og veru allt við hið sama í sveitunum. IV. Félag bjartsýnna manna á Akranesi kaupir fyrsta traktorinn og fær til landsins 1918. Ekki varð sú tilraun að verulegu gagni, vélin vann vel i flögum en henni reyndist ofraun að plægja seigt land sem eigi hafði áSur verið rótaS við. ÁriS 1917 stofnuðu Skeiðamenn áveitufélag og vinna hefst við framkvæmd áveitunnar. Flóaáveitufélagið er stofnað 1918 en fram- kvæmdir við þá áveitu hefjast ekki fyrr en 1922. Árið 1919 er keypt' skurðgrafa til þess aS grafa aSalskurS Skeiðaáveitunnar ag síSar aSalskurS Flóaáveitunnar. SamhliSa gröfunni voru keyptir frá Ameríku 2 beltatraktorar og sá þriðji og fjórði um haustið sama ár og næsta vor, að Laxárnesi í Kjós og til Akureyrar. Skurðgrafan vann mikið svo sem ætlað var, en markaði eigi önnur spor i framræslumál- unum. Traktorarnir urðu að litlu liði viS jarð- vinnslu, en voru fremur notaðir til annars. í sambandi við stóráveitur þessar er mikils aS minnast. Hinn danski verkfræSingur Thal- bitzer gerSi áætlanir um flóaáveituna 1906__ 1907. Hann dvaldist þá um tvo mánuði á landi hér og kynntist staðháttum. í áætlun sinni um áveituna segir hann ákveðið aS það verði á- reiðanlega ekki hægt að fá vinnuafl innan- lands til þess að vinna verkið, það verði aS flytja inn verkamenn frá útlöndum, til þess að því verði komiS í verk aS grafa áveitu- skurSina á 2—3 árum. Svo dauft fannst verk- fræðingi þessum þá yfir Suðurlandi, svo litla trú hafði hann á framkvæmdasemi og verk- legri getu íslenzkra bænda, var Thalbitzer þó mætur maður og velviljaSur. Fimmtán árum síðar er verkið hafið undir stjórn Jóns Þor- lákssonar, því var lokið aS mestu á 5 árum, það reynist enginn erfiðleiki að fá vinnuafí til þess að grafa. Mest eru það heimamenn á Suðurlandsundirlendinu sem stinga um 440 þús. rúmmetra upp' úr skurSum, sem eru um 300 km aS lengd, á þessum árum. Og þetta er gert án þess að sjáanlegt sé aS önnur störf séu vanrækt á nokkurn hátt. Þetta er mikill viS- burður i nýsköpunarsögu hins ísl. landbún- aðar. Gröfturinn í Flóanum sýndi svo að ekki var um að villast, að bændurnir gátu valdið miklu við aS bæta jarSir sínar. öll svartsýni var óþörf. í raun ag veru biðu bænd- urnir aðeins eftir betri tækjum og mikilvirkari en rekunni, hnausakvíslinni og undirristu- spaðanum. Biðin varð ekki löng. Árið 1919 ræðst Sigurður Sigurðsson skólastjóri á Hólum að Búnaðarfélagi fslands, fyrst sem formaður félagsins, síðar sem framkvæmdastjóri. Þá verða þáttaskil. Hann hafSi stofnaS Ræktunar- félag Norðurlands fyrir NorSlendinga og með þeim. Nú var að hafa landið allt undir. Sig- urður kemur til leiðar, að efnt er til Búsáhalda- sýningar i Reykjavík vorið 1921. Sýningin varð ekki eins mikil og góð eins og til var ætlast. Það ár skall yfir kreppa er náði til bú- skapar eigi síður en annars, og sem eigi varð fyrir séð er ákvörðun um sýninguna var tekin 1919. Kreppa sú dró mjög úr sýningunni, samt er hún allmikill viðburður. En sama ár skeður annað meira af vðldum SigurSar og B. í., og var raunar þáttur sýningarinnar, eSa í sambandi viS hana. Þúfnabaninn er keyptur til landsins. Fyrst einn til Reykjavikur eSa Sunnanlands 1921, og annar til Akureyrar 1922, Ræktun með vélaafli er hafin. Notkun hinna stóru, þungu og miklu véla, sem nefndir voru hinu táknræna nafni Þúfna- banar, mishepnaSist í raun og veru, not þeirra urSu skammvinn viS ræktun islenzkrar jarðar. Slíkt er ekki að undra, því að þann veg fór einnig i öðrum löndum, þar sem vélar þessar voru teknar i notkun. Samt var þúfnabana- vinnan bijlting. Tilraunin varð dýr, svo að B. í. riðaði við, en hvað um þaS. Eftir á sást betur en þá var hægt aS sjá, aS þúfnabanaflögin voru upphaf nýs landnáms, jafnvel þau sem ekki komust í rækt — slíkt var til — vegna vönt- unar á framræslu eSa fyrir aSrar sakir. Á stöku stað spruttu upp viðir vellir eftir þúfnabanana. Vífilsstaðamýrin 1922, svo sem fyrr er sagt. Vorið 1923 tætum við 25 ha spildu á kotbýl- inu Korpúlfsstöðum, sem Thor Jensen hafði þá tekið til ræktunar. Slikar ræktunarspildur voru áður óþekkt og óhugsanlegt fyrirbæri. Aldrei hafði slík vorönn veriS unnin á íslenzku býli. Árin 1921—24 eru tættir 323,5 ha með þúfnabana í nágrenni Reykjavíkur, og árin 1922—23 um 100 ha í nágrenni Akureyrar. Ein minning frá ræktunarstarfinu á Korp- úlfsstöSum voriS 1923. Er vinnan hófst gekk okkur Gunnl. Gunnlaugssyni fremur treglega, þúfnabaninn var ekki i góSu lagi, smábilanir nær daglega og tafir svo aS litið miðaði áfram verkinu. Thor kom upp eftir daglega og leit eftir, sagði fátt, en ég skildi vel aS hann var ekki sem ánægSastur og kveið þvi aS settu marki yrSi ekki náS, aS koma spildunni i rækt- un þá um vorið, það er að fullvinna landið og sá í það. Ég gat engu lofað en taldi góða von um að vinnslunni yrði lokið i tæka tið. Svo fór Thor Jensen úr bænum mig minnir vestur að Haffjarðará. Baninn komst i lag, Afmælisblað VlSIS VlSIR 50 ÁRA 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.