Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 61

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 61
okkur fór að ganga betur, litum sjaldan á klukkuna, unnum stanzlaust eða þvi sem næst, og hölluðum okkur útaf á milli þúfna til skiptis. Spildan, þessir 25 ha voru fullunnir meira en nógu snemma undir sáningu. Dag- inn sem við lukum vinnslunni sendi ég Thor Jensen símskeyti svohljóðandi: „Búnir" — og ekkert meir. Síðar varð ég þess fyllilega var hve mjög honum var þetta að skapi. meiri efndir en loforð, og engar málalengingar í kringum það. Vorið 1920 kaupir B. í. fjórhjólaðan traktor og vagna með honum, en engin jarðvinnslu- tæki. Var helst í ráði að gera tilraun að nota þessi tæki við þungavöruflutninga á vegum. Ekkert varð þó úr því, og traktorinn komst ekki í notkun. Þegar sáningu hafra var lokið á Korpúlfsstöðum vorið 1923 stóð til að láta þar við sitja, og mylda sáðkornið alls ekki niður. Slíkt gat gengið, ef vel viðraði til spír- unar, en ekki fannst mér þetta viðunandi. Tók ég þá traktor B. í. upp eftir, tjaslaði aftan í hann tveim diskaherfum — venjulegum hesta- herfum — og herfaði yfir flögin öll og moldaði kornið. Þetta var hin fyrsta jarðvinnsla með traktor á íslandi sem nokkru nam og kom að fullum notum. í sömu kviðunni gerðum við tilraun að plægja mýri með traktornum, og notuðum stóran hestaplóg, sem maður gekk og stjórnaði, eins og við venjulega plægingu með hestum. Þetta voru spor í rétta átt, gangan var hafin að vinna að nýrækt með traktorum. Traktor B. í. fór ekki aftur frá Korpúlfsstöðum, en var notaður þar á margan hátt og brátt var bætt við öðrum af sömu gerð. Það varð að gefast upp við þúfnabana- vinnuna, en traktorarnir tóku við. Árið 1926 veitir B. í. tveimur búnaðarfélögum styrk til þess að kaupa traktor. Árið 1928 fá 6 félög lán úr Vélasjóði, sem þá var tekin til starfa, til traktorkaupa, og árin 1931—32 18 félög. Traktorvinnan setur algerlega svip sinn á nýræktarstörfin. Hitt er svo annað mál, að framan af var verkfærakostur við vinnsluna oft fátæklegur og tæknin frumstæð, miðað við það sem nú er völ á og þykir sjálfsagt. Árið 1931 er talið að búnaðarfélög og bændur eigi um 80 traktora, sem notaðir eru mest- megnis við nýræktun. Mörgu var ábótavant við jarðvinnslu og ræktun um þessar mundir, en það miðaði áfram, leið var fundin til þess að eyða þýfinu i túnunum og til þess að stækka þau. Upp úr 1930 skellur aftur yfir kreppa sem mjög mæðir á bændum, flest dregst saman, en traktorarnir voru það sem forðaði frá al- gerðri kyrrstöðu í jarðræktinni. STS hefst handa um útvegun og sölu búvéla 1927. Sala traktora hjá SÍS sýnir Ijóslega hverju fram fór um þessar mundir og hve fast kreppan svarf að og slæfði þá sókn sem hafin var. SÍS selur 7 traktora 1929, 17 1930 og 19 1931, en siðan engan traktor fyrr en 1935, °g þá aðeins einn, annan 1938, og þann þriðja 1939. Svo er aftur kyrrstaða til 1942. Þetta er auðvitað ekki allt kreppunni að kenna, segja má að traktoraþörfinni væri að nokkru full- nægt 1931, eins og traktoraeigninni var þá komið, og eins og notkun traktoranna var þá háttað, þeir notaðir eingöngu við félagsvinnu á vegum búnaðarfélaganna. Traktorinn er enn ekki orðinn heimilistæki. Jarðræktarlögin eru sett 1923, samþykkt á Alþingi 7. maí. Þá er brotið blað, lagður grund- völlur að því að rækta svo um muni. Sigurður Sigurðsson átti manna mest aðild að setningu laganna og naut við fylgis margra röskra manna. Undir niðri voru jarðræktarlögin að verulegu leyti beint framhald tilraunarinnar með þúfnabanana. Ljóst var að mikils þurfti með. Framlag ríkisins til jarðabóta var lítil- fjörlegt, aðeins nafnið, 36—37 aurar á dags- verk árið 1920. I erindi sem ég flutti á Akureyri í ársbyrjun 1922 sýndi ég fram á, að það þyrfti að rækta Um 13 200 ha af nýjum túnum, til þess að losna við lélegan og erfiðan útheysskap. Þetta þyrfti að rækta á næstunni, til viðbótar þeim 22 625 ha af túnum sem þá voru í rækt. En það virtist þá vera hvorki meira né minna en 179 ára verk, með þeim seinagangi sem verið hafði í ræktunarframkvæmdum undan- farin ár. Og svo var þessi „áætlun" min ekkert lokamark, fjarri því, það þurfti að gera meira en að rækta til þess að losna við erfiðan og dýran útheysskap, það þurfti auðvitað að rækta til þess að auka framleiðsluna og það stórlega. Bændurnir fengu jarðræktarlögin og þeir tóku vel við þeim. Á árunum 1916—20 eru túnasléttur og ný- rækt að meðaltali 245 ha á ári, en 1909 ha. á ári á árunum 1926—30. Árið 1931 kemst nýræktin upp i 1466 ha og helst yfir 1000 ha. á ári til og með 1934. Eftir það minkar skriður- inn nokkuð um skeið, svo að á árunum 1930— 40 er nýrækt og túnasléttur ekki nema 940 ha að meðaltali á ári. Má það samt gott heita, þvi að túnasléttur fóru minkandi af eðlilegum ástæðum, margir bændur búnir að slétta tún sín. Tölur er sýna stærð túnanria eru alltaf ó- ábyggilegar, en talið er að túnin sem 1920 voru talin rúmlega 22 þús. ha, voru orðin tæplega 36 þús. ha 1940. Tölur um heyfeng tala sannara mál. Árin 1921—25 var töðufeng- ur 647 þús. hestar að meðaltali á ári og úthey 1 039 þús. hestar, en á árunum 1936—40 er taðan 1 158 þús. hestar og útheyið 1 089 þús. hestar að meðaltali á ári. Þörfin á aukinni framleiðslu knýr svo fast á að seint geugur að minnka útheysskapinn, þrátt fyrir stóraukna túnrækt og töðufall. Tímabilið 1920—1940 er ekki eingöngu tíma- bil hjólatraktoranna við ræktunarstörf, þó að þeir leysi hestana mjög af hólmi við nýrækt- un og túnasléttur, fjarri fer því. Þáttur hest- anna við ræktun og búskap er lika mikill á þessum árum. Vélakaup bændanna vitna best um það, og um leið vitna þau um mikla við- leitni að nota þá — takmörkuðu — tækni sem þá var völ á. Á árunum 1927, er búvélasala SJS hefst, til 1939, selur deild sú er þá sölu hafði með höndum 895 hestplóga, þar af 180 þegar mest var, árið 1929. Á sömu árum selur deildin 1520 herfi, þar af eru fáir tugir traktor- herfi, en aðallega eru það hestaherfi. Þetta er mjög mikið samanborið við þá kyrrstöðu sem áður var á þessu sviði. Eigi fer minna fyrir viðleitninni að koma hestunum að við hey- skapinn. Fram að 1920 er notkun sláttuvél- anna nær eingöngu bundin við engjaheyskap- jnn — véltækjar engjar. Bændur voru alls ekki farnir að ná tökum á því almennt að slá túnin með vélum. Á þessu verður nú breyting til batnaðar. Árið 1925 hefst innflutningur sænsk- ra Herkúlessláttuvéla á ný, en þær vélar höfðu reunar verið fluttar inn lítilsháttar frá þvi 1904, er Brynjólfur H. Bjarnason flutti inn fyrstu vélina af þeirri gerð. En nú eru vélarnar betur búnar við íslenzka staðhætti, heldur en þær sem áður höfðu verið fluttar inn, af mis- munandi gerðum, og túnin orðin sléttari. Bænd- ur fara að slá tún sín með vélum. Árin 1925—26 útvegaði ég 37 bændum slíkar Herkúles-sláttu- vélar, það var litil byrjun, en á árunum 1927—• 39 selur SÍS 2035 hestasláttuvélar, megnið af því Herkúles. Sláttur túna með vélum er orð- inn algengur. Rakstrarvélar fara einnig að ryðja sér til rúms. Fyrstu góðu rakstrarvélar- nar (með stífum tindum) eru fluttar inn 1926, til reynslu, en svo koma þær alfarið 1931—39, 970 vélar á þeim árum. Verr gengur að fá nothæfar snúningsvélar. Fyrsta múgavélin kemur 1928. Sala snúningsvéla og múgavéla er ekki nema 170 vélar árin 1927—39. Lengst kemst tæknin við heyskapinn á þess- um árum þegar farið er að slá með traktor og viðtengdri sláttuvél. Jóhannes Reykdal á Setbergi ryður þar brautina og kaupir sér tvihjóla Centaur-traktor 1927, sat sláttumað- ur á hinni viðtengdu sláttuvél, er slegið var með slíkum traktor. Tveimur árum síðar kaup- ir Thor Jensen sér samskonar traktor og siðar þrjá til viðbótar, og notar við allan heyskap á Korpúlfsstöðum. Sjötti traktorinn af þessari gerð, og þannig búinn til vinnu, er keyptur að Jódísarstöðum i Eyjafirði 1934. Er stríðið skellur á 1939 er sjálfkippt fót- um undan búvélakeupum bænda, kemur það fram 1940 og 41, en lagast svo dálítið næstu ár, þótt enginn kraftur komist á vélakaupin aftur fyrr er 1945. Þessari lægð ollu erfiðleik- arnir við að fá búvélar, en enganveginn að bændur héldu að sér höndum með öllu. Það gerist meira en að bændur kaupi sér búvélar og rækti jörð. Ein syndin býður ann- ari heim og þannig er það lika með ræktun- ina, ein framför kallar á aðra. Mjólkurbúin taka algerlega við af smjör- búunum gömlu. Fyrsta fullkomna mjólkur- búið er byggt á Akureyri 1928 og svo koma þau hvert af öðru, á Selfossi 1929, í Hvera- gerði 1930 og sama ár nýtt mjólkurbú i Reykja- vík, í stað mjólkurstöðvarinnar frá 1920, sem þótti góð þá, en nú var orðin algerlega ófull- nægjandi, enda hafði íbúum Reykjavikur fjölgað úr 17 679 1920 í 28 052 1930. í Borg- arnesi er byggt mjólkurbú 1932, a Sauðár- króki 1935. Mjólkursamsalan tekur til starfa í Reykjavík 1935. Jóhannes Reykdal kaupir sér mjaltavélar 1927 og sama ár eru settar upp mjaltavélar á Vífilsstöðum. Nokkrir bændur fleiri fá sér mjaltavélar á næstu árum, en ekki «v:;::íw:#;«v.::wxí:k /.V//.vWJfá?ss/y/..\.\.y,.-J Þúfnabaninn að vinnu á Kleppi. Mennirnir aftan á eru Sigurður Sigurðsson búnaðarmála- stjóri og- Guðjón Guðlaugsson. Maðurinn, sem stendur í hjólinu, er Karl Guðmundsson lög- reglumaður. Afmælisblað VÍSIS VÍSIR 50 ÁRA 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.