Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 62

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 62
nær sú tækni verulegri útbreiðslu um sinn, olli því þá mest skortur á rafurmagni, það var óvíða fyrir hendi. Ilræktun í gróðurhúsum festir nú rætur, fyrsta gróðurhúsið er byggt 1924, en árið 1940 eru gróðurhús talin vera um 77 000 fermetrar. Garðyrkjuskólinn er stofnaður 1936, Grænmet- isverzlun ríkisins 1936, Áburðarsala rikisins 1929. Bæði urðu þessi verzlunarfyrirtæki bændum að miklu liði, en þó sérstaklega Á- burðarsalan, án tilbúins áburðar var hin aiikna ræktun óhugsandi. Atvinnudeild háskólans er stofnuð 1929 og búnaðardeild hennar, sem virkur aðili við framvinduna í búnaði. Til- raunabúið á Sámstöðum er stofnað 1927, sem arftaki Gróðrarstöðvarinnar gömlu í Reykja- vík, sem þar hafði starfað við litla landkosti allt frá 1899. Á Sámstöðum hefir nú verið ræktáð korn í áratugi með svo góðum árangri að það ætti sannarlega að nægja til þess að sýna og sanna bændum í lágsveitunum á Suð- vesturlandi hvað til þeirra friðar heyrir í því máli. Það lifnar nokkuð yfir sandgræðslu og skóg- rækt á þessu tímabili, en þó ekki að ráði fyrr en í lok þess og um og eftir 1940. Árið 1939 er fjárveiting til sandgræðslu enn eigi nema kr. 37 000 og til skóggræðslu kr. 38 800, það er álíka mikið í hvorn stað eins og þá kostaði að byggja sæmilegt einbýlishús i Reykjavik, eða vart svo mikið. Þegar mikið er gert og meira stendur til, fer aldrei hjá því að mistök verða á einu eður öðru, bæði frá hendi þeirra sem stjórna fram- sókninni, og hjá þeim sem að henni vinna á eigin görðum. Svo varð og á tímabili þessu. Mörg smærri mistök eru ekki þess verð að þeirra sé minnst. En það áttu sér einnig stað mistók sem drógu þann dilk á eftir sér, aS þau eru enn ógleymd og verða lengi. Hinn misheppnaði innflutningur minka, holdanauta og karakúlfjársins er svartur blett- ur í búnaðarsögu þessa tímabils. VI. Loks er tímabilið 1940—1960. Þessi ár eru svo nærri oss öllum að ætla mætti að þar mætti fara fljótt yfir sögu, ungir sem eldri viti full deili á þvi sem skeð hefir á sviði búnaðar á þessum árum. Samt er eigi svo, breytingarnar i búskapnum hafa verið svo örar og byltinga- kenndar á þessum 20 árum, að þeir sem eru nú innan við fermingu verða að kynnast sumu af því sem var venjulegt fyrir tuttugu árum sem fornmenjum i gamla bænum i Glaumbæ eða á annan hátt. í fyrra bað norskur áhuga- maður mig að reyna aS útvega fornmenjasafni einu, sem hann hefir afskipti af, islenzkan reiðing albúinn með klyfbera og gjörðum. Hann sagðist hafa snúið sér til mjög merkra aðila á íslandi með þessa malaleitun sina, en án árangurs, svörin voru á þá leið að það væri lítt hugsandi að komast yfir slíka hluti framar. Mér brá er ég heyrði þetta, mest við það að mér skyldi ekki vera þetta ljóst, hafði mér sézt yfir ár af ævi minni? Það eru ekki mörg ár siðan ég síðast tók mynd af heybandslest, það er ekki langt síðan ég sá um 20 klyfbera í röð á skemmuvegg austur i Holtum, og nú eru þessi tæki orðin vandfengnir safnmunir. Það er sannarlega ekki að undrast þótt börnin, sem sitja nú á skólabekkjum, viti fátt um það sem var á æskudögum feðra þeirra og mæðra. Timabilið 1940—1960 er, að þvi er tekur til ræktunar og búskapar í sveitum landsins, að minu mati fyrst og fremst timabil hinna stóru tæknitaka, tímabil heimilistraktoranna, skurð- gröfunnar og jarðýtunnar — og tilbúna áburð- arins. Skal nú stiklað á stóru. Áður var sagt frá sláttutraktorunum á Set- bergi, Korpúlfsstöðum og Jódísarstöðum 1927 —34. Annars eru traktorarnir sem komnir eru í not fyrir striðið félagseign og notaðir mest til að vinna land til ræktunar. Árin 1940 og 41 eru dauð ár, stríðið truflar. Árin 1942—44 mjatlast samt inn nokkrir hjólatraktorar til sömu nota, alls 40 vélar af gerðinni Internati- onal W-4. En það sem er mest um vert er, að árið 1944 hefst hjá Búnaðardeild SÍS inn- flutningur minni fjórhjólatraktora til heimilis- 62 nota, að stærð og búnaði voru þeir mest mið- aðir við heyskaparstörfin, en minna við venju- lega nýræktarvinnu. Þetta ár koma aðeins 13 slíkir traktorar, en þeir dreifast nokkuð um landið, í Húnaþing, Eyjafjörð, N.-Þingeyjar- sýslu, V.-Skaftafellssýslu, Vestmannaeyjar, Árnessýslu (Þingvallasveit), Gullbringusýslu og Kjósarsýslu. Þetta var næg kynning, beiðnir um slikar vélar til heimilisnota fóru að berast. Það leyndi sér ekki að hér vorum vér á réttri leið, sem sýsluðum við þennan innflutning. Sncmma árs 1945 fór ég vestur um haf á veg- um Nýbyggingarráðs, til þess að greiða fyrir innflutningi búvéla, sérstaklega traktora, en þá var mjög erfitt að fá slíkar vélar afgreiddar til íslands, „réttur" íslendinga til þess að fá traktora var sama og enginn, samkvæmt þeim reglum sem settar höfðu verið í Bandarikjunum um þá hluti. Þetta tókst betur en á horfðist. Ég fékk handa Búnaðárdeild SÍS 199 hjóla- traktora og 7 beltatraktora með ýtubúnaði (jarðýtur). Þetta var sá mesti og djarfasti inn- flutningur búvéla sem nokkru sinni hafði átt sér stað. Af þessu voru 174 traktorar af gerð- inní Farmall A, 16—18 ha. vélar, allar með viðtengdum sláttuvélum. Það tekur þvi naum- ast að nefna það að áriS áður, 1944, sendi þá- verandi landbúnaðarráðherra sérstakan erind- reka vestur til þess að kaupa álitlegar búvélar' til reynslu. Hann keypti meðal annars 2 Far- mall-vélar, önnur var nákvæmlega samskonar eins og þær 174 sem ég fékk handa SÍS, eií hin var lítið eitt stærri. Þessar tvær vélar ráðuneytisins komu til landsins vorið 1945 samtímis vélunum, sem ég samdi um kaup á. Heildarinnflutningur traktora þetta ár . varS þannig 201 hjólatraktor og 7 jarðýtur, en um þær ræði ég siðar. Farmall A vélarnar dreifðust nú um landið, fóru í allar sýslur nema Norður-Múlasýslu. Hve stórir hlutir þetta voru i raun og veru og hvernig bændur tóku þessari nýbreytni, má sjá af því að i árslok 1945,. er ég lét af störfum sem framkvæmdastjóri Búnaðardeild- ar SÍS, voru komnar til deildarinnar beiðnir um á sjöunda hundrað Farmall A traktora með sláttuvélum, til afgreiðslu næsta vor. En þá fékk deildin raunar ekki nema 200 vélar, hinsvegar bætti litið eitt úr, að þá fluttu önn- ur fyrirtæki einnig inn nokkra traktora af svipaðri stærð, alls 39 vélar. Sem dæmi þess hvernig Farmall A traktorunum var tekið sumarið 1945 vil ég geta þess, að einn traktor fór i Þykkvabæinn í Rangárvallas. Hann var ekki nema nýtekinn i notkun er okkur bárust beiðnir um 13 traktora úr byggðarlaginu. Svo heldur skriðan áfram, á árunum 1942 —59 eru alls fluttir inn um 5 200 hjólatraktorar, mest 1955 727 traktorar, minnst 1950 21 trakt- or. -Hve mjög traktornotkunin grípur inn i heyskapinn sést best á þvi að i árslok 1958 eru bændur búnir að kaupa um 4 755 traktor- sláttuvélar, um 2 150 múgavélar traktordregnar, o. s. frv., og i fyrra og i ár hefir drjúgum bæzt við, enda eru vélarnar sem fyrst voru keyptar auðvitað farnar að ganga úr sér. Tala heyvinnuvéla segir heldur ekki alla sögu, si- fellt koma nýjar og betri vélar til sögunnar, og á það meðal annars mjög við um múga- vélarnar sem nú þykja hinar allra nauðsyn- legustu vélar við heyskapinn. Hin síðustu ár hafa Ferguson traktorarnir verið efstir á skrá um innflutning, að þvi er til tölunnar kemur. Hin stærri gerð þeirra, svo og innflutningur viðameiri traktora ann- arra t. d. Fordson, er i samræmi við þær stað- reyndir, að nú eru allmargir bændur farnir að komast upp á að vinna mikið að nýrækt og endurræktun túna með eigin vélakosti, i stað þess að fá allt slíkt unnið i umferða- vinnu, svo sem víða lengi var. Til þess þurfa þei'r stærri og sterkari traktora heldur en þá sem áður voru mest keyptir. Er þetta gleði- leg þróun. Þeim bændum fjölgar einnig, er ekki komast af með minna en tvo traktora á búi, og þá hentar vel að hafa annan minni til sláttar og minni verka, en hinn stærri til jarðvinnslu og þungadráttar. VlSIR 50 ÁRA VII. Þó að átök véla við ræktUnina á árunum i kringum 1930 og á fjórða tug aldarinnar væru góð, var eitt sem mjög amaði að, tafði ganginn og olli oft lakari árangri en gott var. Hið sama kom raunar mjög í ljós á þúfnabana- árunum. —¦ Það stóð á framræslunni. ÖU fram- ræsla til túnræktar var unnin með handafli, þó að tekist hefði aS grafa aðalskurði Skeiða- áveitunnar og Flóaáveitunnar með stórvirkri gröfu og sömuleiðis mikla skurði i Staðar- og Víkurmýrum i Skagafirði, i Safamýri og i Arnarbælisforum i Ölfusi með stórri flotgröfu, var sá hnútur óleystur að fá vélar til þess að leysa handaflið af hólmi við framræslu til túnræktar. Stórvirki höfðu verið unnin við framræslu með handafli, við Skeiðaáveituna, Flóaáveit- una i Vífilsstaðamýrinni og við framræslu á Korpúlfsstöðum. Vaskir menn unnu á þessum stöðum mest í ákvæðisvinnu. Á tímabili var grafið mjög mikið af hnausaræsum, sérstak- lega vil ég nefna Kristófer Grímsson, héraðs- ráðunaut, sem um skeið vann manna mest og skipulegast að slíkri framræslu, með flokk manna bæði á ræktunarlöndum við Reykjavík og á Korpúlfsstöðum. En málið var ekki leyst með þessu. Senn var ljóst að vinnuafl fékkst ekki, og var of dýrt, til þess að ræsa fram ræktunarlönd svo um munaði, og aðrar rækt- ræktunaraðgerðir kröfðust, en úrræði voru ekki fundin. Á ferð minni um Bandarikin og Kanada 1939 sá ég i fyrsta sinn unnið að framræslu (og vegagerð) með skurðgröfu með dragskóflu, (Dragline Excavator). Ég sannfærðist þá um að slíkar vélar væru fyllilega nothæfar til framræslu heima, sérstaklega við að ræsa fram „venjulegar" mýrar til túnræktar, að opnum skurðum. Slík notkun véla af þess- ari gerð var þá enn eigi tíðkuð á Norðurlönd- um. Þar urðum við íslendingar brautryðjendur. Fyrir árslok 1939 var fengið tilboð i ameríska skurðgröfu með dragskóflu, en allt strandaði á vöntun gjaldeyris og þeim truflunum er striðið olli. Málið leystist eigi fyrr en 1941, þá skorar fjárveitingarnefnd Alþingis á rikis- stjórnina „að reynt verði til þrautar að festa kaup á einni skurðgröfu til landþurrkunar". Að baki þessarar tillögu stóðu aðgerðir Bún- aðarþings í málinu, og orðalag hennar vitnar á skemmtilegan hátt um hug manna og þörf á framkvæmd. Keyptar voru 2 vélar frá Eng- landi, þær komu til landsins vorið 1942 og tóku til starfa, önnur í Staðarbyggðarmýrum i Eyjafirði, hin í Garðaflóa við Akranes. Vinn- an í Garðaflóa skar úr um nothæfi vélanna við framræslu til túnræktar. Svo þarf ekki að rekja þa sögu, hún er öllum kunn. f Bún- aðarskýrslum árin 1955— 57, sem eru nýlega komnar út segir svo: „Árin 1942—51 voru grafnir með skurð- gröfum skurðir, er voru alls 2 383 138 lengdar- m. og 8 362 848 rúmm., árin 1952—54 2 179 414 lengdarm. og 8 9241,82 rúmm., og loks árin 1955—57 2 583 460 lengdarm. og 11 476 825 rúmm. Alls höfðu þannig verið grafnir i árs- lok 1957 skurðgröfuskurðir, er voru 7 1M 012 lengdarmetrar og 28 763 855 rúmmetrar". Ég býst við að það séu tiltölulega fáir menn, aðrir en þeir sem hafa með þessar fram- kvæmdir að gera, sem gera sér grein fyrir því hver risaframkvæmd þetta er, — 7146 kílómetrar af opnum skurðum sem yfirleitt eru þriggja metra breiðir og tveggja metra djúpir. Ef bætt er við því sem grafið hefir verið tvö síðustu árin 1889 305 lengdarm. og 8 177 765 rúmm. er lengd skurðanna álika og nemur siglingaleiðinni til New York og heim aftur. Þetta hófst með gröfunum tveimur 1942, en hin síðustu ár hafa um 50 gröfur verið að verki. Að þetta hefir verið hægt og framkvæmd byggist að mjög verulegu leyti á aðstoð rikisins. Árið 1942 — sama árið og framkvæmdirnar hófust — fól þáverandi landbúnaðarráðherra Ólafur Thors oss i Verkfæranefad „aS semja nýjar og ákveðnar reglur um notkun þeirra skurðgrafa er ríkið á." „Reglurnar" sömdum vér sem breyting á jarðræktarlögunum. Tillögurnar voru sam- Afmælisblað VlSIS I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.