Vísir - 14.12.1960, Side 63

Vísir - 14.12.1960, Side 63
þykktar sem lög á Alþingi 26. marz 1943. Þar með er ákveðið að framlag til framræslu með skurðgröfum skuli vera 1/3 kostnaðar. Árið 1950 var framlag rikisins hækkað i 50% kostn- aðar. og 1955 í 65% kostnaðar. Megnið af þessari framræslu er vegna tún- ræktar, þótt mikið liafi einnig verið grafið til engjabóta, t. d. i Staðarbyggðarmýrum, Þing- inu og Arnarbælisforum. Nú stendur ekki á framræslunni, hún er góðum fetum á undan ræktuninni eins og vera ber, það sem umfram er verður víða til mikilla hagabóta, og það er lagt í sjóð vegna ræktunar á komandi árum. Reykvikingar og aðrir þeir sem lítið þekkja til búskapar, en sjá á ferðum um landið að binir vélgröfnu skurðir eru víða farnir að setja svip á sveitirnar, ættu að hugleiða það, að þar sjá þeir búnaðarvinnu sem þolir að mælast á mælikvarða hvaða þjóðar sem er, svo mikið er hér að gert. Framræslan er á undan ræktuninni, og fljót- íega komu í kjölfar skurðgrafanna jarðvinnslu- vélar sem sóttu fast á, svo að ekki hallaðist á um afköstin; það voru jarðýturnar og það sem þeim fylgdi. Jarðýtu sá ég líka fyrst að starfi í Ameriku 1939, í Manitoba í Kanada, eins og gröfurnar. Mér var þá engan veginn ljóst hvert undra- verkfæri þar var að verki, hvort tveggja var að hugurinn snérist meira um framræsluna og að jarðýtur voru þá tiltölulega nýjar vélar, og litt kunnar að minnsta kosti sem búvélar og ræktunartæki. Ekki var komið nema skammt áleiðis með gröftinn í Garðaflóa sumarið 1942 er vér i Verkfæranefnd fórum að velta því fyrir oss hvernig takast mætti, með kleifum kostnaði, að færa út hinn míkla ruðning sem kom upp úr skurðunum. Þá minntist ég jarðýtunnar sem ég sá vinna fyrir norðan Winnipeg sumar- ið 1939. Pantaðir voru tveir beltatraktorar International TD-9 með ýtubúnaði Þessar tvær jarðýtur komu til landsins um mitt sumar 1943. Aðra tók Verkfæranefnd til sinna til- raunanota, en hina keypti djarfur maður Sig- fús Öfjörð i Norðurkoti í Flóa. Þann 14. ágúst var tekið til starfa i Garðaflóa að færa út skurðruðninga með ýtu Verkfæranefndar. Þann dag tel ég merkisdag í sögu ræktunar og mannvirkjagerðar á íslandi, svo viða og stórkostlega hafa jarðýturnar gripið niður síðustu fimmtán árin, svo frá séu talin tvö fyrstu árin meðan menn voru að átta sig á því hvílíkt „stórveldi" hér gekk að verki. Fljótt var tekið til að brjóta land með beitatraktorunum, með ýmsu móti, stundum notuð ýta til að stýfa af þúfunum, stundum plægt og stundum aðeins herfað, leitað var verkfæra sem hentuðu og þau fengust betri og betri og stórvirkari stig af stigi, unz hin mikilvirkustu plógherfi voru fengin, hið fyrsta 1951, og Skerpiplógurinn til djúpplægingar 1953. Jarðýturnar fóru mjög með jörðu hin fyrstu ár, erfiðleikar að fá þær til landsins i lok striðsins og fyrst á eftir, samt var út- breiðsla þeirra sæmilega ör. Árið 1943 koma þær fyrstu þrjár, 1945 fær SÍS 15 ýtur, 16 1946 og það ár fara einnig önnur fyrirtæki að flytja inn beltatraktora með ýtuútbúnaði. Nú eiga ræktunarsamböndin um 160 jarðýtur, það er mikil eign, mikið afl að beita við rækt- un og aðrar framkvæmdir, en víða koma jarð- ýturnar við. Jarðýtur eru margar i eigu ann- ara aðila, verktaka, Vegagerðar rikisins, sýslu- félaga einstakra manna o. s. frv., svo sem alls staðar má sjá. VIII. Þjóðarbúið kallaði á ræktun og framleiðssu, glöggir menn sáu það, skurðgröfurnar og jarð- ýturnar kölluðu á skipulag við átökin. Árið 1945 eru samþykkt lög um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir i sveitum. Hafði þá- verandi landbúnaðarráðherra Pétur Magnús- son mesta forgöngu um það. Heitið er 50% framlagi úr ríkissjóði til kaupa á stór- virkum ræktunarvélum, ef bændur skipa sér 1 ræktunarsambönd við framkvæmdirnar. Ræktunarsambönd eru stofnuð, þau kaupa Land brotið til rœktunar með Skerpiplóg. vélar og taka til starfa. hið fyrsta ræktunar- samband — Skagfirðinga — fær samþykkt sína staðfesta 20 marz 1946. Það ár eru stofnuð 15 ræktunarsambönd, 1947 21, 1948 8 1949 14 o« 1950 4 ræktunarsambönd. Nú eru þessi sambönd alls 65, og ná um þátttöku til 5 454 jarða, en um framkvæmd til mun fleiri, þvi að vélar sambandanna vinna utan eigin svæða fyrir bændur i þeim fáu sveitum sem ekki eru innan samtakanna. Þannig má heita að landið allt sé skipulagt i ræktunarsambönd, og um leið um ræktunarframkvæmdir. — Og verkin tala i tölum. ýrækt og sléttur: 01—05 var hin árl. nýrækt og túnasl 16—20 — — — — — — 36—40 — — — — — — 145 er nýrækt og túnasléttur •ið 1947 kemsl nýr. og túnasl. i rsta sinn yfir 2000 lia á ári og er þá •ið 1951 kemst nýr. og túnasl. i rsta sinn yfir 3000 ha og er þá 158 er nýrækt og túnasléttur 159 er nýræktin ails um í túnasléttur eru þá svo að segja llnar niður, voru þá aðeins 198 ha 445 ha 940 ha 1400 ha 2052 ha 3141 ha 3855 ha 4500 ha 87 2 ha Heyskapur: Ár Taða Úthey meðaltal, þús. hestar þús. hestar 1901—05. 524 1102 1916—20 513 1176 1936—40 1158 1098 1951—55 1986 650 1957 2949 385 1958 2750 447 1959 ca. 3200 ca. 300 Stærð túna er talin: Árið 1900 16 933 ha _ 1910 18 593 — _ 1920 22 031 — _ 1940 35 973 — _ 1958 66 900 — Allar eru tölur þessar um stærð túnanna æði óvissar. Þeir þættir garðyrlcju sem aður voru megm atriði eru verr á vegi staddir. Enn eru fluttar inn kartöflur í nokkuð miklum mæli til þess að fullnægja þörfinni, og ræktunm er sizt meiri en hún var á stríðsárunum. Ræktun oulrófna dregst stórum saman, og er íllt til þess að vita. Árið 1957 er rófnauppskeran ekki nema 4 905 tunnur og er það um þnðj- ungur þess er var á árunum 1900 1910. VÍSIR 50 ÁRA Kálræktinni miðar hinsvegar áfram og rækt- un káltegunda hefir að nokkru komið i stað gulrófnaræktunarinnar áður. Stærð gróðurhúsa er nú talin vera um 90 000 fermetrar. Árið 1958 nam ræktun tómata um 325 smál. og gúrkna um 150 smál. Mjólkurfr amleiðsla: 1940 tóku 7 mjólkurbú á móti 18,32 milj. 1 1950 — 8 ' _ _ _ 37,77 milj. 1 1958 — 10 _ — — 69,16 milj. 1 1959 — 13 _ — _ 69,63 milj. 1 Árið 1935 er mjólkurframleiðslan öll talin 49,3 milj. lítra, en árið 1958 98,5 milj. lítra. Árið 1929 er Mjólkurbú Flóamanna byggt og það tekur á móti 1,45 milj. kg af mjólk árið 1930, en nú nær 30 miljónum lítra á ári. Búpeningur: Sauðfénu stórfækkaði um skeið vegna kara- kúlsjúkdómanna. Þótt eigi sé unninn fullur sigur á þeim fjölgar fénu nú ört, óg liefir aldrei verið fleira, áætlað að síðastliðinn vet- ur hafði verið á fóðrum yfir 800 þús. fjár. Hrossunum fækkar, en fremur hægt, þvi að enn halda margir dauðahaldi í þá von að hrossarækt, að fornum útigangshætti, eigi framtið fyrir sér og sé réttmæt. Hitt gengur erfiðlegar að festa i háttum, að gera hrossa- rækt og hrossaeign að ánægjuauði, er bæti fólkinu i sveitunum meira en upp, það sem það missir og fram hjá þvi fer af íþrótta- og skemmtanalífi kaupstaðanna. í fardögum 1911 voru lirossin 43 879 en í árslok 1957 33 055. Nautpeningi fjölgar jafnt og þétt, svo sem mjólluirframleiðslan sýnir Ijóslega. Árið 1911 voru nautgripir 25 982, 1957 49 036. Hvernig þetta helst í hendur við fjölgun fólks í landinu sést best á því, að árið 1911 kemur 31 naut- gripur á 100 manns en 1957 29 nautgripir. Geitfé er alveg að hverfa, loðdýrarækt lögð niður, svinarækt lítil en þó fullnægir hún eftirspurn eftir svinakjöti, sem er litil saman- borið við aðrar þjóðir, hænsnaræktin og eggja- framleiðslan er eftir þörfum, þó er framleiðsla hænsnakjöts til matar engin að heita má. Þó að ræktun hinna síðustu ára beri hajzt, og það sem af henni flýtur, mætti á fleira minnast, sem hefir orðið hlunnur undir bætt- um búnaði. Súgþurrkun var fyrst reynd á Vífilsstöðum 1947, nú er talið að um 2 500 bændúr noti súgþurrkun. Votheysgerð hefir aukist en ekki að því márki sem vænta mætti, turnar, saxblásarar og sláttutætar hafa komið þar til sögunnar á stærri búum. Landnám ríkisins tók til starfa með auknum háttum 1944 og vegur á móti því sem fer i eyði af jörðum á afskekktum stöðum og eigi verður við gert, Afmælisblað VÍSIS 63
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.