Vísir - 14.12.1960, Side 64

Vísir - 14.12.1960, Side 64
en 1950 töldust um 5 700 byggðar jarðir á land- inu. Flestir bændabæir komnir í vegasamband, sími alls staðar. Með rafurmagn gengur hægar, en miðar þó áfram. Talið er að nú liafi 3031 býli not af rafurmagni, þar af 2056 frá almenningsveitum, 535 frá einka vatns- aflsstöðvum, og 440 frá mótorstöðvum. Áburð- prverksmiðja er byggð og tekur til starfa 1944, það er mikill viðburður í ræktunarmálum, þótt gallar séu á þeirri framkvæmd og betur hefði mátt gera án aukins kostnaðar. Stéttarsam- band bænda er skipulagt 1945. Það ásamt Bún- aðarfélagi íslands byggir nú Höll bændanna í Reykjavík. Framhaldsnám i búnaði hefst á Hvanneyri 1947, með það fyrir aúgum að mennta svo búfræðinga innanlands, að þeir geti valdið því að mestu, að leiðbeina bændum í búnaði, svo sem með þarf. Skógrækt og sandgræðsla færir mjög út kvíarnar. Búnaðarbankinn var stofnaður 1929, mikinn þátt hefir liann átt i því að kleift hefir reynst að gera það sem gert liefir verið. Þó hefir löng- um verið fjár vant, það ekki hrokkið til, og er það nokkuð að vonum, svo ört hefir gengið fram margt það er kostar peninga. Vel má vera að gangurinn liafi stundum verið meiri en efni leyfðu og hyggilegt var. En vandi er að dæma hvað dýrast var fyrir þjóðina, að fram- kvæma meira en geta virtist til, eða láta ógert. Hvað um það, jákvæð liugsun lofar liamingjuna fyrir að jákvæðir hlutir hafa gerst. Er þá einn hlutur ónefndur, og ekki sá minnsti, það eru byggingarnar í sveitunum, nú búa flestir bænd- ur i mannsæmandi íbúðum með skyldulið sitt, svo var eigi fyrir 50 árum. Hið sama er um búfénaðinn, þeim fjölgar ört býlunum, og eru að verða i vænum meiri hluta þar sem vel og prýðilega er hýst yfir fólk og fénað. IX. Höll bændanna er eigi fullgerð, þar skortir mikið á, en hún verður byggð að fullu. Ég er einn af þeim sem mjög hafa dregið í efa að þar sé rétt að staðið að byggja svo viða- mikið fyrir starfsemi Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda. Sú skoðun mín er aukaatriði i því sambandi, Höllin rís að fullu. Umbætur þær, sem bændur hafa með höndum og framfarir þær sem þeir vinna að eru ekki fullgerðar, þar skortir einnig mikið á. Nánar athugað er það svo, að þessum verkum bænd- anna verður aldrei lokið né þau á enda kljáð. Það er heill bændanna og gæfa þjóðarinnar, að liafa gert mikið en eiga þó ærið ógert, gnótt góðra verkefna. Hvað er framundan, livað kallar mest að? Væri ég maður til þess að svara því, myndi ég sennilega ekki dvelja álengdar fjarri? Þá væri ég liðtækur á starfs- stöðvunum. En þótt mér sé um megn að svara þessum spurningum, get ég með fáum orðum drepið á örfá atriði. Að rækta meira? Já auðvitað verður haldið áfram að rækta, tækin eru til. í fyrrasumar gengu óþurrkar á Suðurlandi. Afleiðing, flytja varð inn smjör frá Danmörku. Það er bæði óliætt og þörf að halda áfram að rækta — með forsjá, og þó er ef til vill ennþá meiri nauðsyn aS bæta ræktunina. Ekki eingöngu með því að kýla meiri tilbúnum áburði á túnin, eins og mjög hefir verið mælt fyrir að gera hin síðustu ár. Ég vil nefna tvennt. Ann- að er framræslan. Ilinir góðu opnu slcurðir eru engin heildarlausn. Það er meira að segja neyðarráð að ræsa nær eingöngu með opnum skurðum eins og nú er gert víðast hvar. En er víst að það sé nauðsyn? Er ekki liægt að finna nothæf ráð til þess að lokræsa túnin? Kílræsan eru bjargráð sem gripið liefir verið til, en samt eru það aðeins lélegt úrræði. Þrátt fyrir kostnað tel ég að hnausræsin hafi verið aflögð og afrækt meir en réttmætt er. Tilraunamál að koma þar vélum að-á ein- hvern hátt. Einnig tilraunamál að gera pípu- ræsi með einhverjum liæti, þótt ekki sé völ á leirrörum svo sem tíðkast á Norðurlöndum. Ef bændur í öðrum norðlægum löndum geta kostað þvi til að lokræsa ræktað lend til þess að tryggja inikla og jafna uppskeru, fer þá 64 ekki að líða að því að íslenzkir bændur geti gert hið sama, og sjái sér liag í því? Annar þáttur er fullkomin þurrkun mýra til hagaræktar, á fljótvirkari hátt en hægt er að gera með þeim fullkomnu skurð- gröfum sem nú eru notaðar við skurðagerð. Þar er mikið að vinna, og mér virðist, að tækja sé völ til þeirra framkvæmda, sem geri fært að snúa sér að slíku, reyna það. Svo er það grasfræið. Ennþá er i raun og veru allt í dróma er því við víkur. Tilraunir þær sem gerðar hafa verið að rækta fræ hafa ekki leitt til jákvæðra framkvæmda. Fyrir fáum árum ætlaði SÍS að efna til fræræktar með stórum tökum, á söndunum á Rangárvöll- um. Hugðu allir gott til jieirrar framkvæmdar. Þegar á átti að herða, landið fengið, á annað hundrað ha minnir mig — nægur er sandur- inn — rann þessi fyrirætlun SÍS bókstaflega út í sandinn, á hinn vesaldarlegasta hátt, og þar við situr. Vöntun á heppilegu gras- fræi, og skilningur á því máli öllu, er mesta meinsemd túnræktarinnar, eins og nú standa sakir. Oft hefi ég látið móðinn mása i liuganum, að snjallir búvísindamenn íslenzkir kynbættu melinn, húsakornpiintinn og snar- rótina, og að íslenzkum bændum bætist þannig innlendur ræktunargróður öruggur og góður. Ef til vill aru þetta höfuðórar, ef til vill ekki. Annað er ef til vill nær, að gera raunhæfar tilraunir að rækta svo að um muni t. d. af Tímótei-fræi. Að semja um frærækt fyrir isl. staðhætti, erlendis, vel er það hugsanlegt. Kyrrstaða i þessu máli og athafnaleysi er dýr. Þjóðinni fjölgar, búfénu fjölgar en hagarnir stækka ekki, en þeir batna, þar sem mýrar eru ræstar. Sums staðar eru hagar nægir fyrir aukinn fénaðarfjölda, annarstaðar er ekki svo vel. Það þarf að bæta hagana, auka gróður- lendið, hjá þvi verður ekki komist, ef vel á að fara. Starfsemi Sandgræðslu íslands þarf að aukast. Hún þarf líka að færast að nokkru i nýtt horf, og byggjast meira en verið hefir á greinagóðum rannsóknum og tilraunum, og um fram allt, bændurnir þurfa sjálfir að verða á einhvern hátt virkir aðilar við að bæta og auka bagagróður landsins. Nýju sandgræðslu- lögin, sem lögð voru fyrir síðasta Alþingi, gætu verið spor i rétta átt, ef þeim væri sómi sýndur, meiri en var á því þingi, þau sam- þykkt og gerð virk án afsláttar og tafa. Holdanautin eru reynsluvert atriði i þessu sambandi, við að nýta hagana skynsamlega, án þess að þjaka þá. Ræktun liaganna i ein- hverju formi er einnig eitt af þvi er leggja verður til grundvallar þvi að koma aukinni sauðfjárrækt á þann kjöl, að hún geti borið sig með verulegan útflutning á fyrsta flokks lambakjöti fyrir augum, án styrkja og ölmusu- gjafa, til neytenda heima og erlendis. Hvorki bændurnir né þjóðin hefir efni á því til lengd- ar að greiða með kjötinu, einni liinni bestu matvöru sem framleidd er á Norðurlöndum. Ivornræktin? Bráðum leggur Ivlemenz á Sáms- stöðum upp árar, hann eldist eins og aðrir, á þá að liætta að rækta þessa vitund af korni, sem ræktuð er á Suðurlandi? Eiga fáránlegar skýjaborgir um stórræktun korns „á kostnað ríkisins“, eða eitthvað þvílíkt, að liamla venju- legum jarðneskum framkvæmdum í notliæfri kornrækt i lágsveitum sunnanlands? Ég held enn, þrátt fyrir tómlætið í þessu máli, að korn- rækt eigi að verða liður í húskap venjulegra bænda, í góðsveitunum um Suðvesturland. Hagnýtar tilraunir er sýnt geti hvernig best VÍSIR 50 ÁRA verði staðið að kornrækt eru mikið verkefni, að samræma þá tækni sem völ er á, hóflegri kornrækt sem bændur valda. Slik- kornrækt, og bætt og aukin votheysgerð virðist vera líklegustu ráðin til þess að hamla á móti þjóð- hagslegu og búnaðarhagslegu óliófi um kaup á erlendum fóðurbæti, sem enganveginn getur talist heppilegt að greiða bændum i fjarlægum löndum fé fyrir að framleiða, þótt ísl. bændur vilji þeim alls góðs unna, sem stéttarbræðrum sínum. Framleiðsla grasmjöls er einn þáttur skyn- samlegrar notkunar fóðurbætis, en um leið er þess að minnast, að slík framleiðsla verður að koma sem hlekkur i umbótakeðjunni bætt túnrækt. Hinir meginhlekkirnir eru: betra grasfræ, og meiri jarðvinnsla og kornrækt í góðsveitunum. í minningarriti Búnaðarsambands Suður- lands er þess getið, að meðalstærð túna á Suðurlandsundirlendinu, í V-Skaftafells- Rang- árvalla- og Árnessýslum, hafi verið 2,8 ha. árið 1908, en sé orðin 14,7 ha árið 1957. Þetta sýnir mikla framsókn, og vafalaust er þetta leiðin sem farin verður í ræktunarmálunum um næstu framtíð, að stækka býlin sem fram- leiðslueiningar, en hitt hygg ég minna um vert, þótt mjög sé um það talað og að þvi unnið með sérákvæðum, að stækka tún á öllum býlum að einhverju vissu marki. Við þá hugsun er gælt meira en hóf er ó. Þessi tilraun til þess að gera alla jafna, er volæðiskennd og i raun og sannleika einskonar kapplilaup við skugg- ann sinn, að því verður ahlrei mikill sjálf- stæðis- né menningarauki. Já, vel á minnst, bændamenningin, sérfróðir menn skrifa um það, jafnvel í erlend bænda- blöð, að bændamenningin islenzka sé undir lok liðin, eða því sem næst. Þessu mótmæli ég, menning er margskonar og með ýmsum liætti. Margt sem var snar þáttur liinnar gömlu bændamenningar er liorfið og kemur aldrei aftur, að þvi er eftirsjá, en hitt er bót í máli að margt sem var eymd og vanmenning liefir um leið gengið fyrir sama stapa, er líka horfið og kemur vonandi aldrei aftur. I sveitunum, á vel stæðum býlum stórum og smáum, þróast nú nýir menningarhættir, sem vel ber að meta. Það sem enn skortir mest á víða er snyrti- mennska í starfi og umgengni allri, röð og regla sem mótast af kunnáttu og fullum skiln- ingi á þörf þess að gera hvert verk á réttum tíma, og á réttan hátt, vegna þess að búskapur er ekki stefnulaus þrældómur heldur mannbæt- andi vísdómur hugsunar og starfs. Enn munu jarðir fara í eyði og aðrar risa sem nýbýli, en búskapurinn heldur sarnt áfram að færast meir i aukana, i samræmi við fram- vinduna i þjóðfélaginu og þarfir þjóðarinnar. Engu þarf að kvíða i því sambandi. Eyðibýlin afskekktu eru rentulítill höfuðstóll sem þjóðin á og eigi skal vanmeta, hann kemur að notum þegar þjóðin er mannmörg orðin miðað við ]iað sem nú er. Þetta er jafn víst eins og að engum venjulegum manni kom til liugar fyrir 50 árum, um það leyti er dagblaðið Visir hóf göngu sína, að svo yrði umbreytt til batnaðar eftir hálfa öld ræktun og framleiðsla í sveit- unum, eins og nú er raun á orðin. Sem betur fer eru alltaf uppi á meðal vor menn sem ekki eru venjulegir, menn sem sjá stærra og lengra en vér sem erum að puða á jafnsléttunni. Þannig var því farið um Einar Benediktsson, er hann laust fyrir aldamótin síðustu orti sin íslandsljóð og sá sýnir: „Og garður við garð í breiðum byggðum stóð bjartur eins og sumarsaga, með röðulgljá í rúðum skyggðum, með ræktað engi og beittan haga.“ ( Þessi sýn skáldsins er nú orðin að ljósum veruleika, víða um byggðir landsins, og verður enn betur á næstu áratugum, i tíð þeirra ungu, sem nú eru að æfa íþróttir starfsins, aka trakt- orum um gróin tún og blása heyjum í lilöður með ærnu afli. Ritað á Jaðri, á túnaslætti 1960. Afmælisblað VÍSIS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.