Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 69

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 69
ÞRÓUN SIMANS Gunnlaugur Briem. Inngangur. Um taugakerfi mannslíkamans eru merki send um ótölulegan fjölda taugarása með flutningi rafmagns, og fyrir milligöngu augans er tekið við raföldum (ljósöldum) og þær greindar eftir styrkleika þeirra og tiðni, en þekking manna á lögmálum þessa taugakerfis er þó enn mjög takmörkuð, og er óupplýst, hvort það getur sent merki langt út fyrir likamann. A síðustu 100 árum hefur skapast nýtt tauga- kerfi, simakerfið eða fjarskiptakerfið, sem fyigir yfirleitt kunnum lögmálum, sem gera kleift að segja fyrir um hegðun þess og auð- velt er að stjórna. ÞaS getur flutt boð milli nianna með notkun rafmagns og hefur mikið langdrægi, ekki aðeins um alla jörðina, heldur og langt út fyrir hana. Þótt þetta kerfi sé um margt ólíkt hinu fyrrnefnda, kann framtíðin að sýna, að þessi kerfi eiga meira sameigin- legt en nú er vitað. Hið nýja kerfi hefur ef til vill orðið til vegna þarfa lífsins, likt og svo margar aðrar breytingar. Það hefur ásamt ýmsu öðru skap- aS aðstöðu til þess að fullnægja vaxandi kröf- um lífsins til meiri hraða í atvinnulífi og sam- göngum, svo aS unnt sé aS veita sífjölgandi mannkyni lífsnauðsynjar og batnandi lifsskil- yrði, eins og nútíminn skilgreinir þau. Með því að flytja vitneskju milli manna á hraðari og fullkomnari hátt en áður, hefur sparast ótrúlega mikill tími og örðugleikar, sem mátti nota til aukinnar framleiðslu og samstarfs. Eftirspurn eftir síma er mikil og notkun hans vex hröðum skrefum. Nú eru um 150 toiljónir símatalfæra í heiminum, en fyrir 15 árum voru þeir fimm sinnum færri. Fyrir einni öld fóru öll boð milli Evrópu og Ameríku fram í bréfum og meS sendiboSum nieð skipum og voru lengi á leiSinni. Fyrsti varanlegi sæsíminn yfir Atlandshafið var lagS- ur 1866 og flutti aSeins skeyti, en þaS leiS langur timi þar til almenningur gat talaS þá leið, og þá i gegnum radiósamband á lang- bylgjum 1927, en síðar á stuttbylgjum. Það var þó ófullkomið og mjög háð truflunum. Siðan hðu 29 ár þar til talsambandið þessa leið varð öruggt og fullnægjandi með tilkomu talsæ- simans með neðansjávarmögnurum. Nú fara Vfir 3 miljónir samtala árlega yfir Atlants- h'fið og fjölgar ört, en fyrir 15 árum fimmti hluti þess. Þróunin á íslandi. Þróun þessara mála hér á landi, sem þessi grein á fyrst og fremst að fjalla um, hefur verið lýst opinberlega áður, t. d. i Minningar- riti Landssíma íslands (1926), i ÞjóðhatiSar- blaði "Vísis (1944) og i ýmsum blöðum og tímaritum 1956 í sambandi við 50 ára afmæli landssímans. Hér verður því farið fljótt yfir sögu 0g yfirlit yfir hana í aðalatriðum gefið uieð eftirfarandi ártalaskrá um minnisverða afanga og með linuritum, sem skýra sig sjálf. Afmælisblað VÍSIS Timabilið fram að 1906 ma telja til forsögu símans hér á landi og má þar minnast eftir- farandi ártala: 1854 Danska stjórnin veitir T. P. Shaffner einkaleyfi til ritsimalínu yfir Færeyjar, ísland og Grænland, í sambandi við fyrirhugaðan sæsíma þá leið milli Evr- ópu og Ameríku. 1861 Fyrsta símamálafrumvarpið samþykkt á Alþingi varðandi áðurnefnt einkaleyfi Shaffners. (Ekki varð úr framkvæmdum hjá .Shaffn- er). 1889 Verzlun Ásgeirs Ásgeirssonar leggur tal- síma milli verzlunarhúsa sinna á Isafirði. 1890 Telefónfélag Reykjavikur leggur talsíma- línu milli Reykjavikur og Hafnarfjarðar. 1891 Símalína var lögð milli ísafjarðar og Hnífsdals fyrir atbeina sýslusjóðs. 1891 Samþykkt á Alþingi að leita samninga við erlend ríki um fréttaþráð til íslands. 1895 Alþingi samþykkir að veita enskum manni Mitchell einkaleyfi til þess að leggja fréttaþráS frá Bretlandi til íslands. (Ekkert varS úr framkvæmdum). 1902 Alþingi skipar nefnd til þess aS athuga um loftskeytasamband milli íslands og annara landa. 1904 Talsímahlutafélag Reykjavíkur stofnað, og opnaði það simstöð i Reykjavík með 15 notendum. 1905 MarconifélagiS hefur tilraunir í Reykja- vík meS viStöku á loftskeytum frá Bret- landi. Hin eiginlega þróun símans hér á landi hefst þó fyrst eftir aS landiS hafði eignast sinn fyrsta ráðherra og sérstök símalög voru sett. Hún hefur siðan verið óslitin, en þó nskkuð ójöfn eins og í ðSrum löndum í sam- ræmi viS vaxandi kröfur atvinnulífs og ein- staklinga og samfara framförum i símatækni og fjárhagsgetu. MeSal merkra áfanga má nefna þessa: 1905 Ný símalög taka gildi. Samningar eru staSfestir viS Mikla Norr- æna Ritsímafélagið um lagningu sæsima til íslands (SeyðisfjarSar), einkaleyfi til símskeytareksturs um hann, og um fram- lag þessa félags til lagningar símalinu frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. 1906 Talsímasamband opnaS milli Reykjavík- ur og SeySisfjarðar. Ritsímasamband opnað milli Reykjavíkur og útlanda. Landssími íslands stofnaður. Símalagn- ingar hefjast siSan víða um land og halda óslitið áfram. 1911 Sæsími milli Vestmannaeyja og lands lagður af sérstöku hlutafélagi. 1915 Stofnað félag símamanna. LoftskeytastöSvar settar upp í 2 skipum Eimskipafélags íslands. 1918 Loftskeytastöðin í Reykjavík tekur til starfa. VlSIR 50 ÁRA 1927 Lög um einkasíma í sveitum gefin út. 1929 Landið girt með símalínum. 1930 Útvarpsstöð sett upp i Reykjavík. Fyrsti fjölsími og fjarriti koma til lands- ins og tilraunir gerðar með þessi tæki meðal annars fjölsíma milli Reykjavíkur og Þingvalla. 1932 Föstu fjölsímasambandi komiS á milli Reykjavíkur og HrútafjarSar. Sjálfvirkar símstöSvar settar upp í Reykjavík og Hafnarfirði meS sjálfvirku sambandi þar á milli. 1934 LandiS girt með fjölsimasambandi. Landssíminn hefur smíði bátatalstöðva og Ieigir þær út. i 1935 Stuttbylgjutalsamband og varaskeytasam- band opnað milli Reykjavíkur og London og Kaupmannahafnar. Gefin út lög um sameiginlega yfirstjórn póst- og símamála. 1938 Talsamband opnaS milli skipa og síma- notenda i landi. 1939 23-línu jarSsími lagður yfir Holtavörðu- heiði sem upphaf að langlinujarSsíma norður i land, en hann var siðan fram- lengdur alla leiðina milli Reykjavíkur . , og HrútafjarSar. 1943 Landið girt í annað sinn með fjölsímum. 3-rása fjölsima var komið á sunnanlands milli Reykjavíkur og Reyðarfjarðar. Lagning langlínujarðsíma hefst á Aust- fjörSum með jarðsíma frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar. 1946 Stuttbylgju tal- og skeytasamband opnaS milli Reykjavíkur og New York. Landssíminn tekur upp flugfjarskipta- rekstur við erlendar flugvallastöðvar og flugvélar. Sjálfyirka stöðin i Reykjavík stækkuð um «500 nr. 1948 Sjálfvirka stöðin í Reykjavík stækkuð um 2000 nr. 1950 Sjálfvirk simstöS sett upp á Akureyri (1000 nr.) Landssíminn tekur viS rekstri LóranstöSvarinnar á Reynisfjalli. 1951 Últrastuttbylgjusambandi komiS á milli Selfoss og Vestmannaeyja (9 talrásir). 1952 BiStímalaus afgreiSsla tekin upp milli Reykjavíkur og ýmsra stöSva á suSvestur- landi (sjálfvirkt símasamband milli not- enda í Reykjavík (og Hafnarfirði) og afgreiðslufólks á hinum stöðvunum). Sjálfvirka stöðin i Reykjavik stækkuS um 1000 nr. 1955 Mikrobylgju-fjölsimi (24 talrásir) settur upp milli Reykjavíkur og Keflavikur. 1956 Á 50 ára afmæli Landssimans voru hafnar umræður við erlenda aðila um nýtt og betra símasamband milli íslands og ann- ara landa, sem siSar leiddu til samninga um lagningu talsíma meS neðansjávar- mögnurum (1961—1962). 1957 Sjálfvirka stöðin i Reykjavík stækkuS um 60% (úr 10.000 i 16.000 nr.). Tekin 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.