Vísir - 14.12.1960, Síða 72

Vísir - 14.12.1960, Síða 72
lipp simainnheimta i Reykjavik meS not- kun gatakorta og skýrsluvéla. Últrastuttbylgju fjölsimi settur upp milli Reykjavikur og Rorgarness (24 talrásir) um Akranes. 1958 Sjálfvirka stöðin i Reykjavík stækkuð um 1500 nr. 16-rása fjölsími tekinn í not- kun milli Brúar (i Hrútafirði) og Akur- eyrar. 1959 Últrastuttbylgjufjölsími (12 talrásir) tek- inn i notkun milli Reykjavikur og Hafnar í Hornafirði (með millistöðvum i Vest- mannaeyjum og á Reynisfjalli) með bún- aði fyrir flutning útvarps. Póst- og símamálastjórnin verður með- stofnandi að Samráði póst- og símamála- stjórna Evrópu. 1960 Myndasíma-viðskipti opnuð við önnur lönd um stuttbylgjusambandið. 12-rása fjölsimi settur upp milli Hafnar og Reyðarfjarðar með búnaði fyrir út- varpsrás, og flutningur á útvarpsdagskrá frá Reykjavík til Austfjarða liafinn. Sjálf- virkar stöðvar opnaðar i Keflavik, Gerð- um, Grindavík, Sandgerði, og Innri Njarð- vik, aRir með sjálfvirku sambandi milli notenda þar og notenda i Reykjavík og Hafnarfirði. Jafnframt var tekinn upp sjálfvirkur gjaldareikningur eftir ná- kvæmri tímalengd símtala milli Reykja- vikur (og Hafnarfjarðar) annarsvegar og Suðurnesjastöðvanna liinsvegar. Sjálfvirka stöðin á Akureyri stækkuð um 500 nr. (úr 1500 í 2000 nr.) 16-rása fjölsima komið á miRi Akureyrar og Húsavikur, og 8-rása fjölsíma þaðan til Raufarhafnar. Radiófjarritasambandi um síldveiðitím- ann komið á milli Siglufjarðar og Raufar- hafnar. Undirritaðir formlegir samningar um tal- sæsima til Bretlands og til Kanada. Sjálfvirka stöðin i Reykjavik stækkuð um 2000 nr. í lok ársins. Sett upp tilraunasamband á últrastutt- bylgjum milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fyrirhugað næstu árin. 1961 Opnað talsamband og skeytasamband við önnur lönd um nýjan sæsima með neðansjávarmögnurum milli íslands og Bretlands (um Færeyjar), en gamli skeyta- sæsíminn lagður niður. Ný sjálfvirk stöð sett upp i Hafnarfirði (2000 nr.). Sjálfvirka stöðin í Reykjavik stækkuð um 1000 nr. Tekinn í notkun últrastuttbylgju fjölsimi milli Reykjavíkur og Akureyrar. 1962 Nýjar sjálfvirkar stöðvar settar upp i Vestmannaeyjum, Akranesi og Kópavogi. Sjálfvirkt símasamband tekið i notkun beint á milli notenda í Reykjavík og á Akureyri. Opnað tal- og skeytasamband við Amer- íku um nýjan talsæsíma milli íslands og Kanada (um Grænland). Símstöðvunum fjölgaði ört framan af, eða úr 22 í árslok 1906 upp í hámark, 502 stöðvar, árið 1939. Siðan hefur þeim farið fækkandi og eru nú 222 (þar af 8 sjálfvirkar). Fækkunin stafar af þvi að þegar unnt var að fjölga lin- um milli stöðva var hægt að tengja fleiri not- endur við stærri stöðvar, er höfðu lengri þjón- ustutíma, og jafnframt spara fé til starfrækslu margra smástöðva. Simum eða símatalfærum hefur farið si- fjölgandi eins og línuritið á 1. mynd sýnir, og voru þeir 37.274 í árslok 1959, og hafði þá fjölgað um 85% undanfarinn áratug. Af símum eru 67% nú sjálfvirkir. Sveitasímar eru nú komnir á svo að segja hverja ábýlisjörð i landinu. Langiínusamtöl náðu 2,6 miljónum viðtalsbila árið 1959 og hafði þá fjölgað um 12% frá fyrra ári, en um 70% siðasta áratuginn. Þróun þeirra er annars sýnd á linuritinu á 2. mynd. Símtöl við útlönd jukust fyrst ört, eða úr 3637 minútum 1935 í 15.000 min 1939, en stöðvuðust svo um striðsárin 1940—1945, en hafa síðan farið vaxandi upp í 61.962 minútur 1958. Árið 1959 lækkuðu þau um 10%, og má vera að það stafi af þvi, að þau hafi verið sérstaklega mikil 1958 i sambandi við setningu landhelgisreglugerðarinnar, en annars geta mismunandi stuttbylgjuskilyrði ráðið mis- mun viðskipta milli ára. Almennum símskeytum innanlands fjölgaði jafnt og þétt til 1930, en þá varð nærri þvi kyrrstaða um 10 ára skeið. Síðan jukust þau mikið um stríðsárin 1940—1945, en hafa svo nærri staðið í stað eða þeim jafnvel fækkað, nema árið 1959, er þeim fjölgaði um 12%. Vera má, að aukningin standi í sambandi við tvennar kosningar á því ári. Þróunin er hér á landi svipuð og í öðrum löndum, eða sú að viðskiptin færast meir frá símskeytum yfir á simtöl og notkun fjarrita svo og yfir á bréf er póstsamgöngur urðu hraðari. Þróunin er ann- ars sýnd á línuritinu á 3. mynd. Almenn skeytaviðskipti við útlönd fóru jafnt vaxandi fram að striðsbyrjun, en jukust þá mjög eða úr 56756 skeytum (um 2 milj. orða) 1940 upp i 139.215 skeyti árið 1943, en fækkaði síðan og náðu lágmarki, 64.735 skeyt- um árið 1950. Siðan hafa þau yfirleitt farið hægt vaxandi. Má gera ráð fyrir, að hinar tiðu flugpóstferðir til útlanda hafi dregið úr vexti þeirra á siðari árum. Fjarskipti vegna alþjóðaflugþjónustunnar hafa farið sívaxandi siðan þau hófust hér á landi 1946. Á árinu 1959 afgreiddi stuttbylgju- stöðin i Gufunesi 398.127 skeyti, en 214.297 árið 1952, og eru það samanlögð viðskipti við erlendar flugradióstöðvar og við 10.860 flugvélar á því ári. Simalínur og fjölsimar. Siðan 1906 hefur símakerfið þanist út í stórum skrefum, fyrst með loftlínum, en siðan jafnframt með jarðsimum og svo með fjöl- símum og radiósamböndum. í landinu eru nú símatalrásir, sem eru sam- tals um 140.000 km að lengd. Þar af eru 24.000 km i loftlínum, 91.000 km i jarðsímum og og 23.000 km i fjölsímum og radiósamböndum. Talrásir í notendakerfinu (linum milli sim- notenda og næstu simstöðvar) eru alls um 90. 000 km að lengd, en langlínukerfið (talrás- ir milli símstöðva)um 50.000 km. Radióstöðvar. Eftir að loftskeytastöðin í Reykjavík tók til starfa 1918 bættust fleiri loftskeytastöðvar við næstu árin. Loftskeytastöðin í Reykjavik fékk stutt- bylgjusendir 1926, og talsendir 1928 og á næstu árum voru settar upp talstöðvar á nokkr- um stöðum og voru orðnir 7 árið 1931. Fyrsti radióviti (á Dyrhólaey) á vegum vita- málastjórnarinnar var settur upp 1929, og útvarpsstöðin að "Vatnsenda 1930, en fáum ár- um áður hafði hlutafélag rekið litla útvarps- s’töð í Reykjavik um tíma. Árið 1934 hefur landssiminn smiði smátal- stöðva fyrir skip og báta, og leigir þær út, svo og ýms önnur radiótæki. Árið 1959 leigði landssíminn þannig út um 600 talstöðvar i báta og skip, 72 í bifreiðir, 44 á afskekta staði og 43 Lóran-staðarákvörðunartæki i skip. Hús. Landssiminn á nú hús á 50 stöðum i land- inu að heildarrúmmáli um 90. 000 teningsmetr- ar. Hinsvegar leigir hann húsnæði á 172 stöð- um. Samfara liinni öru þróun viðskiptanna hefur orðið að byggja ný hús, þar sem hús- næði vantaði eða var orðið óviðunandi, og eru þau þau flest jafnframt byggð fyrir póstinn. Fjármál. Tekjur og gjöld landssimans liafa farið si- hækkandi í samræmi við viðskiptaaukningu og verðlagsbreytingu. Á þessu ári eru rekstrar- tekjurnar áætlaðar 123,5 milj. kr., en rekstrar- gjöldin 116,6 milj. kr., og útgjöld til sérstakra framkvæmda og afborgana 9,6 milj. kr., og þar af er gert ráð fyrir, að ríkissjóður leggi fram 2,7 milj. kr. Fyrir 40 árum eða 1920 voru tekjur og gjöld símans ekki nema l%af því, sem þau eru nú. Þá var framlag rikissjóðs um 25% af lieiddargjöldunum, en rúmlega 2% á þessu ári. Annars má nú sundurgreina tekjur og gjöld símans í stórum dráttum þannig: Tekjur: Gjöld: Afnotagjöld 52% Kaupgreiðslur 52% Skeytagjöld 12% Efni og aðfl.gjöld 25% Símtalagjöld 32% Afborganir og vextir 13% Annað 4% Annað (húsnæði, prent, flutn.kost. o.fl.) 10% Hér á landi hefur miklu minna fé veriÖ varið til fyrningar og endurnýjunar en i ná- grannalöndunum. Til dæmis hafa fyrningar símans i Svíþjóð siðan 1952 verið reiknaðar eftir áætluðu endurnýjunarverði á hverjum 72 VÍSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSíS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.