Vísir - 14.12.1960, Page 76

Vísir - 14.12.1960, Page 76
Þróuif rufmugnsnotbunur r n TsUo4i Engin vöru- eða tækjasýning held ég, að hafi haft eins víðtæk áhrif og heimssýningin, sem svo var kölluð, og haldin var í Parisarborg árið 1881. Þar komu fram þær nýjungar i vél- tækni, eðlisfræði og raftækni, er vöktu furðu manna, og má telja, að valdið liafi aldahvörfum, þvi að upp úr sýningu þessari varð raftækni til °g rafveiturnar. Það var byrjunin að raf- magnsöldinni. Þarna komu fram svo miklar og margar nýjungar, uppfinningar er verið höfðu að þróast um undanfarna áratugi, raf- lilöð og rafhlöður, bogaljós, rafalar og margt fleira, þar á meðal það, sem einna mesta eftir- tekt vakti, kolþráðarlampi Edisons. Mörgum varð j)egar Ijóst, að með þessum glólampa var kominn Ijósgjafi, er var auðveldur í meðförum og líklegur til að verða almenningseign. Áður höfðu menn verið með rafbogaljós, er lýstu skært en voru óhentug í notkun og alveg óhæf innivið. Það leið því ekki á löngu eftir sýn- inguna, unz raflýsingin tók að fara sigurför um borgir og byggð, bæði vestan hafs og austan. Uni sýningu þessa var ritað mikið í öllum blöðum heims og lengi á eftir. Ummælin náðu jafnvel hingað til íslands nokkrum árum síðar. Var sýningarinnar getið hér í blöðum og á Alþingi var rætt um að raflýsa þingsalinn, en úr því varð eigi. Hvorl menn hér hafa gert sér grein fyrir þessum nýjungum, er fregnir bárust af þeim frá útlöndum, er mjög vafasamt, en telja má, að því meiri athygli hafi vakið licimsókn Frímanns B. Arngrímssonar hingað til lands árið 1894. Hann flutti hér fyrirlestra í Reykjavik um rafmagnsmál og lagði fram tillögur og áætlanir um virkjun Elliðaánna og tilboð í aflvélar með tilheyrandi rafbúnaði frá firma því, er hann hafði unnið hjá í Banda- rikjunum (General Electric). Frímann var háskólagenginn maður frá Kanada og vel mennt- aður í náttúrufræðum. Fyrirlestrar hans voru prentaðir í vikublaðinu Fjallkonunni og bera með sér kunnáttu Frímanns. Hann reiknaði út rafljósaþörf bæjarbúa og hitaþörf og er i þeim reikningum í rauninni langt á undan sinum tíma, þótt að Iiann að vísu ætlaðist til að raflýsingin beri ekki öllu ineiri birtu, en inenn höfðu búið við áður. Frimann komst að þeirri niðurstöðu að Skar- arliylsfoss ásamt Selfossi i syðri kvísl Elliða- ánna mundi fullnægja þörfum bæjarbúa til ljósa og hitunar. Bæjarstjórnin íhugaði málið, •en komst að lokum að þeirri niðurstöðu, að málið væri ekki tímabært. Frímann liélt vonsvikinn af landi burt og þótt hann kæmi aftur næsta sumar 1895,'SÖmu erinda, har það heldur ekki árangur. I fyrirlestri sinum minnist Frímann á foss- aflið i landinu og hversu mikil auðsuppspretta, það muni vera, er mönnum lærist að nýta það. Mun hann vera fyrsti maður, sem orðar þetta hér á tandi og þótt liann fengi engu áorkað um virkjun Elliðaánna, munu fyrirlestrar hans hafa vakið marga lil umliugsunar um notluin rafmagnsins. Og ekki leið á löngu þar til Einar skáld Benediktsson hófst lianda og m. a. stofn- Steiiicirímiir Jónsson. aði enskt-íslenzkt félag til virkjunar i Efra Sogi. Hann fékk virkjunarréttindi á fallinu milli Þingvallavatns og Ulfljótsvatns til þriggja ára. Mun hann liafa látið rannsaka virkjunar- skilyrðin eitthvað, en ekkert varð úr fram- kvæmdum og réttindi hans féllu niður. Þá kom fossafélagið ísland til sögunnar, og Iiafði augastað á þessu sama falli og á foss- unum neðan Úlfljótsvatns. Lét það gera at- huganir á virkjunarskilyrðum, en þvi varð ekkert að verki að öðru leyti. Þá voru stofnuð ýmis félög utan um vatns- réttindi, bæði sunncn tands og norðan og á fyrri heimsstyrjaldarárunum hljóp mikil þensla í þessi fossakaup, er svo voru nefnd, en engu jiessara félaga tókst að koma neinu i framkvæmd, enda voru hugmyndir manna um hagnýtingarskilyrði vatnsorkunnar ærið óljósar. Rætt var um að reka einhverskonar efnaiðnað í stórum stíl, liráefnatilbúning er ættaður væri aðallega eða eingöngu til útflutn- ings og sölu á erlendum markaði. Tækist þetta, myndi verða von til, að landsmenn gætu fengið til sinna nota rafmagn frá þessum stórvirkjun- um, sem annars væri engin von til. Eitt jiessara fossafélaga, Títan, átti mikil vatnsréttindi í Þjórsá og hafði látið gera á árunum 1916—1917 yfirgripsmiklar áætlanir um virkjun Þjórsár frá sjó og upp i nær 250 m yfir sjó og i Tungnaá ofar. Skyldu byggðar einar 0 aflstöðvar samtals yfir 1 milljón liest- afla. Félagið sótti til Alþingis um sérleyfi til virkjunar árið 1918. Alþingi skipaði milliþinga- nefnd í málið, fossanefndina, er svo var kölluð Hún skilaði mikilli álitsgerð, er sýndi, að liún hafði starfað ötullega. Kom hún fram með mörg lagafrumvörp, er voru rædd á Alþingi á næstu árum og urðu mörg þeirra að lögum, svo sem lög um heimild handa landsstjórninni til framkvæmda á rannsókn til undirbúnings virkjunar Sogsfossanna 1921, vatnalög 1923, lög um raforkuvirki 1925 og sérleyfislög 1926. Enn- fremur samdi nefndin skrá yfir fallvötn i land- inu og áætlaði afl þeirra 4 millj. hestafla. Fossafélagið Títan fékk aldrei svar við umsókn sinni og var orðið afhuga öllum virkjunar- framkvæmdum löngu áður en lögin, sem að ofan greinir, liöfðu verið samþykkt. En meðan á þessu gekk, gerðist önnur saga i landinu á þessu sviði. Þar voru athafnamenn á fcrðinni, er kunnu að sníða stakk eftir vexti. Hinn fyrsti þeirra var Jóhannes Reykdal, trésmíðameistari í Hafnarfirði. Hann hafði á ferðum sínum til Danmcrkur og einkum til Noregs kynnt sér rafstöðvabyggingu. Varð það til þess að hann virkjaði Hafnarfjarðarlæk. í 50 ár Setti hann þar upj) rafstöð 1904, er var 15 hest- afla. Tveim árum síðar stækkaði liann vélarnar upp í 50 liestöfl, en þær urðu of stórar fyrir vatnsrennslið, svo að telja má, að nothæft afl hafi ekki verið meira en 25 hestöfl og var það þó álitleg stöð. Reykdal byggði stiflu úr stein- steypu yfir lækinn, en notkun steinsteypu var þá lítt kunn hér á landi. Frá stiflubrún smíð- aði hann tréstokk á trönum lárétt niður frá stíflunni að vatnsþró, en þar var vatnsafls- vélin neðst í botni, hverfill með vélarásinn lá- réttan út í gegnuin einn þróarvegginn og var stöðvarhúsið byggt upp að þrónni þeim megin, en í því var rafallinn með rafbúnaði. Þetta var rakstraumsrafali gerður fyrir þriggja vira kerfi, grunnvír og +, — 110 volta aflvira. Reykdal tét leggja raflagnir í mörg hús og veitukerfi til þeirra. Naut hann í því efni, og við uppsetningu stöðvarinnar, aðstoðar Hall- dórs Guðmundssonar, rafvirkjameistara, er einmitt hafði komið lieim til íslands á þvi ári, að afloknu vélfræðinámi i Þýzkalandi og raf- virkjanámi í Danmörku. Reykdal seldi rafljósin við föstu árgjaldi eftir stærð lampanna. Síðar tók Hafnarfjarðar- bær við rekstri rafljósastöðvarinnar. Stöðin fullnægði hlutverki sínu lengi vel og starfaði í um það bil tvo áratugi, en þá var liún orðin of afllítil miðað við þörfina og stærri disil- vélar tóku þá við. Skömmu eftir þessa stöð byggði Reykdal fyrstu vatnsaflsstöðina í sveit, við .Bildfell i Grafningi. Starfaði hún alla tið þar til Bíldfell komst í samveitu lijá héraðsveitum ríkisins fyrir um það bil áratugi siðan. Reykdal hjálpaði Pétri Ólafssyni kaupmanni á Geirseyri til að virkja litla á ofan við kaup- mannshúsin nokkrum árum síðar. Var þar sett upp yfirfallshjól, er knúði rafalinn, en aflið var svo litið, að ekki var liægt að leiða þaðan rafmagn víðar um byggðina. Reykdal rak trésmiðju í Hafnarfirði og byggði við hana aðra vatnsaflsstöð neðar i Hafnarfjarðarlæk. Hann stundaði og búskap af miklum dugnaði og hafði alla ævi mikil umsvif. Þegar vatnsaflsstöð hans var orðin ónóg sem rafljósastöð fyrir Hafnarfjörð, fékk Reykdal umráð yfir henni á ný og byggði frystihús rétt hjá henni. Þeir Reykdal og Halldór Guðmundsson voru fæddir á sama árinu og eftir heimkomu Hall- dórs 1904, gerðist hann smám saman athafna- saraur um rafmagnsframkvæmdir. Raunar var hann ekki við eina fjölina felldur, þvi á árinu 1905 var hann yfirsmiður gömlu Sogsbrúar- innar, hengibrúar á þjóðveginum i Grimsnesið. Þegar brúin var byggð voru engir vegir komnir nátægt henni og því miklir erfiðleikar á öllum aðflutningum. Halldór kom upp vatnsaflsstöð á Eskifirði árið 1911, 25 hestafla að stærð og annari í Vík í Mýrdal árið 1913, 12 hestafla. í Vest- mannaeyjum byggði hann dísilstöð 1915—’16 50 hestafla, og kom þar upp rafveitu um kaup- túnið með 220 volta rakstraumskerfi. Hann byggði nýja vatnsaflsstöð á Patreksfirði, 76 VÍSIR 50 ÁRA AfmælisblaS VÍSIS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.