Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 80

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 80
fíafstöðin við Ljósafoss 1933 og skiluðu álitsgerð sinni í ársbyrjun 1934. LögSu þeir tii að byrjaS yrði á virkj- un í Sogi við Ljósafoss í stað Efra Sogs, er við höfðum liaft augastað á áður. Töldu þeir Ljósafoss viðráðanlegri sem byrjunarvirkjun og betra vœri að geyma Efra Sog þar til hægt væri að fullvirkja þar. Bæjarstjórn féllst á sjónarmið þeirra og ákvað að koma upp stöð við Ljósafoss samkvæmt tillögum ráðunautanna er væri 12.500 hestöfl að stærð með tveim vélas mstæðum jafnstórum. Jafnframt væri gert ráð fyrir þriðju samstæðunni 6250 hest- afla i liúsinu, en alls skyldu vera þarna 5 véla- samstæður/ samtals 31.250 liestöfl, þar af ein til vara. Stiflan ofan við Ljósafoss og stíflu- inntak var byggt að fullu fyrir 5 vélasamstæður. Þessi vélaaukning er fékkst með fyrsta virkj- unarstigi Ljósafoss-stöðvarinnar var nærri fjórföldun á vélaaflinu, úr 4500 hestöflum upp i 17000 hestöfl. Var það mikið átak í einu stökki, sem allir voru þó einhuga um að koma þyrfti. Framkvæmd virkjunarinnar var boðin út á Norðurlöndum og komu mörg tilboð frá Danmörku, Noregi og Sviþjóð. Lægstbjóðandi í byggingarvinnu var verktakafirmað Höjgaard og Schultz i Kaupmannahöfn og aðstoðaði það einnig í gegn um bankasamband sitt við útveg- un lánsfjár. Vélar til virkjunarinnar komu frá Svíþjóð og tók sænskur banlci að sér að gefa út skuldabréf fyrir virkjunarláninu, er seld voru á almennum markaði og seldust vel. Framkvæmdir á virkjunarstað byrjuðu vorið 1935 og gat Ljósafoss-stöðin tekið til starfa haustið 1937. Var þá komið fullt álag á Elliða- árstöðina, svo að eigi mátti tæpara standa, að unnt væri að anna hámarks aflþörfinni veturinn 1937—’38. Með tilkomu Ljósafoss-stöðvarinnar var tek- in upp rafmagnseldun í lieimilum, og voru menn furðu fljótir að breyta til frá gasi eða olíu, svo að það tók ekki nema fá ár uns al- menn rafmagnsnotkun i heimilum, að undan- tekinni rafliitun, var komin á. Það fór á sama hátt með Glerá fyrir Akur- eyri, að liún reyndist ónóg til lengdar. Lét bæjarstjórn Akureyrar athuga ýmsar virkjunar- leiðir, bæði Fnjóská, Goðafoss og Laxá i M.ý- vatni. Varð hin siðasttalda fyrir valinu, og var þar á árunum 1938—’39 virkjað um 30 m fall í Laxárgljúfrum lijá Brúum með 2400 hesta vélaafli. Fékk Akureyrarbær virkjunarlán í Danmörku. Fyrir ísafjarðarkaupstað og Eyrarhrepp var virkjað Fossavatn i Engidal með 900 hestöflum 1937. Jafnframt voru aðrar smáaukningar i disilstöðvum og smávatnsaflsstöðvum við sveitabæi. Á þessum áratugi, 1930—’40 bættust þannig við í þrem tiltölulega stórum virkjunum, auk nokkurra smærri stöðva, vélaafl er nam nær 17.000 hestöflum eða um það bil fimmfalt það afl, sem komið var á fyrri áratugunum þremur. Þegar Ljósafossvirkjunin tók til starfa sunn- anlands og Laxárvirkjunin fyrir norðan, var liægt að taka'upp almenna rafmagnsnotkun á heimilum. Óx við það hin almenna rafmagns- þörf hröðum skrefum frá þvi sem áður var, þegar rafljósin voru aðalatriðið. En svo skall á heimsstyrjöldin siðari og vöxturinn varð enn meiri af þeirri ástæðu, en nokkurn hafði órað fyrir. Hafnarfjörður var tengdur við Sogs- virkjunina á árinu 1938 og dísilstöðin lögð niður. Varð því þegar á árinu 1940 að undir- búa aukningu i Ljósafoss-stöðinni. Var það bætt við þriðju vélasamstæðunni og hún höfð stærri en hinar fyrri eða 7800 hestöfl. Af styrj- aidarástæðum tafðist uppsetningin svo, að vél- in tók ekki til starfa fyrr en sumarið 1944. Undir eins eftir ófriðarlokin var hafist handa um að koma upp varastöð við Reykja- vík. Hún var byggð á árunum 1946—’48 og hafði 11.000 hesta afl. Var það gufuhverfill með tilheyrandi katli, er kynda mátti ýmist með kolum eða olíu að vild. Þá var Laxárvirkjunin stækkuð 1944 með 4.000 hestafla vatnshverfli. Ennfremur var virkjaður Skeiðsfoss í Fljótum fyrir Siglufjörð 1945 með 2400 liesta afli og Andakilsá árið 1947 fyrir Borgarnes og Akranes með 5000 hestöflum. Þá var aukin Fossárvirkjunin fyrir ísafjörð með þvi að virkja Selá frá Nónhorns- vatni með 800 hestöflum árið 1946 og Göngu- skarðsá lijá Sauðárkróki árið 1949 með 1500 hestöflum. Samtals er þá uppsett vélaafl á þessum ára- tugi 1940—’50 21.500 hestöfl vatnsafl og 11.000 hestöfl gufuafl, samtals 32.500 hestöfl eða rúm- lega 60% aukning frá því sem áður var komið. Árið 1950 var hægt að byrja á virkjun Neðri-Sogsfossanna írafoss og Kistufoss, með aflstöðina neðanjarðar við írafoss. Gat hún tekið til starfa 1953 með 46.000 liesta afli og sama ár var ný virkjun tekin i notkun i Laxá úr Mývatni með 12.000 hestöflum, neðanvert við fyrri stöðina. Ennfremur var virkjuð Þverá við Hólmavík með 850 hestöflum og árið 1954 var Skeiðsfoss-stöðin stækkuð fyrir Siglufjörð um 2400 hestöfl. Sama ár tók virkjun í Fossá við Ólafsvík til starfa með 1200 hestöflum. Á árinu 1958 tók til starfa Mjólkár-virkjunin fyrir Vestfirði með 3500 liestöflum og Reiðhjalla- virkjunin fyrir Bolungarvik sérstaklega með 500 hestöflum, ennfremur Grímsárvirkjunin fyrir Austurland með 4000 hestöflum. Sáu raf- magnsveitur ríkisins um virkjanir þessar allar nema írafoss og Skeiðsfossvirkjanirnar. Loks kom svo virkjun i Efra Sogi, er byrjaði starf- semi sína í des. 1959, en var ekki að fullu lokið fyrr en á sumrinu 1960. Hefur hún 40.000 hesta afl. Hafa þá bæzt við vélakostinn á þessum ára- tugi 1950—’60, vatnsaflsvélar, er nema rúmlega 110.000 hestöflum eða rúmlega tvöföldum á þessum áratugi frá því er fyrir var. Er þá uppsett vélaafl orðið 163.000 hestöfl til raf- magnsvinnslu eða umreiknað i kw um 110.000 kw. Með þessu afli má vinna til almennings- þarfa um 400 millj. kwst. árlega og er ísland þá er komið inn í röð þeirra landa, er tiltölu- lega mikla raforku nota. Á þessum áratugi var lögð niður gasstöðin í Reykjavík. Þótt raflýsingin væri tekin frá gasstöðinni 1921 og rafsuðan í heimilunum á árunum eftir 1937, hafði það ekki þau áhrif á rekstur stöðvarinnar, að hún gæti ekki starfað áfram. Hún hafði eftir sem áður nokkra gas- sölu til iðnaðar o. fl. og koks-sölu óskerta. Þegar Hitaveita Reykjavikur tók til starfa 1944 hvarf kokssalan á hitaveitusvæðinu, en hélst áfram utan þess og utanbæjar. En upp úr styrj- aldarárunum síðari fóru menn að taka upp oliukyndingu, kol og koks varð um skeið fá- gætara, en innflutningur brennsluolíu óx hröð- um skrefum. Þá hvarf smám saman allur mark- aður fyrir afurðir gasstöðvarinnar og auðséð var að lilutverki hennar var lokið. Bæjarstjórn ákvað að leggja Iiana niður árið 1956 og hafði hún þá starfað síðustu árin með nokkrum halla. Gasstöðin starfaði þannig í 46 ár í Reykjavík og fullnægði ágætlega þörfu hlutverki í fram- þróun bæjarins. Af liinu virkjaða rafafli hefur Sogsvirkjunin iangmest eða liðug 100.000 hestöfl í Sogi. Sogs- virkjunin er nú orðin sameign ríkisins og Reykjavíkurbæjar og er ætlast til, að hún verði helmingaeign aðiljanna, þegar fullvirkjað er, en eignin er stöðvarnar við Sog ásamt há- spennulínum þaðan til Reykjavíkur og aðal- spennistöð við Elliðaárnar. Veitusvæði Sogsvirkjunarinnar verður með tímanum allt Suð-Vesturland, austan frá Vík og vestur á Reykjanes með Véstmannaeyjum, Faxaflóa og Vesturlandi til Breiðafjarðar, að svo miklu leyti sem Andakílsárvirkjunin í Borgarfirði og Fossárvirkjun við Ólafsvík ekki anna þörfinni hjá sér. Sogsvirkjunin selur orku sína í heildsölu, ýmist við stöðvarvegg eða aðalspennistöðvarvegg til rafveitna svo sem Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Rafveitu Hafnar- fjarðar, Rafmagnsveitna ríkisins og Áburðar- verksmiðjunnar h.f. Rafmagnsveitur ríkisins sjá um flutning raforkunnar ntan Reykjavíkur og Ilafnarfjarðar til héraðsveitna víðsvegar á orkuveitusvæðinu. En héraðsveiturnar sjá um dreifingu orkunnar til notendanna á sama liátt og Rafmagnsveita Reykjavíkur og Rafveita Hafnarfjarðar innanbæja hvor hjá sér. Stjórn Sogsvirkjunarinnar liefur falið Raf- magnsveitu Reykjavikur að sjá um rekstur stöðvanna ásamt eigin stöðvum. Eru þvi allar rafstöðvarnar 3 við Sog og 2 við Elliðaár rekn- ar saman sem ein stöð væri, þannig að heildar- samstarfið verði sem ódýrast báðum aðiljum. Næst að stærð er Laxárvirkjunin með 18.400 hestöflum i tveim aflstöðvum. Er Laxárvirkjun- in sameign ríkisins og Akureyrarkaupstaðar, að sínu leyti eins og Sogsvirkjunin. Mnn veitu- svæði Laxárvirkjunarinnar ná með tímanum um mikinn hluta Norðausturlands. Það er þegar komið veitukerfi til Húsavíkur og viða um Aðalreykjadalinn svo og um mikinn hluta Eyjafjarðar. Kaupendur orkunnar eru á sama hátt og við Sogsvirkjunina Akureyri og Rafmagnsveitur rikisins, en þær annast orkuflutninginn til héraðsveitnanna utan Akureyrar. Næst að stærð kemur Reykjavík með 4.500 hestöfl í vatnsafli og 11.000 hestafla varastöð með gufuafli við Elliðaárnar, samtals 15.500 hestöfl. Álíka mikið afl er nú komið i eigin stöðvar Rafmagnsveitur ríkisins víðsvegar um landið, og í, eigu einstakra bæjarfélaga og í Andakílsár- virkjun eru um 11.000 liestöfl Ríkisstjórnin hafði litil afskipti af rafmagns- málunum lengi vel framan af. Skömmu fyrir 1920 var veitt nokkurt fé úr ríkissjóði til leið- beininga um rafstöðvabyggingu, einkum ætlað til hjálpar bændum um smá-vatnsaflsstöðvar. Lög um löggildingu til rafvirkjastarfa voru sett 1913 og um rafmagnsveitur 1915, en eins og áður var sagt komu ný lög um raforkuvirki 1925, er Fossanefndin hafði samið. Þeim lögum var breytt 1932 og 1933 kom ítarleg reglugerð um raforkuvirki og rafmagnseftirlit rikisins var formlega sett á stofn. Það má þó telja að rafmagnseftirlitið hafi tekið til starfa, þegar 80 VÍSIR 50 ÁRA AfmælisblaS VÍSIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.