Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 81

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 81
núverandi raforkumálastjóri Jakob Gíslason var fenginn til þess, árið 1930, að annast raf- niagnseftirlit fyrir ríkisins hönd fyrir tilmæli þáverandi vegamálastjóra, er var ráðunautur Brunabótafélags íslands. Jakob hóf þá eftirlits- starf sitt. Gerði liann tillögur um endurbætur á lögum um raforkuvirki og síðan áðurnefnda reglugerð um raforkuvirki. Lög um rafmagns- veitur ríkisins voru sett 1942 ásamt lögunum um raforliusjóð, er var allmyndarlegt árlegt framlag frá ríkissjóði til stofnlána handa raf- stöðvum og rafveitum. Þessum lögum var síðan steypt saman i eitt, raforkulög, árið 1946 og enibætti raforkumálastjóra stofnað en undir það heyra ráfmagnsveitur rikisins, eftirlit með raforkuvirkjum, raforkusjóður, rannsóknir og umsjón orkulinda frá fallvötnum, jarðhita o. fl. Með raforkulögunum 1946, má segja að raf- magnsveitur ríkisins befji starfsemi sína með þvi að leggja háspennulínu frá Sogsvirkjuninni frá Elliðaánum út á Reykjanes, til Keflavíkur og annarrar byggðar þar um slóðir, þá aðra línu frá Ljósafossi að Selfossi og síðan smám saman áfram um Árnes- og Rangárvallasýslur. Xorðanlands lögðu Rafmagnsveitur rikisins línu frá Laxárvirkjuninni til Húsavíkur og siðar víðar um. Rafmagnsveitur rikisins hafa orðið að taka upp það erfiða hlutverk að sjá strjálbýlustu byggðum landsins fyrir rafmagni og hafa auk veitukerfa frá virkjunum þeim er fyrir voru, að virkja vatnsafl, endurbæta stöðvar og kaupa, koma upp disilstöðvum, þar sem vatnsaflið er ekki nærtækt. Er þetta lauslega rakið og í aðalatriðum hér að framan. Þótt þannig hafi verið haldið áfram virkjun- um vatnsafls og uppsetningu disilafls og gufu- afls til aðstoðar vatnsaflinu í vaxandi mæli, er þó síður en svo að uppsett vélaafl hafi orðið of mikið. Hver ný viðbót hefur komizt í gagnið að fullu á örfáum árum og á stundum hefir legið við að aflfátt yrði áður en næsta viðbót kæmi. Vöxturinn í almenningsnotkuninni hefur verið þetta ör og svarar til 3000 k\v á ári að meðaltali eða um 5000 hestöflum á aflstöð. Orsökin til þessa öra vaxtar i raforkuþörfinni er bæði hin almenna fieimilisnotkun, þar sem nú orðið verður varla stofnað til heimilishalds, bvort heldur er í strjálbýli eða þéttbýli, nema heimilið eigi aðgang að rafmagni. En auk þess hefur vélanotkun i atvinnurekstri farið mjög vaxandi og segja má að rafmagnið sé orðið undirstaða alls atvinnurekstrar. Þá má telja eina af orsökunum vaxandi mannfjölda í þétt- býlinu. Raforkumálastjóri, Jakob Gíslason, kom fram Úr pnlum VÍSIS-blöðum. Seruling til tunglsins. Prófessor Robert H. Goddard í Clark Colliege, Worchester, Massachusetts í Bandaríkjunum segist hafa fundið upp, flugeld' (rocket), sem geti stigið upp úr gufuhvolfi jarðarinnar og jafnvel komizt til tunglsins. Smithsonian Intistution (sem heita má vís- indaráðuneyti Washington-stjórnarinnar, og er stofnað 1846) staðfestir þessa tilkynningu, og þessvegna hefur hún vakið mikjð umtal meðal erlendra vísindamanna. Búist er við að tilraun Verði gerð mjög bráðlega til að koma þessari sendingu til tunglsins, hvernig sem hún kann að reynast i framkvæmdinni. (1. febrúar 1920). Til fróðleiks: Fyrir nokkrum mánuðum var Bandarikjastjórn dæmd til að greiða erfingjum Boddards og Guggenheimsstofnuninni samtals T millj. dollara fyrir afnot af uppfinningum, sem próf. Goddard gcrði, og nú eru nýttar 1 bandariskum eldflaugasmiðjum. Útburður. Síðastliðinn laugardagsmorgun fannst barns- í sjónum við Loftsbryggju hér i vestur- ^öfninni. Það var af nýfæddu, fullburða svein- Afmælisblað VÍSIS með áætlun árið 1953, sem hann kallaði: Um fjárfestingarþörf til raforkuframkvæmda á næstu 10 árum og um lánsfjárþörf. Komst hann þar að ])eirri niðurstöðu að framkvæman- leg væri fjárjesting á næstu 10 árum er næmi 25 millj. kr. á ári eða alls 250 millj. kr. Ríkis- stjórnin tók þetta mál upp og það varð að lög- um 1954 að verja skyldi þessu fjármagni til rafvæðingar í strjálbýli landsins, þar sem til- tækilegast þætti að byrja, samkvæmt tillögum raforkumálastjóra, en það var í sveitum þar sem þéttbýlið nam 1 km línulengdar á veitu- kerfi á hvert býli til jafnaðar. Þetta var stór- myndarlega af stað farið og þó að verðbólgan hafi aukið þessa fjárhæð tölvert, hefur verið unnið samkvæmt áætluninni siðan 1955. Áætlunin var sú, að Rafmagnsveitur ríkisins skyldu veita orku ýmist úr eigin orkuverum eða kaupa orku frá orkuverum þeim er fyrir voru og flytja orkuna lil héraðsveitna í sveitum og kauptúnum. En héraðsveiturnar tækju við orkunni til dreifingar til notenda liver í sínu héraði og önnuðust smásölu raforkunnar. Víða voru héraðsveitur fyrir, er sveitarstjórn ann- aðist innan béraðs, en þar sem þær voru ekki fyrir voru stofnaðar héraðsveitur ríkisins, eink- um í sveitum þar sem rafvæðingin náði til og í kauptúnum þar sem héraðsstjórn fól Raforkú- málastjórninni rafveitumálin innan héraðs. í skýrslu rafmagnsveitustjóra ríkisins, Eiriks Briem, er hann samdi á þessu ári fyrir ríkis- stjórnina um tíu ára rafvæðingaráætlunina og framkvæmd hennar til ársloka 1959 (og raunar um starfsemi Rafmagnsveitnanna frá upphafi), farast honum svo orð: „Árið 1959 var uppsett ofl í orkuveitum Raf- magnsveitna ríkisins 13.670 k\v og orkuvinnsl- an varð 23,8 millj. kwst. Þessu til viðbótar keyptu veiturnar 14.850 árskw og 57,8 millj. kwst frá orkuverum annara, aðallega Sogs- virkjun og Laxárvirkjun. Af þessum rúmlega 80 millj. kwst. seldu Rafmagnsveiturnar, að orkutöpum frádregnum, 52% til kaupstaða og kauptúna með samtals 15.000 manns og til Andakilsárvirkjunar. Um 48% af orkunni voru binsvegar seldir i smásölu til 40 kaupstaða, kauptúna og þorpa með um 16.500 manns og til um 9.500 manns í sveitum. Samtals eru þetta 41.000 manns auk ibúanna á Akranesi og í Borgarnesi, sem eru á orkuveitusvæði Anda- kílsárvirkjunarinnar. í árslok 1963 er 10 ára áætluninni lýkur, er áætlað að 2800 bændur liafði fengið rafmagn frá veitum Rafmagnsveitn- anna. Af þeim fjölda höfðu 500 fengið rafmagn fyrir 1954 og 1900 fyrir árið 1960.“ barni. Um líkið var svo búið að það var í stóru, livítu koddaveri eða barns-sængurveri og þurrku vafið utan um það. Einnig var í verinu gluggablæja, og steinn var festur við það til að sökkva því. Koddaverið eða sængurverið er merkt stóru vel saumuðu „M“ og þurrkan merkt með sama staf í annað hornið. Ef hinir merktu munir eru eign einhverrar saklausrar manneskju, (sem vel getur verið) þá myndi hún geta fengið að sjá það á skrif- stofu lögreglustjóra. Lögreglan er að rannsaka málið og ætlar sér að hefja mjög vandlega leit um allan bæ, sennilega i hverju húsi, áður en lýkur, og er ekkert líklegra en að þetta komist upp, einkan- lega vegna fangamarksins, sem gefið getur mikinn grun. (31. mai 1920). Skritin atvinna. Skrítin atvinna er það, sem ég hefi séð konu hafa hér i bænum. Hún á ofurlítinn garð- blett framan við hús sitt, meðfram breiðri götu. Þar eru oft börn að leika sér og verður þeim stundum það óhapp á að missa bolta sína inn í garðinn, og hirðir frúin þá jafn- harðan, en vesalings börnin standa grátandi á götunni yfir missi sínum. Mér finnst, að þessi nýstárlegi atvinnuvegur ætti ekki að vera óátalinn. (25. mai 1920). VÍSIR 50 ÁRA 10 ára áætlunin hefur verið endurskoðuð oftar en einu sinni frá fyrstu gerð, og hefur hún breyzt í meðförunum, einkum vegna vax- andi verðlags, en sú veigamikla endurbót hefur var gerð á henni, að hjálpa þeim bændum, sem fyrirsjáanlega komast seint í samband við samveitur, til að koma upp einkastöðvum á meðan og jafnvel til frambúðar. Hefir því þessi rafvæðingarviðleitni opnað leið til þess aX allir landsmenn geti tiltölulega skjötlega orðLj aðnjótandi rafmagns, þótt í strjálbýli sé. Vöxtur á almennings rafmagnsnotkun n:. :: því lialda áfram meðan veitukerfin stækka • - einnig vegna vaxandi mannfjölda á vi: - svæðunum og vaxandi vélanotkunar. Er noV! - urnveginn víst að á næsta áratugi 1960 til 1970 muni þurfa að tvöfalda vélakostinn sem fyrir er í landinu, til að hafa við þörfinni. Á veitu- svæði Sogsvirkjunarinnar er þegar undirbúið að verulegu leyti vélaaukningar í Sogi er nema 33.000 hestöflum og við Elliðaár 16.000 hestöfl eða samtals 49.000 hestöfl, sem er nær helming- ur þeirrar aukningar sem koma verður á þessu tímabili. Raforkumálastjórnin hefur um mörg undan- farin ár haft á hendi rannsóknir á virkjunar- skilyrðum í aðalám landsins, og eru þær rann- sóknir komnar töluvert áleiðis svo að bráðlega verður fært að velja virkjunarstaði skipulega með hagnýtingu stóránna fyrir augum. Er talið að auðvirkjanlegt vatnsafl sé um 4,5 millj. hest- afla og að með því megi vinna orku, er nemi 15 milljörðum kwst. árlega. Er því af nógu að taka miðað við það sem þegar er notað. Auk vatnsaflsins höfum við jarðhitann og er ekki að efa, að hann verði einnig tekinn i notk- un til raforkuvinnslu i samstarfi við vatns- aflið auk hitanotkunarinnar. Hefir raforku- málastjórnin einnig haft á hendi rannsóknir um hagnýtingu jarðhitans til orkuvinnslu und- ir forustu Dr. Gunnars Böðvarssonar við rann- sóknardeild raforkumálastjórnarjnnar. Er líklegt að rannsóknirnar leiði til þess að lagt verði í bæði vatnsaflsvirkjun og jarðgufu- virkjun á þessum áratugi, er nema muni um það bil 72.000 hestöflum. Mun þá hvorttveggja nægja almenningsþörfinni og þeim aukningum i iðnaði, sem fyrirsjáanlegar eru, fram til 1970. En þar á eftir ætti að vera tiltölulega auðveld- ara um virkjanir í æ stærri stil, eftir því sem þörfin kallar að. Getum við þá tekið undir með Frímanni B. Arngrímssyni i Fjallkonugrein hans 1894, að i aflgjöfum landsins, vatnsaflinu og hveraaflinu, eru fólgnar miklar auðsupp- sprettur, þegar okkur lærist að nýta þær. Samböð Einhver karlmaður amast við því í Vísi nýskeð að samböð eigi sér stað i laugunum hér, þvi að fólk hegði sér ekki sómasamlega. Þar sem hann talar um ósæmilega hegðun þarna, þá er sú ásökun á engum rökum byggð, og liklega sett þarna fram til þess að meina samböðin, sem hann treystir sjer ekki að ráð- ast á, nema að bæta þessu við. Það er nú á allra vitorði, sem hafa heilbrigða skynsemi, að öll sundurstiun karla og kvenna hefur gagnstæð áhrif við tilgang sinn og liefur komið nógu illu til leiðar. „Karlmaður“ þessi ætti að koma til Sviþjóð- ar og sjá karla og konur baða sig saman skýlu- laus. En það liði máske yfir hann, blessaðan. (Þriðjud. 27. júni 1911) Gustav. Blóð Jútvarðs VII. í blaðinu La Gesette medicale de París er þess getið að enskur visindamaður hafi rakið ætt Játvarðar i þvi slcyni að reikna út ætterni hans og komist að þessari niðurstöðu: Af hverjum 4056 blóðdropum er 1 enskur og kominn frá Margrétu Tudor drottningu Jakobs IV. Skotakonungs, 2 dropar af frönsku blóði frá Mariu Stuart, 5 skozkir frá Jakobi IV. og Darnley greifa sem átti Maríu Stuart, 8 danskir og 4040 þýzkir (Miðvikud. 1. marz 1911) 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.