Vísir - 14.12.1960, Síða 85

Vísir - 14.12.1960, Síða 85
Þá kemur laga- og viðskiptadeild, sem sam- einuð var lagadeild á sínum tíma. í henni kenna 6 prófessorar og 5 aðrir (þar á meðal 2 dósentar), en áformað er að bæta við nýjum prófessor i viðskiptafræðum (nú eru þeir tveir), og verða þeir þá þrír, en eins og kunn- ugt er, er sagt á latínu tres faciunt collegium (þrjá þarf til að mynda háskóladeild), og myndi því afleiðingin væntanlega tákna skipt- ing laga- og viðskiptadeildar i tvær deildir: lagadeild og viðskiptadeild. í þessari samein- uðu deild kenna nú 11 manns. Þá komum við að heimspekideild. Hún var upphaflega hugsuð sem kennsludeild í íslenzk- um fræðum og þróaðist þá í þá átt, að 2 prófessorar kenna nú sögu íslands (annar fornöldina, hinn nýju söguna), 2 íslenzka tungu (annar germanska samanburðarmálfræði og íslenzka málsögu, hinn islenzka málfræði) og 2 íslenzka bókmenntasögu (annar fornöldina, hinn nýrri bókmenntir). En auk þess eru í deildinni 2 kennarar í heimspeki og uppeldis- fræði, 1 kennari í bókavarðarfræðum og auk þess 14 aðrir, þar á meðal sendikennarar í ensku og frönsku og í þýzku (auk þriggja íslenzkra kennara), sendikennarar í norsku, sænsku, dönsku og spænsku, og enn eru þar kennarar i mannkynssögu, stærðfræði, eðlis- fræði, landafræði. Þetta kemur til af því, að fyrir nokkrum árum var búið til svokallað B.A.-nám eftir ameriskri og enskri fyrirmynd (menn gátu sameinað þrjár námsgreinar eftir frjálsu vali, t. d. heimsspeki, ensku og frönsku, og fengu þá titilinn B.A. eða bacalaureus artium). í deildinni eru því 24 kennarar. Loks konium við að yngstu deildinni, verk- fræðideildinni, sem kennir aðeins til fyrri Bluta (seinni hlutann verða menn að taka við erlenda háskóla, en flestir hafa hingað til farið til Kaupmannahafnar, á fjöllistaskólann þar). I þessari þeild eru nú 4 prófessorar og 6 aðrir kennarar, eða samtals 10. Er áformað að hæta þar við nýjum prófessor. í háskólanum kenna því nú nálega eitt liundrað manns. Þetta er mikil þróun á ekki lengri tima, og má vænta þess, að þessi tala liækki nokkuð enn á næstu árum, Einkum má húast við því að keppt verði að því að eignast fullkomna verkfræðideild, að minnsta kosti í byggingaverkfræði. Fjúrmál háskólans. Háskólinn er ríkisskóli og öll kennsla ókeyp- is, og er því eðlilegt, að nokkurt fé sé greitt til háskólans, m. a. laun allra háskólakennara, auk ýmislegs annars. En þarfir háskólans eru margar, t. d. aukning bókasafnsins og aðstoðar- bókavarzla, styrkur til útgáfu rita liáskólans, Utanfararstyrkir kandídata og háskólakennara, styrkir til samningar hinnar íslenzku vísinda- legu orðabókar, sem unnið hefur verið að í 1 ár (gegn framlagi úr ríkissjóði). Þessi út- gjöld nema nú yfir V> milijón króna á ári, og er greitt úr sáttmálasjóði, sem upprunalega nam 1 milljón króna, er varð til við skulda- skiptin milli Dana og íslendinga 1919. Var þá ákveðið, Vr, af vöxtum þessa sjóðs skyldi lagð- ur við liöfuðstól og sjóðurinn ávaxtast í veð- skuldabréfum, og auk þess hefir bætzt við fjöldi legata og dánargjafa, er háskólanum hafa borizt. En islenzkir peningar hafa marg- sinnis fallið í gildi, og var þetta því miður ráðstöfun, upprunalega um ávöxtunina, en uðlileg, eins og þá stóðu sakir. Þvi var það, að háskólinn beitti sér fyrir tveim fyrirtækjum til stuðnings háskólanum, stofnun happdrættis 1933 og stofnun kvikmyndahúss, sem ætla má, ao á næstu árum til samans gefi háskólanum h—7 milljóna króna tekjur árlega, þegar búið verður að greiða byggingaskuldir hins nýja kvikmyndahúss. En eins og áður er getið, eru þarfir háskólans margar, ekki sízt allar nýbyggingar, sem verða reistar fyrir fé há- skólans. Rannsóknastörf háskólans. Háskólinn hefir látið gefa út skrá um rit háskólakennara allt frá 1911 til 1951, en ætla má, ag skrá frá 1952—1960 komi út á næsta ári. Á þessum skrám, sem út eru komnar (þær eru þrjár), eru talin öll helstu rit kennara háskólans, einkum þau, er lúta að fræði- mennsku eða eru vísindalegs eðlis. Þessi rit fram að 1951 munu vafalaust nema 3—4000, og ef síðasta timabilið (1951—1960) er tekið með, mun ekki fjarri að áætla ritgerðir þessar nál. 5000. Það er því ógerlegt að meta þær, enda eru sumar stórar bækur, aðrar smágrein- ar i blöðum og tímaritum. Þar eru margar ritgerðir, er birzt hafa í erlendum vísinda- ritum á ensku, þýzku og frönsku auk norður- landamálanna. Þar eru teknar með ritgerðir vísindamanna í Tilraunastöð háskólans í meinafræði á Keldum (frá 1936), og þar eru auðvitað taldar upp ritgerðir um ýmsar mein- semdir manna, um fiskirannsóknir, landbúnað og annað, er snertir hagnýt vísindi. Öllum er kunnugt um gagn það, er hlotist hefir t. d. af bólusetningu fjár, af síldarmælingúm og fiski- rannsóknum, af efnarannsóknum o. s. frv. Ó- gerlegt er höf. þessarar greinar að meta rit- gerðir í guðfræði, læknisfræði, lögfræði og hagfræði eða í verkfræði, og skal því aðeins minnzt á nokkur störf í heimspekideild. Lang- stærsta verk háskólans er hin vísindálega orðabók íslenzkrar tungu, er unnið hefir verið að i nál. 15 ár, og má enn bíða lengi, unz Þróun símans. Framliald af bls. 73. fjármagns og starfskrafta, hefur ekki verið unnt að veita skjóta úrlausn. Vegna aukningar viðskiptanna hefur skortur símarása milli stöðva orðið mjög tilfinnanlegur og valdið stórtöfum og óþægindum fyrir atvinnuvegi og einstaklinga, auk þess sem símaafgreiðslan hefur orðið miklu tímafrekari en ella fyrir starfsfólk símans. Úr þessu hefur verið reynt að hæta eftir mætti. í Alþjóðasamningum um símamál hefur á- vallt verið tekið sérstaklega fram, að samnings- aðilar skuli gera sitt ítrasta til að stofnsetja og starfrækja símakerfi sin á svo fullkominn hátt, sem vísindi og tækni frekast leyfa og efla framfarir á þessu sviði svo að almenn- ingur geti fengið sem greiðastan aðgang að notkun síma Tæknin hefur verið snar þáttur í símamál- unum, fyrst og fremst í sambandi við flutning skeyta og símtala, tóna og mynda, en í seinni tíð hefur hún einnig teygt arma sína yfir á svið afgreiðslustarfa og skrifstofustarfa. Þannig geta símnotendur nú í vaxandi mæli afgreitt sig sjálfir um sjálfvirkan búnað, ekki aðeins innanbæjar, heldur og milli fjarlægra staða. Á sjálfvirkum stöðvum fer talning simtala sjálfkrafa fram, og eftir tímalengd þegar um langlínusamtöl er að ræða og afgreiðslan er sjálfvirk. í Reykjavík og nágrenni eru og síma- reikningar gefnir út með skýrsluvélum og vélabókband hefur verið tekið upp í aðalskrif- stofu landssímans. Vélar taka nú við starfi manna á fleiri og fleiri sviðum, og þess er sennilega óvíða meiri þörf en í okkar fámenna landi. Það eru ótrú- lega mörg störf, sem unnt er að vinna með vélum og sjálfvirkni í margskonar iðnaði breið- ist óðfluga út. Vélar hafa verið framleiddar til að sundurlesa bréf, reikna flóknustu dæmi á svipstundu, geyma og gefa óteljandi upp- lýsingar, kanna fjölda úrræða og framkvæma úrval og ótal margt annað, sem heilinn var áður einn um. þvi verki verður lokið. Nær orðabókin frá 1540 (fyrsta prentaða bók á íslenzku, Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar) og til vorra daga. Er þar sögð saga hvers orðs í íslenzku (upprunaleg mynd, ritháttur, merking og merkingarbreyting, kyn og kynbreyting o. s. frv.), og er þvi livert orð skrásett á sérstakan miða, og er nú búið að safna nál. 800.000 miðum. Mikilsvert er og Nýyrðasafn það, er heim- spekideild hefir unnið að. Hafa þegar verið birt 4 söfn auk Tækniorðasafns Sigurðar Guð- mundssonar, og munu þessi nýyrði nema nál. 30.000. En auk þessara orða eru til tvö söfn um íslenzk nýyrði í læknisfræði eftir Guðmund sáluga Hannesson prófessor, og mörg nýyrði hafa orðið til i heimspeki, lögfræði og öðrum greinum. Um önnur störf háskólakennara verður að vísa til ritskránna, en augljóst er af henni, að margir háskólakennarar liafa verið mjög mikilvirkir um sína daga, og með vaxandi starfsemi háskólans og betri útbúnaði til margskonar rannsókna má búast við auknum afrekum og að háskólinn verði sá ljósberi á ókomnum öldum, sem honum var ætlað í upp- hafi. Fjölgun sjálfvirkra símstöðva og talrása og sjálfvirk langlínuafgreiðsla um land allt er aðkallandi verkefni hér á landi. Með því fæst greiðari og ódýrari símaafgreiðsla og allan sólarhringinn og hvar sem er á landinu og allir geta strax náð í lækni eða aðra hjálp, hvenær sem þörf krefur, en það er lítt fram- kvæmanlegt án sjálfvirks búnaðar vegna hins gífurlega kostnaðar við næturvaktir á hinum mörgu smástöðvum. Hin tæknilega þróun krefst fleiri og fleiri sérfróðra starfsmanna jafnframt því sem öðr- um fækkar, og er það nokkuð áhyggjuefni, hvernig þeirri þörf verði fullnægt í framtíð- inni. Þótt tæknin sjálf feli í sér hvöt til þess að afla sér frekari þekkingar, vinnur launa- jöfnuðurinn hér á landi i gagnstæða átt. Ýmsir staðhættir á íslandi ráða þvi, að á sumum sviðum verður að fara þar nokltuð aðrar leiðir en í nágrannalöndunum. Alkunn- ugt er, að hér þarf yfirleitt að byggja línur og loftnet sterkari en þar, vegna hinnar storma- sömu veðráttu. Hér er og strjálbýli mikið og víða langt á milli staða, þar sem örugg raf- orka og tæknifróðir menn eru fyrir hendi. Sem dæmi má nefna, að þar sem radiófjölsími er notaður í nágrannalöndunum, er það gert með orkulitlum tækjum á últra- eða míkró- bylgjum og um fjölda stöðva með stuttu milli- bili, eða að jafnaði ekki lengra en sjónvídd sé á milli. Hér á landi er sú lausn ekki hentug nema á fáum stöðum, og hefur því verið leitað að ráðum til þess að hafa miklu lengra á milli stöðva. Hér er víðsýni víða mikið til fjarlægra fialla, og hefur því verið reynt að notfæra sér fyrir- brigði, sem er í þvi fólgið, að hindranir geta stundum leitt til mikillar mögnunar á últra- stuttbylgjum. ■ Ef fjall er nálægt miðri leið milli tveggja fjarlægra staða og sést til þess frá báðum, verða merki á milli þeirra margfalt sterkari en ef fjallið væri ekki fyrir. Með því að velja hentugar leiðir, má á þann hátt víða fá ódýr simasambönd um langan veg. Hefur þetta verið notað hér við símasambandið milli Reykjavikur og Vestmannaeyja, milli Reynis- fjalls og Hornafjarðar og i tilraunasambandi milli Reykjavíkur og Akureyrar (eða réttara sagt, frá Skálafelli við Esjuna til Eyjafjarðar). Með fjölgun sjálfvirkra stöðva og aukinni sjálfvirkri langlinuafgreiðslu, og ekki sízt með tilkomu hinna nýju talsæsíma austur og vestur um haf og almennri notkun fjarritvéla innan- lands og til útlanda, virðist þróun símans muni taka stór skref á næstu árum, hvað sem framtíðin síðar kann að bera i slcauti, er endurvarp frá gerfitunglum mun flytja simtöl og sjónvarp um óraveg á miklu greiðari hátt en nú er gert. G. Briem. Afmælisblað VÍSIS VÍSIR 50 ÁRA 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.