Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 88

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 88
Þóroddur Guðmundsson: Fagrar bókmenntir í 50 ár INNGANGUR. Oft lieyrist um það talað, hvilik bylting orðið hefur í samgöngum og atvinnulífi á þess- ari öld. Fjarlægðir hafa verið sigraðar, vélar tekið erfiðið af höndum manna og hugum, þægindi og þrifnaður stóraukizt, risavaxnar hallir komið i stað torfkofa og timburhjalla, fatnaður fríkkað, skemmtanir margfaldazt. í andlegu tilliti eru þó breytingarnar sízt minni en á verklega sviðinu, enda á suman hátt orsakir byltinganna i efnisheiminum, að öðru leyti afleiðingar þeirra, og er stundum örðugt að greina þar á milli. Sem dæmi þess, hverju ein vísindagrein, læknisfræðin, hefur áorkað, má nefna það, að hún er nálega búin að vinna bug á hættulegustu sjúkdómum fyrri tíma, svo sem holdsveiki, sullaveiki, berklum o. fl., og meðalaldur manna hefur lengzt um áratugi. Hvað listum viðvíkur, gegnir svipuðu máli. í tónlist, leikmennt og myndagerð hafa risið UPP heilar stéttir fólks til þjónustu við skemmtanalífið, skreytingu híbýla o. s. frv., þar sem fyrr meir iðkaði varla nokkur þessar listir nema i hjáverkum. Nýjar stefnur hafa flætt yfir og gerbreytt smekk manna og við- horfum, svo að meiri breytingar hafa varla orðið á fimm öldum óður en á jafnmörgum áratugum nú. Um bókmenntir giidir að visu nokkuð öðru máli. Akur þeirra er þaulræktaðri en jörð annarra mennta hér á landi. Byltingin þar er því ekki eins gagng'er og umbrotin á öðrum sviðum menningar og þjóðhátta. Eigi að siður er bókmenntaþróun síðasta aldarhelmings mjög ör og næsta forvitnilegt að leiða hugann að svo mikilvægu efni. Skulu fyrst gerð nokkur skil yngri listgreinum, leikritagerð og sagna- skáldskap, siðan tekin til meðferðar ljóðasmið- in og loks rakin þróun og áhrif og tekin dæmi um strauma erlendis frá. LEIKRITUN. Sigurður Pétursson sýslumaður, faðir ís- lenzkrar leikritunar, átti tvö hundruð ára af- mæli i fyrra, svo að ekki hefur sú listgrein lengi vaxið. Eftir Sigurð voru þeir Matthias Jochumsson og Indriði Einarsson helztu leik- ritaskáld 19. aldar. Um leikrit Matthíasar rita ég ekki, þar sem þau eru frá eldri tima en Matthías Jochumsson. Indriði Einarsson. 88 FORMÁLI. Að gefnu titefni skal þess getið, að rit- gerð þessi er ekkert skáldatál, •heldur aðeins gfirlit. Enginn þarf þvi að ætla, að hér séu nefnd öll skáld frá ofangreindu tímabili, ekki einu sinni öll góðskáld. Nöfn manna og verk þeirra eru aðeins nefnd samhengis vegna og til skýringar þróuninni, en ekki til að draga markalinu milli stórra og lítilla spámanna. Þvi má vera, að höfundar, sem ógetið er, séu engn ómerkari listamenn en sumir þeir, sem á er minnzt eða gerðir eru að umtalsefni. Einnig bið ég lesendur muna það, að mér var skammtað rúm og varð af þeim sökum að sleppa mörgu og mörgum, sem ég hefði viljað taka með. hér um ræðir. Hjá Indriða koma fyrst fram áhrif sýmbólsku stefnunnar i islenzkri leik- ritagerð (Skipið sekkurj. Annars var Indriði rómantískt skáld, eins og söguleikrit hans, Sverð og bagall, sýnir vel, en þó ævintýra- og þjóðsagnaleikirnir enn þá skýrar. Vinsælust þeirra hefur Nýársnóttin orðið, en i Dansinum í Ilruna leggst hann dýpst. Dansinn birtist 1921, þegar Indriði var sjötugur. Indriði var einn helzti brautryðjandi ís- lenzkrar leiklistar. Framarlega i þeirri fylkingu stóð og samtiðarmaður Indriða, litið eitt yngri, Einar H. Kvaran, sem einnig var gott leik- ritaskáld (Lénharður fógeti, 1913, o. fl.) En með Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar, sem varð frægur af þvi verki viða um lönd veturinn 1911—12, eignumst vér fyrst leikrit á heimsmælikvarða. Það er rammislenzkt í anda, fullt af ljóðrænni fegurð og gætt drama- tiskum þunga. Þá var Jóhann enn ungur að aldri (f. 1880). Siðar samdi hann tvö önnur merkileg leikrit, hvort á sinn hátt, Galdrct- Loft og Lyga-Mörð, þó að eigi hlytu þau slíka frægð sem Fjalla-Eyvindur. Þvi miður and- aðist Jóhann fyrir aldur fram. Rættust því aldrei til fulls þær vonir, sem menn höfðu gert sér um framhald afreka hans. Litlu síðar en Jóhann tók Guðmundur Kamb- an að semja leikrit, fyrst Höddu Pöddu sama árið sem Fjalla-Eyvindur kom fyrir almennings sjónir. Hún virtist bera nokkurn blæ af Jó- Jóhann Sigurjónsson. Guðmundur Kamban. VÍSIR 50 ÁRA hanni. En síðar tókst Kamban að losna undan þeim áhrifum og skapa sjálfstæð verk, sum ágæt, t. a. m. Sendiherrann frá Júpiter og Skál- holt. Flest leikrit þeirra Jóhanns og Guðmund- ar báru mjög rómantískan blæ, enda þótt a. m. k. hin fyrstu þeirra þróuðust i andrúms- lofti Kaupmannahafnar, kenndu sig við Brand- es og raunsæisstefnuna. Þriðja leikritaskáldið á aldur við Jóhann Sigurjónsson og Guðmund Kamban var Sig- urður Eggerz. En þrátt fyrir ósvikið skáld- skaparbragð að leikritun hans, sem voru ef til vill enn þá rómantískari en verk hinna, náðu þau hvorki frægð né vinsældum á borð við þau. Merkasti leikritahöfundur Vestur-íslendinga, og um leið í fremstu röð íslenzkra skálda á þessu sviði, var sýmbólistinn Guttormur J. Guttormsson. Hringurinn og fleiri stutt leikrit hans eru perlur. Að sálfræðilegri dýpt og mannlegum skiln- ingi liafa naumast önnur leikritaskáld tima- bilsins komizt lengra en Kristín Sigfúsdóttir í sjónleik sínum Tengdamömmu, sem er afrek, miðað við aðstæður einyrkjakonu i sveit. GuIIna hliðið er það af leikritum Daviðs Stefánssonar, sem mestrar hylli hefur notið. Það mun nú vera vinsælasta íslenzka leikritið, ásamt Skugga-Sveini séra Matthíasar, enda þjóðlegt i bezta skilningi þess orðs, kímið á yfirborði, en alvöru þrungið undir niðri og mæta vel heppnað, prýtt einkar hugþekkri tón- list eftir Pál ísólfsson. Það hefur verið þýtt á erlend mál og leikið allviða erlendis við góðar undirtektir. Meðal frumlegustu leikrita timabilsins er Uppstigning eftir Sigurð Nordal (1946). Það fjallar um uppreisn gegn lognmollu smóbæjar- tífsins og er gætt skemmtilega ferskum blæ. Leikritið Snæfriður íslandssól, samið upp úr íslandsklukku Halldórs Kiljans Laxness, náði fádæma vinsældum á sviði Þjóðleikhússins eftir opnun þess. Um svipað leyti var sýndur þar sjónleikurinn Jón Arason, verðlaunaverk eftir Tryggva Sveinbjörnsson, eitt helzta leik- ritaskáld íslenzkt á umræddu timabili. Hann kvaddi sér fyrst hljóðs með sorgarleiknum Myrkri (i Óðni 1920). Annars virðast tilraunir síðustu ára í leik- ritagerð hafa borið misheppnaðri árangur en önnur bókmenntaviðleitni. Er sem vanti Davið Stefánsson. Halldór Kiljan Laxness. Afmælisblað VlSIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.