Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 89

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 89
herzlumuninn, eða þá sýningarhæfni leikrit- anna. Viða eru þó skáldleg tilþrif. Svo er t. a. m. um Tyrkja-Guddii eftir séra Jakob Jónsson og Fyrir kóngsins mekl eftir séra Sigurð Ein- arsson, bæði sögulegs efnis, en hafa hvorki fengið fulla viðurkenningu né vinsældir. Hins vegar hafa gamansöm samtímaleikrit í ádeilustil náð hylli. Leikrit Agnars Þórðar- sonar, Kjarnorka og kvenhylli, gekk óvenju vel í Iðnó veturinn 1958—59; sama máli gegnir um Delerium Bubonis eftir bræðurna Jónas og Jón Múla Árnasyni. Útvarpsþættir Agnars, Ekið fyrir stapann o. fl. hafa einnig vakið góða eftirtekt. Séra Jakob og Agnar eru annars einu rithöfundar siðustu ára, sem mér er kunnugt um, að hafi einbeitt sér að leikrita- gerð. Er tilfinnanleg vöntun á nútimasjónleikum islenzkum fyrir hið unga þjóðleikhús og si- vaxandi leikstarfsemi víða um land. Má furðu- legt heita, að eigi skuli hafa tekizt meiri sam- vinna með leikhúsum, leikfélögum og rithöf- undum en raun ber vitni. SKÁLDSAGNA- OG SMÁSAGNAGERÐ Fyrir 1911 hafði fám skáldsögum orðið langlífis auðið, þegar frá eru skildar sögur Jóns Thoroddsens, Piltur og stúlka og Maður og kona. Helzt er að nefna sögur Gests Páls- sonar, Kærleiksheimilið, Tilhugalif o. fl. Upp við fossa eftir Þorgils gjallanda kom út 1902, Halla Jóns Trausta 1906 og Ólöf i Ási eftir Guðmund Friðjónsson 1907, sem allar vöktu feikna athygli. Árið 1911 hafði Einar Hjörleifsson Kvaran lokið við sagnabálk sinn Ofurefli — Gull og Jón Trausti við Heiðarbýlissögurnar. Um sama leyti er Gunnar Gunnarsson að ryðja sér til rúms sem rómanahöfundur úti i Danmörku með útkomu fyrsta bindis af Sögu Borgar- ættarinnar. Þó að Gunnar skrifaði á dönsku, þá voru allar sögur hans um íslenzk efni. Má því telja, að við lok 1. áratugs 20. aldar og með 2. áratug hennar hefjist íslenzk skáld- sagnaritun fyrir alvöru. Litlu fyrr hafði færzt nokkurt lif í smásagnagerðina. Gestur var löngu liðinn; Gjallandi, Trausti, Kvaran og Guðmundur á Sandi höfðu skrifað ýmsar af sinum snjöllustu smásögum fyrir þann tíma, en voru þá allir menn á bezta aldri. Jakob Thorarensen, Þórir Bergsson og Guðmundur Hagalin höfðu enn ekki kvatt sér hljóðs sem smásagnahöfundar, þvi síður yngri smásagna- smiðir, t. a. m. Halldór Stefánsson, Stefán Jónsson og Sigurður Helgason, sem einnig hafa ritað lengri sögur og allir hafa náð eink- ar góðum tökum á sagnagerð. En sérstaklega er smásagnagerðin kjörsvið Halldórs. í hönd- tim þessara og fleiri höfunda tók sú skáld- skapargrein miklum þroska, jafnframt ritun lengri sagna. Stendur sú þróun enn yfir, þó að nokkuð virðist hafa dregið úr í bili. Ári siðar en aðsópsmesti skáldsagnahöfund- ur tveggja fyrstu áratuga aldarinnar, Jón Trausti, lézt fyrir aldur fram, reit Gunnar Runnarsson eitt heilsteyptasta listaverk sitt, skáldsöguna Sælir eru einfaldir, suður á ítal- iu. Gerist sagan einmitt um sama leyti og fjallar um viðureign Reykvikinga við drepsótt bá, sem Trausti deyr úr. Með þessu verki tók Gunnar sér sæti á bekk með beztu skáldsagna- höfundum álfunnar. Um svipað leyti koma brir mikilvirkir skáidsagnahöfundar fram á sjónarsviðið: Guðmundur Hagalín, Kristmann Guðmundsson og Halldór Kiljan Laxness. Jafnframt lengri sögunum skrifar Hagalín Uiargar ágætar smásögur. En þegar frá líður, einbeitir liann sér æ meir að ævisagnaritun °g verður, ásamt Þórbergi Þórðarsyni, braut- ryðjandi á þvi sviði. Kristmann ritar um ára- bil á norsku og kemst í röð mest lesnu skáld- *agnahöfunda á því máli, verður og viðlesinn út um lönd, er m. a. þýddur á kinversku (Hrúðarkjóllinn). Svo sem Kristmann, skrifar Úalldór aðallega skáldsögur, og frá upphafi a^eins á íslenzku, gagnstætt þeim löndum sín- llrn, sem öfluðu sér heimsfrægðar með skáld- shap. En þeir voru Jón Sveinsson (Nonni), sem skrifaði á þýzku, leikritaskáldin Jóhann Sigurjónsson og Guðmundur Kamban og skáld- sagnahöfundarnir Gunnar Gunnarsson og Kristmann Guðmundsson, sem skrifuðu ailir á dönsku, nema Kristmann. Aðrir dönskurit- andi höfundar, sem öfluðu sér viðurkenningar, voru Friðrik Brekkan, Jón Björnsson, Þor- steinn Stefánsson, Bjarni M. Gíslason og fleiri. Gunnar skrifaði hvert öndvegisverkið af öðru, og er Kirkjan á fjallinu mest þeirra. Um verð- leika og frægð Halldórs þarf ekki að fjöiyrða. Hann fékk Nóbelsverðlaun fyrstur islenzkra manna. Þótt líta megi þannig á, að sum önnur islenzk skáld befðu verðskuldað þessa sæmd eigi síður en Halldór, þá orkar hitt eigi tvi- mæiis, að hann er vel að heiðrinum kominn fyrir önnur eins stórvirki og Sölku Völku, Sjálfstætt fólk, Ljósvikinginn og íslandsklukk- una. Og bann er fyrsti íslendingurinn eftir Snorra, sem ryður sér braut til heimsfrægðar með þvi að rita á móðurmáli sínu. Dæmið um sigursæld Halldórs á sviði skáid- sagnagerðar hefur tvímælalaust orðið til að ýta mörgum fram á þann vettvang, enda geys- ast nú ýmsir garpar fram á ritvöllinn. Meðal hinna mikilbæfustu má telja Ólaf Jóhann Sig- urðsson, sem náð liefur töfratökum á islenzku máli um fiesta menn fram, og Guðmund Danielsson, stórvirkan og kjarnmikinn rithöf- und. Hafa þeir einna fyrstir höfunda vorra plægt sunnlenðkan skáldaakur. Áður hafði sú erjun heldur verið vanrækt á Suðurlandi. Var nýjabragð og ilmur af uppskerunni, þegar þeir auðguðu islenzkan bókmenntaforða Guð- mundur með gróðrinum A bökkum Bolafljóts og Ólafur Jóhann með Litbrigðum jarðarinnar, auk margs fleira af líku tagi. Um leið víkkaði svið skáldsögunnar á íslandi úr • dölum og fjörðum binna landshlutanna suður á undir- lendið við Sog og Þjórsá. Meðal alls þess fjölda skáldsagna- og smá- sagnahöfunda, sem lýst hafa þjóðlífinu á list- rænan hátt, skulu aðeins þessir nefndir: Séra Jón Thorarensen, höfundur Útnesjamanna, sjómannasögu frá Suðurnesjum; Þórleifur Bjarnason, sem reit m. a. Tröllið sagði, sterka baráttusögu frá Hornströndum; Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, er lýsti trúlega verkalýðshreyf- ingunni á Eyrarbakka; Óskar Aðalsteinn, sem gerði sjómannalifinu á ísafirði prýðileg skil (Grjót og gróður o. fl.); enn fremur Elías Mar, höfund Vögguvisu, eftirminnilegrar Reykja- víkursögu; Kristján Bender, sem reit Hinn fordæmda, einkar vel gerða sögu um Júdas ískariot, auk smásagna; Jón Dan, nærfærinn smásagnasmiður; og Indriði G. Þorsteinsson, sem vakti fyrst athygli með verðlaunasögunni Blástör; Guðmundur L. Friðfinnsson, sem ágætlega hefur lýst nútímasveitafólki Hinu- megin við heiminn; Stefán Júliusson, er m. a. hefur túlkað hug væringjans i Vesturvegi: Leiðin lá til Vesturheims; Ármann Kr. Einars- son, vinsæll barnabókahöfundur, sem þýddur hefur verið á norsku og e. t. v. fleiri mál; og Gunnar M. Magnúss, sem einnig hefur ritað góðar barnabækur. Eftir að Kristmann, Brekkan og Jón Björns- son flytjast heim, rita þeir einungis á íslenzku, og þá jöfnum höndum sögulegar skáldsögur, smásögur og nútíðarrómana. En Sigurjón Jóns- son, er vakið hafði m. a. athygli með nútíma- ádeilusögum Silkikjólum og vaðmálsbuxum og Glæsimennsku eftir 1920, en þagnað litlu siðar, gekk í endurnýjun lifdaganna og valdi sér á síðara tímabili rithöfundarferils sins eingöngu yrkisefni frá söguöld. Er Ing- vildur fögurkinn (1951) mest sagna hans af þeim flokki. Skáldsagnaritun tímabilsins verða eigi gerð viðunandi skil, nema kvenna sé getið að nokkru, enda þótt hlutur þeirra á því sviði sé naumast jafn veigamikill og í ljóðagerðinni, er síðar greinir frá. Á efri árum skrifaði Hulda langa sögu, Dalafólk, í rómantískum anda horfinnar tiðar sem andsvar við Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Frá liðnum tíma eru og helztu skáldsögur Elínborgar Lárusdóttur, t. a. m. Strandarkirkja og Förumenn. Sögur Guðrúnar frá Lundi bera blæ hetjudyrkunar Gunnar Gunnarsson. Jakob Thorarensen. Kristmann Guðmundss. Örn Arnarson. Tómas Guðmundsson. Steinn Steinarr. Snorri Iljartarson. Stephan G. Stephansson. Guðmundur Friðjónss. Magnús Ásgeirsson. Einar Benediktsson. Hannes Pétursson. Afmælisblað VÍSIS VÍSIR 50 ÁRA 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.