Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 90

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 90
og æskuininninga frá æskustöðvum skáldkon- unnar. Guðrún hefur náð mestum vinsældum allra núlifandi skáldsagnahöfunda. Um sam- timann einkum fjalla skáldsögur Ragnheiðar Jónsdóttuc og Þórunnar Elfu Magnúsdóttur, sem rita m. a. um Reykjavíkurlifið. Svanhildur Þorsteinsdóttir liefur skrifað ljóðrænar smá- sögur. Oddný Guðmundsdóttir skal að lokum nefnd, lýsir sveitalífinu af meiri þekkingu og skilningi en velflest önnur nútímaskáld i ó- bundnu máli LJÓÐLIST Séu undan skildar beztu fslendinga sögur, Heimskringla og örfá nútímaskáldverk i lausu máli, hefur ljóðlistin ávallt staðið hæst bók- menntagreina vorra og gerir enn. Þróun ljóð- listarinnar er því meira undrunarefni sem örðugra var að fara á þeim vettvangi fram úr þvi, sem áður hafði verið komizt. Á meðan kjarnmiklir fulltrúar hinnar ramm- islenzku ljóðmenntar eins og Matthias Jochums- son, Einar Benediktsson, Stephan G. Step- • hansson og Guðmundur Friðjónsson eru enn, um og eftir 1910, að treysta sinn kraft út á fremsta þröm og færa út riki sín, koma fram á sjónarsviðið, um það leyti sem þjóðin er að öðlast fullveldi/ snillingar með nýjan og mýkri hreim á hörpu. Áður höfðu að visu ljóðrænir söngvarar svo sem Þorsteinn Er- lingsson, Ólöf Sigurðardóttir, Guðmundur Guð- mundsson, Sigurjón Friðjónsson, Hulda og Jónas Guðlaugsson leikið á hina léttari strengi. Þorsteinn andaðist 1914, Jónas 1916 og Guð- mundur 1918, en Ólöf, Sigurjón og Hulda náðu tæpast alþjóðar eyrum. í byrjun tima- bilsins kemur Ijóðskáldið Jakob Thorarensen fram á sjónarsviðið, stirðkvæður nokkuð, en kjarnmikill, kiminn og rammíslenzkur í anda, minnti á Bólu-Hjálmar, en sérstæður þó. Þegar Stefán frá Hvítadal kveður sér hljóðs með Söngvum förumannsins og Davið Stefánsson með Svörtum fjöðrum 1919, er sem þjóðin verði fyrir vitrun. Eftir Matthías og Einar Benediktsson hefur enginn sungið einlægari trúarljóð en Stefán: Aðfangadagskvöld jóla 1912, Ileilög kirkja. Þjóðvísan endurskapast í sinni látlausu fegurð við töfratök Daviðs. Hjá báðuin fær lifsólga, ást og fögnuður yfir dá- semdum þessa skammvinna lifs nýja framrás, líkt og fljót í vorleysingum, sem brýtur af sér allar hindranir. Fám árum eftir Stefán og Davíð komu þeir Örn Arnarson og Jón Magn- ússon fram á ritvöllinn. Báðir voru þjóðlegir i bezta lagi. Kjörsvið Arnar á ljóðavettvangi var sjómannslifið, verkamannahreyfingin og liagur lítilmagnans. Jón var ekki síður mál- 1916 Stofnað 1916 1960 ÍRIÐRIK MAGNÚSSON „CO Vesturgötu 33 REYKJAVÍK Sími 13144 FRIMACO KAFFI Nýbrennt og malad Efnagerð Umboðssala Heildverzlun Kaffibrennsla KAFFIBRENNSLA FRIDRIKS MAGNÚSSONAR & CO R E Y K J A VI K svari smælingjans, þótt ekki væri hann verka- lýðsskáld. Bóndinn, sem hélt tryggð við sveit sina og jörð, var honum ímynd þúsund ára baráttu þjóðarinnar fyrir lífi sínu og menn- ingu: Björn á Regðarfelli, Páll i Svinadal Hér á við að geta ljóðaþýðenda. Þegar snilldartúlkendur erlends skáldskapar, Matthias og Steingrímur, höfðu lokið hlutverki sinu á 2. tug aldarinnar, varð nokkurt hlé á þýðing- um listaverka. Einn allra bezti Ijóðaþýðandi íslenzkur samtímis og á eftir þeim, Þorsteinn Gíslason, var önnum kafinn við blaðamennsku, þýddi þó Björnson, Shelley o. fl. af mikilli snilld. Þá kemur Magnús Ásgeirsson fram og gerist áhrifamesti miðill erlendra strauma inn í bókmenntir vorar með Ijóðaþýðingum sínum. í túlkun sinni var hann sjálfstæður og trúr í senn, kjarnmikill og ljóðrænn þó, nærfærinn, en hispurslaus. Er spurning, hvort nokkurt annað ljóðskáld timabilsins liefur valdið meiru um þróunina í Jjóðagerð á öðrum fjórðungi 90 Við bjóðum yður glæsilegt úrval af allskonar gjafavörum i gulli, silfri, silfurpletti, tini og stáli. Úr og klukkur, stærsta úrval í bænum. Gjörið svo vel að lita inn. Jóhannes Norðfjórð b.f. Hverfisgötu 49. VÍSIR 50 ÁRA þessarar aldar en Magnús með þýðingum sínum. Annar afkastamesti Ijóðaþýðandi timabils þessa er Helgi Hálfdanarson, sem segja má, að tekið hafi við af Magnúsi; hefur í seinni tíð lagt mikla stund á að þýða leikrit Shake- speares og tekizt það með ágætum. Sérstak- lega er undirritaður mjög hrifinn af þýð- ingum Helga á orðaleikjum hins mikla snill- ings. Eru síðast nefndar þýðingar mikill greiði við leiklistina. Má þvi segja, að þær heyri undir þann þátt. En ég tek þær með ljóða- þýðingum Helga af hagkvæmiástæðum, enda eru leikrit Skakespeares að sumu leyti í ljóð- um, sem kunnugt er. Þriðji snjalli ljóðaþýð- andinn er Karl ísfeld, sem íslenzkað hefur finnsku hetjukvæðin Kalevala. — Skal svo aftur vikið að frumortu Ijóðunum. Með Fögru veröld Tómasar Guðmundssonar kveður við nýjan tón glettinnar gamansemi, sem gladdi áhyggjulausar sálir, áður en óttinn af siðari heimsstyrjöldinni læsti i þær heljar- klóm sínum. Áhrifa af henni gætir mjög i síð- ustu og beztu bók Tómasar, Fljótinu helga (Haust, Heimsókn o. fl.), enda kveður þar við annan og dýpri tón saknaðar og sórsauka. Með þeirri bók verður Tómas í raun réttri stórskáld. Áhrif kreppunnar milli striðanna á skáldin, sem kvöddu sér hljóðs um og eftir 1930, sjást í Hamri og sigð séra Sigurðar Einarssonar, en hvergi eins vel og i fyrstu bók Steins Steinars: Rauður loginn brann. Siðari Ijóð hans voru mörkuð af ógn styrjaldarinnar, eftir að liún var skollin á. Ýmsir halda, að Steinn hafi fyrstur gróðursett óbundin ljóð i bragar- tún hérlendis. En það er ekki rétt. Löngu á undan Steini liöfðu þeir Jóhann Sigurjónsson og Sigurður Nordal ort ljóð i lausu máli (Sorg Jóhanns, Fornar ástir Sigurðar, sérstaklega Hel), svo að nefnd séu skáld frá þvi timabili, sem hér um ræðir. Sérkenni Steinars birtust miklu meira í skoðunum eða viðhorfi en formi, sem var miklu oftar mjög hnitmiðað og hefðbundið en laust. Bölsýnt lífsviðhorf, heimsspeki tilgangsleysisins, uppreisnarhugur gegn máttarvöldum tilverunnar og ofríki mann- anna einkenndi lund hans og ljóð. En með fordæmi sinu og vægðarlausum kröfum um form hefur Steinn haft mikil áhrif. Eigi ólik- ur Steini, harðger og viðkvæmur i senn, er Jón Helgason. Hæðinn getur hann verið og napur í ádeilukveðskap sínum. Betur lætur Afmælisblað VÍSIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.