Vísir - 14.12.1960, Page 91

Vísir - 14.12.1960, Page 91
■ ' WHiiþr * N\ • Ti • ái ^ ' ' :\Æ 'fífifj1 ■ ; BRÝNIÐ FYRIR BÖRNUNUM AÐ FARA YARLEGA MEÐ ELDINN. ÞAÐ HEFUR MARGSANNAST, SEM MÁLTÆKH) SEGIR: OFT VELDUR LÍTBLL NEISTI STÓRU BÁLI. ATHUGIÐ, AÐ HAFA TRYGGINGAR YDAR ÁVALLT í SAMRÆMI VIÐ VERÐLAG. a I m e n n a r ALMENNAR TRYGGINGAR H. F. PÓSTHÚSSTRÆTI 9 — SÍMI 17700. honum þó að draga upp ógleymanlegar mynd- ir af íslandi: Áfcingar, en bezt að túlka hug sinn til æskustöðva og ævistarfs: Á Rauðsgili, 1 Árnasafni. Að fágun forms og Ijóðrænni fullkomnun taka fáir honum fram. Af núlif- andi skáldum minnir Heiðrekur Guðmundsson þó einna mest á Stein i beiskri þjóðfélags- ádeilu og sálfræðilegri innsýn. Þar mun samt vera fremur um andlegan skyldleika að ræða en áhrif. Sérstæð og ólík öðrum að efni og stíl eru Ijóð Guðfinnu frá Hömrum. Þau eru náskyld hljómlist, kliðmjúk, fáguð og frábærlega hrein. Guðfinna var mjög tónmenntuð-, ann- aðist söngkennslu meðan heilsa leyfði, en and- aðist fyrir aldur fram. Hið undurfagra kvæði, Með sól, var siðasta kveðja hennar til lífsins. Á mörkum rótfestu og nýjabrums virðast Ijóð Halldóru B. Björnsson vera, og mun þó gamli tíminn eiga þar sterkari ítök, eins og bezta kvæði hennar, Á Þjóðminjasafninu, ljósast sýnir. Á svipaðan hátt togast hefðbundið form og laust um Kristin Pétursson; sbr. t. d. kvæðin Gamalt vorstef og Vor ökuför i Sól- gull i skýjum. Margrét Jónsdóttir kveður „hefð- bundið", m. a. fagra sálma, en Jakohina Sig- urðardóttir ádeilurömm landvarnarljóð._ ÁHRIF ÖG ÞRÓUN Ástsælasta ljóðskáld timabilsins og aldarinn- ar til þessa er Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Davíð er Eyfirðingur að uppruna, hefur alla ævi átt heima við Eyjafjörð og virðist hvergi annars staðar geta þrifizt. Um leið og hann öllum skáldum norðlenzkari, sem nú eru uppi, en jafnframt þvi svo þjóðlegur sem verða má, enda þjóðskáld i þess orðs réttu merkingu. Enginn núlifandi Ijóðasmiður hrífur lesandann i slikar hæðir sem DaVíð. Um hann sameinast allir. Áhrif á yngri Bragabræður hefur enginn haft sem Davið. Með þeim fyrstu, sem virðast hafa orðið fyrir áhrifum af Davið, er Jón Magnússon, og var hann þó flestum sjálfstæð- ari. Jón var sunnlenzkt skáld. Andlega skyld- astir Davið eru þó ýmsir Norðlendingar. Sem dæmi má nefna Guðmund Frímann, er hefur lýst heimþrá kaupstaðarbúans í sveit sina og um leið óslitanlegum tengslum hans við mold- ina flestum betur. En þessi huglæga frænd- semi eða áhrif — oft er örðugt að gera sér grein fyrir, hvort heldur er — ná einnig vest- ur á firði. í Ijóðum Guðmundar Inga kemur fram sams konar eða hliðstæð aðdáun á gróður- lífi og virðing fyrir sveitastörfum, sem er svo snar þáttur í skáldskap Davíðs. Munurinn er þó gagnger, þar sem Guðmundur Ingi rækt- ar kál sitt og sauðfé sjálfur i mótsetningu við flest önnur meiri háttar nútímaljóðskáld vor, að nafna hans Böðvarssyni einum undanskild- um. En svo að einnig sé seilzt til Austurlands, þá grunar mig, að Fagraskógarskáldið hafi ekki látið hörpuleikara eins og Þorstein Yaldi- marsson, því siður Kristján frá Djúpadæk, ósnortna. Eða skyldi suðrænan, sem er gædd sömu töfrum á öllu svæðinu milli Vatnsskarðs og Dimmafjallgarðs hafa verið hér að verki? Og nú kemur mér i hug eitt af yngstu skáld- unum, Skagfirðingurinn Hannes Pétursson. Snertir ekki þjóðsagnatónninn frá langspili hans svipaðan streng i sál lesandans og gigju- grip Daviðs af þeim toga? Breytingarnar í ljóðagerð þessarar hálfu aldar endurspeglast þó hvergi eins vel á ein- um stað og í kvæðum Jóhannesar úr Kötlum. Meðal Ijóðskálda tímabilsins hefur Jóhannes sérstakastan og áþreifanlegastan þroskaferil. í fyrstu bókum sínum er hann rómantískur sem 19. aldar skáld og kveður hefðbundið, sem kallað er, en verður æ raunsærri, þegar hann kemur fram undir miðjan aldur, gerist róttækur i skoðunum, kastar jafnvel stuðlum og rimi fyrir borð um skeið. Fá af skáldum þessarar aldar hafa gert söguefnum jafn djarf- leg skil, né heldur ort skarpari þjóðfélags- ádeiluljóð en Jóhannes. Oft er sem islenzk náttúra fái ynnilegt mál, ekki sízt i ljóðum hans frá siðari árum. Þannig er þróun Jóhann- esar táknræn fyrir umbrötin i íslenzkri ljóða- gerð um meir en þrjá áratugi, síðan Bí, bi og blaka kom út 1926: frá rómantik til raunsæis- kenndrar ádeilu, gegn auðvaldi fyrst, en siðan styrjöldum og loks til náttúrudýrkunar. Og þó að Jóhannes sé ekki óskeikull í smekk- vísi, þá hafa fá núlifandi ljóðskáld meiri spennividd eða þanþol á strengjum. Áþekk þróun og lífsskoðun sem hjá Jóhann- esi, rammislenzk og alþjóðleg um leið, birtist i ljóðum Guðmundar Böðvarssonar bónda á Kirkjubóli i Hvitársiðu. í fyrstu bók hans, Kgssti mig sól, gætir mjög rómantikur sveita- lífsins, að visu tregablandinnar. En skáldið leitar ekki mikið út fyrir héraðið og hug- myndaheim sögu og sagna. Siðan orkar styrj- öldin mjög á hann, bæði hin raunverulega og eins kalda stríðið með afleiðingum þess: dvöl setu- og varnarliðs i landinu. Hann kviðir áhrifum á þjóðerni, tungu, manndáð og heiðar- leik fólksins. Guðmundur Böðvarsson er hvorki svo byltingagjarn i skoðunum né formi sem Jóhannes. Til þess er hann e. t. v. of tengdur Framhald á bls. 109. EINUNGIS URVALS VORUR Skólavörðustíg 2 & Vesturveri Áfmælisblað VlSIS VÍSIR 50 ÁRA 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.