Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 92

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 92
Sigurður Jóhannsson, vegamálastjóri Stutt yfirlit yfir þróun vegamála á Islandi 1910-1960 I. Vegakerfið. í vegalögum, er sett voru 1893, var ákveðið, að flutningabrautir, 375 km að lengd, um sex þéttbýlustu béruð landsins skyldu gerðar ak- færar, en þjóðvegum, samtals um 1500 km, skyldi haldið við sem reiðvegum. Ný vegalög voru sett árið 1907, og var þar ákveðið að gera einnig þjóðvegina akfæra. Er þá talið, að akfærir vegakaflar, sem að notum konui til vagnflutninga, séu alls 241 km auk allmargra sundurlausra kafla, sem ekki verður komizt að með vagna. Árið 1910 má því gera ráð fyrir, að akfærir vegakaflar liafi verið hér á landi milli 250 og 300 km alls, en vegir þessir voru bæði mjóir og veik- byggðir. Næsta áratuginn, eða fram til ársins 1920, er þróunin enn mjög hægfara á þessu sviði, en það ár hækka fjárframlög til vegamála að verulegu marki, Það er fyrst á jiriðja tugi aldarinnar, að nokkuð fer að miða áfram við Iagningu vega. Þannig er talið 1924, að akvegir séu G12 kin og kerrufærir vegir 712 km. 1937 eru akfærir vegir orðnir rúmlega 4500 km, og í lok þessa árs er talið, að akfærir vegir verði alls um 10.900 km, og eru þar meðtaldir allir opin- berir vegir utan kaupstaðanna. Þessir akfæru vegir skiptast þannig: þjóðvegir um 7.600 km, sýsluvegir um 2000 km, hreppsvegir um 700 km og fjallvegir um 600 km. Af þjóðvegunum eru um % hlutar taldir vera lagðir vegir, af sýsluvegum um helmingur og af hreppavegum um helmingur, cn ekkert af fjallvegunum. Á mynd er í linuritsformi sýndur í grófum drátt- um vöxtur vegakerfisins á undanförnum 50 árum. Framangreindar tölur sýna Ijóslega, að miklu hefur verið áorkað i vegamálum á þessu timabili, enda liefur markvisst verið að þvi stefnt að koma sem flestum héruðum og byggð- arlögum í akvegasamband þótt ófullkomið væri, á sem skemmstum tíma. Þau byggðarlög sem enn eru ekki tengd við aðalvegakerfi landsins, eru, sem betur fer, næsta fámenn. Við sunnanvert ísafjarðardjúp er byggðin milli Mjóafjarðar og Álftafjarðarár enn vegalaus að mestu og ekki komin i samband við aðalvega- kerfi landsins. Sama er að segja um byggðina norðanvert við Djúpið norðan við Kaldalón. Árneshreppur á Ströndum er einnig einangr- aður frá aðalvegakerfinu, þótt akfært sé um sjálfan hreppinn. Á Austurlandi er byggðin í Loðmundarfirði vegalaus með öllu og einnig án sambands við vegakerfið, en byggðin i Mjóafirði hefur nýverið fengið mjög ófull- komið vegasamband yfir Mjóafjarðarheiði. í A-Skaftafellssýslu er byggðin í Öræfum ennþá einangruð, þóft akfært sé um sveitina sjálfa, og er hætt við þvi, að svo verði enn um hrið. Á Mýrum og í Suðursveit í sömu sýslu er vel akfært um sveitirnar, og vonir standa til, að á næsta ári verði lokið byggingu brúar yfir Hornafjarðarfljót, og verður þá einangrun þessara sveita rofin. í flestum sýslum eru nokkur býli, sem ekki hafa neitt vegasamband eða þá mjög ófullkominn veg yfir óbrúaðar ár. Alls munu það vera nokkuð á fjórða hundr- að býli á landinu, sem búa við slíkar sam- göngur, og eru býlin i liinuin einangruðu byggðarlögum, sem talin hafa verið hér að framan, þar með talin. Tæknin við lagningu veganna hefur hreytzt mikið á undanförnum 50 árum. Fram til 1930 má segja að allir vegir hafi verið gerðir ineð handverkfærum og til flutninga yfirleitt ekki notað annað en hestakerrur. Eftir 1930 var farið að nota nokkuð bifreiðar við malar- flutninga, einkum á lengri leiðum, og var það gert í vaxandi mæli, svo að á stríðsárunum má segja, að flutningur með hestvögnum hafi lagzt alveg niður. Á árunum milli 1930 og 1940 var tímakaup í vegavinnu lengst af 90 aurar á klst. Á þessu tímabili var algengt, að vinnuflokkur við vegavinnu væri með 8—10 hestvagna, 4 menn í gryfju, 1 á vegi við úr- mokstur og 4 og 5 hestasveina. Afköst slíks vinnuflokks voru liá við hálfs annars kiló- metra flutning'alengd liðlega 20 teningsmetrar af möl á dag. Daglegur kostnaður við vinnu- flokkinn að meðtalinni verkstjórn og mat- reiðs var um 90 kr., og kostaði því hver tenings- metri um 4,50 kr. Með núverandi verðlagi og sömu tækjum mundi teningsmetrinn kosta um 110 kr. Til samanburðar má geta þess, að bílaflokkur með vélskóflu við ámokstur afkastar á sömu vegalengd í dag meira en tíföldu magni hestaflokksins, og kostnaður á hvern teningsmetra er þó ekki nema um 25—• 30 krónur, eða aðeins % hlutj af því, sem vinna með liandverkfærum og hestvagnarnir myndu kosta nú. Við undirbyggingu vega i mýrlendi þóttu jiað góð afköst með skóflum og kvíslum, ef tenings- metrinn í fullgerðum vegi kostaði ekki meir, en sem svaraði timakaupi verkamanns. tenings- metrinn í slíkum vegi mundi þvi i dag kosta 22 —25 kr. En til samanburðar má geta þess, að undirbyggður vegur með skurðgröfu og jafnað- ur með ýtu kostar þó ekki meira en 8—9 kr. hver teningsmetri, eða minna en helming þess, sem handunninn vegur kostar. Algengt var á holtum og erfiðu landi að aka fyllingarefni i veginn á hestvögnum, og kostaði tenings- metrinn þá um hálfa aðra krónu. Með sömu tækjum myndi teningsmetrinn kosta allt að því 40 krónur í dag, en þar sem beita má jarðýtum, fæst hann fyrir 5—8 krónur. Af þessum samanburði má sjá, að þrátt fyrir gífurlega liækkun verðlags á undanförnum áratugum, liefur notkun vélanna við vegagerð vegið stórlega á móti dýrtiðinni. Fram til 1930 voru vegirnir hafðir 3,15 m á breidd, eða 5 álnir. Sama gilti um ræsi á vegum. Við sívaxandi umferð, heflun og malburð hafa vegirnir sjálfir viðast hvar þan- izt út i 4—5 m breidd eða meira, en ræsin og brýrnar að sjálfsögðu ekki og eru þvi alvar- legur Þrándur í Götu á fjölmörgum vegum. Þótt mikið hafi verið unnið að þvi á undan- förnum tveimur áratugum að breikka brýr og ræsi, er samt mikið verkefni eftir i þeim efnum. II. Brúargerð. Jafnhliða lagningu veganna hófst smíði brúa á hinar vatnsmeiri ár. Fyrir 1890 voru eingöngu gerðar timburbrýr, en það ár var smíðuð brúin á Ölfusá, og var það fyrsta brúin, sem gerð var hér á landi úr varanlegu efni. Fram til 1910 höfðu samtals verið byggðar 18 brýr og þar á meðal brýrnar á Ölfusá, Þjórsá, Lagarfljót og Blöndu hjá Blönduósi. Af þeim brúm, sem smíðaðar voru fyrir 1910, eru enn i notkun fimm brýr, en það er brúin á Blöndu hjá Blönduósi, brúin á örnólfsdalsá Nýja brúin gfir Hvitá við Iðu i Biskiipstungum. 92 VÍSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.