Vísir - 14.12.1960, Side 93

Vísir - 14.12.1960, Side 93
Vikurskarð við Vík í Mýrdal. i Borgarfirði, brúin á Jökulsá hjá Hákonar- stöðum i Jökuldal og brúin á Gljúfurá í Borg- arfirðij sem síðar var þó breikkuð, og að lokum brúin á Fnjóská á Norðurlandsvegi. I lok s. 1. árs voru i notkun 643 brýr, 10 m eða lengri, og eru þessar brýr samtals um 17,5 km að lengd, en auk þess var á sama tíma búið að smiða 581 smábrú, 4—9 m á lengd. Lengd þeirra er samtals 3,5 km, og má þvi segja, að í notkun í lok s. 1. árs hafi veriS brýr, sem alls eru 21,0 km á lengd. Fyrst framan af voru brýrnar, eins og veg- irnir gerðar fyrir mjög létta umferð, hesta °g bestvagna, en það, sem hefur gert að verk- Un>, að enn hefur mátt notazt við brýr frá Þessu tímabili, er, að reiknað var með mann- bröng á brúnum, 350—400 kg á fermetra, og jafngildir það á lengri brúnum allþungum íarartækjum. Fram yfir 1930 var utanmál Hestra brúa aðeins 3 m og umferðarbreidd 2,60 m. Þá var breidd brúnna aukin upp i 2,30 m og farið að reikna með 5—6 tonna ''’ögnum. Það er fyrst á stríðsárunum, sem farið er að reikna með þyngri vögnum á brúnum og breidd þeirra miðuð við stærri íarartæki. Enn hefur þó ekki þótt tiltækilegt að smíða þrýr með tveimur akbrautum nema /4/<J~cer/r vegir cr Ts/onc// / á r s /o A /960 á allra fjölförnustu vegunum, en gert er ráð fyrir því, að breikka megi brýrnar síðar meir, þegar umferðin hefur aukizt svo mikið, að slíkt verði nauðsynlegt. III. Bifreiðafjöldinn. Fyrsta bifreiðin var flutt til landsins árið 1904. Var það Thomsensbillinn, sem margir eldri menn muna eftir. Næst var flutt inn bifreið 1905 til Eyjafjarðar, en hvorug þessara bifreiða var notuð hér, svo að teljandi sé. 1913 komu fyrstu Ford-bílarnir til landsins, og eftir það vex bílafjöldinn jafnt og þétt, og í kringum 1930 eru komnir hingað til lands liðlega 1400 bílar. A árunum 1930—1940 vex bílafjöldinn afar hægt, og allt fram til 1942 eru fleiri vörubifreiðar i landinu en fólksbifreiðar. Strax að stríðinu loknu hefst mikill innflutn- ingur bifreiða, og árið 1955 er flutt inn sérstak- lega mikið af bifreiðum, eins og sjá má á mynd 2. í lok ársins 1959 voru alls í landinu 14.553 fólksbifreiðar og 5.703 vörubifreiðar, eða sam- tals 20.256 bifreiðar. Fjöldi fólksbifreiða á hverja þúsund íbúa var 76, og er það meiri fólksbílaeign hlutfallslega en í flestum öðrum Evrópulöndum, aðeins Svíþjóð, Bretland og Frakkland eru hærri í þessu tilliti. Á mynd 2 má sjá, að verði bifreiðafjölgunin svipuð hér næsu 10 tár og undanfarin ár, þá munu verða hér um bil 34—34 þús. bifreiðar árið 1970, og samsvarar það um 70% aukningu á tímabilinu. Til gamans má geta þess, að i Danmörku er gert ráð fyrir, að bifreiðafjöldinn muni meira en tvöfaldast á næstu 10 árum. Athyglisvert er þó, að meðalaldur bifreiða er æði hár hér á landi, eða um 8 ár fyrir fólksbifreiðar og nærri 12 ár fyrir vörubifreiðar, Meðalaldur bifreiða ætti raunverulega að vera lægri hér en í nágranna- löndunum,vegna þess að bifreiðar endast hér skemur en þar sökum lélegra vega. Breidd og þyngd bifreiðanna hefur og tekið stórfelldum breytingum á undanförnum áratug- um. Fram undir 1940 voru algengustu vöru- flutningabifreiðar og almenningsvagnar 3—5 tonn að þyngd og breyddin 1,8—2,0 metrar. Eft- ir stríðið, einkum síðasta áratuginn, hefur heild- arþungi þessara bifreiða meira en tvöfaldazt og breiddin er orðin 2,35—2,50 metrar. Það er því engin furða, þó lað elztu vegirnir og brýrn- ar, sem gerðar voru fyrir hesta og hestvagna, láti á sjá undan umferð hinna nýju farartækja. IV. Útgjöld til vegamála og viðhald veganna. Árið 1910 voru útgjöldin til vegamála tæpar 160 þús. kr., og var það um 10,1% af rekstrar- útgjölduin ríkisins það ár. Á linuriti er sýnt, hve mikil útgjöldin til vegamála hafa verið í hundraðshlutum af rekstrarútgjöld- um ríkissjóðs. Af línuriti þessu má sjá, að út- gjöldin urðu lægst árið 1920, um 4,1%, en hæst hafa þau orðið árið 1946, en þá voru þau 16,6%. Á s. 1. ári námu heildarútgjöldin til vegamála 96,6 millj. kr., og er þá talið með framlag af benzínskatti til vega og brúa, og nam sú fjárhæð 10,1% af rekstrarútkjöldum ríkisins það ár, eða sama hundraðshluta og árið 1910. Á yfir- standandi ári eru veittar til vegamála í fjár- lögum tæpar 95 millj. kr., og aulc þess renna um 18 millj. til brúasjóðs og vega milli byggðarlaga af benzínskatti. Samtals er því varið til vega- mála liðlega 113 millj. kr. í ár. Af þessari fjár- hæð eru um 50 millj. ætlaðar til viðhalds vega- kerfinu, eða iæp 45% af fjárv. í fjárlögum. Segja má, að viðhaldskostnaður vegakerfisins sé orðinn æðihár hundraðshluti af heildarút- gjöldum til vegamála, en það getur þó tæpast talizt óeðlilegt, þegar tekið er tillit til þess, hve langt vegakerfið er orðið. Með 50 millj. til viðhalds þjóðvega á þessu ári verður meðalvið- haldskostnaður á hvern kílómetra um 6.600 krónur. Þetta er að vísu há tala, en ef við lítum á viðhaldskostnað malarvega í nágrannalönd- um eins og Svíþjóð og Noregi, en þar eru yfir 90% af öllu vegakerfinu malarvegir, þá kemur í Ijós, að í þeim löndum er viðhalds- kostnaðurinn á hvern kílómetra ámóta há krónu- tala og hér er talið í mynt þeirra landa, en það þýðir, að þeir verja 5—7 sinnum meira til við- halds á hvern km en hér er gert. Hinn mikli kostnaður við vegaviðhald í Svíþjóð og Noregi á malarmegum umfram kostnað hér stafar fyrst og fremst af því, iað þar er allt efni í slitlag veg- anna mulið og blandað til þess að fá hæfilegt bindiefni, og auk þess er stórfé varið til þess að rykbinda vegina. í þurrkasumrum eins og á s. 1. sumri er rykplágan eitt erfiðasta vanda- málið, sem við er að etja. Á hinum fjölförnu vegum í nágrenni Beykjavíkur, þar sem um- ferðin er orðin 1000—2000 bílar á dag, má heita, að ókeyrandi sé í þurrki vegna ryks, en með rykinu fýkur burt úr vegunum nær allt bindi- efni, og eftir verður aðeins grjótið, sem gerir vegina illfæra. Undanfarin 2—3 ár hafa verið gerðar tilraunir með rykbindingu með klórkal- síum, og hefur það gefið góða raun, þar sem unnt er að setja það í veg með hæfilegu bindi- efni, en kostnaðurinn við þetta er um 20 þús. kr. á hvern kílómetra og því af fjárhagsástæð- um óviðráðanlegt að gera það, svo að um muni. V. Verkefni fyrir framtiðina. Þó að miklu hafi verið áorkað á undanförn- um 50 árum í vegamálum hér á landi, þá eru býsna mikil verkefni enn framundan. Af þeim 10.900 km af opinberum vegum, sem taldir Lengcí vega a hverja /ooþús. /'bóa / nokkrum £vrópu/6nc/u/n 5kv. skýrs/u /nierna//onal ftocrc/ kec/era/ion /957 6000 5000 4000 3000 2000 /OOO llll 1111 1 . - * S .io (5 <§ I £ kT i S § 5 £ Afmælisblað VlSIS VÍSIR 50 ÁRA 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.