Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 99

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 99
verðið var hlægilega lágt, svo að mikið magn þurfti til að rísa undir útgáfunni, og lausa- söluverð hinna fyrstu dagblaða var aðeins 3—5 aurar eintakið. Verkefni hinna fyrstu dagblaða var fyrst og fremst almennur fréttaflutningur, innlendur og útlendur. Þau fóru einnig snemma að segja frá innlendum íþróttakeppnum, málverkasýn- ingum, hljómleikum og leiksýningum, ítarlegar en áður hafði verið gert í vikublöðunum, og fengu til þess hæfa menn. En þessi fyrstu ár voru barningsár og allt þurfti að spara; rit- stjórar og blaðamenn voru illa launaðir en höfðu mikla vinnu, og sjaldgæft var að rit- laun væru greidd fyrir aðsent efni. EFTIR STRÍÐIÐ. Segja má að öll skilyrði til blaðaútgáfu hafi gerbreytzt á stríðsárunum. Eftir stríð hefur fólk haft úr miklu meira að spila en áður, og það lýsti sér m. a. í því, að kaupendafjöldi blaðanna óx og að hægt var að selja blöðin hærra verði en áður. Við þetta kom vaxtar- hugur i blaðaútgefendur og þeir fóru að stækka blöðin, unz þau urðu — miðað við kaupenda- fjölda — stærri en tilsvarandi blöð á norður- löndum. Hvernig verja þá blöðin þessu mikla rúmi sínu? Fyrst og fremst til stóraukinnar frétta- þjónustu, erlendrar og innlendrar, ýmist með simskeytum eða fréttagreinum. Aðstaðan til þessa hefur stórbatnað, bæði vegna lægri sím- skeyta gjalda og einkum þó vegna daglegra flugsamgangna við útlönd. íslenzkir fréttamenn geta unnið efni úr erlendum blöðum, útkomn- um samdægurs, og birt það næsta dag. Og i útvarpinu er hægt að hlusta á öll markverðari erlend tíðindi. Skilyrðin til erlendu frétta- þjónustunnar eru því ekki sambærileg við það sem var. Ég er ekki frá þvi, að blöðin verji meira rúmi en vert er handa útlendu fréttunum. Það er að segja hinum sundurlausu skeytum frá degi til dags er segja frá rás viðburða í slitrum, þannig að almenningur áttar sig ekki á hinum eiginlega gangi málanna. Hver verður t. d. fróðari af að lesa öll skeytin frá Kongó í sumar? Vafalaust mundi öllum almenningi gagnlegra að fá ekki nema fimmtunginn af, öllum skeytunum, en í staðinn yfirlitsgreinar yfir málefni þau, sem ávallt eru á döfinni og viðhorfin i málum þeim, sem varða fram- vindu veraldarinnar. Það væri til bóta að stytta ýms skeyti en fjölga yfirlitsgreinunum. Um landsins gagn og nauðsynjar: greinar um það sem er að gerast til góðs i þjóðfélaginu, flytja blöðin miklu meira efni en áður var gert. Fólki er vorkunnarlaust að fylgjast vel með i þvi. En oft er leitt að sjá metinginn um, hvaða flokki þessi eða hin framfór sé að þakka. Sá metingur verðnr stundum rúm- frekur i sumum blöðum, en hefur þó það til síns ágætis að hann getur komið fólki til að brosa að gorturunum. — Ágætur blaðamaður sagði einhvern tíma, að efni góðs blaðs yrði að vera að hálfu leyti það sem fólk þyrfti að lesa, en að hálfu það sem það vihli lesa. En nú er það svo, að lesendurnir eru ólikir að smekk, sumir vilja lesa alvarlegar greinar um landsmál og kaupa blöðin þeirra vegna, aðrir hlaupa yfir allt sem stjórnmálakeimur er að, en sökkva sér niður í hið léttara hjal. En stórtíðindi, svov sem um jarðskjálfta, eldgos eða stjórnmála- hneyxli lesa allir. Hneyxlismálin eru allra uppáhald — líka þeirra, sem þykjast hafa skömm á þeim. Léttara hjalið er orðið rúmfrekt i blöðunum, sömuleiðis æsifregnir af atburðum, sem í sjálfu sér eru lítils virði. Það verður að skoðast sem dálkafylling út úr neyS, er dagblöð eyða heilli opnu í hverju blaði til að segja frá hjónaskilnaðarmálum frægra kvikmyndaleikara eða öðru álika ómerkilegu. En af slíku efni er tiltölulega meira i islenzkum dagblöðum núna en í dagblöðum norðurlanda. Slík skrif eru einkum lesin af ákveðnum hluta þjóðarinnar, einkum unglingum, sem sækjast eftir æsifregn- um. Virðist sá hópur ískyggilega fjölmennur með þjóðinni,, ef dæma skal eftir þeim fjölda sorptimarita, sem orðin er á boðsíólum hjá hinni fámennu þjóð. En það er langt undir virðingu nokkurs dagblaðs að keppa við slik rit. BLAÐAMENNIRNIR. Laust eftir aldamótin stofnuðu þáverandi ritstjórar Reikjavíkurblaðanna ,,,BIaðamanna- félagið". Ég man að nefna af þeim Björn Jónsson, Bríetu BjarnhéSinsdóttur (ritstjóra Kvennablaðsins), Jón Ólafsson, Einar Hjörleifs- son og Þorstein Gislason. Auk þess munu þeir Guðmundur Björnsson og Sigfús Eymunds- son hafa verið í félaginu, sem bbiSaútgefendur. Félagið lifði ekki lengi, en innan þess vébanda varð „blaðamannaréttritunin" til. í þá daga voru meiðyrðamál tið milli ritstjóranna, svo að dómstólar og sáttanefndir urðu fyrir ónæði af því. Til þess að ráða bót á þessu var stofn- aSur gerðurdómur, sem ábyrgSarmenn blaða skyldu skjóta meiðyrðamálum til og hann skera úr. En þetta varð banabiti félagsins i það skiptið. Fyrsti maðurinn, sem dæmdur var í sekt, borgaði ekki, heldur fór úr félaginu og i riðlun þeirri, sem varð i stjórnmálunum á árunum eftir 1906 (er blaðamannaávarpið kom út), lognaðist félagið útaf. Blaðamannaávarpið flutti kröfu um að Is- land yrSi „frjálst sambandsland viS Danmörku, og skal með sambandslögunum, er ísland tekur óháðan þátt í, kveðiS á um það, hver málefni íslands hljóta eftir ástæðum landsins að vera sameiginlegt mál þess og ríkisins. I öllum öSrum málum skulu íslendingar vera einráSir meS konungi um löggjöf sína og stjórn, og verSa þau mál ekki borin upp fyrir konung í rikisráði Danu." Undir ávarpið skrifuðu Benedikt Sveinsson, Björn Jónsson, Einar Hjörleifsson, Hannes Þorsteinsson, SigurSur Hjörleifsson og Skúli Thoroddsen, og var hér Framhald á bls. 106. Bréfaskóli S.I.S. Námsgreinar: íslenzk réttritun, íslenzk bragfræði, Danska fyrir byrjendur, Danska framhaldsflokkur, Enska fyrir byrjendur, Enska, framhaldsflokkur, Franska, Þýzka, Esperantó, Sálarfræði, Skipul. og starfsh. samvinnufélaga, Fundarstjorn og fundarreglur, Bókfærsla í tveimur flokkum, Búreikningar, Reikningur, Algebra, Eðlisfræði, Mótorfræði í tveim flokkum, Landbúnaðarvélar og verkfæri, Siglingafræði, :. ^ skák í tveimfíokkum, Brefaskoli S.I.S. Islenzk malfræði. Afmælisblað YlSIS VÍSIR 50 ÁRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.