Vísir - 14.12.1960, Side 102

Vísir - 14.12.1960, Side 102
Leikfimi í Miðbæjarskóla 1914. Kennari Steindór Björnsson frá Gröf. virkari þátttakendum með sjálfstæðu starfi t. d. vinnubókum o. fl. Hins vegar hafa ýmis ný kennslutæki og hjálpargögn verið tekin í notkun. í reglugerð frá 1908 eru talin upp þau kennslutæki, sem hver fastur barnaskóli skuli hafa, og var það allmikið: landakort, veggmyndir i kristinfræði og náttúrufræði, hnattlíkan, hjálpartæki við reikningskennslu o. fl. Þessi tæki eru að sjálf- sögðu notuð enn, auk segulbanda, skugga- mynda og kvikmynda, sem aðallega hafa kom- ið síðustu 15 árin. Segulbönd eru einkum notuð við kennslu i erlendum málum. Flestir skólar í Reykjavík eiga bæði kvikmynda- og skuggamyndavél. Nokkurt safn skuggamynda er í skólunum sjálfum, en auk þess hefur Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur safn skugga- og kvikmynda til útláns. Eru það um 1100 myndræmur og 125 kvikmyndir. Fræðslumála- skrifstofan hefur einnig stórt safn kvikmynda. Eru þetta vafalaust einhver beztu kennslutæki, sem kennarar hafa fengið til þessa, einkum í landafræði, náttúrufræði og sögu. Nemendur. Haustið 1910 innrituðust 830 nemendur i Barnaskóla Reykjavíkur, þar af 648 fræðslu- skyldir, þ. e. 10 ára eða eldri, en 182 innan fræðsluskyidualdurs eða 7—10 ára. Af þessum 182 börnum munu 53 hafa fengið ókeypis kennslu, en samþykkt var að veita 3 börnum eftirgjöf á hálfu skólagjaldi. Það skilyrði var sett fyrir viðtöku 7 ára barna, að eigi þyrfti að fjölga kennslustundum. Þá voru ibúar bæjarins 11449 að tölu og nemendur þvi rúmlega 7% af ibúunum. Samtímis vexti bæjarins óx nem- endatalan jafnt og þétt þannig, að i haust er áætlað að tala nemenda í barna- og gagnfræða- skólum bæjarins verði 12100 eða um 16,5% af íbúatölu bæjarins. Á eftirfarandi töflu sést þessi aukning, og eru nemendur gagnfræða- skóla teknir sér. Nemendur i einkaskólum eru ekki meðtaldir. Einhver brögð munu hafa verið að því, að utanbæjarbörn hafi sótt skóla hér, enda sam- þykkir skólanefnd á fundi 31. ág. 1910 að fela borgarstjóra að ráða i hverju einstöku til- íbúar í Nem. i barnask, Ár. Reykjavik Tala % 1910 11449 830 7,25 1920 17450 1378 7,89 1930 28052 2419 8,62 1940 37897 4188 11,05 1950 56251 4857 8,63 1959 70853 8087 11,41 feili, hvort börn, sem eiga heima utan Reykja- víkur, skuli fá inngöngu i barnaskólana og þá með hvaða kostum. Á árunum 1910—1920 verða nokkrar breyt- ingar á, hvernig skólabörn skiptast eftir aldri. Yngri börnunum fækkar smátt og smátt, því að vegna þrengsla i skólahúsinu verða þau að víkja sess fyrir þeim eldri. Má geta þess, að 1913 var auglýst, að þau börn, sem væru yngri en 8% árs, gætu ekki vænzt skólavistar. Skólanefndin ræddi iðulega um ýmsar ráðstafanir til þess að koma sem flestum börnum fyrir i skólahúsinu, t. d. að fækka kennslustundum, kenna hverjum bekk aðeins annan hvern dag o. s. frv. En niðurstaðan mun ávallt hafa orðið sú, að alltaf var troðið fleirum i húsið, svo að jafnan sótti skólann tölu- verður hópur barna innan 10 ára aldurs. Skólagjöld lögðust niður 1908 með setningu fræðslulaga fyrir fræðsluskyld börn, en héldust fyrir yngri börnin til 1930, þá lögðust skóla- gjöld niður með öllu. Síðustu árin nam skólagjaldið 20 krónum á ári, en var 12 rd. árið 1830, er skóli tók hér fyrst til starfa. Árið 1910 voru, eins og fyrr segir, 830 nem- endur í 31 bekkjardeild i barnaskólanum eða 26,8 að meðaltali í bekk. Sl. vetur voru i barna- og gagnfræðaskólum bæjarins 11755 nemendur í 431 deild eða 27,3 að meðaltali. Eftirfarandi tafla sýnir tölu nemenda og fjölda deilda á tímabilinu 1910—1960. Ár Nem. Deildir Meðaltal 1910 830 31 26,8 1920 1378 47 29,3 1930 2795 97 28,8 1940 4730 175 27,0 1950 6869 265 25,9 1959 11755 431 27,3 Kennarar. Fram að 1909 voru engir kennarar fastráðnir nema skólastjóri og aðstoðarkennari hans. En það ár var lagt til á skólanefndarfundi, að stofnaðar væru 2 fastar kennarastöður með 1000 kr. árslaunum. Að fenginni sam- Nem í gagnfr.sk. Nemendur alls. Tala % Tala % 830 7,25 1378 7,89 376 1,34 2795 9,96 542 1,43 4730 12,48 2012 3,67 6869 12,30 3668 5,18 11755 16,59 þykkt bæjarstjórnar voru stöðurnar auglýstar, og 18. sept. voru þær Laufey Vilhjálmsdóttir og Thora Friðriksson ráðnar til starfsins. Thora Friðriksson sagði lausu starfi sinu frá L nóv. sama ár, og næsta ár var séra Bjarni Hjaltested ráðinn fastur kennari. Haustið 1910 eru þvi 4 fastráðnir kennarar við skólann. Morten Hansen skólastjóri, Sig- urður Jónsson aðstoðarkennari, siðar yfirkenn- ari, auk þeirra tveggja, sem fyrr voru nefnd. Ennfremur eru ráðnir 32 stundakennarar, og og voru þvi alls haustið 1910 36 kennarar starfandi við skólana. Eðlilega leita stundakennararnir brátt eftir að verða fastráðnir, en mikil tregða er hjá skólanefndinni i þvi máli. Það er ekki fyrr en 1917, að fastráðnum kennurum fjölgar, en þá voru ráðnir 16 fastir kennarar, og 1920 er 31 fastur kennari við skólann og 8 stunda- kennarar. Samfara vexti bæjarins og fjölgun nemenda fjölgaði kennurum. Sl. skólaár voru starfandi 236 fastir kennarar við barnaskóla bæjarins og 44 stundakennarar. Við gagnfræða- skólana voru 148 fastir kennarar og 95 stunda- kennarar. Aiis störfuðu þvi 523 kennarar við barna- og gagnfræðaskóla bæjarins, þar af 384 settir eða skipaðir. Fyrst lengi vel voru konur í meiri hluta í kennaraliði skólans. Haustið 1910 störfuðu, eins og fyrr segir, 36 kennarar við skólana, þar af 15 karlar og 21 kona. Tíu órum siðar er tala kennara 39, þar af 18 karlar og 21 kona. Eftir það fer hlutfallið að breytast, þann- ig að 1930 voru af 79 starfandi kennurum 41 karl og 38 konur. Skólaárið 1958—59 voru af 375 föstum kenn- urum aðeins 143 konur en 232. karlar. Árið 1910 munu fastalaun skólastjóra hafa verið kr. 2000.—, aðstoðarkennara kr. 1500.— og laun annarra fastra kennara kr. 1000.— eins og fyrr segir. Þetta haust var gerður sérstakur ráðningar- samningur við timakennara skólans, og fjallar 3. gr. um kaupið og hljóðar svo: „Kaup fyrir hverja klukkustund er 60 aurar 2 kennsluárin fyrstu, þá 75 aurar 3 ár og 90 aurar upp frá þvi og að auki þóknun fyrir heimavinnu, við leiðréttingar isl. stila i 5., 6., 7. og 8 bekk og danska í 7. og 8. bekk, 3 aurar fyrir hvern nemanda á viku, ef kennarinn hefur það starf á hendi i fleirum en einum þessara bekkja.1) Næstu ár fara kennarar oftlega fram á hækk- un á stundakaupi, en því er synjað lengi vel. En á striðsárunum 1914—18 hækkar kaupið þannig, að árið 1920 eru árslaun skólastjóra kr. 3000.—, laun yfirkennara kr. 2600.—- og laun kennara frá kr. 1500.— upp i kr.2000.— eftir starfsaldri. Kaup stundakennara var þá 1.20 kr. á kennslustund auk dýrtíðaruppbótar og 10 aurar á verkefni i stað 3ja aura 1910. Nú eru launakjör skólastjóra mjög mismun- andi eftir þvi hvers konar skólar það eru, sem þeir stjórna en árslaun kennara eru i mörgum flokkum, eftir því við hvaða skóla- stig þeir starfa. Byrjunarlaun barnaskólakenn- ara eru kr. 46.206.96, eftir 4 ár eru laun kr. 64.275.72, stundakennarakaup kr. 38.57 á klukkustund. Byrjunarlaun kennara við gagnfræðastig eru kr. 50.251.20, en full laun kr. 68.949.96. Stundakennarakaup er kr. 51.22 á kennslustund. Ár Barnaskólar Gagnfræðaskólar Fastir Stk. Alls Fastir Stk. Alls 1910 4 32 36 1920 31 8 39 1930 69 10 79 9 41 50 1940 99 25 124 10 46 56 1950 135 23 158 67 53 120 1959 236 44 280 148 95 243 Erfitt er að bera saman laun kennara þá og nú. Hitt er vist, að kennarar telja sig enn mjög lágt launaða miðað við aðra starfshópa. Ekki skal hér farið nánar út í það mál, en vissulega ber brýna nauðsyn til, að launakjör kennarastéttarinnar séu þannig, að árlega hverfi ekki margir ágætir starfskraftar frá skólunum að öðrum störfum, sem eru betur Kvennaskólinn er talinn með gagnfræðaskólunum. 102 VÍSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.